Helgarpósturinn - 03.07.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 03.07.1981, Blaðsíða 4
Fostudagur 3. jún 1981. helg&rpósturinn „Tryggjum ekkert frelsi nema reglur gildi" NAFN: Magnús L. Sveinsson STAÐA: Formaður Verslunarmannafélags Reykjavikur FÆDDUR: 1. mai 1931 HEIMILI: Geitastekkur 6 HEIMILISHAGIR: lEiginkona, Hanna Hofsdal Karlsdóttir og eiga þau þrjú börn BIFREIÐ: Mazda árg. '80 ÁHUGAMÁL: Félagsmál Stendur Verslunarmannafélag Reykjavikur fastan vörö um hagsmuni félagsmanna sinna? ,,Já, tvimælalaust." Er þaö hlutverk verkalýös- félags að hafa áhyggjur af af- kiim ii atvinnurekenda? ,,Nei, en hagsmunir launþega og vinnuveitenda fara hinsvegar saman ao þvi leyti, a6 ef fyrir- tækjunum er ekki tryggöur eðli- legur rekstrargrundvöllur, þá er atvinnuöryggi launþega i hættu." Þu' vilt sfin sagt ætla að það sé hlutverk ykkar hér á skrifstofu VR, að hjálpa til við reksturinn hjá vinnuveitendum? „Nei, það er ekki hlutverk okk- ar. Okkar hlutverk er fyrst og fremst að gæta hagsmuna laun- þega. En eins og ég svaraði áðan, þá fara hagsmunir launþega og vinnuveitenda saman að vissu leyti. Það er auðvitaö vinnuveit- enda fyrst og fremst, aö gæta hagsmuna vinnuveitenda, en auð- vitaö ber okkur skylda til, að fylgjast meö ástandi á vinnu- markaönum, hvernig atvinnu- reksturinn i landinu gengur. Ein- mitt vegna okkar umbjóðenda." Ertu þá þar með ekki að taka undir orð vinnuveitenda, þegar þeir segjast ( kjarasamningum ekki geta veitt neinar kauphækk- anii? Segjast ekki hafa bolmagn til að greiða hærri laun. Væri samkvæmt þinni skilgreiningu hér áðan, þá ekki rétt, að t.d. Verslunarmannafélagið le'ti af öllum kaupkröfum til að gull- IrySSJ3 afkomu verslunarinnar i iandinu? „Þetta er misskilningur. Vinnuveitendur gráta nti alla daga ársins, vegna slæmrar af- komuog m'aður tekur takmarkað mark á þvi, en auðvitað er þaö aðalverkefni stéttarfélaganna — og til þess eru þau stofnuð — aö tryggja kaup og kjör launþega. Ég held að þaö iiggi líka ljdst fyr- ir og það geti hver maöur séö, sem skoðar launataxta stéttar- félaganna, að ef atvinnurekstur- inn hefur ekki efni á þvf að borga laun samkvæmt þeim töxtum, sem verkalýðshreyfingin semur um, þá á sá atvinnurekstur ekki rétt á sér." En hvers vegna er Verslunar- mannafélag Reykja víkur, að setja sig gegn aukiium tekju- möguleikum umhjóðenda sinna og standa gegn eftir- og nætur- vinnu? Ætti verslunarfólM ekki sjálfu að vera treystandi fyrir þvi hvort það vill eða vill ekki vinna á kvöldin? „Þetta er ekk, bara spurning um það, að standa <*egn auknum yfirvinnutekjuin -vumer eitt er auðvitað, að tr/ggja viðunandi laun fyrir dagvinnuna og það ork- ar mjog tvimælis hvort rétt er aö gera eftir-og næturvinnu sérstak- lega eftirsóknarverða, vegna þess að launin þar séu svo há, á sama tima og ekki tekst að tryggja viðunandi laun fyrir dag- vinnu. Ég tel að verkalýöshreyf- ingin þurfi að fhuga þetta vanda- mál m jög alvarlega. Þaö sem við Sum dcilucf ni eru lifsseigari en önnur. Opnunartitni verslana viröist vera eitt þeirra máia, scm nIdi ei verður fuiileyst, þannig að ailir geti viourtað. Enn á ný, hafa sprottið upp ijarftvitagar déilár ttm opmin- artimannog nu er karpaðum hvortheimilt skuli að hafa ©pið á laugardagsmorgnum yfir sumarmánuö- ina cða ekki. Að visu á dcilan sér langluni dýprt rsetur og iiicim skipta.sl gjarnan I tvo f lokka: aunars vegar þeirsem vilja gefa opnunartímann aigerlega frjálsan pg svo hins vegar hinir, sem teija eðliiegt aðttm opnúnártimann gildi eiahverjar rammarcglur — hve rúmar þær skuli vera, deiia mciui þé um. Verslunarmannalelag Reykjavlkur hefur tekið afstöðu gegn rýmri opnunartlma verslana og bent á hætiuna á vinnuþraslkunstarfsfólksins. Ýmsirhafa furðaðsigá þvi, aft verkalýosféiag standi harkaicga tícgij möguleikum stnhaumbjóöenda tilaðdrýgja tekjur sínar. Maginis l,. Sveiiissonformaður VR er í Yfirb.eyrslu Heigarpósisins. erum hins vegar að gera nUna, með þvi' að takmarka vinnutima afgreiðslufölks f verslunum, er að komai veg fyrir óhóflega langan vinnutlma afgreiðslufolks. Það er markmið ntimer eitt." Nií gæti afgreiðslufólkið sjálft ráðiö þvi hvort þaö ynni yfirvinnu eða ei, ef hdn byðist. Til hvers þarf afgreiðslufdlkið einhverja tilvisun frá „stdra brdöur" — Verslunarmannafélaginu — hve- nær það megi vinna? „Það fer ekkertá millimála, að fólkið, okkar félagsmenn, hafa gert mjög harðar kröfur til félagsins um að hafa ákveðnar reglur um vinnutima I verslun- um. Og það er af biturri reynslu. Þaö er þvi ekki um það að ræða að við séum aö setja neinar kvaðir á þetta fólk, það hefur gert kröfur tilokkar,að við stöndum vörð um vinnutíma þess. Og vegna full- yrðingar þinnar um, að fólk væri ekkert skyldugt aö vinna yfir- vinnu, þá vil ég benda á sem þekkist viðar, að ef vinnuveitandi óskar eftir þvi að launþeginn vinni yfirvinnu, þá er mjög erfitt fyrir launþegann aö neita þvi. Auðvitað hefur vinnuveitandinn það í hendi sér, að ráða einfald- lega fólk, ef hluti af hans starfs- fólki vill ekki vinna umbeðna yf- irvinnu. Það gefur augaleið." Af hverju ekki einfaldlega að taka upp hentugt vaktavinnufyr- irkomulag hjá afgreiðslufólki, sem þyddi ekki meira vinnuálag, en samt sem áður auknar tekjur? „JU, það er ekkert óeðlilegt að það sé skoðað. Þaö var reynt að koma upp vöktum fyrir nokkrum árum, en það gafst illa. Sannleik- urinn er sá, að neytendur nota ekki þennan kvöldtima, eins og látið er i veðri vaka og reyndar eru laugardagarnir ekki eins miklir verslunardagar og ýmsir hafa haldiöfram. Ég vil benda á i sambandi viðalgreiöslutimann að nUna er verið aö tala um þaö að verslanir séu lokaðar á laugar- dögum, aðeins þrjá mánuði um hásumartímann, á sama tíma og reglur eru almennt þannig, að verslanir geta haft opið til klukk- an 10 frá mánudegi til föstudags alltáriðogfrá l.sept. til 1. júnitil hádegis á laugardögum og auk þess ein til tvær verslanir I hverri sérgrein til fjögur á laugardög- um. Ef þetta er skoðað i ljdsi þessa og heildarþjónustutiminn metinn, þá held ég, að ástæöu- laust sé, að gera mikið veöur Ut af þessum þremur klukkustundum á viku yfir hásumarið." Þú segir keppikeflið vera, að fá viðunandi laun fyrir dagvinnu. NU er ástandiðbara allt annað og ef ég fullyrti, að afgreiðslufólk I verslunum næði ekki að skrimta af dagvinnunni og tæki fegins hendi hvaða aukavinnutima, sem hyðist, hverju myndir þd þá svara? „Afgreiðslufólk verður aö taka þá aukavinnu sem býðst. Þaö get- ur enginn launþegi lifað af dag- vinnutöxtum, sem almennu verkalýðsfélögin hafa samið um. Við erum i' þeirra hópi. Þaö sér hver maður að þau laun, sem Al- þyðusambandið samdi um i okttíber sioastliðnum fyrir dag- vinnu eru þess eðlis, að enginn getur lifað af þeim. Þetta ftílk verður þvl að vinna yfirvinnu. En það er auðvitað spurning, hvað á að leyfa mikla yfirvinnu. Af- greiöslufólk vinnur geysilega langan vinnutíma, vinnutima sem er sá allra lengstihjá starfs- stéttum hér á landi, þetta er stað- reynd. Svo það er ekki spurning um það, að banna alla yfirvinnu, þdtt ekki séu unnir þrir klukku- timará laugardögum yfir sumar- mánuðina. Yfirvinna er gifurlega mikilaðra daga og á öörum mán- uðum ársins." Astæðulaust að gera mikið veð- ur Ut af þessuum þremur klukku- timum á laugardögum segir þú. Hvers vegna eruö þiö þa' að gera veður u't af þessu og gera Ulfalda Ur mýflugu? „Þetta er enginn Ulfaldi og heldur engin mýfluga. Það sem ég á við er það, að fólk sem vinnur jafn langan vinnudag og af- greiðslufdlk, það er mjóg þýðing- armikið fyrir það, aö eiga fri á laugardögum þrjá sumarmánuö- ina. Það er kjarni þessa máls, en skiptir ekki sköpum varðandi þjtínustu verslana, þegar á heild- ina er litið. En nU er látiö af ein- staka mönnum, eins og þetta sé kjarni málsins, að þessir þrir timar á viku þrjá mánuði ársins, séu orönir aðalmáliö i þjtínustu- tima verslana. Þeir sem tala nU um þessa þrjá klukkutíma á viku yfir sumarmánuðina, þeir minn- ast ekki á þjtínustutimann á öðr- um dögum." Ertu þess fullviss, að þu sért að tala niíili afgreiðslufdlks almennt i þessu máli? Hefur nokkur könn- un verið gerð á vilja afgreiðslu- fólksins sjálfs? Vill það ekki vinna meira og drýgja tekjurnar? „Fyrir nokkrum árum söfnuðu nokkrar konur undirskriftum og Verslunarmannafélagið kom þar hvergi nærri. 15 þúsund manns undirrituðu áskorun til félagsins, aö beita sér fyrir þvi, að af- greiðslufólk ætti fri á laugardög- um. Það fer þvi ekki á milli mála, hvað afgreiðslufólkiö vill I þessu máli. Þaö vill fri á laugardögum eins og aðrar stéttir. Einnig hef ég fariðá vinnustaöi nUna að und- anförnu og rætt við afgreiðslu- fólkið. Það er einróma álit þeirra, sem ég hef rætt við að afgreiðslu- fólkið fái sitt fri á laugardögum að sumri til." En ef við hættum nd að ræða um klukkustundirá laugardögum og töium um algert frelsi hvaö varðar opnunartima verslana. Hvernig tekur formaður Versl- unarmannafélagsins og sjálf- stæðismaðurinn — talsmaður frelsisins — á slíkum hug- myndum? „Þegar vib tölum um f relsi, þá mega menn nU ekki gleyma þvi, aö við tryggjum ekkert frelsi, nema reglur gildi.Viðerum nU að setja lög og reglur einmitt til að tryggja okkur frelsi. En auðvitað geta verið skiptar skoðanir um ágæti laga og reglna. Ef opnunar- timinn yrði gefinn alveg f rjáls og þó komið yrði á fastmötuðu vaktakerfi — tvöföldum vöktum, myndi það kalla á sttíraukinn kostnaö hjá verslunum og birtast i hækkuðu vöruverði. 1 dag eru svo launatengd gjöld 60% af reksturskostnaði verslana, svo að hækkun á þeim lið, myndi fljótt kalla fram hækkað vóruverð. Það er nauðsynlegt aö gera neyt- endum grein fyrir þessum stað- reyndum, þegar krafist er lengri afgreiðslutima i naf ni neytenda." En kciuur þér nokkuð við, sem formaður félags launafdlks, hvort 20^10 eða 60% kostnaður vinnu- veitandans fari i launagreiðslur? Er ekki þitt hlutverk einungis það, að tryggja þlnu fólki mann- sæmandi laun? „Þaö kemur auðvitað öllum við, hver dreifingarkostnaður vöru er og auðvitað ber mér og öðrum að skoba þetta mál I sem viðustu samhengi. Það er einmitt gallinn hjá mörgum, sem um þetta mál f jalla, að þeirskoða það aðeins Ut frá einu sjónarhorni, einmitt því, aö það sé gefiö og sjálfsagt mál, aö menn geti gengið i' verslun á hvaða tima solarhrings, sem þeim dettur i hug, án þess aö huga að vinnu- tima fólks eða kostanði." Ener ekki þín skylda að skoða þetta aðeins i Ijdsi þeirra hags- muna, sem snertir verslunar- fólkið á beinan eða dbeinan hátt? „Ég hef sagt það áður, að f yrst og fremst skoöa ég málið auð- vitað Ut frá hagsmunum minna umbjóðenda, það má segja aö hér geti hagsmunir neytenda, laun- þega og kaupmanna farið saman. Þeim mun styttri, sem vinnu- timinn er, þeim mun lægri dreif- ingarkostnaður." Attu þá við, að í þessu máli, séu það frekar eigendur stdrmarkað- auna, sem hugsi um velferð sins starfsfóiks, en að „kaupmenn- irnir á horninu" vilja Utpíska sitt starfsfólk? „Þvi vil ég ekki halda fram. Ég veit ekki um neinn, sem vill Ut- piska sitt starfsfólk og skiptir ekki máli hvort verslunin er stór eða lítil." En afstaða þin og VR fer engu að siður mjög saman við afstööu stórm arkaðanna? „Það er ekki hægt aö stilla þessu máli upp á þennan hátt. Það er veriö aö reyna að egna smákaupmenn gegn stórmörkuð- unum eða öfugt. Ég bara spyr, dettur einhverjum i hug að hagur „kaupmannsins á horninu" standi og falli með þvi hvort verslanir hans séu opnar þrjá timaá laugardögum i jUni, jUli og ágUst eða ekki. Ef að rekstrar- grundvöllurinn byggist á þessu einu, þá þurfa menn nU aö gera rekstrargrundvöllinn upp i heild sinni." En það eyðileggur ekki gott og hreinskilið samstarf a milli þin og eigenda stdru markaðanna, að þið eruð flestir I sama flokki? „Ég hef gott og hreinskilið samband við flestalla af okkar vinnuveitendum. Ég hef ekki neitt „registur" yfir það, að eig- endur stdrmarkaðanna, séu I öðrum stjórnmálaflokkum en minni kaupmennirnir." Engengur það dæmi hreinlega upp, að þd sem sjálfstæðismaður, sem vilt að stétt vinni með stétt, sért i' forystu fyrir launþegasam- tök? Ertu ekki alltof viðkvæmur fyrir barlómi atvinnurekenda? „Þdtt ég sé sjálfstæðismaður og alltof margir verkalýðsforingjar séu í öðrum flokkum, þá vona ég að ég sé ekki einn á báti og menn úr öðrum flokkum skilji einnig baö grundvallaratriði, að at- vinnurekstrinum sé á hverjum tima tryggður eölilegur og nauð- synlegur rekstargrundvöllur. Það er Ut af fyrir sig rétt, að Sjálf- stæðismenn hafa ekkert verið feimnir við að halda þessu fram og aubvitað sjá allir hvar I flokki sem þeir eru, að þetta er forsenda atvinnuöryggis og bættra kjara launþega. Strib milli stétta getur aldrei verið markmiö Ut af fynr sig i baráttu fyrir bættum kjörum launþega. Það breytir hins vegar ekki þvi, að það hefur ekki verið hægt að komast hjá þvi, að heyja harða þaráttu fyrir bættum kjörum launþega i gegnum árin og bUast má við, að svo verði enn, þo það sé ekki markmið Ut af fyrir sig." eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.