Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 7' áijúst• 7981 Skákþing Norðurlanda Skákþingi Norðurlanda lauk samtimis verslunarmanna- helginni. A mánudagskvöldið þegar ferðafólkið var að þyrpast i bæinn fór lokahóf þingsins fram i Glæsibæ. En skákmenn eru engum llkir. Meðan meginherínn naut kræsinga í hófinu sátu nokkrir keppendur enn uppi f Mennta- skólanum við Hamrahlið — að tafli. Þessar kappskákir sem verið var að að ljúka höfðu ekki mikil áhrif á verðlaun né lokaröð, en sannur skákmaður getur ekki hlaupið frá hálftefldri skák og vandamálum hennar. Og þvi fór svo að veis'lugestir i Glæsibæ fóru heim til sin án þess að vita ná- kvæmlega hver úrslit höfðu orðið iefsta flokki. Að visu var hægt að hylla hinn nýja Norðurlanda- meistara i' skák, Norðmanninn Knut Helmers, en ekki var vitað nákvæmlega hver var röð næstu manna. Athygli áhorfenda og frétta- manna beinist jafnan að efsta flokknum. Þar þótti ýmsum ekki nógu mikið lif f tuskunum, og satt er það að fullmikið var um jafn- tefii og sum þeirra stutt. En greinilegt var að keppendur voru afar jafnir, og langt fram eftir móti var ekki nokkur leið að sjá hver sigurinn myndi hreppa. En svo fór Helmers að siga á, fyrir siðustu umferð var hann sigurstranglegastur og I loka- skákinni lagði hann Guðmund Sigurjónsson rösklega og þar með var sigurinn örugglega I höfn. Taflmennskan var nokkuð mis- jöfn, okkar menn stóðu sig ekki eins vel og menn höfðu vonast eftir, en sýndu þó tilþrif á köflum. 1 meistaraflokki var keppnin ekki siður tvisýn. Þar hafði annar Norðmaður, Petter Stigar, mesta möguleika, var heilum vinningi fyrir ofan þá næstu þegar ein um- ferð var ótefld. En i hádrama- tískri og tvisýnni skák, þar sem báöir voru í timahraki lék hann sig I mát. Þar með var draumur- inn búinn og úrslitin urðu óvenju- leg — en liklega ekki ósanngjörn; fimm menn skiptu með sér fyrstu verðlaununum. t þeim hópi voru tveir tslendingar og annar þeirra varð þar með unglingameistari Norðurlanda; hlaut bestan árangur þeirra keppenda er ekki höfðu náð tvítugsaldri. Það var Jóhannes Gísli Jónsson. En þeir áhorfendursem komustuppá það lagiö, höfðu mesta gaman af að horfaá keppnina íopna flokknum. Þar voru keppendur flestir, 106 alls. og þar var teflt af mikilli gleði og fjöri. Þar var ekki neitt kynslóöabil, yngsti keppandinn var ellefu ára en sá elsti að verða sjötugur. Og þar tefldi sá keppandi sem segja má að hafi verið maður mótsins: Arnór Björnsson, fimmtán ára gamall piltur úr Reykjavík, gerði sér litið fyrir og vann allar skákir sinar niu að tölu. Þetta er óvenjulegt afrek og vakti mikla athygli. Þeir sem hafa lesið þessa þætti kannast við þennan unga pilt, ég sagði frá honum i þætti um skák- skólann að Kirkjubæjarklaustri og sýndi þá eina af skákum hans. Með þessum sigri varð Arnór sveinameistri Norðurlanda; snjallastur skákmaður þeirra sem yngri eru en sextán ára. 1 kvennaflokki báru islensku konurnar höfuð og herðar yfir keppinauta sina. Þær röðuðu sér i efstu sætin.en svomikið jafnræði var með þeim, að manni virtist hver þeirra sem var geta borið sigur úrbýtum.En það varSigur- laug Friðþjófsdóttir sem hreppti titilinn Norðurlandameistari kvenna iskák. Hálfum vinningi á eftir henni kom Ólöf Þráinsdóttir og öðrum hálfum vinningi neðar Aslaug Kristinsdóttir. Þetta er eitthvert fjölmennasta mót sem hér hefur verið haldið og ekki hafa erlendir þátttakendur verið svo margir nokkru sinni fyrr. Alltmótshaldiðfór mjög vel úr hendi og var stjórnendum og strfsliði til sóma, enda mátti heyra það á hinum eriendu þátt- takendum að þeir höfðu ekki orðið fyrir vonbrigðum. Menn skildu glaðir og reifir og hétu sjálfum sér þvi að hittast að nýju — ef þess væri nokkur kostur — á næsta Norðurlandaþingi, en það á að halda i Danmörku eftir tvö ár. Freistandier að sýna þeimsem ekki komust til að horfa á taflið örlitil sýni þess hvernig teflt var. Fyrst ein skák úr meistara- flokki. Peðatafllok eru oft stór- lega varasöm, það fékk sú gamla kempa Guðmundur Agústsson að reyna I skákinni sem hér fer á eftir. Hvttt: Guðmundur Agústsson Svart: I)an Hansson I.e4 dfi 2. d4 Rffi. 3. Rc3 g6 4. g3 Bg7 5. Bg2 0-0 6. Rge2 e5 7. 0-0 Rbd7 8. h3 exd4 9. Rxd4 He8 10. ltel c6 11. Rde2 Re5 12. Rf4 a5 13. a4 Dc7 14. Hbl Rfd7 15. b3 Rc5 16. Bb2 f5 17. Rd3 Rxe4 18. Rxe4 fxe4 19. Rxe5Bxe5 20. Hxe4 Bf5 21. Hel Bxb2 22. Hxb2 Dg7 23. Hxe8+ Hxe8 24. HblD3 25. Hcl d5 26. g4 Bc4 27. Del Dxel+ 28. Hxel Kf7 29. Bxe4 Hxe4 30. Hxe4 dxe4 31. f4 exf3 32. Kf2 Ke6 33. Kxf3 Ke5 34. Ke3 g5 35. c3 b5 36. Kd3 bxa4 37. bxa4 Kd5 38. c4 + Kc5 39. Kc3 h6 40. Kd3 Kb4 41. Kd4 Kxa4 42. Kc5 Kb.3 0-1 Næst skulum við lita á eina skák úr kvennaflokki. Sigurlaug R. Friðþjófsdottir — Florence Assmundsson I. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. d4 d6 4. e4 Bg7 5. Rf3 Bg4 6. Be2 0-0 7. Be3 c6 8. 0-0 Bxf3 9. Bxf3 e5 10. tlxe5 dxe5 II. Db3 De7 12. Hfdl Ra6 13. a3 b6 14. Ra4 c5 15. Rc3. Rc7 16. Rd5 RfxdS 17. cxd5Dd6 18. Be2f5 19. f3 f4 20. Bf2 g5 21. Hacl Hf6 22. Dc3 Hf7 23. b4 cxb4 24. axb4 Bf8 25. Bel Kg726. Db2 He8 27. Hc6 Dd8. 28. d6 Ra8 29. Bc3 Dd7 30. Bce5+Kg6 31. Hdcl Bg7 32. Bcg7 Hxg7 33. Bc4 Kh6 34. Bd5 g4 35. Df6+Hg6 37. Dxf4 + Kg7 38. Hc7 Og svartur gafst upp. Siðan ein af skákum Amors Björnssonar: Arnór Björnsson — Leif Gunnars- son. Ic4 c5 2. Rf3 Rc6 3.d4cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3d6 6. Be2 g6 7. 0-0 Bg7 8. Rb3 0-0 9. Bg5 a6 10. a 4 Be6 11. Dd2 He8 12. Ha3 Rd7 13. Bh6 Bh8 14. f4 Bxb3 15. cxb3 Rd4 16. Bc4 Rb6 17. Bd3 a5 18. f5 Hc8 19. Df2 Bf6 20. Be3 og svartur gafst upp,þvi að manntap blasir skyndilega við. Skákarlokin eru snotur, fyrst gerir hvitur sig liklegan til að brjótastinn á f7, og þegar svartur kemur í veg fyrir það með Bf6, sveiflar hvítur atlögunni yfir á hinn vænginn þar sem báðir riddararnir eru I skotlinu biskups og drottningar og hlýtur annar að falla. Að lokum skulum við lita aðeins vandlegar á eina skák úr úrvals- flokknum. Ég vel skák Guð- umundar Sigurjónssonar við Margeir Pétursson, en hún vakti mikla athygli kunnáttumanna, ekki sist lok hennar sem minntu á taflþraut. Guðmundur fórnaði drottningu fyrir hrók og riddara snemma i taflinu. Ekkí var sjáanlegt að hann fengi neitt fyrir liðsmuninn nema trausta varnarstöðu. Mar- •geir taldi að sjálfsögðu skyldu sina að reyna að neyta liðsmunar og sækja að svarti, en komst hvergi áleiðis, staðan var of traust. En þessar tilraunir skiidu eftir sig veilur i herbúðum hvits og þegar gagnsókn Guðmundar hófst áttu menn hans greiðan gang gegnum glufur i peða- stöðunni. Skákinni lauk svo með mátsókn, menn Guðmundar únnu mjög vel saman og riðu net sem hviti kóngurinn gat ekki losað sig úr. Margeir Pétursson Guðmundur Sigurjónsson. Catalan — byrjun Skákþing Noröurlanda, 27. júli 1981 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. d4 dxc4 Það er leikurinn g2-g3 i drottningarbragði sem einkennir katalónska kerfið — Catalan — Það eru ekki alltaf hvössustu leikirnir sem eru erfiöastir við- fangs, þótt biskupinn á g2 sé að tjaldabaki eru áhrif hans greinileg og svartur á dálitið örðugt með að hrista þann þrýsting af sér. 5. Bg2 C5 6. 0-0 Rc6 7. Da4 cxd4 8. Rxd4 Dxd4 9. Bxc6+Bd7 10. Hdl Guðmundur hefur, að þvi er viröist, valið all áhættusama leið, og á nú ekki annars úrkostar en að láta drottninguna af hendi, þvi að 10. —Bxc6 11. Dxc6+J og 12. Hxd4 er ekki girnilegt. 10. ... Dxdl+ 11. Dxdl Bxc6 12. Dc2 Be7 13. Dxc4 0-0 Kalla má að hvitur hafi unnið skiptamun, þvi' að venjulega eru tveir hrókar taldir jafngildi drottningar, en hér hefur svartur aðeins hrók og biskup fyrir hana. Ensvarta staðanerafar traustog ekki er hlaupið að þvi að neyta liösmunar. Þessi aðferð er mér sagt að sé runnin undan rifjum Ulfs Andersson hins sænska stór- meistara.er mun hafa beitthenni með sæmilegum árangri. 14. Rc3 Hac8 15. Be3 a6 16. b4 En þessi leikur er ekki góður, hvitur varð að fara varlegar I sakimar. 16. ... Rd5Í 17. Bc5 Um annað er ekki að ræða: 17. Rxd5 Bxd5 18, Dg4 Hc4 17..Bxc5 18. bxc5 Rxc3 19. Dxc3 Hfd8 Óþægilegu andspæni drottningar- innar við hrókinn er að visu lokið, en sóknaráform hvits, ef einhver voru, eru runnin út i sandinn. 20. Dc2 Hd4 Nú strandar Hdl á Ba4. Hvitur reynirað ýtahróknum á brott, en við það verður peðastaðan holótt- ari. 21. e3 Ba4? 22. Dc3 Hd5 23. Hcl Hcd8 Það er að verða iskyggilegt hve mikil tök svörtu mennirnir hafa á borðinu, einkum á hvitu reitunum, maður sér fyrirsér liðs- flutninga eins og Ba+c6-f3 og Hd5-(d3)-dl. Ekki er óliklegt að næsta leik hvits beri að skoða i ljósi þeirra. En hann veikir peðastöðu hvfts enn meir. 24. g4 h5 25. h3 Bc6 26. Hel hxg4 27. hxg4 Hg5 28. Kh2 Hxg4 29. Hgl Þá er fyrsta peðið fallið. Mát- hótun hvits er auðvelt að verjast. Svartur tekur ekki tilboðinu um hrókakaup, hann sér að hviti kóngurinn er kominn á berangur, svo að hann hefur möguleika á að sigra i' beinni sókn. 29. ... Hh4+ 30. Kg3 Hh5 31. e4 Hvitur reynir að láta annað peð af hendi til þess að fá svolitið svigrúm. Staða hans er orðin erfið, leiki hann f2-f3 getur svartur lika unnið peð með Hg5+ 32. Kf2 Hxgl 33. Kxgl Bxf3. Þá kæmi fram fróðleg barátta drottningar við hrók, biskup og tvö peð, þar sem hvitur getur i mesta lagi gert sér von um jafn- tefli. En svartur getur einnig teflt til sóknar með hrókum sinum, t.d. með 31,- Hdd5 (hótun Hdg5+ 33. Kf2 Hh2+34. Kfl Bb5+ og Hxgl mát).Eftir32. Kf2 verður svartur að visu að veikja stöðu sina með g6, en hann á þó mjög vænlega stöðu. 31. ... Bxe4 32. Kf4 Bg6 33. Hg5 Hh4+ 34. Kg3 Beri hann hrókinn fyrir, leikur ] svartur væntanlega Hh+hl-dl og verðurstaðan þa ekki ósvipuð þvi sem fram kemur i skákinni sjálfri. 34. ... Hhd4 35. f3 Bf5 En hér var snarpara að leika Be4 og siðan Bc6. Hvitur má ekki taka biskupinn vegna þess að þá fellur drottningin. 36. Db2 H8d7 37. Hh5 f6 38. Db6 Kf7 39. Hh8 Kg6 40. Hb8 Hdl! 41. Hxb7 H7d2! 8 ■ ■ ■ ■ 7 ■tóH ■ f® 6 tmmt tém 5 m m 4 3 HKf 'Wk ■ t 2 tm & i■. 1 ■ - h m abcdefgh 1 fljótu bragði gæti virst svo sem hvitur hafi bætt stöðu si'na til muna i siðustu leikjum, hann á frelsingja á c5 og virðist eiga góð sóknarfæri á fjöundu reitaröð. En við nánari athugun kemur i ljós að þetta er blekking, svartur verst sókn hvits auðveldlega, en hefursjálfursvo sterk tök á kóngi hvits að frelsinginn skiptir ekki máli. Litum á leikjaröð þessu til sixinunar: 42. Dc7 Hgl+ 43. Kf4 Kh6!Nú erg7valdaður og svartur hótar He2 og g7-g5 mát, hvitur verður þvi að leika kónginum : 44. Ke3 Hlg2j Hótar Hd3 mát, svo að ekki er nema um eitt að ræða: 45. Df4+ g5 46. Dc4 Hc2 47. Dxa6 Hxa2 48. Dc4 Hgc2 49. Dfl (eða b5) Ha3+ 50. Kd4 Hd2+ 51. Kc4 Bd3+ Hviturreynirþviaðra leið. 42. c6 Hhl',43. Da7 Hh3+ 44. Kf4 e5+ 45. Ke3 Hhh2‘. Og nú lagði hvi'tur niður vopnin. Hxg7+, Kh6 er alveg vonlaust þvi að svarturhótar bæðimáti á e2og d3. Eina ráðið til að verjast máti er 46. Dxa6, en þá vinnur svartur á svipaðan háttog áður var sýnt: 46. Dxa6 Hxa2 47. Dc4 Hac2 48. Df7+ Kg5 49. Dxg7+ Bg6 50. f4+ exf4+ 51. Kd4 Hhd2 mát. Spilaþraut S KG93 S 107 542 H 94 T G84 L AG3 S AD8 H 52 H 76 T KD10 T A9653 L K1085 L 974 helgarínnar S 6 H AKDG1083 T 72 L D62 Suður spilar fjögur hjörtu. Út- spilvesturs er tigul kongur. Þá tigul droltning og siðan tian. Austur tekur gosann i borði með ásnum . (etíuna 5p.iQu j — jnpuais upsoj §o 5(uoq i jnisaA .io Qejids jo esoS eijefq jeSoci 9—a i — x s D H -s i-6 1 0IN1 9 X — X — H — H — S M S 8—V 1 — X — H 01 s :isso<j ecj jo ueQeis uioq i Qeduiojx 'jnQeduioji iQeds 8o qbuias esoS jneg ui5(0) uidujojx euiioq jnQeduioj) So )n iQeds uuiSeis ej QiQJoq mnjei qia iduioj) uiujoa je[ids ‘uuiSeis BQeds qiSuoj ejeq qb jqja nuixos BQeds jiQends 8o uuqnSi) efQutj jiQeduioj) n«q usn en

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.