Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 26
26 V • «* f * . Föstudagur 7. ágúst „Æsispennandi og hrollvekj- andi. nv bandarisk kvikmynd i litnm.Stranglega bönnuö börnum innan sextán ára." Svona auglýsir Austurbæjarbíó kvikmyndina „Föstudagur 13.” og af henni má ráöa áð efnið sé ekki beinlinis fvrir börn. Kvikmvndaeftirlitið er lika bdið að skoða myndina og ákveða að banna hana börnunt, eins og fram kemur i auglýsingunni. Samt er ekkert mál fvrir börn að sjá þessa mvnd, eða aðrar mvndir bannaðar innan sextán ára i kvikmyndahúsum Reykjavikur. Það varð að minnsta kosti niðurstaða dálit- illar könnunar sem Uelgarpóstur- inn gerði. Við fengum i lið með okkur unga stUlku, 14 ára gamla. HUn fór fvrir okkur i þrjú kvikmynda- hús. á kvikmyndir sem allar voru bannaðar, — og fékk allsstaðar inngöngu. ■ Fyrst var farið i Regn- bogann, á mjTidina Cruising, sem fjallar um leit lögreglu að geðveikum fjöldamorðingja, sem myrti eingöngu kynvillinga við kynmök. StUlkan fjórtán ára. Austurbæjarbió: Miðar keyptir án athugasemda. BÖRN Á BANNAÐAR KVIKMYNDIR: Fara alls staðar inn Helgarpósturinn fylgist með 14 ára stúlku ganga inn á hverja bönnuðu myndina á eftir annarri gekk að miðasölunni, keypti miða, sem dyravörðurinn reif siðan af, án þess að lita upp. ■ Næst var farið í Austurbæjar- bió og á myndina Föstudagur 13., sem fjallar um fjöldamorðingja sem myrðir einkum unglinga á hroðalegan hátt. Vinkona okkar, sú fjórtán ára, keypti miðann og gekk framhjá dyraverðinum án nokkurra athugasemda. ■ Að lokum var Háskólabió heimsótt. Þar var verið að sýna myndina Barnsránið sem er um barnsrán, og baráttu föðurins við mannræningja. Enn var það sama uppi á teningnum. Stúlkan gekk inn á myndina athuga- semdalaust. Þessi þrjU kvikmyndahUs urðu fyrir valinu af hagkvæmnis- ástæðum — þau sýndu bannaðar mýndir á réttum timum fyrir Helgarpóstinn. Við höfum enga ástæðu til að ætla að þau séu frábrugðin öðrum kvikmynda- húsum hvað þetta varðar, eða að önnur kvikmyndahús standi sig betur eða verr en þessi. Þáerréttaðtaka fram aðengin örtröð var við miðasölueða dyr i þessum tilvikum, og þvi nógur tími fyrir dyraverðina að spyrja um nafnskirteini, hefðu þeir haft áhuga á að vita hvað stúlkan var gömul. En þvi var ekki að heilsa. Einnig er vistréttað taka fram, að stúlkan horfði ekki á umræddar kvikmyndir, heldur snerihún við eftirað inn var kom- ið og gekk rakleiðis út aftur. Þessi stúlka er ekkert einsdæmi, eins og bæði foreldrar og ekki siður unglingar sjálfir vita. Það ferað visu eftir útliti einstak- linganna að nokkru leyti hve auðvelt þeir eiga með að komast inn á bannaðar kvikmyndir, en almennt talað vefst það ekki fyrir þeim nema endrum og eins. Lög um þessi mál heita „Lög um vernd bama og unglinga”, almennt kölluð barnaverndar- lögin. Sjötti kaflinn fjallar um skoðun kvikmynda og þar segir m.a.’ ■ „Enga kvikmynd má sýna börnum innan 16 ára aldurs, nema að undangenginni athugun, sem framkvæmd sé af þar tií hæfum mönnum”. kvikmynda húss brýtur gegn ákvæðum þessarar greinar.... varðar það allt að 15.000 kr. sekt- um”. (Þetta eru gamlar krónur nota bene). ■ „Rikisútvarpið annast skoðun kvikmynda, sem þaðsjón- varpar”. Kvikmyndaef tirlitið skipa Hulda Valtýsdóttir, Jón A. Giss- urarson, fyrrum skólastjóri, og Erlendur Vilhjálmsson, fulltrúi. 1 samtali við Helgarpóstinn sgði Hulda þau i eftirlitinu styðjast við þessa grein i barna- verndarlögunum, en að öðru leyti væri afskaplega erfitt að leggja einhverja fasta viðmiðun til grundvallar. „Kvikmyndaeftir- litið metur i hvert skipti, hvort myndin sem skoðuð er geti fallið undir það að hafa skaðsamleg áhrif á siðferði eða sálarlif barna, eins og segir i lögunum”, sagði Hulda. Að hennar sögn er kvikmynda- eftirlitið hér á landi aðallega i tengslum við samsvarandi nefnd- ir á Norðurlöndum, og þar er matið afskaplega likt. ,,Að visu er stundum búið að klippa úr mynd- um þegar þæ r kofh a hingað, og þá kemur það þannig út i saman- burðinum, að við séum ekki eins ströng. Einnig er þess að geta að tslendingar og Danir hafa nokkra sérstöðu vegna þess að i þeim löndum eru sýningar aldrei bannaðar nema fyrir börn. Við bönnum ekki sýningar á myndum fyrir fullorðna. Kvikmyndaeftir- litið er fyrst og fremst hugsað sem þjónusta við foreldra”. Ef kvikmyndahúsin gera ekki skyldu sina i þessum efnum kem- ur til kasta lögreglunnar skyldi maður halda. En eins og Guðmundur Hermannsson, yfir- lögregluþjónn sagði: „Það er sáras jaldgæft að okkur sé tilkynntum brotaf þessu tagi. Ef við höfum f rétt af þvi að krökkum hafi verið hleypt inná bannaðar kvikmyndir i miklum mæli, þá höfum við haft tal af dyravörðun- um. Þeir hafa ætið verið mjög viðræðugóðir og allir af vilja gerðirtilað fara eftir reglunum”, sagði Guðmundur. Hann sagði ennfremur að eftir þvisem hann vissibesthafi aldrei komið til þess að kvikmyndahús hafi þurft að greiða sektir i þessu sambandi. „Við gerum kannski ekki nógu mikið af þvi að fylgjast með þessum málum, en eitthvað verður alltaf útundan af öllum þeim málum, sem lögreglan verður að sinna. Dyraverðirnir eru ekki öfundsverðir af sinu starfi — þeir þurfa oftast að hleypa öilum gestum inn á nokkr- um minútum, og við slikar aðstæður er erfitt að krefja marga um nafnskirteini,” sagði Guðmundur. Helgarpósturinn náði ekki I for- svarsmenn kvikmyndahúsanna sem við heimsóttum með stúlkunni, þrátt fyri itrekaðar tilraunir. Þeir voru vist i sumarfrium. En Grétar Hjaltason I Laugarásbiói er formaður félags kvikmyndahúsa- eigenda. „Við förum alveg eftir fyrirmælum frá kvikmyndaeftir- litinu”, sagði hann. „Það fylgir kort frá þvi með hverri mynd og við bönnum myndir eftir fyr- irsögn þess. Hins vegar fer það alveg eftir dyravörðunum hvaða fólk þeir sjá ástæðu til þess að spyrja um nafnskirteini. Slikt verður alltaf matsatriði”. Grétar var spurður hvort kvikmyndaeftirlitið væri þá ekki tómthúmbúkk, ef einstakir dyra- verðir hefðu það i hendi sér hvaða fólki þeir hleyptu inn. „Ekki vil ég nú taka svo djúpt i árinni”, sagði hann. „Hinsvegar mætti gjarnan breyta reglunum i þá átt að láta foreldra bera meiri ábyrgð á þessum máium, en dyraverðina minni. Viðast hvar erlendis eru myndir flokkaðar i nokkra hópa og einn hópurinn er svokallaður „PG” sem þýðir að foreldrar verða að vera með börnum sinum, eigi þau að fá aðgang”. Um þessar mundir stendur einmitt yfir endurskoðun á þessari reglugerð. Magnús Magnússon, Guðrún Erlendsdött- ir og Hulda Valtýsdóttir eru i nefnd sem Hulda sagði að mundi líklega skila áliti i haust ein- hverntfma. Þá kannski komast þessi mál í betra hof. Þangað til halda kvikmynda- húsineflaust áfram að þverbrjóta gildandi lög, að selja börnum aðgang að kvikmyndum eingöngu ætlaðar fullorðnum, eins og tilraun Helgarpóstsins leiddi i ljós. Og það án afskipta lögreglu. Það fjölgar að visu krónunum i kassanum, en að mati réttu aðilanna skaðar það sálarlif og siðferði barna. Það getur ekki verið þess virði! ■ „Skoðunarmenn (Kvik- myndaeftirlitið — innsk. HP) skulu meta hvort mynd geti haft skaðsamleg áhrif á siðferði eða sálarlif barna eða á annan hátt. Skulu þeir hverju sinni ákveða hvort mynd sé óhæf til sýningar börnum innan 16 ára eða á tií- teknum aldursskeiðum innan þess aldurs”. ■ „Ekki aflar það barni innan áKveðins aldurs heimildar til aðgangs að kvikmyndahúsi, þar sem sýnd er mynd, sem bönnuð er börnum á þess aldri, að það sé i fylgd með fullorðnum, eða þeim sem heimild hafa til að sjá við- komandi kvikmynd”. ■ „Nú hefur kvikmynd... verið bönnuö börnum innan tiltekins aldurs....og bera þá dyraverðir og eftirlitsmenn samkomustaðar ásamt hlutaðeigandi forstöðu- manni ábyrgð á framkvæmd bannsins. Þegar slik sýning hefur verið bönnuð, eru dyraverðir og eftirl itsmenn viðkomandi skemmtistaðar skyldir að láta þau börn, sem eftir útliti og vexti gætu verið yngri en tilskilið er, sanna aldur sinn með framvísun nafnskirteinis, þá er þau æskja aðgangs að sýningunni”. ■ „E f fo rráðamaður >rnum mnan lé Bíóin eiga að greiða 150 króna sekt, brjóti þau þessa grein barnaverndar laganna. Þau hafa aldrei þurft að greiða krónu. ara Myndir Jim Smart Háskólabió: Engin fyrirstaöa I dyrunum þar. Regnboginn: Dyravöröurinn leit ekki upp.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.