Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 7.
pásturinn—
Blað um þioðmal/
listir og menningarmál
Útgefandi: Vitaðsgjaf i hf.
Framkvæmdast jóri: Bjarni P.
Magnússon
Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn
Vignir Sigurpálsson.
Blaöamenn: Guðjón Arngrímsson
Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund
ur Arni Stefánsson og Þorgrímur
Gestsson.
Útlít: Jón Öskar
Ljósmyndir: Jim Smart
Auglýsinga- og sölustjóri:
Höskuldur Dungal.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Dreifingarstjóri: Sigurður
Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu-
múla 11, Reykjavík. Sími 81866. Af-
greiðsla að Hverfisgötu 8—10. Símar:
81866,81741, 14900 og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Askriftarverð
á mánuði kr. 24,-
Lausasöluverð kr. 8.-
Málefni -
ekki menn
Stjórnmál eru stormasamur
heimur, og þeir menn sem hasla
sér völl á þeim vettvangi mega
una því að verða fyrir ýmsum
óþægindum, ekki sist þeir sem
valist hafa til forustu i stjórn-
málaflokkunum. l)m langt skeið
haf a fslenskir kjósendur horft upp
á innanflokksófrið í Sjálfstæðis-
flokknum og nú siðustu dagana
virðistsvo sem Alþýðuflokkurinn
ætli sér ekki að verða eftirbátur
Sjálfstæðisflokksins i' þessum
efnum, þar sém Vilmundur
Gylfason hefur eftir öllum sólar-
merlijum að dæma sagt flokks-
forustu strið á hendur.
Það er oft erfitt fyrir hinn
almenna kjósanda að gera sér
grein fyrir því hvort innanflokks-
deilur af þvi taginu. sem Hta
hefur mátt i Sjálfstæðisílokknum
og nii i' Alþýðuflokknum, snúast
raunverulega um persónur eða
um málefni.Þó má reikna með að
oftast fari þetta tvennt saman.
En innanflokksófriður þessara
tveggja flokka er nokkuð á dag-
skrá f Helgarpóstinum i' dag. í
Helgarpóstsviðtali lýsir Geir
Hallgrimsson opinskátt
viðhorfum sinum til innan-
flokksátakanna i Sjálfstæðis-
flokknum og stjórnmálabarátt-
unnar almenntog á öðrum stað er
farið itarlega i saumana á
erjunum i Alþýðuflokknum út af
stöðvun Alþýðublaðsins i sl. viku.
Liklega getur enginn islenskur
stjórnmálamaður talað af jafn-
mikilli reynslu um innanflokks-
erjur og einmitt Geir Hallgrims-
son. Og hann á i fórum sinum
þessar ábendingar handa Alþýðu-
flokksmönnum:
„Viðvi"kjandi þessum vanda-
málum á Alþýðublaðinu, þá tekur
mig sárt að svona hatrammur
ágreiningur skuli vera uppi við.
Mig tekur það sárt vegna þeirra
manna, sem þar eiga hlut aö
máli. Það er engum til gagns i
ábyrgum st jórnmálaf lokki, að
lenda i slikum innanflokkserfiö-
leikum. Þetta á við um alla
flokka. Það skiptir i minum huga
meira máli, að berjast innan
flokks sem utan á málefnalegum
grundvelii. Þannig vilja kjós-
endur að stjórnmálaflokkar séu
reknir,” og siðan ennfremur: ,,...
ég er sannfærður um, að menn
hagnast ekki á slíkum vinnu-
brögðum, þar sem persónuvfg
taka málefrmm fram. Hvorki
flokkurinn né viðkomandi ein-
staklingar hagnast, þvert á móti
hefna slikar vinnuaðferðir sin.”
Liklega er öllum þeim sem í
stjórnmálabaráttu standa hollt að
íhuga þessi orð manns sem talar
af langri og biturri reynslu.
Þjóöhátíð
Það er hálfgert öfugmæli að
kalla þennan pistil Eyjapóst að
þessu sinni þar sem skrifari hefur
að undanfömu dvalið allfjarri
heimaslóðum og er öllu hagvan-
ari orðinn i erlendum hafnar-
borgum. Þó verður ekki farið út i
lýsingar á þeim vettvangi enda
likast til sumt óprenthæft af sliku
efni.
Nú orðið eru flest skemmtiat-
riði aðkeypt að sunnan og er það
breyting frá þvi sem áður var
þegar slikt heyrði til undantekn-
inga. Segja mér fróðir menn að
slikt sé nauðsynlegt til að trekkja
að aðkomufólk. Að þessu sinni
var boðið upp á erlendan trúð-
leikara sem hefur sérhæft sig i að
apa eftir Elvisi heitnum Presley
Eyjapóstur frá Sigurgeiri Jónssyni
Enn ein þjóðhátíð er á enda i
Vestmannaeyjum og tókst til
bærilega eins og oftast áður.
Þetta er ein mikil og mögnuð há-
tíð svo sem flestir vita,hefur enda
verið haldin hátiðleg nokkuð yfir
hundrað ár. tþróttafélögin á
staðnum skiptast á um að sjá um
hátiðarhald annað hvert ár og er
ágóðanum varið til aö fjármagna
starfsemi þeirra. Það er þvi mik-
ið i húfi fyrir þau að allt takist
sem best og þá ekki hvað sist að
veðurguðirnir séu i góðu skapi.
Einn forráðamanna sagði skrif-
ara á dögunum að slæmt veður á
þjóðhátíð gæti þýtt fjárhagslegt
hrun hjá viðkomandi íþrótta-
félagi.
Fáum mun og ljóst hversu
gifurleg vinna liggur að baki há-
tið sem þessari. Nærri hundrað
manns hafa verið heilan mánuð
að undirbúa allt i sjálfboðavinnu
og siðustu vikuna er unnið allt
upp i 24 tima á sólarhring. Mest
mæðir þó á aðalnefndinni sem
yfirleitt byrjar að vinna að undir-
búningi i marsmánuði.
og er ekki nema gott eitt um það
að segja. Þó vakti öllu meiri
hrifningu heimamanna það atriði
sem minna var auglýst, þegar
gamli popparinn (skaliapoppar-
inn) Erling Agústsson tritlaði
upp á sviðið og söng gömlu
slagarana si'na. Þá hlýnaði mörg-
um um hjartaræturnar enda
stældi Erling engan heldur söng
með sinum eigin stíl. Þá hoppuðu
tveirfrændur vorir færeyskir upp
á svið og sungu nokkur erindi úr
færeyskum kvæðabálki. Var það
sömuleiðis hin ágætasta uppá-
koma þótt óundirbúin væri og
sýniraðoft á tiöum er vatnið sótt
yfir lækinn.
Það olli miklu fjaðrafoki að
þessu sinni á þjóðhátið að gestum
var gert að drekka ropvatn frá
einu ákveðnu fyrirtæki i Dalnum
samkvæmt samningi. Það er að
segja, i Dalnum var einungis seld
drykkjarvara frá þvi fyrirtæki en
hverjum og einum var heimilt að
hafa með sér drykk frá öðrum.
Þessu fylgdu og nokkur aug-
lýsingaslagorð og plaköt frá
fyrirtækinu sem komið var fyrir á
hátiðasvæðinu án þess þó að mjög
áberandi væri. Fengu margir
sting i augu og maga yfir þvi
fargani og sögðu að aldrei áður
hefðu auglýsingarfengið aðvera i
Dalnum. Ekki mun það nú vera
alls kostar rétt, þvi eftir nokkurt
grugg i' minnisbankanum kom
það upp i hugann að fyrir nálægt
tuttugu árum var merki Flug-
félags tslands nokkuð ráðandi i
Dalnum og hafa þeir sjálfsagt
eitthvað þurft að reiða af hendi
fyrir þær skreytingar.
Hins vegar vorugárungar fljót-
ir á sér að útbúa hinar ágætustu
sögur sem sjálfsagt myndu ekki
allar standast lygamælisprófanir.
Götur i tjaldborginni eru ævin-
lega með nokkuð föstum nöfnum
og þar af eru tvær sem heita Týs-
gata og Þórsgata eftir fþrótta-
félögunum tveimur. Ein sagan
var á þá leið að Sanitas hefði
viljað greiða væna upphæð fyrir
að breyta nafni Týsgötunnar i
Pepsi Cola Street en þvi verið al-
farið hafnað af forráðamönnum.
Þá var ein sagan á þá leið að
Sanitas hefði boðið prestinum
nýjan hökul við messugjörðina á
hátiðinni. Þó fylgdi sá böggull
skammrifi að hökullinn átti að
hafa sevenup merki að framan en
pepsikóla merki að aftan. Þvi
mun klerkur hafa hafnað og þar
með orðið af höklinum góða. Sem
fyrr segir er sannleiksgildi þess-
ara sagna ekki öruggt og tekur
skrifari enga ábyrgð á þeim.
En hátiðin er sem sé búin svo
nú getur m aður farið að hlakka til
þeirrar næstu.Og ævinlega er það
svo að þótt maður segi i hvert
sinn að nú verði ekki verið heima
á þjóðhátið, þá er maður alltaf
einn með þeim fyrstu i Dalinn.
Kannski er það það sem gerir
þjóðhátið allt öðruvisi en aðrar
hátiðir.
„Fljúgöu, fljúgðuv
klæöi...7
Það hefur einatt þótt sjálfsagt
mál að nota verslunarmanna-
helgina til ferðalaga, enda hafa
verslunarmenn löngum verið
hinir mestu ferðagarpar. Má þar
til dæmis benda á auðugan kaup-
mann, sem bjó i Bagdað á dögum
Harún-El-Rashiðs og hét Sindbað,
sæfari að viðurnefni.
Sindbað þessi var kaupmanns-
steig þar aldrei fæti á land og
varð þar með af þeirri upphefð að
verða fyrstur til að opna fjölþjóð-
lega verslun vestanhafs.
Ferðalögum geta raunar fylgt
hinar mestu skelfingar, eins og
piltur einn frá borginni Jórvik i
Englandi fékk að reyna. Sá var
fæddur árið 1632, sonur efnaðra
foreldra, og vildi faðirinn að
sonurinn lærði lögfræði. Þetta
vildi stráksi ekki og stakk af frá
lögfræðinni og lagði upþ i sjóferð
Heimir Pálsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — /Wagnea J. Matthías-
dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. AAagnússon — Þráinn Bertelsson
Hringbordið
I dag skrifar Þráinn Bertelsson
son, en lagðist i óreglu þegar
hann tók við föðurarfi sinum, uns
þar kom að hann uppgötvaði sér
til skelfingar, að hann var að
verða snauður maður. Greip
Sindbað þá til þess ráðs að fara i
verslunarferð og hófst handa um
að útvega sér startkapítal:
„Afréð ég nú að ferðast til ann-
arra landa og afla mér fjár að
nýju og verja til þess viti og striti,
svo sem unntvar .Fyrirnokkuð af
peningum minum keypti ég varn-
ing til að versla með i fjarlægum
löndum.Ennfremur keypti ég það
sem ég sjálfur þurfti til farar-
innar. Að þvi' loknu slóst ég i för
með öðrum kaupmönnum og steig
á skipsfjöl. Var ferðinni heitiö til
borgarinnar El-Basrah. Marga
daga og nætur sigldum viö um
höfin, tókum lönd við eyjar þær,
sem á vegi okkar urðu, og áttum
þar viðskipti við eyjarskeggja.”
Þannig hófst hin fyrsta af sjö
frægðarferðum Sindbaðs, sem æ
siðan hafa verið bæöi verslunar-
mönnum og ööru fólki mikil
hvatning til ferðalaga.
Annar góður kaupmaöur hét
Bjarni Herjólfsson og fór i ár-
legar kaupferðir milli íslands og
Noregs á skipi sinu fyrir hartnær
tiuöldum. Eins og gjarna hendir
á ferðalögum lenti hann i þoku og
leiðindaveðri og fann óvart
Ameriku. Bjarni var þó ekki
meiri kaupmaður en svo, að hann
frá borginni Hull hinn fyrsta dag
septembermánaðar 1651. Pilt-
urinn hét Róbinson Krúsó, og
hafa raunir hans jafnan siðan
verið viti til varnaðar þvi fólki
sem ekki nennir að lesa lögfræði
og fýsir að leggjast i ferðalög.
Ekki eru þó öll ferðalög farin i
viðskiptaerindum eða af ævin-
týraþrá, að minnsta kosti ekki
núorðið, heldur miklu fremur til
tilbreytingar, fróðleiks og hress-
ingar. „Gullfoss-reisan i april
1966” er til að mynda dæmigerð
fyrir sli'kar ferðir i nútimanum
sem farnar eru til andlegrar og
likamlegrar upplyftingar, enda
ferðalýsing Guðmundar Haralds-
sonar rithöfundar frábær heim-
ild:
„Svo bar til að höfundur
sögunnar smitast af löngun að
fara eina Reisu með Gullfossi, þvi
oft varnú Gullfoss búinn að Reisa
áður og með góðum árangri og al-
mennum.
Svo ég fæ tækifæri til að fara
með einum ferðahópnum i april
1966, þann 15. klukkan 12 á hádegi
og kaupi tvo farmiða að vi'su, að
upphæð — 30 þúsund — með
gjaldeyri og var boðsgesturinn
herra E. Sigurjónsson starfs-
maður hjá Eimskip hf., þ.e.a.s.
pakkhúsmaður og umsjón með
glerkistunum og girðingaefninu
út á land og svo framvegis.
Svo þetta gekk snurðulaust með
gjaldeyrí og annað og samþykki
konu hans einnig, og þurftum við
að hafa miðlungstösku f förina
undir nærföt, tvenna sokka, eina
, manchetskyrtu og rakáhöldin,
vasahnif og tvo penna, þessa
ódýru frá Lárusi Blöndal eða
Bókabúð Æskunnar, það var og.
Nú, svo er skipið stóra leist
reisulega frá bryggjunni klukkan
tólf sem áður er minnzt á, og það i
vestangoluog léttskýjuðu loftfari
og sólskin annað veifið.”
Segir þá ekki af ferðum
höfundar fyrr en komið er til
Hamborgar:
„Jæja, þá er lagt I hann um
klukkan 3 eftir mat, með E.
Sigurjónssyni félaga og göngum
viö fyrsta spölinn en sleppum bil
og komum á eina götuna meðal-
stóra og er þá veður bara gott,
gola og bjart yfir, að við veitum
athy gli einum dyraverði og kallar
hann upp á þýzku, að þarna inni i
tveggja hæða húsi af eldri gerð
séu dömur (Fráulein) að sýna á
sér Venusarsköpunina, á þetta
litillisenu, og hátta þær smátt og
smátt, þar til ekki er eftir nema
buxur úr næloni, sokkarnir og
hælaháu skórnir, og sveigja sér til
og frá í nokkrar minútur. Á
meðan sitjum við við borð ásamt
tveim tæfum þýzkum, önnur
þokkaleg ljóshærð um 23 ára, en
hin svarthærö, búlduleit, þétt-
vaxinog um 25ara. Drukkum viö
með þeim tvo sjússa um hálf
timabil, var þá önnur þeirra i
sama businessinum með skapn-
aðinn. Geri ég mér þá trissu að
venda mér upp á senu og dansa
við eina blondínuna, var hún um
28 ára, ekkert meira um það.
Vorum við hlunnfarnir með vin-
kvittunina, ogvar hún vist á tvö-
földu verði, og urðum fegnir að
komast út á götuna aftur — erum
bara gramir yfirþvi'að láta svona
barþjónsdóna haga sér þannig.”
Og lýkur hér tilvitnun i ferða-
sögu Guðmundar Haraldssonar
rithöfundar, sem birtist i heiid i
bókinni „Sö’gur og ljóð”, sem
prentuð var á kostnað höfundar i
Reykjavik 1971.
Höfundur þessa greinarkorns
er þvi m iður ekki vi'ðförull maður
og hafði heldur ekki döngun i sér
tilað halda verslunarmannahelg-
ina hátiðlega á vegum landsins.
Hins vegar lagðist hann i' ferðalög
á annan hátt og fór viða i tima og
rúmi i' góðum félagsskap þeirra
Sindbaðs sæfara, Bjarna Herj-
ólfssonar, Róbinsons Krúsó og
Guðmundar Haraldssonar og vill
nú nota tækifærið og þakka þeim
samfylgdina.
Til þessa eftirminnilega ferða-
lags þurftiekki annað en teppi og
þá töfra sem finna má i' bókum.
Liggjandi i makindum á rúm-
teppi með góða ferðabók i hönd
hitti hann fuglinn Rok, kom að
ströndum Vi'nlands, sá spor eftir
mannsfót i' sandi eftir fimmtán
ára einveru á eyðieyju, og gerði
trissu upp á senu i Hamborg að
dansa við blondinu á nælon-
buxum.
Allt þetta á fridegi verslunar-
manna 1981 og kom óþreyttur
heim.