Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 7
7 —halrjarprt€sti irinn Föstudagur 7. ágúst 1981 flokksmanna. Þeirtreystamér og ég þeim. Mér er ekki gefið um svonefnda foringja og þeim lik- lega ekki um mig. Minn móralski stuðningur kemur ekki frá vald- höfum.” Magnús H. Magnússon sagðist að ýmsu i leyti vera sammála Al- þýðublaðinu, þegar hanskinn væri tekinn upp fyrir láglauna- fólkið. ,,Ég berst fyrir hagsmunúm þess eins og Vilmundur,” sagði hann. ,,Hins vegar finnst mér baráttuaðferðirnar fruntalegar og ekki til þess fallnar að auka skilning manna á þessari baráttu flokksins fyrir góðum málstað.” Sighvatur Björgvinsson tók i sama streng. Enn allt i hnút En hvaðgeristnæst i málefnum Alþýðuflokksins og Alþýðublaðs- ins. Samkvæmt öllu ætti Jón Baldvin Hannibalsson að taka við ritstjórastöðu n.k. mánudag. En mun hann taka við þvi sæti við óbreyttar aðstæður? „Ég fæ ekki séð, að mér sé það gerlegt, nema að þessar deilur verði leystar áð- ur og þá á þann veg, að sam- starfsmenn minir haldi störfum sínum og að við getum haldið áfram starfinu með fullu trausti lýðræðislegra stofnana flokksins. Frá þvi ég kom um siðustu helgi, hef ég ekki séð aðra lausn enþá, að framkvæmdastjórn gefi þessa yfirlýsingu sem ritstjórn hefur óskað eftir.” — Hvað gerist ef þessi yfirlýs- ing fæst ekki? ,,Ég veit það ekki. Ég veit að afleiðingarnar verða slæmar. Þær verða slæmar fyrir Alþýðu- flpkkinn og þær verða slæmar fyfir Alþýðublaðið.” Bjarni P. Magnússon sagði að ekki kæmi til greina að hans áliti að framkvæmdastjórn gæfi Ut umbeðna traustyfirlýsingu, þar sem hún lægi þegar fyrir. „Auk þess er það ekki á valdi fram- kvæmdastjórnar að lýsa yfir samþykki á skoðanir ákveðirma stofnana i flokknum, hvort sem það er ritstjórn Alþýðublaðs eða verkalýðsmálaráð flokksins. í opnum stjórnmálaflokki eru menn ekki alltaf jafn sammála um baráttuaðferðir og ekki allir alltaf jafnánægðir með málflutn- ing einstaklinga eða stofnana i flokknum. Það er ekkert nema eðlilegt, enda litið li'fsmark i flokki, þar sem ekki mætti rök- ræða ýmsa þætti mála, þótt i grundvallaratriðum séu menn al- mennt sammála, eins og t.a.m. i verkalýðsmálunum. Þar liggur stefnuskráin til grundvallar og samþykktir flokksþinga.” Bjarni og fleiri sögðu það ákveðið, að afsökunar- eða traustyfirlýsing yrði ekki gefin út. „Ef ekki gengur saman i mál- inu á næstu dögum, þá verður þetta vandræðamál að fara fyrir flokksstjórn og hún úrskurða i málinu. Ef svo fer, þá reikna ég með flokksstjórnarfundi i næstu viku,” sagði Bjarni. Að lokum var Vilmundur Gylfason um það spurður hvort hann myndi ekki segja sig úr flokknum, ef þessi mál snerust ekki á þann veg, sem hann vill. „Flokksfólk ákveður það,” sagði hann. ,,Ef flokksfólk trúir ekki á það, sem ég er að gera, þá kemur það eflaust fram i dúndrandi van- trausti. Mörg simtöl við almennt flokksfólk staðfesta mig hins veg- ar i þvi, að ég sé að gera rétt. For- ingjarnir verða að sætta sig við lýðræðislegar staðreyndir. Pólitik snýst ekki um foringja — og ekki um kokteilparti — heldur um fólk—hagsmuniþess,vilja og langanir,” sagði Vilmundur Gylfason. Að endingu má geta þess, að umræður eru i gangi milli deilu- aðila, en litt mun miða. Stór orð hafa verið látin falla siðustu daga og þau sviða. Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins var um það spurður hvort lausn væri I sjónmáli. „Það hefur verið leitast við að skilja sjónarmið blaða- manna i þessu máli og úrlausna verið leitað. Ég stóð i þeirri trú að málin hefðu verið afgreidd fyrir siðustu helgi. Hins vegar er ljóst nú, aö enn verður ekki séð fyrir endann á þessu máli.” I gærkvöldi barst Helgarpóst- inum svo eftirfarandi fréttatil- kynning frá framkvæmdastjóm Alþýðuflokksins. , ,Af gefnu tilefni vill fram- kvæmdastjórn Alþýðuflokksins taka fram eftirfarandi. 1. Þriðjudaginn 28. júlf undirbjó ritstjórn Alþýðublaðsins mið- vikudagsútgáfu blaðsins með þeim hætti, að útgáfustjórn sá sig tilneydda að hætta útgáfu Alþýðublaðsins um tima. Deilan um miðvikudagsút- gáfuna var leyst með samkomu- lagi föstudaginn 30. júli og með laugardagsútgáfu Alþýðublaðsins fylgdi hin umdeilda miðvikudags- útgáfa sérmerkt. 1 yfirlýsingu, sem blaðstjóm birti i’ laugardagsblaðinu segir m.a. „Blaðstjórn Alþýðublaðsins hefur átt i deilum við ritstjórn blaðsins vegna þess tölublaðs, sem koma átti út siðastliðinn miðvikudag. Telur blaðstjórnin, að efnismeðferð sé öll með þeim hætti, að ekki sé boðlegt les- endum blaðsins án þess, að þeir séu aðvaraðir um, að hér sé um gamanskrif að ræða” segir að lokum í yfirlýsingu blaðstjórnar frá laugardegi. 2. Framkvæmdastjóm var með ofangreindu samkomulagi búin fyrir sitt leyti aðafgreiða ágrein- inginn. Jafnframt fylgdi heit rit- stjómar, að þessu máli væri lokið af hennar hálfu, og að ritstjórn myndi hefja störf strax að nýju, sem hún gerði með útgáfu laugar- dagsblaðsins. A laugardag kom ennfremur fram i hádegisfréttum útvarps yfirlýsing frá ritstjóra blaðsins þess efnis, að málið væri leyst. 3. Þriðjudaginn 4. ágúst bárust blaðstjórn Alþýðublaðsins hins vegar þær fregnir, að ritstjórnin neitaði að vinna sin störf á blaðinu i samræmi við almenna vinnuskyldu og samkvæmt sam- komulaginu frá föstudegi. i sam- ræmi við hlutverk og ábyrgð út- gáfustjórnar var blaðamönnum sent bréf i gær, miðvikudag, tíl staðfestingar á þvi, að þeir hefðu slitið vinnusamningi, en i bréfinu segir svo: „Þar sem upplýst er, að þú neitar að sinna störfum þinum við Alþýðublaðið á venju- legan hátt verður að lita svo á, að þar með hafir þú einhliða slitið vinnusamningi þinum við blaðið. Ekki er ástæða til annarra aðgerða i málinu að svo stöddu en að taka við framangreindri ein- hliða uppsögn þinni og fella niður launagreiðslur frá og með deginum i gær að telja” segir að lokum i' bréfi framkvæmdastjóra til ritstjórnar i gær, miðvikudag. Hér er ekki um uppsögn að ræða, heldur um einhliða slit á vinnusamningi af hálfu blaða- manna, sem framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins varð að svara með þessum hætti samkvæmt hlutverki sinu.” Af þessu virðist ljóst, að fram- kvæmdastjórn Alþýðuflokksins telur málinu lokið af sinni hálfu, og greiddu allir ellefu fram- kvæmdastjórnarmenn ofan- greindri samþykkt atkvæði sitt. RMI Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar i i i Vonarstræti 4 sími 2550(5 Staða forstöðumanns við dagheimilið Dyngju- borg er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst. Umsóknir sendist til skrifstofu dag- vistunar Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Félagsmálastof nun Reykjavikurborgar, Vonarstræti4, simi: 25500. íbúð óskast Aburðarverksmiðja ríkisins óskar að taka á leigu 3—4 herbergja ibúð frá 1. september n.k. Tilboð ásamt viðeigandi upplýsingum leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 11. ágúst. Áburðarverksmiðja ríkisins [rrs/s ' ; of London FiecmQn/ ndon Skrifið eða hringið strax í dag eftir nýja pöntunarlistanum og njótið þess að versla í rólegheitum heima í stofu. Verð kr. 59.- Póstburðargjald kr. 18.- lá tafefe Vinsamlega sendið mér nýja Freemans pöntunarlistann í póstkröfu Nafn: Heimili Staður Sendist til: FREEMANS OF LONDON c/o BALCO hf. Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfirði, sími 53900 Hausttískan frá London - heim til þín Freemans, stærsta póstverslunin í London, býður nú glæsilegra^^ úrval og s hagstæðari ^ap^^verðen nokkru ^ sinni fyrr. Nýi Freemans pöntunarlistinn með haust- og vetrartískunni ‘81 er 676 blaðsíður hlaðnar f jölda hagstæðra tilboða um vandaðan fatnað á alla fjölskylduna.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.