Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 7. ágúst 1981 Tveir íslendingar lýsa reynslu sinni af MtftíVðða!hafSsa|andanna - Þar sem ungur íslendingur dúsir nu Úr heimi hundruö manna fangelsi og i þessum garði var varla hægt að þverfóta fyrir manneskjum. Það eina sem hægt var að gera var að labba i kringum tré i miðjum garðinum. Þarna sátu menn og hreinsuðu og sprengdu af sér lýsnar. Þarna sturtuðu fanga- verðirnir sömuleiðis niður ósoðn- um baunum og gátu fangarnirþvi stytt sér stundir við að tína stærstu og ógeðslegustu skriðdýr- in úr baununum. Þvi þær voru siðan soðnar i matinn. Þessi hreinsun stoðaði að visu ekki mikið þvi baununum var sturtað niður á drulíuskitugt gólfið og þarna. Þá fórum við Evrópu- mennirniri hungurverkfall þar til við vorum fullvissaðir um að slikt myndi ekki henda okkur aftur. Þarna er alveg furðulegt réttar- far, og allt lifið innan fangelsisins byggðist á mútum og spillingu. Þarna sátu Arabar inni og fengu kannski sex ár fyrir einhverjar smávægilegar yfirsjónir svo sem að vera drukknir á almannafæri eða keyra á vegg. Einn hafði látið það út úr sér að Hassan konungur væri asni og vildi svo illa til að einhver vinur Hassans heyrði til hans. Þarna voru unglingar sem þekktu ekkert annað en fangelsis- Miðnæturhraðlestarinnar Marokkó er fátækt land og lífskjör almennings ekki beisin. Um það bera fangelsin í Marokkó vitni. Ungur islendingur situr nú í dýf lissu þar og er enn ekki komiðá hreint hver ástæðan er. Fullvíst er þó talið að hann haf i verið ákærður f yrir einhverskon- ar fíkniefnaneyslu. Þar er öllum frjálst að reykja hass, en yfirvöld stunda það þó í stórum stíl að handtaka útlendinga og dæma þá í háar f jársektir fyrir neyslu á hassi. Þetta er ein af tekjulindum yf- irstéttarinnar í Marokkó. Hér á eftir fara frásagnir tveggja fslendinga sem voru handteknir og ákærðir f yrir smygl og ólöglega tóbaksneyslu. Annar var handtekinn í Marokkó ásamt félögum sínum hinn var gripinn um leið og hann kom yf ir til Spánar. i báðum tilfellum var það greinilegt að yf irvöldum hafði verið bent á þá. Yf- irmaður tollgæslunnar í smáþorpinu Algerias á Spáni mætti sjálfur til þess að leita og hefði ekki látið ómaka sig að óþörfu. Og einkennisklæddur maður i Marokkó vissi nákvæmlega hvað islending- arnir höfðu í fórum sínum en spurði þá til mála- mynda. í miðaldafangelsi i Marakesh Fyrir nokkrum árum voru tveir ungir íslendingar á ferðalagi i Marokkó. Þegar þeir einn góðan veðurdag sátu á kaffihúsi og fir- uðu i' pipu að sið Austurlanda- manna, skipti þaö engum togum, að lögreglan mætir á staðinn og seturþá i svartholiö. Annar þess- ara manna lýsir þessu nánar fyrir lesendum Helgarpóstsins. „Við vorum þrir saman tveir Islendingar og Englendingur. Við vorum að fara frá Marakesh á hriðingjahátið eina uppi i fjöllum. Aleiðinni út á lestarstöðina kom- um viö við á milk-shake bar og fengum okkur hressingu. Inn kemurmaður i jakkafötum, vindur sér að okkur og spyr hvað við séum að reykja? Við segjum eins og er að við séum að reykja hass eins og allir aörir þarna inni. 1 Marokkó er leyfilegt að reykja hass, en bannað að drekka áfengi skv. sið Múhameðstrúarmanna. Þá spyr hann hvort við viljum koma með sér niður á lögreglu- stöð? Jú, jú við segjumst alveg vera til i það ef það taki ekki lang- an tima þvi lestin okkar fari inn- an skamms. Okkur grunaði ekki að þetta yrði mikið mál þar sem við vissum aö leyfilegt var að reykja hass og það var sama hvert við fórum og við hvern við töluðum, allir buðu okkur i pipu og við suma var ekki talandi ef maður vildi ekki fá sér ipipu meö þeim. En þegar á lögreglustöðina var komið vorum við umsvifalaust settir i dimman klefa i kjallaran- um. Þarfengum við að dúsa upp á vatn og brauð i tvo sólarhringa. Það var vægast sagt alveg hrylli- legt. Aðbúnáðurinn ekki upp á marga fiska. I þessari sellu var ekki eitteinasta húsgagn og ekk- ert klósett. Eða klósettið var i raun bara herbergið og þar gerðu menn þarfirsinará gólfið. Stund- um flaut út úr herberginu. Eftir þessa tvo sólarhringa vorum við fluttir í fangelsi. Þar voru eitthvað um fjörutiu Evrópubúar og þar fengum við fyrstað vita hvað væri á seyði. A lögreglustöðinni var eingöngu töl- uð arabiska og vissum við þvi ekkert hvað um var aö vera. Það eina sem við vissum var að við vorum i dýflissu. En þarna feng- um við semsagt að vita hver kær- an var. Ein vika leið og þá var okkar mál tekið fyrir. Við vorum kærðir fyrir að hafa haft kif I fór- um okkar. Kif er sambland af marijúana og heimaræktuöu tó- baki. Bróðir kóngsins átti tóbaks- einkasöluna og það var þvi ólög- legt að hafa heimaræktað tóbak i fórum sinum. Þetta var alröng ákæra þvi við vorum alls ekki með kif á okkur, heldur hass. Allt um þaö,mótbárur okkar voru ekki teknar gildar. Lögreglan þjarmar að fanga i kvikmyndinni Miönæturhraftlestin, en hún gerist i Tyrklandi. Þvinæst komumst við að þvi að það væri eins og hvert annað happdrætti hvort við slyppum með sekt eða fengjum fangelsis- dóm. Það fór alveg eftir því hver myndi dæma i máli okkar. t Marakesh voru þrjú holl af dóm- urum og var okkur sagt að i einu hollinu væri svartur dómari og væri sá dómarahópur lang mann- legastur. Við vorum svo heppnir að við lentum á þeim. Sektin var ekki ægilega mikilog við sluppum við fangelsissetu. Enréttarkerfið þarna er svo stift og þunglama- legt að við þurftum að sitja inni i rúman hálfan mánuð en þá komu peningarnir. Þá vorum við búnir að vera tæpan mánuð í allt i fang- elsi i Marakesh. Aðbúnaðurinn var eins og i fangelsum i Evrópu á miðöldum. 1 kefanum okkar voru áttatiu manns og klefinn var á við rúm góða islenska stofu. Þegar við sváfum þurftum við allirað liggja á hlið með höfuðið á milli fótanna á manni fyrir ofan. Við vorum pressaðirsaman eins og sardinur idós. Það varekki hægt að hreyfa sig eða klóra sér. Þegar fanga- verðirnir voru búnir að þjappa okkur saman breiddu þeir yfii okkur gauðrifið teppi iðandi af lús. Við fengum að fara út nokkra tima á dag. Garðurinn var eins og herbergi með gólfi og háir veggii umluku hann. Maður sá ekkert út nema himininn. Þetta var nokkur eftir Elísabetu Guðbjörnsdóttur varla sjens að pikka allt úr þess- ari stóru baunahrúgu. Skiturinn var þvi m ikill og flestir fanganna urðu fárveikiraf þessu, voru með stöðugan niðurgang. Vinur minn veiktist svo heiftarlegá að hann þurfti að fara á sjúkradeildina. Sjúkradeildin var skárri iveru- staður að þvi leyti að þar fengu menn kjöt einu sinni á dag og hálmdýnu til þess að sofa á. Þarna inni i fangelsinu voru peningar einskis virði og gátu Evrópumenn þvi selt utan af sér fótin i skiptum fyrir sigarettur, sem voru gjaldmiðillinn. Danski konsúllinnsendi okkur sömuleiðis mat utan úr bæ. Við fengum sömuleiðis ákveð- inn skammt af brauði á dag, og baunirnar átu tveir og tveir sam- an af einum diskiog auðvitað með fingrunum. Við fengum einusinni úlfaldakjöt á stærð við eldspýtu- stokk og var það happdrætti hvort nokkurt kjötvar á flisinni, annars eintómar sinar. Evrópumenn höfðu það miklu betra heldur en Arabarnir i'fang- elsinu. Þeir áttu yfirleitt alltaf eitthvað í skiptum fyrir sigarett- ur og þar af leiðandi gátu þeir gert sér lifið bærilegra. Fangaverðir komu þvi betur fram við Evrópumennina heldur en Arabana. Arabarnir voru lamdir sundur og saman ef fangavörðunum sýndist svo. Einu sinni varð fangavörðunum það á að lemja einn Frakka sem var lífið og höföu setið inni frá því þeir voru smábörn. Barnadeildin var í annarri álmu. Arabarnir sem voru þarna höfðu lært tungumál af Evrópu- mönnum og voru allir bissnes og neyttu allra bragða. öllu minu hafurtaski var rænt af mér og fleirum sem ekki kunnu á fang- elsislifið. Þarna rikti góöur mór- all hjá Evrópumönnunum og þarna kynntumst við fuilt af skemmtilegu liði. Eins gátu rikir Arabar gert sér vistina bærilegri með peningum sinum. Vini minum, sem lá fár- veikur á sjúkradeildinni, var sparkað þaðan út eftir tvær vikur þegar að hann gat ekki borgað lengur fyrir vistina, en rikur Ar- abi.sá sem sat inni fyrir að segja á almannafæri að Hassan væri asni, fékk plássið hans og finan mat á hverjum degi. Þarna hafði maður nógan tima til þess að hugsa, en þó reyndu Evrópumennirnir að stytta sér stundirmeðþviaðspjalla saman. Ennfremur voru nokkrar skræður þarna sem hægt var að lesa. Evr- ópumennirnir fengu að fara i bað einu sinni i viku en Arabarnir náttúrulega aldrei. Þetta gekk allt saman út á peninga. Evrópu- menn höfðu meiri möguleika á að borga og það var það sem skipti mestu máli. Þegar sekt okkar hafði veriö að fullu greidd var farið okkur aftur á lögreglustöðina þar sem

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.