Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 25
25 h&lrjarpn*ztl irinn Föstudagur 7, ágúst 1981 Eitthvað að ef unglingar geta ! ekki skemmt sér án áfengis - segir Árni Guðmundsson starfsmaður Fellahellis í félagsmiðstöðinni Fellahelli, fer fram fjörug og skemmtileg starfsemi. Á mánudags- til fimmtudagskvöldum er opið til kl. 23 og á föstudagskvöldum er opið til kl. 23.30 Einnig er opið á daginn frá 16-18.30 fyrir unglinga eldri en 13 ára. A mánudags- kvöldum getur fólk komið og spjallað saman. Fjölmennast er yfirleitt á þriðjudagskvöldum, en þá er diskótek. Oft og iðulega koma yfir tvö hundruð unglingar á staðinn. A miðvikudögum starfar klúbburinn ,,Af stað” en i honum eru á milli 40—60 manns. A fimmtudögum eru sýndar góðar videómyndir og a' föstu- dögum er diskótek. Stuðarinn hitti Arna Guðmundsson starfsmann Fella- hellis en hann er i æskulýðs- og tómstundanámi i Gautaborg d veturna. Stuðarinn spurði fyrst hvort mikið væri um vindrykkju á þessum stað. „Fyrir 4—5 árum var svolitiö um þaö að fólk reyndi að komast hingað inn undir áhrifum áfengis. Núna vita krakkarnir að hér kemur enginn fullur maður inn. Ef þau eru drukkin passa þau sig aö láta ekki sjá sig nálægt hús- inu.” Arni Guðmundsson. — Eruð þið þá ekki aö kasta vandamálinu fyrir næsta horn? „Reynslan annars staöar frá hefur sýnt að fylleriin fæla þá sem ekki vilja drekka frá. Ef við tökum fullan mann, vfsum við honum út, en siðan er rætt við hann næsta dag f góðu tómi. Fólk leggur þaö ekki I vana sinn að koma hingað drukkið, og við treystum krökkunum fullkom- lega. A föstudögum er t.d. selt hingað inn og þá leitum við ekki á krökkunum. Það hlýtur að vera eitthvað að þjóðfélaginu ef 13-14 ára unglingar geta ekki skemmt sér án áfengis.” — Hvað með aðra starfsemi? „Starfsemin hér á sumrin er aöallega hugsuð sem afþrey- ingarstarfsemi. En á veturna eru krakkarnir sjálfir með sjoppuna og afla fjár i ýmsa starfsemi. Einnig eru starfræktir klúbbar, þar sem ýmislegt er tekið fyrir. Kynlifið er t.a.m. alitaf vinsælt. Það er undarlegt að skólinn virðist ennþá sleppa þessu mikil- væga efni.” sagði Arni aö lokum. Sfðan leiddi hann migum i Fella- helli og ég smellti af nokkrum myndum. Aö visu var ég með hálfgerða imbavél, en hér sjáið þiö hvernig til tókst. Póstur og sími ana. Ég vil fá fleiri til þess aö láta skoðanir sinar i ljós á þess- Hæ Stuöari! Ég er þrettán, en þaö er sko engin óhappatala, þegar maður gctur lesið Stuðarann um hverja helgi, þvi Stuðarinn er það besta sem ég fæ. Ég og vinir mínir lesum hann alltaf, enda erum við kölluð Stuðliðið, alltaf i banastuði meö Stuðaranum. Jón Spæó (Deió) Emil 14 ára hringdi og sagði að það væri eiginlega ekkert sem vantaði i Stuðarann nema myndasyrpur af hljómsveitum. Svo sagði hann að viðtölin við eiturlyfjasjúklingana væru frá- bær. Meira svoleiðis. Emil sagði lika að það vantaði enga staði fyrir unglingana. Þeir hefðu nóg að gera. Sko Emil, ég held að það sé full djúpt f árina tekið, að segja að þetta séu eiturlyfja- sjúklingar, þótt þau fái sér við og við i glas og reyki svolftið hass. Kannski. Þú segir að það vanti enga staði fyrir ungling- um málum. 12 ára strákur sem vildi láta kalla sig Kvöldúlf, hringdi og stakk uppá að Stuöarinn tæki fyrir hvað foreldrum unglinga fyndist um það þegar ungling- arnir væru úti langt fram á næt- ur. Það væri alltaf verið að tala við unglingana. Hvernig væri nú að fá að vita hvort foreldrarnir vissu hvað unglingarnir væru að fást við? sagði hann. Já, Kvöldúlfur. Þetta var góð hugmynd. Og svei mér þá ég held ég reyni að framkvæma hana.. Krakkar! Fleiri hug- myndir. Stuðarinn er ekki alsjá- andi og alvitur. Hringið í si'ma 81866 eða skrifið og utanáskrift- in er: Stuöarinn c/o Helgarpósturinn Síðumúla 11 105 Reykjavfk. Koma á hverjum degi Rætt við hressa krakka í Fellahelli -Finnst þér gott aö búa i Breið- holtinu? ,,Ég er búin að búa hér I 7—8 ár og Breiðholtið er gott að ýmsu leyti. Hér þekkir maöur alla.” — Þér finnst ekkert langt að fara i bæinn? „Nei, nei.” -Hefuröu verið að vinna i sumar? „Já, ég er nýhætt i unglingavinn- unni en þá ætla ég aö fara að vinna I Bæjarútgerðinni.” Sveinbjörn og Axel Þegar stuðarinn leitviö f Fella- helli á fimmtudagseftirmiðdegi var allt fremur rólegt, enda ágætisveður og fólk sennilega meira fyrir útiveruna. En þó mátti sjá hræður hér og þar. Tveir hressir (vægast sagt) strákar voru i borðtennis og sögðust þeir heita Sveinbjörn og Axel, báðir 14 ára. „Við komum hingað einu sinni til tvisvar á dag til þess að skemmta okkur”. — Hvernig er að búa i Breiöholtinu? „Frábært.” — Horfið þið mikið á videó? A: „Já ég geri það. Það er vi'deó i blokkinni minni?" S: „Ég fer oft til Axels og horfi á videó. Það er ekkert videó hjá mér. Ég bý nefnilega i raöhúsi. Þaö er gaman að vidóinu þegar það eru góðar myndir.” — Gerið ekkert annað? „Jú, jú.Við spilum fótbolta og ekki síst borðtennis.” Svo erum við í ungiingavinnunni” segja þeir að lokum og ég má ekki trufla leik þeirra. En hitti Mariu sem er 13 að verða 14, en hún kemur i Fellahelli hvert einasta kvöld. „Þaðergaman aðkomahingað og dansa” segir Maria. „Það er ekkert annað að gera hvort eð er. Það er þá helst bió”. - Horfir þú mikið á videó? „Ja, ég horfi stundum á videó hér eða hjá vinkonu minni. Það er ekkert vi'deó heima hjá mér.” Marla: „Gaman að koma hingað”. Umsjón: JÖHANNA ÞÓRHALLSDÖTTIR — G. Erla verkstjóri, Anna Margrét, Ragnheiður Þóra, Anna Rún, Guðrún Jóhanna, Ingileif, Maria, og Helga Á myndina vantar Dúdú.Takiöi eftir kræsingunum. „Ætlum að njóta þess að slappa af” — segja stelpurnar í „dugnaðarflokkn- um” í unglingavinnunni Það var ofsa fjör sfðasta daginn i unglingavinnunni hjá „dugnað- arflokknum”, en unglinga vinn- unni lauk I lok júlf. „Nú ætlum við að njóta þess aö sofa út á morgn- ana og slappa af” sögðu stelpurn- ar við mig þar sem þær lágu I makindum sinum f garðinum hennar G.Erlu verkstjóra og átu tcrtur og drukku kakó. — Erþettabúin aðvera strem- bin vinna? „Já verkstjórinn er svo strang- ur,” sögðu þær hlæjandi, meintu greiniiega ekkert meö þvi sem þær sögöu. — Þið hafið bakað terturnar sjálfar? Þær kinkuðu kolli, hreyknar og buöu okkur Jim að smakka á góð- gerðunum, sem við þáðum og borðuðum með bestu lyst. — Það er kannski verið að búa sig undir húsmóðurhlútverkið? „Góða besta” sögðu þær hneykslaðar. — Ætlið þið ekki að giftast og eignast börn? „Þaö er sko nógur tlmi að hugsa um þaö. Við eigum nú t.d. alveg eftir að mennta okkur.” -En svo við vindum okkur nú úti önnur málefni. Hvað geriö þið á kvöldin og um helgar? „Viö förum stundum á Planið, til aö hitta fólk og kynnast nýju fólki. Þaö er alltaf gaman.” — Eruð þið ekkert að heilsa uppá bilatöffarana? „Nei. Viö öfundum þá samt svolítið útaf bilprófinu. Þvi'ber ei að leyna. En vorkennum þeim voðalega yfir töffaraskapnum. Þeir verða greyin að vera töffar- ar til þess að ná sér i piur.” — NU er þaö. E n þið? Þurfið þið þá ekki aö vera töff til að ná ykk- ur i gæja? „Jú, biessuð vertu, við erum fyrir framan spegilinn frá klukk- an þrjú til átta að punta okkur. Nei, i alvöru. Við erum ekkert i slikum pælingum.” — Vitið þið eitthvað um þetta svokallaða unglingavandamál? „Já.eða fjölskylduvandamáliö. Það er meira gert úr þvi en ástæða ertilhérá tslandi. Þaðer t.d. ekki eins mikið um eiturlyfja- neyslu hér og erlendis,” segir Helga sem býr i Bandarfkjunum en er hér aðeins i sumar. — En nú hef ég heyrt aö hér séu allir i einhverjum piliuáti. Er eitthvað til i þvi? „Það er meira en fólk gerir sér grein fyrir.” — Hvar nær fólk i þetta? „Þaö er auðvelt aö labba sér inn i' næsta apótek og kaupa sjó- veikistöflur.” — En I hverju felst þetta ung- lingavandamál? „Kynslóðirnar breytast náttúrulega og það er ósköp eðli- legt að foreldrarnir eigi erfitt með aö fylgjast með þvi. En við viljum vera frjálsari. Foreldrum virðist ganga illa að skilja, að viö erum að breytast i fullorönar manneskjur. Við viljum að það sé tekið tillit til þess. Og einnig til okkar skoðana.” Nú kemur Erla meö kaupið og þaö hýrnar yfir stelpunum. — Eyðiöi þessu öllu i föt? „Við kaupum okkur kannski einhver föt, en ekki tiskuföt. Þau eru svo ferlega dýr og svo eru þau jafnóðum komin úr tisku,” segja stelpurnar i „dugnaðarflokkn- um” hennar G.Erlu að lokum. ÞAKGLUGGAR ISLENSK F.RAMLEIDSLA FYRIR ISLENSKT VEDURFAR FAGLEG OG FALLEG FRAMLEIDSLA t <1 |ll.-|Sf III.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.