Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 27
27 Verðlækkun og vísitala hnlrjarpn**, 'rinn Fostudagur 7. ágúst 198! Verðlækkun á isskápum. þvottavélum, ryksugum og minni gerðum af bilum hefur áhrif á visitöluna. Lækkun á vöruverði telst varla til daglegra tiðinda. Verðlækkun á nokkrum gerðum rafknúinna heimilistækja og minni bilum hlýtur þvi að teljast ailrar athygli verð. Eins og kunnugt er, er verðlækkunin á rafmagnstækjun- um fólgin i þvi, að 24% vörugjald var fellt niður. t>ar sem vöru- gjaldið er reiknað ofaná inn- kaupsverð, áður en tollur er reiknaður, leggst hann á lægri upphæð og veldur þvi, aö utsölu- verðið lækkar um 19,4%. I beinhörðum krónum þýðir þetta, að isskápur sem fyrir 1. ágúst kostaði 8500 krónur er nú um þúsund krónum ódýrari. Endan- legt verð var þó enn ekki ljóst um miðja vikuna, að minnsta kosti ekki hjá stærri fyrirtækjum, þar eð útreikningum á nýja verðinu var ekki endanlega lokið. — Petta kom okkur i svo opna skjöldu, að okkur hefur ekki unn- ist timi til að ljúka útreikningun- um alveg, sagði verslunarstjóri r------------- ----- Áður en Bandarikjaþing tóksér sumarleyfi um siðustu helgi, sendu þingmenn Reagan forseta afgreidd lagafrumvörp um gagn- gerar breytingar á fjármálum Bandarikjanna. Með þeim er á- kveðið að leitast við að koma bandarísku hagkerfi úr kröggum með þvi að gera hina riku rikari en þá fátæku fátækari. Yfirburðasigur Reagans i siðustu forsetakosningum tryggði að þingiö yrði honum auðsveipt i upphafi forsetaferils. Þo heföi mátt vænta að meirihluti stjórnarandstöðunnar i Fulltrúa- deildinni, þar sem demókratar hafa 244 þingmenn á móti 198 repúblikönum, gerði að verkum að forsetinn yrði að ganga til málamiðlunar um framkvæmd kosningaloforða um róttæka hægri stefnu. Onnur hefur raun- in orðið. Reagan hefur tekist, með snjöllum málflutningi i sjónvarpi gagnvart almenningi og mark- vissum þrýstingi á einstaka þing- menn stjórnarandstöðunnar, að ráða öllum meginatriðum ný- samþykktra frumvarpa um eins af stærstu innflutningsfyr- irtækjunum við mig siðdegis á miðvikudaginn. Þessi verslunarstjóri sagðist að sjálfsögðu vera ánægður með verðlækkunina fyrir hönd viðskiptavina sinna, hun geri þeim kleift að endurnýja tæki sin fyrr og létti ungu fólki róðurinn við að stofna heimili. En önnur hlið á þessu reikningsdæmi blasir lika við innflytjendum. Samtimis þvi sem vöruverðið lækkar, fá þeir minna i sinn hlut. Álagningin er nefnilega lögð á lægri upphæð en áður. bvi til viðbótar standa margir kaup- menn, sérstaklega kaupmenn úti á landi, frammi fyrir þvi að sitja uppi með lager af vörum sem hef- ur verið tollafgreiddur á gamla verðinu. Þær verður óhjákvæmi- lega að selja á lága verðinu og rikissjóður endurgreiðir ekki það vörugjald sem þegar hefur verið greitt. Þessi verðlækkun er heldur ekki útgjaldalaus fyrir rikissjóð. til Jimmy Carters. Með lögunum um lækkun skatta er gert ráð fyrir að tekju- skattur einstaklinga lækki um fjórðung á 33 mánuðum. Fyrsta lækkunin nemur 5% og kemur til framkvæmda 1. október i haust. Lækkun á sköttum fyrirtækja er hlutfallslega enn meiri. Teknar eru upp nýjar og mun rýmri af- skriftareglur en gilt hafa og unnt verður að versla fyrirtækja milli með frádráttarbært tap. Þrátt fyrir þessa skattalækkun hyggst stjórn Reagans stefna að hallalausum fjárlögum á fjár- hagsárinu 1984, jafnframt þvi sem útgjöld til hermála verða stóraukin. Slik áform krefjast stórfellds niðurskurðar á öllum öðrum sviðum rikisútgjalda. Annað frumvarpiö sem Bandarikjaþing sendi Reagan til undirskriftar felur i sér 35 milljarða dollara niöurskurð næsta fjárhagsár. Þar er um að ræða niðurskurð á fjárveitingum til menntamála, heilbrigðismála, framfærslumála, atvinnu- aukningar, manneldismála. eftir- Reiknað er með, aö það sem eftir er ársins veröi hann al' 4,2 milljónum króna, sem ella hefðu komið inn sem vörugjald. Vitanlega má búast viö þvi, að verðlækkunin verði einhver hvati á viðskiptin, þannig að hluti þessa taps vinnist upp meö aukinni sölu. Kaupmenn munu heldur ekki liggja á liði sinu við að bæta rikis- sjóði þetta tap, einfaldlega vegna þess að þeir verða sjállir að rétta sig af með aukinni sölu. Þrátt fyrir þetta eru að minnsta kosti sumir innflytjendur á þeirri skoðun, að halda beri áfram á þessari braut og fella niður vörugjald af fleiri tækjum til heimilisbrúks. Þessi verðlækkun náði nefnilega aðeins til þvotta- véla, ryksuga og hrærivéla. Verð á frystikistum, -skápum og þurrkurum hefur ekkert breyst. Lækkun á innflutningsgjaldi á bilum úr 50% i 35% á cif-verði veldur mun meiri lækkun i krón- um talið en niðurfelling vöru- gjaldsins veldur á rafmagnstækj- ..................... * Reagan lét mynda sig viö aö róa i þingmönnum i sima fyrir at- kvæöagreiöslu iFulltrúadeildinni. Lögfesting efnahagsstefnu Reagans markar tímamót í Bandaríkjunum niðurskurð rikisútgjalda og lækkun skatta. Og með þessari lagasetningu er ekki tjakiað til einnar nætur. Þótt endanlega hafi einvörðungu verið fjallaðum fjárlagaárið 1982, sem i Bandarikjunum hefst 1. október i ár, eru breytingarnar svo gagn- gerar og stefnumarkandi, að vandséð er hvemig þingmenn geta snúið að ráði af brautinni sem nú hefur verið mörkuð allt kjörtimabil Reagans. Með sigri Reagans á Bandarikjaþingi fyrstu helgina i ágúst er horfið af þeirri leið vaxandi rikisumsvifa og velferöarráðstafana i þágu félagslegra markmiða, sem fetuð hefur verið allar götur frá for- setatfð Franklins D. Roosevelts launa og fjölmargra annarra málaflokka. Alls fela niöur- skurðarlögin i sér 250 breytingar á gildandi lögum sem leggja rikinu útgjöld á herðar. En þessi niðurskurður er aðeins byrjunin. Á næstu tveim fjár- hagsárum þarf að skera niöur um 100 milljarða dollara i viöbót, eigi það að standast aö skatta- lækkunin hafi dcki i fór meö sér aukinn halla á fjárlögum. Eins og stjórn Reagans leggur málin fyrir er þaö örvað atvinnu- lif og aukin fjárfesting { kjölfar skattalækkunarinnar, sem á að bera uppi bjartsýnispá hennar um fjárlög i jafnvægi áriö 1984. Stjórnin gerir ráð fyriraö þjóöar- framleiösla vaxi um 5% milli áranna 1982 og 1983, jaf nframt þvi sem verðbólgu verðiþokað niður i 5.7% árið 1983. Slikir útreikningar sæta harðri gagnrýni bandariskra fjár- málamanna. Þeir benda á aö ó- sýnt sé með öllu, hvað af skatta- eftirgjöfinni fari til fjárfestingar og hvað til einkaneyslu, en eftir þVi fari veröbólguáhrifin. Þá sé ó- hjákvæmilegt aö stóraukin hernaðarútgjöld séu veröbólgu- hvetjandi. Loks telja þeir, að greiðsluhalli á fjárlögum næsta árs sé til muna vanmetinn og geti hæglega fariö i 100 milljaröa dollara i stað 42.5 milljaröa, sem David Stockman fjárlagastjóri reiknarmeö.Svo virðist að Stock- man sé sama sinnis, þvi hann unum. Enda þótt verðlækkunin sé ekki nema 5% má reikna með þvi, að algengir bilar af þeim stærðum sem lækkunin nær til (með vélar sem eru minni en 2200 rúmsentimetrar) lækki um allt aö 5000 krónur. Erfitt er að reikna út með nokkurri vissu hvað rikis- sjóður verður af miklum tekjum vegna hennar. En reiknum við með þvi, að á næsta ári seljist 4000bilar, sem kosta að meðaltali 100 þúsund krónur hver, veldur lækkun innfiutningsgjaldsins þvi, að i rikissjóð rennur 20 milljónum krónum minna en væri innflutn- ingsgjaldið óbreytt. Bilainnflytjandi, sem ég ræddi við, taldi ekki að þessi lækkun mundiráða úrslitum i vali manna á bilum. Sá sem ætlar sér að kaupa dýran ameriskan bil hættir varla við það vegna 5000 króna. Hinsvegar sagöi hann, aö þegar við þetta bættist hækkun dollarans og styrking islensku krónunnar gagnvart ýrnsum evrópskum gjaldeyri gætu viðskiptin hugsanlega beinst meira að minni evrópskum bilum. — Við höfum meira að segja lagt til, að lengra yrði gengið i þessu og minnstu bilarnir lækkaðir ennþá meira, sagði þessi innflytjandi og kvaö þetta hafa talsveröan gjaldeyris- sparnað i för með sér, bæöi i minni bensinnotkun og meiri sölu ódýrari bila. Stuðli verðlækkunin eitthvað að aukinni sölu minni bila, má reikna með þvi, að þaö veröi að vissu marki á kostnað stærri bila. Hinsvegar þarf bilasalan ekki að aukast svo mikiö i heild til að vinna á móti tekjutapi rikissjóðs. Ef við höldum áfram meö reikn- ingsdæmið kemur i ljós, aö salan þarf ekki aö aukast nema um tæplega tiu prósent, sumir segja jafnvel að lalan sé frekar nær fimm prósentunum. Enda þótt þessi verðlækkun hafi komið innilytjendum i opna skjöldu hefur hún verið nokkuð YFIRSÝN t hefur faliö starfsliði sinu að hefja lúsaleit að niðurskurðarmögu- leikum hjá landvarnarráðu- neytinu. Eftir aö þingiö hefur veitt Reagan alltsem hann bað um og reyndar meira til, svo sem 11.7 milljarða skattaivilnun til eigenda oliulinda og oliulands á næstu fimm árum, stendur hann og fellur með árangrinum sem næst. Hér eftir getur hann engri skuld skellt á fyrirrennara sinn, þvi kosningastefnuskrá hans sjálfs i fjármálum rikisins hefur náö fram að ganga út i ystu æsar. t sjónvarpsávarpi, sem átti drjúgan þátt f að tæplega 50 demökrataþingmenn i Fulltrúa- deildinni gengu til liös við Reagan i úrslitaatkvæðagreiðslu um skattalagabreytinguna, hét for- setinn bandarisku þjóðinni gulli og grænum skógum færi þingið að vilja sinum Svo er nú i pottinn búið, að þingiðá ekki auðveltmeð aö snúa aftur af brautinni sem Reagan hefur markaö. Hingað til hefur verðbólgan hækkað sjálfkrafa skatttekjur rikissjóðs Banda- rikjanna, af þvi að með hækkuðum peningatdcjum hafa fleiri og fleiri færst á efri þrep skattstigans.Bráttá þaö að verða úr sögunni, þvi frá og meö fjár- hagsárinu 1985 veröur tekin upp skattvi'sitala. Or þvi verður ekki um aukningu skattatekna og þar með nýja útgjaldamöguleika að ræða, nema til komi beinar á- kvaröanir þingsins um þyngingu skatt. Annar fylgifiskur kerfis- breytingariimar er að veröbólga verður tilfinnanlegri en áður, fyrir fjöldann með miðlungs- tekjur, sem verður þess brátt var ef skattalækkunin ést upp af hennar völdum. Skattalækkunin er jöfn allan skattstigann i gegn, svo ábáti hátekjufólks er stór- felldur.Gert er ráö fyrir að jaðar- skattur lækki Ur 70% i 50% miðaö lengi á döfinni hjá rikisstjórninni, að sögn Lárusar Ogmundssonar hjá fjármálaráðuneytinu. Hann segir, að með þessu sé verið að minnka muninn á ýmsum hátollavörum sem hafa verið vörugjaldsskyldar og vörum sem eru lægra toilaðar. — Mönnum var fariö að finnast talsveröur munur á gjaidtöku á hinum ýmsu vörum og þótti rétt aö jafna hana, sagði Lárus. En annað liggur lika á bakvið. Þarna er ekki siður um að ræða það sem ýmsir kalla „visitöiu- leik”, en ailar þessar umræddu vörur eru inni i visitölugrunnin- um. Lækkun á raímagnsvörunum þýðir 0,15% lækkun á visitölunni, og verölækkunin á bilunum þýöir 0,2% lækkun. Það þýðir með öðrum orðum, að þetta eitt veldur þvi, að næst þegar verða reiknaðar visitölubætur á laun hækka þær um 0.35% minna en ella. Ekki er óliklegt, að svipaöar verðlækkanir eigi eftir aö hafa enn frekari áhrif á visitöluna, en heyrst hefur að fleiri seu á döfinni, hvort sem þær koma til framkvæmda lyrir eða eítir mánaðamót. Og sjálfsagt munu þær koma mönnum i opna skjöldu. Annars er heldur ekki að vænta i þvi verðstriöi sem rikir milli verslana um þessar mundir, þvi eins og einn innflytjandinn sagði við mig: „Fréttist af svona verðlækkun fyrirfram stöðvast öll viðskipti þegar i stað”. Vissulega eru verðlækkanir af þessu tagi jákvæðar, og þær eru óneitanlega kjarabót að vissu marki. En það má lika spyrja hvaða raunveruleg áhrif slikur visitöluleikur helur i baráttunni viö verðbólguna. Þaö er hins- vegar dálitið önnur saga, spurn- inginum réttmæti núverandi visi- tölugrundvallar, hvort það sem visitalan mælir kemur verðbólg- unni meira eða minna við. eftir Þorgrím Gestsson 3 viö meöalskiptingu atvinnutekna og eignatekna hjá þeim sem ná hæsta skattþrepi. Eitt fyrirheit Reagans er lækkun vaxta.en bið hefur orðiö á að við það væri staðið. 1 þvi skyni að hamla gegn aukningu peninga- magns i umferð hefur vöxtum i Bandarikjunum verið haldið háum, svo raunvextir nema um og yfir 10%. Nú er það yfirlýst markmiö Reagans að skeröa aukningu peningamagns um helming á næsta ári. Má þvi búast við aö biö geti enn orðið á lækkun vaxta. En hávaxtastefnan i Banda- rikjunum hefur valdið miklum usla i heimsviðskiptum. Dollar- inn er ekki aöeins gjaldmiðill Bandarikjanna, heldur jafnframt helsti varasjóðsgjaldmiðill heimsbyggðarinnar. Mestölloli'a i millirikjaviðskiptum og fjölmörg hráefni greiðast i dollurum. Hækkun dollarans hefur þvi magnað veröbólguþrýsting i löndum sem mjög eru háð milli- rikjaviöskiptum, svo sem Vestur- Evrópu og Japan. Að sama skapi hefur stjórnum þessara rikja verið torvelduð baráttan við sam- drátt og atvinnuleysi. Þetta var helsta umræðuefniö á fundi æðstu manna sjö öflugustu viðskipta- rikja i Ottawa i siðasta mánuði. Þar fékkst engin marktæk niður- staða, og þegar Schmidt kanslari Vestur—Þýskalands kom heim, lét hann þaö verða sitt fyrst verk að skera niður útgjöld til land- varna jafnt og aðra fjárlagaliöi, enda þótt þaö hefði i för með sér aö ekki væristaðiðviðgefin fyrir- heit um aukningu framlaga til hermála umfram veröbólgu, sem NATÓ höfðu veriö gefin. Lýsti Schmidt yfir, að þetta væri bein afleiðing af óábyrgri fjármála- stefnu Bandarikjanna.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.