Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 21
 __helgarpásfurinrL- Föstudagur 7. ágúst i98i Hannes Gissurarson — ,,sér- kennilega snjall höfundur” sem setur mestan svip á Frelsið. Ólafur Björnsson — hefur ,,ber- sýnilega unnið að henni mikið rannsóknarstarf," segir Helgi Skúli m.a. i umsögn sinni um Sögu íslandsbanka hf. og Út- vegsbanka íslands 1904-1980. Barátturit frjáts- hyggjumanna FRELSIÐ, ársþriðjungsrit, 1. árg. 1980. Ritstj. Hannes H. Gissurarson. útg. Félag frjáls- hyggjumanna. Frjálshyggjumenn eru búnir að senda frá sér sem bók — um 340 bls. rheð fjölda mynda og auglýsinga — fyrsta árganginn af timaritisinu, og er það vissu- lega vert athygli og umræðu. Frelsið er ungviði enn, og þó hygg ég timabært að spá þvi nokkru langlifi, marka það af myndarlegri útgerð fyrsta ár- gangsins, mikilli auglýsinga- gagnrýna ályktanir þess, hafna forsendum þess. Fyrir slikan ágreining er enginn vettvangur i þessum ritdómi. En sem dæmi má nefna athugun Hannesar (bls. 211) um veiðifélögin, að það sé séreign á landi sem tryggi skynsamlegri nýtingu á laxveiðiám en fiskimiðum. í minum augum eru veiðifelögin einmitt dæmi um ágæti rikisaf- skipta, sem i þvi tilviki knúðu landeigendur marga sárnauð- uga undir heillavænlegt skipu- lag. Og þannig mætti væntan- lega fletta Frelsinu öllu og sjá tvær hliðar á hverju máli. En sem áróðursrit gerir það skyldu sina ef það er eins rökvist og Búkmenntir eftir Helga Skúla K'iartansson hylli, og svo þvi að boðskapur ritsinsmun nú um stundir fagna allgóðum viðtökum. Og munaðarlaust er ritið ekki. Sjálfur Hayek er ráðgjafi þess, ritnefnd skipa fimm þjóðkunnir menntamenn, Gisli Jónsson, Jónas Haralz, Matthias Jo- hannessen, Ólafur Björnsson og Þorsteinn Sæmundsson, útgef- ándinn er félagsskapur mikilla áhugamanna sem leggur til framk væmdastjóra, aug- lýsingasafnara og ljósmyndara, að ritstjóranum ógleymdum, en Hannes Gissurarson setur mjög svip á ritið með þvi efni sem hann semur sjálfur og þýðir, sérkennilega snjall höfundur, betri þó i frumsömdu máli en þýddu, og stundum óþægilega sérvitur — kallar t.d. Afriku ekki Afrlku heldur Bláland — en lika frumlega orðhagur, fylginn sér i málflutningi og oft hittinn á rök. Frelsið er, eins og ég sagði i fyrirsögn, barátturit, boðberi ákveðins málstaðar, nefnilega frjálshyggjunnar. Eins og barátturiti sæmir er það að meginstefnu einsýnt, lætur öll rök bera að sama brunni, lýsir gagnstæðum málstað einungis i niðrunar skyni, gætir fullkom- innar hlutdrægni i efnisvali, þannig að ekkert er birt mál- staðnum óviðkomandi. Þótt sjálfur hafi ég fremur smekk fyrir hinni tegundinni af mál- efnalegum skrifum, þar sem höfundar láta rök vegast á og efast ögn sjálfir, þá eiga báðar sortirnar sinn rétt, og frjáls- hyggjan er nógu mikilvæg til að áróðursrit hennar sé gaumgæft og rökrætt. Og af áróðursriti að vera er Frelsið sérlega heppilegt til rökræðu, þvi að ritstjórinn og ýmsir fleiri höfundar kappkosta að flytja mál sitt með rökum og styðjast við fræði, bæði heim- speki og hagfræði. Það þýðir ekki að niðurstöður þeirra séu óyggjandi vísindi.þviað bæði er rúm fyrir ágreining i öllum fræðum og úrlausnarefni stjórn- málanna alls ekki að öllu leyti fræðileg — eins og Hannes bendir skemmtilega á á einum stað (bls. 218—219). Það er þvi auðvelt fyrir and- stæðinga frjálshyggjunnar að gera ágreining við Frelsið, fræðilegt og málstaður þess þolir hverju sinni, þá er það gagnlegt, lika til þess að hjálpa andstæðingum frjálshyggj- unnar að sjá tvær hliðar á sínum sjónarmiðum. Umfjöllun um rit er gildasti efnisþáttur Frelsisins, og ætlar það að gilda um annan árgang- inn ekki siður en þann sem hér er til umræðu. Ritfregnir eru birtar um útlend frjálshyggju- rit, einnig um islenskar bækur og tlmarit, það eru mjög óli'kir ritdómar þeim sem t.d. Helgar- pósturinn flytur, mælikvarði stjórnmálastefnunnar býsna einráður, én margt skörulega sagt. t fyrsta heftinu eru lika tvær lengri greinar hvor um sina bók: Björn Bjarnason skrifar um ritgerðasafn Jóhanns Hafstein og Guðmundur Heiðar Frimanns- son um ritgerðasafn Magnúsar Kjartanssonar. Þar talar auð- vitað verjandi Jóhanns ogsækj- andi gegn Magnúsi. t þriðja heftinu er grein eftir ritstjórann sem aðallega fjallar um tvö heimspekirit erlend. Og allt annað heftið taka upp tvær ádeilugreinar eftir Þorvald Búason og Hannes Gissurarson á kennslubækur I félagsfræði. Annað aðalefni fyrsta heftis er fyrirlestur sem Hayek hélt á íslandi, og fylgja umræöur hans og áheyrenda. t þriðja hefti eru tillögur Eyjólfs Konráös Jóns- sonar um efnahagsráðstafanir ásamt athugasemdum frá Jónasi Haralz. Svo er ýmislegt smærra efni, þar á meðal syrpa, bæði í fyrsta og þriðja hefti, undir fyrirsögninni „Þættir úr hugmyndabaráttunni”, þar sem gripið er á ýmsum viðburðum liðinna mánaða, ýmist til að lofa eða lasta, og getið um blaða- skrif sem málstað Frelsisins varða. Ég vænti að það sé óhappatilviljum að eina frá- sagnarefni þessara dálka sem ég þekki til — flokkadrættir um embættisveitingar i Háskól- anum, bls. 88—90— er leiðinlega rangtúlkað. Niðurstaða: efni Frelsisins er einhliða áróður fyrir frjáls- nyggjunni, en af áróðri að vera tiltölulega rökvís og fræðilegur. Þvi ætti Frelsið að geta verið hollur andstæðingur fyrir þá sem eru á öðrum skoðunum. Cí 2-21-40 Leyndardómur sandanna (Riddle of the sands) í-frV' «r Símsvari %fmi 32«.;S. Reykur og bófi Snúa aftur Afarspennandi og viðburðarik mynd sem gerist við strendur Þýska- lands. Aöalhlutverk: Michael York Jenny Agutter Leikstjóri: Tony Maylam Sýnd kl. 5, 9 og 11 Barnsránið Sýnd kl. 7. ö 1Q OOO SalurA Spegilbrot Ný mjög fjörug og skemmtileg banda- risk gamanmynd. . framhald af sam- nefndri mynd sem var sýnd fyrir tveim árum við miklar vin- sældir. tslenskur texti Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Jackie Gleason Jerry Read, Dom DeLuise og Sally Field. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Ruckus Sýnd kl. 11 Upprisa 3* 1 89 36 Slunginn bilasa li (IJsed Cars) Kraftmikil ný bandarisk kvikmynd um konu sem „deyr” á skurðborð- inu eftir bilslys, en snýr aftur eftir að hafa séð inn I heim hinna látnu. Reynsla sem gjörbreytti öllu lifi hennar. Kvik- mynd fyrir þá sem áhuga hafa á efni sem mikið hefur veriö til umræðu undanfarið, skilin milli lifs og dauða. Aðalhlutverk: Ellen Burstyn og Sam Shepard. Sýnd kl. 5, 7 og 9. tslenskur texti Afar skemmtileg og sprenghlægileg ný amerisk gaman- mynd I litum meö hinum óborganlega Kurt Russell ásamt Jack Warden, Gerrit Graham o.fl. Sýnd kl. 5, 9 og 11 Sama verð á öllum HAFNAR- bíó Margt býr i f jöllunum Afar spennandi og óhugnanleg litmynd. ] Islenskur texti Susan Lanier, Ro- | bert Huston Leikstjóri Wes | Craven Endursýnd kl. 5-7-9-11 Bönnuð innan 16 ára i..... | V-Vw Mirror Crackd VölAtWt&Ífð (JRAlONf CHAPHN • lONlCURlC. • f CWARDKM ROCK HUOSON • KIM NCNAK - f ll/ABf TH TAYIOR •CAimousn’) THE MIRR0R CRACKD .-. Spennandi og viö- burðarik ný ensk-amerisk lit- mynd, byggö á sögu eftir Agöthu Christie. Með hóp af úrvals- leikurum. Sýnd kl.: 3, 5, 7, 9 og 11.15. Salur B Slaughter Hörkuspennandi lit- j mvnd Jim Brown jEndursýnd k1. : 3.05-5.05- j 7.05-9.05-11.05 Salur C j LiliMarleen Oli lUarlem Spennandi og skemmtileg ný þýsk litmynd, nýjasta mynd þýska meist- arans Rainer Werner Fassbinder. Aðalhlutverk leikur Hanna Schygulla, var i Mariu Braun á- samt Giancarlo Gi- annini — Mel Ferr- er. Blaðaummæli: sýningum i úiy: „Heldur áhorfand- •• v;:'\ i > -', t Hardcore anum hugföngnum frá upphafi til • .•;; ;■" Kl. 7. enda”. M • V „Skemmtileg og oft gripandi mynd”. Islenskur texti. Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11.15. Salur D Punktur, punktur, komma, strik... PUNKTUB PUNKTUK KOMMA STRIK 21 Endursýnd vegna fjölda áskorana kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.