Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 9
9 he!rjarpn<=rti irinn ^tudagur 7. ágúsi iwi Mótmælagöngur halelújasamkomur eða beitt baráttutæki? Mntmæla-, friðar- og kröfu- göngur eru alþekkt fyrirbæri hér sem i öðrum löndum. t slfkum göngum lætur fólk i ljós skoðanir sinar á ýmsu þvi i þjóðfélaginu scm það er ekki ánægt með. Einn viðmælandi minn sagði að mót- mælagöngur væru aðalsmerki lýðræðisrikja. Þær sýndu áþreif- anlega það svigrum sem þegn- arnir hefðu til að tja skoðanir sin- ar. AIH um það, — drlega er hér farin a.m.k. ein Keflavikurganga svo og 1. mai-gangan. Oft þyrpast menn hundruðum saman i kulda og nepju og þramma i göngur, vopnaðir slag- orðum og kröfuspjöldum. öll könnumst við við slagorðin „island úr Nato og herinn burt”, ,,Kjarnorkusprengjur, nei takk!” og ,,Næg og góð dagvistarheimili fvrir öll börn" „Konur eru lika menn !”, , „lafnrétti til ndms! ” En tilhvers? Litill gutti sem var með pabba sinum i Keflavikurgöng- unni siðustu sneri sér við á miðri leið og leit I átt til Miðnesheiðar og spuröi: ,,Pabbi, eru þeir þá farnir ndna?" Svo er ekki, og enn er verið að búa til helsprengjur. Enn eru ekki til næg og góð dag- vistarheimili fyrir ÖU börn. Að ekki sé talað um jafnréttið,— enn skortir töluvert á að jafnrétti milli kynjanna riki og á jafnrétti til náms. Það er erfitt að segja til um hver beinu áhrifin af slikum göngum eru. Töluvert hefur á- unnist i flestum af þessum baráttumálum og hafa slikar mótmæla- og kröfugöngur vissu- lega orðið til þess að umræða um þau hefur skapast.Um þetta voru allir viðmælendur minir sam- mála, þegar ég spurði þá um skoðanir þeirra á mótmæla- göngum. Ríkisstjórnir óttast þjóðfé- lagsóróa ,Ión Ormur Halldórsson, stjórn- mála fræðingur: „Hér á Islar.di hafa mótmæla- göngur kannski ekki nein bein áhrif. Stjórnmálaflokkar og rikis- stjórnir i öllum iöndum eiga það þó sameiginlegt að óttast þjóðfé- lagsóróa. Það vekur alltaf ugg yí- irvalda þegar þegnarnir hópast Ut á götu með hrópum og köllum. En óbeinu áhrifin eru þau að mót- ‘mælagöngur vekja athygli á mál- staðnum. Ég get nefnt dæmi eins og umræðuna um kjarnorkuverin á Norðurlöndum. Bein áhrif af mótmælagöngu erlendis get ég nefnt Víetnam-striðið. Þvi hefði ekki verið hætt fyrr en mflriu seinna ef ekki hefði verið fyrir þær vi'ðtæku mótmælagöngur sem fram fóru i Bandarikjunum og vlðar.Fleiridæmiget ég nefnt eins og lætin út af Súes-skurðin- um ’56,enþar neyddust Bretar til þess að bakka Ut. Kröfugöngur hafa lika mikil áhrif á fólk sem tekur þátt i þeim, þvimeð þeim finnst fólki það hafa einhver áhrif. Aftur á móti hlýtur það að vera frústrerandi fyrir göngugarpa að sjá engan árangur af eilifum mótmælagöngum sin- um. Kröfugöngur geta lika verið neikvæðar þegar vel skipulögðum minnihlutahópum tekst að láta svo lita út i kröfugöngu að þeir hafi eitthvert fjöldaf ylgi á bak við sig. Þar um get ég nefnt dæmi um kröfugöngur fasista á Spáni, - j>ær eru allltaf lang fjölmennast- aren svo fá þærekki nema 1% at- kvæða i kosningum. Það vantar sönginn Einar Oigeirsson, fyrrv. alþingis- maður: er gamall göngugarpur og hefur farið I margvislegar kröfugöngur hér á landi sem annars staðar: „Mótmælagöngur vekja eftir- tekt á málstaðnum, það vekur alltaf athygli þegar menn nenna að leggja á'sig að labba 50 km., i Keflavikurgöngunni. Friðar- gangan frá Kaupmannahöfn tii Parisar vekur t.d. alveg griðar- iega mikia athygli. Og hungur- göngurnar á kreppuárunum, — þetta hafði allt sitt að segja”. — Finnst þér þetta ekki úrelt form? „Nei, og það er ákaflega erfitt að finna eitthvað annað form, Sjónvarp og útvarp móta skoð- anirfclks.svoog aðrir fjölmiðlar, en fólkið hefur engan aðgang að þeim. Fjölmiðlar komast hins- vegar ekki hjá þvi að gefa kröfu- göngum pláss og umfjöllun. Eins er með fyrsta mai-göng- una. NU er hún orðin að tradisjón en áður fyrr var hún geysiöflugt tæki verkalýðsins. Þetta eru allt orðnar svo venjulegar göngur. 1 gamla daga var sungið og þann sið mætti gjarnan taka upp aftur. Einu sinni komu konur með risa- stórt kvenlikneski með sér til að vekja athygli á stöðu konunnar. Þessa hluti ætti að endurvekja.” — Hefur þú talið hversu oft þú hefur farið i mótmælagöngur? „Nei, það hef ég ekki. Ég byrj- aði I Berlin 1922. Það voru allt öðruvisi kröfugöngur en farnar eru hér. Þar komu verkamenn þrammandi 5 röðum úr austri og vestri og lögreglan reyndi að hindra gönguna. Oft urðu slags- mál og læti og hermennskubrag- ur var á öllu. Hér á landi fer kannski heil fjölskylda i kröfu- göngu með friði og spekt. En eins og ég segi, — það vantar sönginn. Að hluta til pislarvotta- ganga Jón Hanncsson, menntaskóla- kennari; hefur aldrei látið sig vanta i’tíeflavikurgönguna: „Ber kröfuganga einhvern árangur? „Það er nú erfitt að svara þvi, það erákaflega flókiðmálog ekk- ert eitt svar til við þeirri spurn- ingu. Ahrifin tengjast tiðarand- anum hverju sinni. Og eins nátt- úrulega út á hvað mótmælin ganga. Keflavikurgangan hefur oft verið talin til litils, — að vera að þramma þetta um óbyggt land. En þar er kjörið tækifæri fyrir fólk sem er sama sinnis að koma saman, og fyrir þá sem taka þátter þetta að hluta til pisl- arvottaganga. Stundum hefur ekki veitt af þvi að vera með kröftugri mótmæli. En her- stöðvaandstæðingar leggja áherslu á að hafa friðsama kröfu- göngu þvi þau berjast jú fyrir friði. Ég er ekkert bjartsýnn á að þetta hafi mikil áhrif á andstæð- ingana. Kröfugöngur geta verið tvieggjað vopn i höndum vald- hafa eins og t.d. i Iran. Þar eru skipulagðar mótmæiagöngur af hendi yfirvalda. Hins vegar, þeg- ar menn eru komnir saman i hóp er alltaf hætta á múgsefjun og það geta -valdhafar misst út úr höndunum á sér. Mótmæli sem við höfum verið vitni að hér á landi, t.d. 1. mai, eru tæki til þess að styrkja samheldnina. Kannski ekki siður fundahöldin en göng- urnar, þvi á fundunum kemur margt fram sem fætur og hendur geta ekki komið á framfæri.” íslendingar litlir mót- mælamenn Ari Trausti Guðmundsson, kenn- ari; herstöftvaandstæðingur sem tekur ekki þátt i göngum her- stöftvaandstæftinga: „Kröfugöngur eru miklu frekar viljayfirlýsingarhelduren að þær breyti einhverju. Með þeim er verið að vekja athygli á mál- staðnum og gefa fólki tækifæri til að lýsa skoðunum sinum. Og þar með að koma af stað umræðum um rnálið. Mótmælagöngur geta skipt máli ef þjóðfélagslegar að- stæður eru þannig. Það er nú sjaldgæft fyrirbrigði hér á landi, íslendingar eru litlir kröfugöngu- og mótmælamenn. Þó held ég að liti maður aftur i söguna eins og t.d. á Gúttóslaginn þá hafði hann einhver áhrif." — Þú ert þá ekki á móti kröfu- göngum? „Nei, alls ekki, ég vildi sjá meira af þessu. En ég vildi þó frekar sjá fleiri göngur og funda- höld um mál þar sem ekki væru allir sammála. Það vill oft verða einhvers konar haleiújasamkoma þegar allir fundarmenn eru sammála. Eins myndu slik skoð- anaskipti fjörga og auka alla um- ræðu. Mér finnst að herstöðvaand- stæðingar noti einum of oft kröfu- gönguformið og það held ég að flestum finnist lika, þó engin sé á móti þvi i sjálfu sér.” Heldur fólkinu við efnið Aslaug Thorlacius, mikil baráttu- kona og herstöftvaandstæftingur: „Jú, ég hef gengið i þeim öllum að undanskildri Hvalfjarðar- göngunni, en þá var ég lasin. Þessar göngur eru aðallega til þess farnar að halda fólkinu sjálfu við efnið. Herstöðvaand- slæðingar eru með þessu að leggja sitt af mörkum, þó trúað gæti ég að þetta róti litið við öðr- um. En þetta er að minnsta kosti hvatning fyrir fólkið sjálft. Þess- ar göngur hafa ekkert breyst frá þvi að fyrsta gangan var farin, það er helst að fólk hafi sljóvgast gagnvart veru hersins hér. Hann er búinn að vera héma i svo lang- an tima og virðist ekki vera á för- um og það er eins og fólk sé búið að sætta sig við þetta og liti á veru hersins sem eitthvað óbreytan- legt.” Þær vekja umræður um 'málið Erling Olafsson, formaftur mift- nefndar hcrstöftvaandstæftinga: „Kröfugöngur hafa sýnt sig að vera sterkt tæki til þess að vekja athygli á málefninu, einsog t.d. Keflavikurgangan, jafnvel þótt þær valdi ekki þáttaskilum. Þær vekja umræðu um málið og það er nauðsynlegt til þess að það gleymist ekki. „Nú, að einhverju leyti geta slikar mótmælagöngur haft áhrif ef þær ber upp á ákveðnum .ima. Þá hef ég t.d. i huga göng- una ’76 — þá var seinasta þorska- striðið og ein fjölmennasta Kefla- vikurgangan farin. Hún kom af stað mikilli umræðu um þessi mál. Þetta er lika spurningin um fólkið sjálft. I gegnum kröfugöng- ur er fólki gefið tækifæri til þess að koma sfnum skoðunum á framfæri og það eykur samstöð- una. Það er oft erfitt fyrir almennan félaga i t.d. stjórnmálaflokki að láta i ljós sina sannfæringu og skoðanir i gegnum hann — þvi flokksapparöt eru oft ærið flókin. Alþýðubandalagið hefur staðið sig best af öllum stjórnmála- Jokkum hvað þetta varðar. En auðvitað væri ástandið öðruvisi ef Alþbl. væriekki i stjórn. Þá væru sterkari likur á að Alþýðubanda- lagið léti meira að sér kveða gagnvart herstöðinni, en það ger- r nú.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.