Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 11
__helgarpósturinn._ Föstudagur 7. ágúst 1981 11 Þétting byggðar í Sogamýri: „Mjúk mót” byggöar og útivistarsvæða „Þétting byggðar” er hugtak, sem hefur valdið miklum deilum I borgarpólitikinni að udnanförnu. Til þessa hefur það lika einungis verið óljóst hugtak. En um miðj- an siðasta mánuð urðu kunn úrslit i samkeppni um skipulag á einu þeirra svæða þar sem fyrirhugað er að „þétta byggðina”, i Soga- mýri, sitthvorumegin við gömiu Suðurlandsbrautina. Af þeim 20 tillögum sem bárust þótti dómnefndinni best tillaga þeirra Ormars Þórs Guðmunds- sonar og örnólfs Hall. I tillögunni er aðal áherlsan lögð á að reisa manneksjulega byggð þar sem blandað er saman íbúðarhúsum með tveimur til fjórum ibúðum i hverju og byggingum fyrir opin- berar stofnanir. Byggðin á siðan að tengjast útivistarsvæðum, annarsvegar milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar (þar sem merin hans Sigurjóns stendur) og hinsvegar landareign Steinahlið- ar, barnaheimilis Sumargjafar. Tilgangurinn er alls ekki sá að leysa ibúðarvandamál borgar- innar með þeim um 130 ibúðum sem þarna er gert ráð fyrir. Enda Þétting byggðar i Sogamýri. Miklabraut er neðst á myndinni, Skeiðarvogur kemur niður frá vinstri. Land Steinahliðar lengst til hægri. Þessi uppdráttur sýnir hvernig hin nýja vþétta” byggð tengist útivistarsvæðunum i Sogamýri og Steinahliðarlandi. munar ekki mikið um þær, hvorki til né frá, segir Ormar Þór Guð- mundsson arkitekt við Helgar- póstinn. Gert er ráð fyrir tveggja til fjögurra hæða húsum við götu, sem veröur þar sem Suðurlands- brautin er nú. Sá er þó munurinn á henni og nýju götunni, aö hún verður ekki bein, heldur brotin upp með hlykkjum og ennfremur verður komið fyrir blómakerjum, bekkjum og ljósum á og við göt- una, sem verður ýmist malbikuð eða hellulögð. Tilgangurinn er sá að sameina umferð gangandi fólks og bilaumferð þannig að vel fari. Tilhögunin veldur þvi, að bil- um verður aldrei ekið nema löturhægt, og umferð gegnum hverfið verður engin. Sú tegund ibúöarhúsa, sem gert er ráð fyrir, er bæði forsenda og afleiðing þessa umferðarmunst- urs, og eru oft nefnd „borgar- hús”. Húsin verða þannig sniðin, að svalir verða stórar og vel bún- ar en einkagarðar litlir. Hins- vegar verður lögð áhersla á vand- aðan og góðan frágang sameigin- legs útirýmis fyrir ibúana, og meðal annars gert ráð fyrir skemmtilegu torgi um miðbik hverfisins. Það er lika hugmyndin, að á jarðhæöum húsanna verði þjón- ustustarfsemi af ýmsu tagi, t.d. isbar, leirkerasmiður, smáveit- ingahús, skósmiður, efnalaug eða annaö af svipuðum toga, sem ekki krefst margra bilastæða. Frá byggðinni er gert ráö fyr- ir þvi, að göngustigar liggi út á útivistarsvæðin tvö. Annarsvegar verður vel ræktað land Steina- hliðar, sem verði gert virkt með skipulagðri starfsemi og leik- svæðum, jafnvel litlu tivolii. Ein hugmyndin er sú, að þar verði einskonar miðstöð fyrir leikskóla, dagheimili og skólagarða borgar- innar. Enda segir i gjafabréfi Steinahliðar, að sérstaka áherslu skuli leggja á að kenna þar börn- um trjárækt og marjurtarækt. t Sogamýrinni verður talsvert öðruvisi umhorfs samkvæmt til- lögunni. Þar er annarsvegar gert ráð fyrir grasflötum og runna- gróðri og fyrirkomulag þannig, að svæðið verði vel fallið til leikja. Hinsvegar er lagt til, að i miðri mýrinni veröi búin til grunn tjörn, sem yrði látin gróa og dafna á náttúrulegan hátt. A sumrin yrði fifa, stör og ýmiskon- ar annar votlendisgróður á bökk- um tjarnarinnar, en á veturna væri hún kjörin til skautaiðkana. Manneskjulegt umhveríi er semsé lausnarorðið i þessari skipulagstillögu. Aðal áherslan lögð á að tengja ibúöabyggð og útivistarsvæði. „Mjúk mót” milli byggðar og opinna svæða, eins og tiökastmjög viða i nágrannalönd- um okkar. En hvaða likur eru á þvi að hugmyndin verði gerö að veruleika? — Að visu verða borgarstjórn- arkosningar á næsta ári og enginn veit hvað þá gerist. En okkur virðist aö flestir eða allir borgar- fulltrúar séu hlynntir tillögunni, þannig aö líkurnar á aö hún veröi framkvæmd eru góðar, segja þeir arkitektarnir Ormar Þór Guö- mundsson og Ornólfur Hall. ÞG Trillukarlar flæktir í boðum og bönnum — Fólk kemur ef við auglýsum i útvarpinu, en það er dýrt að auglýsa á hverjum degi. Núna er hinsvegar að byrja pulsuhátið hjá fólkinu og Ifklega fáir sem hafa hugsað sér aðéta fisk um helgina. Bjarni Bjarnason trillukarl, einn af fáum sem eru eftir á höfuðborgarsvæðinu, kom á Kópi sinum með 200 kiló af fallegri ýsu að smábátabryggjunni i Hafnar- firíi um fimmleytið á föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi eftir næturlanga útivist. Þegar Helgarpósturinn hitti hann að máli, hafði hann selt talsvert, en átti þó eftir nærri fullan kassa af fallegum ýsum, sem hjálpar- manni hans, henni Katrinu Helgu Skúladóttur, voru mjög svo útbærar. En Bjarni tókhlutunum með ró. Komi Hafnfirðingar ekki til hans saltar hann þaðsem eftirkann að vera af ýsunni og býður „sveita- varginum”. — Það ernógur markaður fyrir fisk I sveitunum hér I kring. En gallinn er bara sá, að þaö eru svo mikil boð og bönn á okkur þessum smábátaeigendum. Við megum varla gera annað en leika okkur, og hver hefur efni á að leika sér á 20 milljón króna báti? Segir Bjarni, sem hefur þó þráast við i nokkur ár og haft trillubátaútgerð að aðalstarfi. Hrognkelsi á vorin, ýsunet og skak á sumrin og þorskanet á haustin. — Okkur er úthlutað smá fri- merkjum hér og þar, og nú eru þeir I ráöuneytinu að funda um það hvort við megum nota fimm tommu net,eða hvort möskvarnir verða að vera sex tommur. Þetta er bara tóm vitleysa, fyrir utan að ýsa sem sleppur i gegnum möskvana þolir ekki hreistur- missinn og drepst hvort sem er. Bjarni er enn sem komið er eini trillukarlinn sem leggur upp i Hafnarfirði. En fljótlega bætast liklega þrir til fjórir i hópinn, segirhann. Þá ættu Hafnfirðingar að geta fengið næga soðningu, glænýja, þarna á smábáta- bryggjunni, þótt þeir láti á sér standa núna fyrir pulsuhátið landsmanna. Ekki sakar það, að smábáta- bryggjan i Hafnarfirði veröur að teljast sögufræg. Hún er hvorki meira né minna en grunnurinn að hinu áður fyrr stórfræga hóteli á Hliðarvatni á Snæfeílsnesi, sem leit út eins og vikingaskip. ÞG Bjarni Bjarnason á Kópi sýnir fallega ýsu, sem hann fékk á „Hamarinn i mitt mynnið", eins og þeir segja. Með honum á myndinni er aðstoöarmaður hans, Katrin Helga Skúladóttir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.