Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 14
heyja min stjórnmálaafskipti á þeim grundvelli. Ég er vafalaust ekkert betur innrættur en stjórn- málamenn almennt, en ég er sannfæröur um, a6 menn hagnast ekki á slikum vinnubrögðum, þar sem persónuvig taka mál- efnunum fram. Hvorki flokkurinn né viðkomandi einstaklingar hagnast, þvert á móti hefna slikar viðnnuaðferðir sin. bað er litilmannleg iöja að rifa aðra menn niður, og fer illa meö þann sem hana iðkar. Ég er þó ekki með þessu aö segja, að slik vinnubrögö þekkist ekki i is- lenskum stjórnmálum. Þvi miöur sjáum við dæmi um þetta. Til lengri tima litið held ég þó aö stjórnmálabaráttan sé ekki' eins persónuleg, hatrömm og illvig og áður var, en I staðinn getur veriö „En varstu pabbapólitikus? „Það var löngum haft á orði, af pólitiskum andstæðingum að ég bæri pabbadrengur. I sannleika sagt, þá sé ég ekkert á móti þvi út af fyrir sig, að viröa föður sinn og skoöanir hans. Hins vegar kemur auðvitaö fljótt i ljós, hvort menn standa á eigin fótum i stjórn- málum.” SKúmasKolaáróður — Verður þú sár, þegar að þér er vegið persónulega, i orrahrið stjórnmálanna? „Nei, ég tek beinar árásir á persónu mina ekki nærri mér og alls ekki ef um er aö ræöa árásir vegna skoðana minna eöa af- stöðu. Frekar að ég kippist við, ef — Frændur eru frændum verstir, segir einhvers staðar. Er raunveruleikinn slikur, t.a.m. er erfiðara að standa i deilum við eigin flokksmenn, en pólitiska andstæöinga úr öðrum flokkum? „Já, það er að mörgu leyti erfiðara að sitja undir persónu- legum árásum frá pólitískum samherjum. Það held ég að flestir geti borið um.” Litlaus oq þriósKur? — Nú hefur þú fengiö einkunnir af ýmsum gerðum og stærðum i blöðum og i umræðu manna á rneðal. Þú ert svona og þú ert hinsegin. En hvernig ertu raun- verulega? „Ég kæri mig ekki um aö lýsa sjálfum mér og læt öðrum eftir að Gunnari og hans mönnum, ef þeir sneru aftur? „Ég hef sagt það áður, að ég vonist til þess, aö þeir sjálfstæðis- menn, sem gengið hafa til þess- arar rikisstjórnar gegn ákvöröun meirihluta flokksráös, þingflokks og miðstjórnar, sjái að sér og gangi aftur til liðs viö aðra sjálf- stæðismenn. Ég hef lagt áherslu á, aö þeirra biði enginn hefndar- hugur i herbúðum sjálfstæðis- manna, heldur veröi sköpuð skil- yrði til að leysa ágreining. Ég tel, að Sjálfstæðisflokkurinn standi heill og óskiptur þegar þessi rikisstjórn veröur liðin tið." — Það verður þó varla neinum alikálfi slátrað, þegar týndu syn- irnir koma aftur heim I Valhöll? „Það er ómögulegt að segja hvað tinist til i búinu.” glaður. Ég met hins vegar stöðu minnar vegna meira að vinna að stefnumótun innan flokksins á lýðræðislegan hátt og geta staðið við yfirlýsingar minar. Ég er ef til vill of varfærinn á stundum, en ég tel að það skili sér meö rentum þegar til lengri tima er litið. Nútima fjölmiölar hins vegar leita uppi stóru orðin og ég gæti svo sem gagnrýnt blaðamenn, þegar þeir koma af stað hasar og illdeilum aðeins til að auka spennu og skapa fréttaefni. En ekki get ég neitað þvi, að stundum hef ég hugsað til stjórnmála- manna fyrri tima, sem höfðu ekki útvarp og sjónvarp og jafnvel ekki blöðin, sem oft eru nú á hnot- skóg eftir yfirlýsingum frá mönnum til að spilla fyrir sam- skiptast á skin og skúrir I knatt- spyrnunni eins og i stjórn- málunum.” — Nú ert þú ekki óvanur spenn- unni á toppnum. Ráöleggingar til strákanna i Vlkingi frá manni meö reynslu? „Ég hef nú ekki reynslu i keppni um Islandsmeistarabik- arinn i knattspyrnu, komst aldrei lengra en I 3. flokk, en ætli það sé ekki fyrst og fremst að halda jafnvægi og rósemi hugans. Einbeita sér að þvi. Leiknin og krafturinn trúi ég, að sé fyrir hendi.” — Þá hafa Vikingar það og nóg um fótboltann. Stjórnmálamenn eru oft i hugum almennings eitt- hvert fjarlægt fyrirbæri og dulúðugt, sem fólk almennt þekk- ir ekki nema i gegnum fjölmiðla. Er t.a.m. Geir Hallgrimsson eins og fólk er flest i þeim skilningi, að hann hefur áhyggjur af vixlúnum, hann þarf að skreppa úti mjólkur- búð, hann þarf að þvo bilinn og svo framvegis? „Já, auövitað erum við stjórn- málamenn ekkert öðruvisi en fólk er flest. Við eins og aðrir þurfum að framkvæma hina hversdags- legu hluti, sem þú nefnir, en þegar konan min les þetta viðtal, mun hún áreiðanlega segja, að það sé svo langt siðan ég fór að kaupa mjólk, að við munum hvor- ug eftir þvi. Ég þvæ bílinn minn eins og aörir — eða fer a.m.k. með hann á bilaþvottastöð, ef ekkert barnanna er nærtækt. Ég eins og aðrir menn á minum aldri reyni að fá börnin til aðstoöar i þessi nauösynlegu en óneitanlega hvimleiðu verk, eins og t.d. bila- þvottinn.” — Veröur þú þess var að fólk snobbi fyrir þér stöðu þinnar vegna? „Nei, þessari spurningu svara ég afdráttarlaust neitandi. Þvert á móti verð ég var viö hlýhug, sem felst i þvi að fólk gefur sig á tal við mig og rabbar um málin i ró og næði og lýsir skoðunum sinum umbúðalaust.” — En segir fólk skoðanir sinar umbúöalaust við þig, sem for- mann? Kemur það til dyranna eins og það er klætt, þegar það talar við manninn á toppnum? „Já, það held ég. Verð ekki var við annað. Að visu kemur fyrir, að einmitt vegna stöðu minnar, þá verð ég fyrir aðkasti, en það er algjör undantekning. Fólk er al- mennt mjög blátt áfram og þægi- legt þegar það talar við mig og skammir og leiðindi eru hverf- andi.” Vuldíð h|a landslundi — Geturöu án stjórnmála verið? „Já, ég get vel hugsað mér lifiö án stjórnmálaþátttöku. Stjórn- málamaður getur raunverulega aldrei um frjálst höfuð strokið, eins og t.d. núna, þá væri ég úti i góða veðrinu i stað þess aö sitja hér inni I loftlausu herberginu i viðtali um stjórnmál. Ég get vel hugsað mér, áöur en ég verð gamall, að eiga meiri tima fyrir sjálfan mig og fjölskyldu mina, en gefa stjórnmálunum minni tima.” Hallgrimssonar? „Nei, það er hérumbil örug að sú bók kemur ekki út. Hii vegar þvertek ég ekki fyrir, að ( velti fyrir mér ýmsum þáttu stjórnmála og stingi niður penns þvi sambandi siðar meir, ég h ekki áhuga á að gera það út fi mér persónulega." — Lokaspurning: Verður þet þin vinnuaðstaða, aö landsfun loknum i haust? Verður Ge Hallgrimsson kjörinn formaði Sjálfstæðisflokksins á fundinurr „Ég væri hræsnari ef ég seg ekki, að ég vonaði það. Ég g< kostá mér til formanns i þeim ti gangi að hljóta endurkosningi En valdið er hjá landsfundinui og þeim dómi hliti ég.” ■B Geir Itallgrimsson í HelgarpOstsviOlali Vioial: Guomundur Árni siefðnsson Myndir: Jlm smari - „Sæll vertu. Þú ert ljóti maður- inn,” var þaö fyrsta sem for- maður Sjálfstæðisflokksins sagði við mig, þegar mér var visað inn á rúmgóða skrifstofu hans. Ég hváði. „Að vera að heimta af mér viö- tai i svona góðu veðri. Þið eruö stundum miskunnarlausir, blaða- menn,” sagði þá Geir Hallgrims- son til skýringar og brosti. Og þvi var ekki neitaö að veörið var með besta móti þennan eftir- miödag, en formenn stjórnmáia- flokka verða að vinna inni við i góðu veðri eins og blessaðir blaðamennirnir, svo það var ekki aftur snúið. Viötal skyldi það verða. „Það er ekki litið um að vera þarna i næsta nágrenni við ykkur Helgarpóstsmenn,” sagði Geir um ieið og hann bauð sæti. „Aiþýðublaðsritstjórn i verk- falli.” Ég játti þvi og viö skiptumst á nokkrum oröum um málefni Alþýðublaðsins og Alþýðu- flokksins. Fyrsta spurningin lá ljós fyrir: Kætist þið stjórnmáiamenn ekki, þegar vandamál á borð við Alþýðublaðsdeilur koma upp á yfirborðið i öðrum flokkum? PersOnuvíy á Kostnao málelna „Nei, siður en svo. Viövikjandi þessum vandamálum á Alþýðu- blaðinu, þá tekur það mig sárt aö svona hatrammur ágreiningur skuli vera uppi við. Mig tekur það sárt vegna þeirra manna, sem þar eiga hlut að máli. Það er engum til gagns i ábyrgum stjórnmálaflokki, að lenda i slikum innanflokkserfiðleikum. Þetta á við um alla flokka. Það skiptir i minum huga meira máli, aö berjast innan flokks sem utan á málefnalegum grundvelli. Þannig vilja kjósendur að stjórn- málaflokkar séu reknir.” — En er ekki eins manns dauði annars brauð, i pólitikinni? „Ég er ekki sammála þvi, að að lymskulegri meðul séu notuo og þaö út af fyrir sig er ekki betri pólitik. Hér áður fyrr komu menn beint framan aö mönnum, voru að visu stórorðir og stundum ill- yrtir, en komu til dyranna eins og þeir voru klæddir. Nú er meira um lymskulegri vinnubrögð, dylgjur og áróður i skúmaskotum og það þrátt fyrir hina opnu fjöl- miðla. A heildina litið held ég þó aö vinnubrögðin I stjórnmálunum séu I dag heilbrigðari, en áður gerðist, þó með þeim undantekn- ingum sem ég nefndi varðandi, bak t ja ldaróginn. ” — Hefur þú orðið var við hin breyttu vinnubrögð i stjórnmál- unum á þeim áratugum, sem þú hefur verið þar þátttakandi? „Það hafa ekki orðið nein skörp skil i þessum efnum á einni nóttu, heldur hefur þetta gerst með þróun, sem hefur tekið nokkra áratugi. Já, ég hef orðið var við breytingar i þessa veru, þann tima, sem ég hef tekiö þátt i stjórnmálum. — Og þaö er ekki stuttur timi? „Nei, satt er það. Ég veit varla frá hvaða tfma, ég á að telja upphaf minna stjórnmálaaf- skipta. Var farinn að lesa stjórn- málagreinar strax sem krakki. Fór siöan út i skólapólitikina, stúdentapólitikina, Heimdall. Fyrst fór ég i framboð áriö 1954, þá fyrir bæjarstjórnarkosningar hér i Reykjavik. Ég man enn eftir þvi að Hannes á Horninu, sem þá var dulnefni dálkahöfundar á Alþýðublaðinu, sagði með mikilli vandlætingu, að framboð mitt sýndi bersýnilega, aö pólitiskar trúnaðarstöður gengju i erfðir hjá ihaldinu, en pabbi hætti I bæjar- stjórninni fyrir þessar kosningar. Staðreyndin var náttúrlega allt önnur, þvi ég var kjörinn á listann i prófkosningum. Ég nefni þetta aðeins sem dæmi um þaö, hvað pólitikin gat verið persónu- leg þá.” Föstudagur 7. ágúst W^hnlrj^rprtcztl irinn hnlfJFirpn^tl lrínn_ Föstudagur 7. ágúst 1981 — En getið þið Gunnar Thor- oddsen nokkurn tima sæst? „Það fer eftir málefnum, ekki persónum okkar Gunnars.” — Er ekki staðreyndin sú, Geir, að Sjálfstæðisflokkurinn er ofvaxinn óskapnaður i pólitisku tilliti, þar sem troðast saman menn með ólikustu skoðanir? „Nei, flokkurinn er sterkasta pólitiska aflið hér á landi og væri stærri en nokkru sinni fyrr, ef ekki væri fyrir að fara ágrein- ingnum vegna núverandi rikis- stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur, ef til vill likari að sumu leyti þjóðmálahreyfingu, en stjórnmálaflokki og innan hans rúmast mismunandi sjónarmið til ýmissa dægurmála. Grundvallar- stefna hans er hins vegar óum- deild, þ.e. trúin á einstaklinginn og að heildinni farnist best, ef ein- staklingar fái að njóta hæfileika sinna i frjálsu þjóðfélagi, á grundvelli lýöræðisskipu- lagsins.” — Kviðir þú landsfundinum, Geir? „Nei, ég geri það alls ekki. Vonast til að hann verði flokknum til eflingar og veit að landsfund- arfulltrúar munu sýna þaö og sanna hvfllk kjölfesta Sjálfstæðis- flokkurinn er islensku þjóðinni.” ■ — En veröur ekki borist á banaspjótum i slagnum um embættin? „Vafalaust verður kosið á milli manna i trúnaðarstöður, en ekki á ég von á þvi aö banaspjót verði á lofti.” — Er ekki fyrirsjáanlegt að landsfundurinn veröur uppgjör milli þinna manna og Gunnars manna? „Það er hlutverk landsfundar að marka stefnu flokksins og kjósa i trúnaðarstöður og hvernig sem þvi lyktar, þá vonast ég til þess að menn hafi þroska til að vinna saman. Það er svo auðvitaö ljóst, að menn bera mismunandi traust til hinna og þessara manna, það er ekki nýtt I stjórnmálaflokkum.” — Myndir þú treysta Gunnari til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn? „Hann hefur lýst þvi yfir, aö hann gefi ekki kost á sér!” — En myndirðu kjósa hans stuðningsmenn? „Það liggur ekkert fyrir um kandidata i hinar ýmsu stööur, svo ég sé ekki tilefni til að svara þessu.” FjölmiOlðr og Mlirlýsmgagieði — Yfir i annað, Geir. Getur þú nokkurn tima verið þú sjálfur I embætti formanns Sjálfstæðis- flokksins? Verðurðu ekki alltaf að leika þennan ábyrga foringja sem passar aö styggja engan meö stórum orðum? „Það er alveg rétt, að formaður stjórnmálaflokks verður oft að leitast viö að samræma sjónar- mið i flokknum og þar af leiðandi er ekki rétt að láta persónulegar skoðanir of snemma i ljós. Þetta fylgir starfinu og fyrir hefur kom- iðað ég hef verið gagnrýndur fyr- ir að vera ekki nógu yfirlýsinga- stöðu um hin ýmsu mál. Sam- j staða er ekki fréttaefni i dag, heldur ágreiningur og helst ill- , deilur. Nútima fréttamennska, þar sem mál eru brotin til mergjar og skyggnst undir yfir- borðið, en æsifyrirsagnir ekki látnar ráða ferðinni, — er hins vegar jafn nauðsynleg stjórn- málamönnum sem almenningi.” — Valdatafl i Valhöll heitir bók. Er teflt um völd daglangt i Valhöll? „Ég felli mig ekki við titil eins og Valdatafl i Valhöll og hrein- skilnislega byggist stjórnmála- áhugi minn á öðru en tafii um til- tekin völd og stöður. A hinn bóginn vonast ég til þess að Valhallarnafnið verði að þvi leytinu visandi, að þar börðust menn að visu að degi til, en sátu sáttir að kveldi.” — Þú segist ekki tefla um völd né stöður. Hvers vegna heldur þú þá svona fast um formannssætið? „Ég ætla ekki að verða elli- dauður i formannssæti. En ég tel þaö skyldu mina að hopa ekki af hólmi, þegar erfiðleikar steðja að flokknum.” Hnallspyrna og sljórnmál —- Og nú kúvendum við, Geir. Hvað gerir þú þegar stund er milli striöa i pólitlkinni? „Satt best aö segja, þá er fri- timinnaf skornum skammti. Það geta allir borið um það, sem taka þátt i stjórnmálastarfi, að tóm- stundir eru fáar. Ég ies, hlusta á tónlist og ferðast, þegar tækifæri gefast.” — Er stjórnmálamaðurinn Geir Hallgrimsson sá sami og fjölskyldufaðirinn Geir? „Ég hef aldrei haft annað á til- finningunni, en að það sé Geir Hallgrimsson, sem kemur fram, hvort sem það er hjá minni fjöl- skyldu eða t.d. á þingi. Ég bregð mér ekki i gervi eftir þvi hvaða störfum ég sinni. Mér var þaö t.a.m. ekki sérstaklega meðvitað, þegar ég gegndi ráðherra- störfum, að nú væri ég ráðherra og þyrfti að hegða mér sem slíkur. Ég er samur I vinahópi og aftur á opinberum vettvangi. Set mig ekki I stellingar.” — Er Geir Hallgrimsson „fag- idijót” I stjórnmálum (fyrirgeföu orðbragðið)? Þýðir ekkert að spyrja um annað en pólitlk, eða getur þú t.d. sagt mér hvernig staðan er I íslandsmótinu i knatt- spyrnu? „Já, já. Vfkingur og Valur eru með 17 stig, Fram og Breiðablik eru meö 16 og ....” — Takk, þetta er nóg. Þú fylgist greinilega með fótbolta. „Já og þótti afskaplega leiðin- legt að fylgjast með tveimur síðustu leikjum Vikings, þar sem þeir töpuðu á móti Fram og Val.” — Hvers vegna þetta timabil ládeyðu hjá þinu félagi — Vikingi? „Ætli skýringin sé ekki sú, að spennan hafi verið I bili of mikil fyrir þá á toppnum. Ég held þó að þetta sé tfmabundið ástand og Vikingar nái fljótlega jafnvægi og baráttuhug á nýjan leik. Það um er að ræða árásir, þar sem sakargiftir eru þær, að ég hafi vanrækt starf mitt og sinni ekki þeim störfum sem mér hafa verið falin. Verst þykir mér þó að sætta mig við þennan skúmaskota- áróður, sem kemur i bakið á manni. Hins vegar tekur slikur óheiðarlegur málflutningur ekkert á taugarnar. Ég er vel brynjaður.” — Þurfa stjórnmálamenn að vera vel brynjaðir gegn öllum þeim spjótum, sem á þeim standa? „Jú, stjónmálamenn verða að brynja sig gegn ósanngjarnri gagnrýni, þó ekki svo að tor- tryggnin verði slik að þeir hætti að taka mark á sanngjarnri gagn- rýni og vel meintri. Menn verða að vera opnir fyrir athuga- semdum og gagnrýni, sem sett er fram af heilum hug.” — Bjóstu við pólitikinni jafn miskunnarlausri og kaldrifjaðri, þegar þú hófst þin afskipti? „1 sannleika sagt, haföi ég ekkert hugsað um þann þátt málsins á þeim tima, a.m.k. hafði ég ekki áhyggjur af þeirri hlið mála og almennt hef ég ekki áhyggjur af spjótalögum og ill- yrðum I minn garð, þótt auðvitaö sjá um slika dóma. Það er rétt hjá þér, að menn hafa stundum verið ósparir á lýsingarorðin, þegar mér er lýst sem stjórnmála- manni. Stundum er ég talinn of litlaus og veiti ekki nægilega for- ystu og hins vegar er talað um að ég sé of fastur fyrir, of ákveðinn, jafnvel þrjóskur og viki ekki frá þvi sem ég vilji eða telji rétt. Ég býst við þvi, að svona gagnrýnis- raddir gefi manni tilefni til að vona, að ég fari þarna, kannski ekki hinn gullna meðalveg, en i öllu falli einhvern meðalveg. Perónulegar árásir andstæðinga tel ég min bestu meðmæli og vitnisburð um, að ég sé á réttri leið.” — En þreytistu aldrei á þessu argi og þvargi? „Ekki nema i þeim skilningi, að stundum finnst mér sem tima minum og annarra sé betur varið i jákvæða uppbyggingu, en þýð- ingarlaust nöldur, sem stundum kemur óneitanlega upp i pólitisku starfi. Það fer of litiö fyrir hug- sjónabaráttunni. Ég neita þvi auðvitað ekki, að stjórnmála- baráttan er mismunandi skemmtileg. Það er skemmti- komi fyrir aö það gangi fram af manni. Almennt reyni ég að leiða sóðaskapinn hjá mér." — Ertu þar með átakalitill stjórnmálamaður? „Nei, það skrifa ég ekki undir. Stjórnmálaátök eiga að snúast um málefni. Ég dreg ályktanir af þeim málefnum sem um er rætt, frekar en að finna persónulega snögga bletti á andstæðingum minum og reyna að ná höggi á þá sem einstaklinga. Ég berst fyrir ákveðnum málefnum og gegn öðrum og á þeim vettvangi lit ég á sjálfan mig sem baráttumann. Læt oftast persónuleg hnútuköst lönd og leið ef hægt er, þó að ekki geti ég nú fullyrt að ekki hafi fyrir komið að ég hafi fallið i gryfju persónulegra deilna eins og allir aðrir stjórnmálamenn.” legra þegar vel gengur, eins og náttúrufegurðin er jafnan meiri, þegar vel veiðist. Þó vik ég mér alls ekki undan erfiðleikunum, þvert á móti er stjórnmálaþátttakan kannski fyrst og fremst fólgin i þvi, að yfirvinna erfiðleika og uppgjöf á erfiðum timum, er ekki til I minni orðabók.” — Veröur maður eins og þú — milli tanna fólks sýknt og heilagt — langrækirtn gagnvart þeim aöilum sem agnúast úti þig hlé- litið, bæði á yfirborðinu og bakvið tjöldin? „Ég er laus við langrækni og gleymi þvi fljótt, sem á llðandi stundu er mér andstætt." Enginn íielndarhugur — Þú myndir þá fyrirgefa „ippqiöf ehhi lil í minni oröahöh"

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.