Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 2. október 1981 hnlrjFirpn^furínn Getur ekki sinnt því sem það á samkvæmt lögum að gera Færri starfsmenn vinna hér á Þjóðminjasafninu en á Þjóðminjasafni Færeyinga, sem er um aðeins f jórðungur okkar að fólksf jölda Þjóðminjasafnið í þumal- skrúf u f járveitingavaldsins Fundur safnmanna f útnorðri var haldinn hér á landi fyrir skömmu, eins og komið hefur fram í fréttum. Fundurinn þótti hinn gagnlegasti á mörgum sviðum, en það vakti athygli is- lensku fulltrúanna að Færey- ingar, sem eru ekki nema fjórö- ungur okkar að fólksfjölda, eru komnir meö fleiri fasta starfs- menn á sinu Fommiimisafni, en við á Þjóöminjasafninu. Þessi staðreynd er talandi dæmi um þaö hvernig er komið fyrir þjóðminjasafninu og f’orn- minjasafnrannsóknum og vörslu á islandi. Astandiö er skelfflegt, svo notað sé orðalag eins safn- maiinanna sem Helgarpósturinn hafði samband við. 1 stuttu máli má segja að stöön- un hafirfkt i safnmálum hér i vel á annan áratug. A meðan stöðug útþensla hefur verið á flestum sviöum þjóölifs, jafnt i rikisbákn- inu og hjá einkaaðilum, hefur Þjóðminjasafnið jafnan fengið það sama. Það hefur orðið út- undan. Það hefur reyndar fengið svo li'tið að útilokað er fyrir það að sinna þvi sem Þjóðminjasafn- inu er þó ætlað að sinna sam- kvæmt lögum. Það hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að ráð- ast i þau verkefni sem löggjafinn hefur ákveðið að séu nauðsynleg. Eflaust eru um það skiptar skoanir hve mikilvæg starfsemi Þjóðminjasafnsins er, eða á að vera. Skilningur fólks á starfi þess er sömuleiðis mismunandi. Segja má að það bæti ekki efna- hagsástandiö þótt einhver gömul perlufesti finnist niðri i' jörðinni. Eða þótt f ljós komi aö bær Ingólfs var einhverjum metrum sunnar en áöurvar taliö. Á mótimá segja aö viö byggjum okkar þjóðfélag á arf i fyrri kynslóða og að þekking okkar sé byggö á reynslu þeirra. Hér verður ekki fariönánar Uti þá sáima, en bent á að allar menn- ingarþjóöir leggja mikla_rækt við sögu sina og fortið og við tslend- ingar höfum jafnan stært okkur af glæsilegum fornbókmenntum. Það er þvi öfugsnúið þegar við höfum nú dregist langt aftur Ur öðrum þjóðum á þessu sviöi, eins og samanburöurinn við Færey- inga leiðir i ljós. Ófremdarástand En hvað er þá að? Samkvæmt þvi sem viðmælendur Helgar- póstsins úr röðum safnmanna sögðu væri ef tilvill nær að spyrja um þaö sem væri i lagi, þvi sú upptalning yrði snöggtum styttri. En sem dæmi um ásandið má nefna: A Þjóðminjasafninu eru 9 fast- ráðnir starfsmenn. Þetta fólk getur engan veginn annað þeim verkefnum sem þjóðminjasafniö á að inna af hendi. Ekki nóg með að það sé fá- mennt, heldur fer einnig stór hluti af tima fræðimanna i að sinna gestum og gangandi. „Safnið fær geysilega mikiö af fyrirspurnum frá innlendum og erlendum aðilum, bæði varðandi fræðisviö þess og aðra hluti sagði Halldór J. Jónsson 1. safnvörður. „Mikil vinna fer i' syningar bæði sem safnið sjálft staidur fyrir og aðrir. Sjónvarpsmenn og kvik- myndagerðarmenn, innlendir og erlendir ásamt leikhúsum leita mikið til safnsins um ráðgjöf. Ákaflega mikil vinna fer i þá þjónustu sem ljósmyndasafnið veitir, og hún eykst stöðugt. Einnig má nefna að mikill timi fer i leiösögn hópa og opinberra gesta. Þetta er bara það sem mér detturfyrst ihug”, sagöi Halldór. Margofthefur veriö fjallaö um húsnæðisvanda Þjóðminjasafns- ins i f jölmiölum. Halldór J. Jóns- son sagði húsnæðið fyrst og fremst óhentugt vegna þess að það væri langt, langt of litið, auk þess sem það uppfyllti ekki nú- timakröfur um söfn. Húsið er byggt sem geymslur fyrir muni, en hvergi er gert ráð fyrir starfs- aðstöðu fyrir fræðimennsku. Þjóöminjasafnið og byggða- söfnin eru skipulögð fyrir mörg- um árum, og þau þarfnast al- gjörrar uppstokkunar. „Söfnin eru i rauninni ekkert annað en mismunandi aðlaðandi geymslur”, sagöi Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur á Akranesi. „Mér er óhætt að segja” hélt hann áfram, ,,aö ekkert islenskt minjasafn stenst þær kröfur sem viðast erlendis eru gerðar til slikra safna. Þau svara heldur enganveginn þeim kröfum sem yngra fólk álslandi gerir til safna i dag. Þau eru sett upp sam- kvæmt úreltum kerfum, eða eng- um kerfum. Það verður að tengja þessi söfn skólakerfinu á ein- hvern hátt, skuldbinda þau til að veita vissa þjónustu, og þannig verður kannski hægt að fa til þeirra örlitið fjármagn”, sagði Gunnlaugur. Litlar skipulegar fomminja- rannsóknir fara fram vegna þess að ekki er til nægur mannskapur. „Um allt land liggur mikið af fornminjum sem biöa þess aö veröa rannsakaðar”, sagðiFrosti F. Jóhannsson, formaður ny- stofnaðs félags safnmanna áGandinu. „Þetta gerir það aö verkum að flest allt rannsóknar- starf er nánast björgunar- starf — það er verið að bjarga minjum undan vegagerð eftir Guðjón Arngrímsson myndir Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.