Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 11
—helgarpósturinrL- Föstudagur 2. október 1981 11 Pakkararnir okkar pökkuðu öllum i Reykja- víkurmótinu Þótt Helgarpósturinn sé ákaf- lega frjálst og óháö blaö og haldi yfirleitt hvorki meö einum né neinum, þá er hann samt eld- heitur Framari i körfuboltanum. Þaö stafar eölilega af þvi aö hann er mjög háöur körfuboltafólkinu i Fram, sem hefur nú um langt skeiö aflaö körfuboltadeildinni tekna meö þvi aö sjá um aö pakka Helgarpóstinum inn, þegar hann kemur glóövolgur úr prentvél- inni. Viö Helgarpóstsmenn erum lika sannfæröir um aö þaö sé skýringin á þvi hversu léttilega Framararnir okkar pökkuðu öllum öörum körfuboltaliöum höfuöborgarinnar i Reykjavikur- mótinu nýveriö þegar þeir unnu Reykjavikurmeistaratitilinn i fyrsta sinn. Til hamingju strákar. „Hefur veitt mér mikla innsýn í erfðafræði” Rætt við Hafþór V. Sigurðsson, áhugamann um skrautfiska Siöastliöinn miövikudag var haldinn stofnfundur samtaka ís- ienskra áhugamanna um skraut- fiska, en aöal hvatinn aö stofnun samtakanna var bréf, sem birtist i Morgunblaöinu frá dönskum lækni, sem er formaöur lands- samtaka skrautfiskaklúbba þar i landi. Helgarpósturinn náði tali af Hafþóri V. Sigurössyni, sem átti sæti i undirbúningsnefnd að stofn- un samtakanna, og var hann fyrst spurður um tilgang þeirra. „Megintilgangurinn er að stefna saman i eitt félag þeim mönnum, sem hafa áhuga a þessu”, sagöi hann, en innan þessara samtaka rúmast einnig þeir, sem hafa áhuga á öðrum dýrum en fiskum.svo sem skjald- ítökum eða eðlum. Aöspuröur um hvort þetta væru eingöngu menn, sem ræktuðu skrautfiska.sagði Hafþór að það væri allur gangur á þvi. Þó heföu sjálfsagt allir, sem hefðu ein- hvern áhuga á þessu, einhvern tima sett sér það markmiö að rækta einhverja tegund og koma upp afkvæmum. Hitt væri lika til, aömenn heföu eingöngu skrautbúr En hvaö segir Hafþór af áhuga sinum á skrautfiskum? „Minn áhugi hefur einkum beinst aö fiskategund, sem kall- ast Guppy, og heitir i höfuöiö á enskum manni, en Guppy er mjög algeng skrautfiskategund. Hann fæöir af sér lifandi afkvæmi og litaafbrigöin eru óteljandi. Þaö er einmitt þaö, sem heillar mig mest, aö rækta ákveöin litaaf- brigöi.” Hann sagöi, aö afbrigöin, sem hann væri með, væru svört, rauð, blá og gul. Þá væru einnig til græn afbrigöi, auk alls konar blandaöra lita. Hafþór sagöi, aö markmiöiö með þessari ræktun væri fyrst og fremst aö ná fram ákveönum lit- um, en þaö, sem væri umfram væri ýmist selt, eöa þvi fargaö. „Þetta er eins og hver önnur ræktun. Þaö þarf aö velja úr þá einstaklinga, sem koma best út”, sagði hann. Þetta væri hins vegar bara ein hliöin á fiskaræktun, þvi sumir fylgdust meö fiskunum, t.d. meö því hvemig þeir ælu upp af- kvæmi sin. Ahugi Hafþórs á skrautfiskum vaknaöi þegar hann stundaöi kennslu i liffræöi. Kennslan kraföist þess stundum aö fariö væri i tjarnir og safnaö sýnis- hornum af lifriki tjarnanna, eíns og t.d. hornsilum. Ahugi á fiskum kom þvi af sjálfu sér. 1 framhaldi af þessu, kom það i ljós, aö nokkrir nemendur áttu skrautfiska heima hjá sér og komu þeir meö þá i skólann. Þar sem skrautfiskar væru venjulega tengdir tómstundum barna, var Hafþór spurður aö þvi, hvort hann væri einhvern tima álitinn skrýtinn. „Nei,” sagði hann. „Flestir áhugamenn, sem ég hef haft kynni af, eru menn, sem hafa byrjaö sem krakkar, en hafa siö- an stundaö þetta fram eftir öllum aldri. Þetta er áhugamál, sem ekki er bundið aldri.” Erlendis væru áhugamenn úr öllum stéttum þjóðfélagsins, og I erlendum klúbbum væri mikiö lagt upp úr fræöslustarfsemi og sýningum, á sama hátt og haldn- ar eru hundasýningar. Þar væri fiskum gefin verölaun eftir ásig- komulagi, og menn væru verö- launaöir fyrir ræktun og ætlunin væri, aö efna til sýningar hér, ef húsnæði fyndist. — En hvaö er skemmtilegast viö þetta? „Ætli það sé ekki aö ná góöum árangri i þessari iþrótt, og ánægj- an af þvi aö fylgjast meö fiskun- um, og aö geta skapaö þeim um- hverfi, sem þeir lifa vel i. Svo er þetta heilmikil fræösla. Það kem- ur af sjálfu sér, aö maöur lærir mikið um liffræöi og atferli þess- ara dýra. Hvað mig varöar hefur þetta veitt mér geysi mikla innsýn i erfðafræði, þvi þegar ég hef fariö að rækta litaafbrigöin, hef ég þurft að kynna mér erföafræöi þessara fiska. Guppyinn er sér- staklega fallinn til erföafræöi- rannsókna vegna þess hve viö- koma hans er ör. Hann á afkvæmi einu sinni i mánuði, og þaö er hægt aö fá afkvæmi af nokkurra mánaöa fiski, þannig aö árangur- inn er fljótur aö koma I ljós.” Aö lokum sagöist Hafþór vilja taka þaö fram fyrir þá, sem ekki komust á stofnfundinn á miöviku- dag, aö ætlunin er aö halda fundi hálfsmánaðarlega i húsakynnum Æskulýösráös aö Frikirkjuvegi 11, og er þvl næsti fundur miö- vikudaginn 14. okt. kl. 20.30 aö öllum líkindum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.