Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 26
26 — Hér leið mér oft vel. Það var skemmti- ieg atomsfera f þessu húsi, og það snertir dáiitið hjarta mitt að sjá þetta aftur i not- hæfu ástandi. Þetta voru viðbrögð Rögnvaldar Sigur- jónssonar pianóleikara þegar hann kom inn á æskuheimili sitt að Bankastræti 2 i fylgd með Heigarpóstinum i vikunni. Rögnvaldur yfirgaf föðurhús árið 1945, fyrir 32 árum, til aö læra pianóleik I Ame- riku. Þegar hann gengur þar til stofu árið 1981 er verið að breyta henni i veitingasal. Við eldhússtörfum tekur brátt japansk/þýskur kokkur og ætlunin er að hann og starfsfólk hans og annaö þjónustu- lið veitingahússins Lækjarbrekka geti tekið til starfa tiunda október. Þegar saga hússins að Bankastræti 2 er athuguð sést, aö það er alls ekki svo illa til fundið að setja þar upp veitingahús. Gestastraumur Danski kaupmaðurinn P.C. Kundtzon „grosserinn” sem svo var nefndur, lét reisa húsiö ásamt brauögerðarhúsi næst fyrir sunnan það, árið 1834. Að Bankastræti 2 skyldi vera heimili þess bakara sem Knudt- zon haföi fengið til landsins til aö reka bakariið. Sá var Daniel Bernhöft, en 1885 lét hann reisa sölubúð þá við norðurenda hússins sem enn stendur. Það var ári áður en hann lést og sonur hans tók við. Ekki nóg með það. Bernhöft gamli lét reisa geymslu- hús syðst á lóðinni árið 1861 og hafði þar meðalannars ölgerðarkatla. Þarna varsvo rekið bakari allt til ársins 1947 og hefur ekkert bakari á Isiandi verið rekið lengur á sama stað. Hjónin Sigriður Björnsdóttir og Sigurjón Markússon, fyrrum sýslumaður i Vik i Mýrdal og siðar á Eskifirði foreldrar Rögn- valds gátu haldið uppá hundrað ára afmæli hússins tveimur árum eftir að þau fluttu inn i það. Þau bjuggu þar siðan næstu þrjá ára- tugina og allan þann tima var ákaflega gestkvæmt hjá þeim hjónum, stööugur gestastraumur — og alltaf heitt á könnunni, enda húsið i alfaraleið þá sem nú. — Þegar við fluttum inn I húsiö árið 1932 haföi það lengi staðið autt.og það varð aö byrja á þvi að gera heilmikið við þaö. Það var enn bakað hérna þegar ég fór til Ame- riku, 1945. Um tima var lúga úr sölubúðinni inn I stofu og þar fengum við réttar inn heit- ar kökur og brauð. Og starfsfólkið fékk nóg af rjúkandi kaffi hjá mömmu, segir Rögn- valdur, þegar við göngum um húsið og hann rifjar upp gamlar minningar. „Mér iist bara vel á þetta”. Rögnvaldur Sigurjónsson litur upp fyrir loftsskörina og rifjar upp þá tið þegar hann hafði herbergi þarna á ioftinu í húsi foreldra sinna. Þurrkloftiö — Hérna uppi var þurrkloft, en suðurend- inn var þiljaður af og skipt I tvö herbergi. 1 öðru þeirra svaf ég, en hitt haföi Bergur Pálsson sem seinna vann lengi i fjármála- ráðuneytinu. Hann bjó hérna hjá okkur þegar hann var i bænum.en faðir hans var sýslumaður i Stykkishólmi,og allan fyrsta veturinn sinn i menntaskóla. Og það er dálitið skemmtilegt að það skuli einmitt vera sonur hans, Þorsteinn Bergsson, formaður Torfusamtakanna sem er potturinn og pannan I uppbyggingunni, segir Rögnvaldur. Þarna uppi á þurrkloftinu ætlar Kolbrún Jóhannesdóttir veitingamaður i Lækjar- brekku að hafa sal sem á aö rúma um 30 manns á langbekkjum og stólum. En I suðurendanum þar sem þeir félagarnir höfðu rúm sin forðum verður aðstaða fyrir starfsfólk og þar er verið að koma fyrir matarlyftu niður I eldhúsiö. Það er i eina hluta hússins sem er yngri en hálfrar ann-. arrar aldar gamall, en við þá uppbyggingu sem nú stendur yfir var rifin skúrbygging við suðurenda hússins þar sem áður fyrr var klósett og ný viðbygging reist fyrir eld- húsið. Horfði á það löngunaraugum Veitingahúsið Lækjarbrekka verður ann- Föstudagur 2. október 1981 Jie/garpósturinrL. Lækjarbrekka verður væntanlega opnuð klukkan átta á morgnana fyrir þá sem vilja fá sér morgunmat, Kolbrún Jóhannesdóttir, Guðmundur sonur hennar (til vinstri) og Walter Ketel yfirkokkur fyrir framan gamla brauðsöluhús Bernhöfts I Bankastræti/Bak- arabrekku. mun verr farið en Landshöfðingjahúsið. Það var orðið mjög fúiö og fátt eitt nýtilegt i þvi nema grindin og vesturhliðin aö mestu. — Það má segja að húsið hafi verið rifið til grunna og byggt upp aftur. Bitarnir I gólfinu voru til dæmis svo fúnir að þeim var mokað burt með moldinni, sem það lá ofan á. Kostnaöurinn við þetta er orðinn mikill. Það má reikna með að þegar upp er staðið hafi Torfusamtökin lagt i þetta 110-120 þús- und krónur, segir Þorsteinn Bergsson, for- maður Torfusamtakanna, en hann hefur unnið við uppbyggingu hússins i allt sumar, launaður af samtökunum. En það er ekki allur kostnaðurinn. Torfu- samtökin fjármagna aðeins þá uppbygg- ingu sem getur talist eðlileg til að nota megi húsiö til einhverra þarfa. Kolbrún hefur hinsvegar orðið aö leggja til allan auka- kostnað vegna nauðsynlegra breytinga I þágu veitingarekstrarins, þar á meðal dýrar raflagnir, auk allra tækja og innrétt- inga. Sá kostnaður er orðinn um 100 þúsund krónur, svo heildarkostnaðurinn við endur- byggingu hússins er kominn vel yfir 200 þúsund. 150 ára hurðir Handtökin við uppbygginguna eru lika mörg, og ekki minnkar það kostnaðinn, að ýmsar kvaðir eru á húsinu vegna þess að það er friðað. Hurðin i aðaldyrunum, sem snúa að Lækjargötunni, er jafn gömul hús- inu, og tvær hurðir inni eru lika hálfrar annarrar aldar gamlar. Þær eru að sjálf- sögðu handsmlðaöar og reknar saman meö trénöglum, og iðnaðarmennirnir hafa dyttað að þeim þannig að þær eru orðnar sem nýjar. — Það er ýmislegt sem setur okkur skorður við innréttinguna, en mér finnst þetta hafa tekist vel og held að þetta verði þannig að allir verði ánægðir, segir Kol- brún Jóhannesdóttir. Og það er kannski enn ein sögulega til- viljunin, að væntanlegur veitingamaður i Lækjarbrekku vann i 17 ár á Hressingar- skálanum, áður en hún fór að gera upp gömul hús til að reka þar veitingastaöi. Hressingarskálinn tengist þessu húsi nefni- lega — lauslega þó. KFUM og K keypti húsið 1923, haföi siðan makaskipti við rikið á þvi og húsinu þar sem Hressingarskálinn er núna. Morgunmatur Stóri dagurinn hjá þeim mæöginunum Nú eru þaö iönaðarmenn.sem vinna viö uppbygginguna^em fá sér kaffi í Lækjarbrekku. Eftir rúma viku verður þar ööruvisi um aö litast. Frá Bernhöftsbak aríi til Lækjargötii •Elsta bakarí á landinu •Æskuheimili eins besta píanóleikara okkar •Yngsti veitingastaðurinn í borginni ar veitingastaðurinn sem er opnaður á Bernhöftstorfunni, þau Kolbrún Jóhannes- dóttir og Orn hafa rekiö Torfuna I Lands- höfðingjahúsinu i nærri hálft annað ár og nú tekur Kolbrún sig upp og flytur sig um set, yfir I Bankastræti 2, til að standa i endur- reisnhúss á Bernhöftstorfunni i annað sinn. 1 þetta sinn ásamt tveimur börnum sinum, Guðmundi Ingólfssyni, 22 ára kokkanema og Lindu Ingólfsdóttur. 23 ára. Hvers vegna, Kolbrún? — Mig hefur alltaf langað að opna veit- ingastað I þessu húsi — ég hef horft á það löngunaraugum i mörg ár. Þegar við Orn tókum Landshöföingjahúsiö á leigu til að opna Torfuna var það vegna þess, að Torfu- samtökin vildu byrja á þvi, töldu að það lægi meira á að gera það upp til að forða þvi frá frekari skemmdum. Það var ári gott að vera hinu megin, en maður verður að fá aö prufa þetta. Og það varð úr, aö i stað þess að við stæðum að þessu saman, hætti ég i Torfunni og sé um þetta ein, ásamt börnunum minum tveim- ur, segir Kolbrún. Gólfinu mokað burt En það kom i ljós að Bankastræti 2 var Þorsteinn Bergsson er potturinn og pannan i uppbyggingunni. A unglingsárum Rögn- valdar dvaldi Bergur faðir hans oft hjá honum á loftinu aö Ba ikastræti 2. nálgast. En okkur leikur forvitni á að vita á hverju við megum eiga von. Verður Lækjarbrekka svipuð I sniöum og Torfan og veitir henni kannski samkeppni? — Ekki samkeppni, kannski samvinnu. Matseðillinn hefur ekki tekið á sig endan- lega mynd, maður reynir að þreifa sig áfram. En við höfum ekki i hyggju aö vera á einhverri sérstakri línu, heldur frekar að hafa sem mesta breidd og japansk/þýsk og svissnesk lærði kokkurinn okkar, Walter Katel, fær að spreyta sig á réttum frá ýms- um þjóðum. Verðið verður þó svipað og i Torfunni. Hinsvegar hef ég mikinn hug á að reyna að hafa morgunmat — opna klukkan átta. Síðan verður matur i hádeginu, kaffi og með þvi um eftirmiödaginn og aö sjálf- sögðu kvöldmatur, segir Kolbrún. En hvað segir svo Rögnvaldur Sigurjóns- son? Hvernig leggst þessi breyting á æsku- heimili hans i hann? — Mér list vel á þetta að mörgu leyti. En ég er fyrst og fremst ánægður með, að þessu húsi hefur veriö bjargað. Hér hefur þó oröið að breyta ýmsu vegna þessa reksturs, sem ég heföi viljað, að ekki yrði breytt. Helst hefði ég viljaö, að hér yrði ibúðarhús, segir Rögnvaldur Sigurjónsson pianóleikari. Myndir og texti: Þorgrímur Gestsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.