Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 24
24
Ný hljómsveit frá Keflavík:
BLA BLA BLA
Fostudagur 2. október 1981 Helgarpásturinn
Castró I Kúbu, Lenin og
Lúlii
Byltingarseggir meö meiru
Vænkast hagur komma á
liðandi stundu?
Óvelkomnir á fyrsta farrými
til Siberiu
Vigbúnaðarkapphiaup i
algleymingi
A meðan kyrjar einmanna
kúasamli:
„I’m a poor ionesome cowboy”
við margraddað sólarlag.
Dýrt að f járfesta í græjum
— Eruð þið með einhverja
stefnuskrá?
„Já, stefna okkar er að spila
innan þriggja mánaða á Jan
Mayen með færeyska hjálpræðis-
hernum og kinverska leikaran-
um,Hoja Noja Liu La”.
— Það ’jar og. En segiði mér, er
ekki dýrt að fjárfesta i hljóðfær-
unum og öllum þeim tækjum sem
fyigja?
„Þetta er komið upp i 3.5-4
milljónir gkr. Allt sumarkaupið
fór i þetta svo höfum við fengið
lán hjá foreldrum, vinum og
vandamönnum”.
— Voru foreldrarnir ekkert á
móti svona tækjakaupum?
„Ekkert átakanlega mikið.
Kannski fyrst. Annars jafnar
þetta sig þegar plöturnar fara að
streyma”, segja strákarnir glott-
andi.
— Hvaða hljómsveitir eru i
uppáhaldi hjá ykkur?
Killing Joke, Nina Hagen, Box-
ið, Purrkurinn, Þeyr eru pottþétt-
ir, Trúbrot, Megas að ógleymdu
Vébandinu og hljómsveitinni
Eglu” segja þeir og fá óstöðvandi
hláturkast. Mér tekst ekki að fá
fleira út úr þeim að sinni, en bið
spennt eftir að heyra meira.
Þið kannist vist flest við þennan
huggulega karlmann hér að ofan.
Hann gengur undir nafninu Adam
en heitir reyndar Stuard
Goddard. (Fyrir þá sem ekki
vita, er hann i hljómsveitinni
Adam og maurarnir sem þekkt-
ust er fyrir lagiö „Stand And
Deliver”) Stuard sem er nú 26 ára
gamall er sagöur hafa verið
ósköp „venjulegur strákur” i
æsku. Auk þess sem hann gekk i
skóla, eyddi hann dögunum i að
hlusta á plötur Stones, Kinks og
Pretty Things. Honum féll vist vel
þá við ókyrrö sem finna má, ef
grannt er hlustað, i lögum þess-
ara hljómsveita. Siðan lá leiðin i
myndlistarskóla, en árið 1976
varö honum ljóst, að hann vildi
gjaran leika i hljómsveit. Þaö var
um það leyti, sem hljomsveitin
Sex Pistols voru að hefja feril
sinn. Og Stuard stofnaði hljóm-
sveitina Adam And the Ants.
Og nú keppist unga kynslóðin i
nágrannalöndunum að vera sem
likust Adam . Það þykir vist voða
fint að mála 'nvitt strik þvert yfir
kinnar og nef, eins og sjá má hér
að ofan...
Nú hefur Stjörnubíó hafið sýn-
ingar á myndina Bláa lónið, sem
segir frá ástum unglinga. Gaman
væri að heyra álit ykkar á þeirri
mynd hér i Stuðaranum. Verið
óhrædd, skrifið, hringið eða litiði
inn...
Hljomsveitin Veib andið i fullu fjöri. Ragnar, Goggi, Gummi og Effi. Myndina tók rótari hljómsveitarinnar Þórður Halldórsson.
VÉBANDIÐ
Hljómsveitin Vébandið er frá
Keflavik. 1 henni eru fjórir ungir
strákar, þeir Einar Falur Ingólfs-
son bassaleikari, Ragnar Július
Hallmarsson trom muleikari,
Guðmundur Karl Brynjólfsson
synthesizerleikari og söngvari
(allir 15 ára) og Georg Einar
Friðriksson gitarleikari, (16ára).
Þeir heimsóttu Stuðarann sem
tók vel á móti þeim, einsog góðum
gestgjafa sæmir og notaði tæki-
færið til að forvitnast nánar um
hljómsveitina.
— Af hverju stofnið þið hljóm-
sveit?
„Það má kannski segja að það
hafi verið vegna áhrifa frá Utan-
garðsmönnum, sem við hrifumst
allir af. Gummi og Goggi stofn-
uðu hljómsveitina en siðan bætt-
ust hinir við i rólegheitunum”.
Allt milli himins og jarðar
— Þið spilið kannski rólega tón-
list?
„Það kemur fyrir að við spilum
hugljúf lög. Annars spilum við
allt milli himins og jarðar. Frá
haröasta rokki upp I þjóðlagatón-
list. Það má sennilega flokka okk-
ar tónlist undir nýbylgjutónlist,
þvi við spilum ekki danslög”.
— Af hverju spilið þið ekki
danslög?
„Einfaldlega vegna þess að
okkur langar ekki til að spila
dans- og dægurlög”.
Á móti öllum her
— Hvað meö diskóiö? (
„Diskó” hrópa þeir upp og w
fussa og sveia. „Það leggur filuna
af diskóinu langar leiðir. Diskóið
er mannskemmandi. En ef fólk
vill þá má það spila diskó fyrir
okkur”.
— Eruð þið pólitiskir?
„Já á köflum. Við erum friðar-
sinnar og á móti öllum her. Það
kemur t.d. ekki til greina að við
spilum á Vellinum”.
Sko engir aukvisar
— Hvernig eru textarnir?
„Góðir, þvi við erum með tvö
skáld i hljómsveitinni og það eru
sko engir aukvisar”, segir
Gummi „Þú vilt kannski birta
einhvern? T.d. söngtextann Hug-
sjónamoröingjar sem er eftir
Effa”.
— Jú, takk. Lát oss heyra.
Þeir káiuðu Carter i gær
1 fyrradag Keagan
En það kom Reagan aö engum
notum
það var búið að rek’ann.
Brésnéf er næstur
að ógleymdum páfa
öfgafullir andspyrnumenn,
Þegar óveðrið er yfirgengið
kemur nýr Carter, nýr Reagan,
nýr Bresnéf, nýr páfi.
Þá byrjar ballið á ný
„Svo erum við hér með annan
sem heitir Sosialismi I andhverfri
uppsetningu.
Blóðrauöur fáninn blaktir
við hún
Eyðandi, krefjandi afl
Við skegg Stalins glotta
herrarnir I Kremi
Glotta á U.S.A.