Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 2. október 1981 —tlQlQdrpOStUrinnL. Misheppnað framhjáhaid Þjóöleikhúsið: Hótel Paradis eftir Georges Feydeau. Þýöandi: Siguröur Páisson. Leikstjóri Bendikt Arnason. Leikmynd og búning- ar: RobinDon. Lýsing: Kristinn Danielsson. Leikendur: Robert Arnfinns- son, Bessi Bjarnason, Arni Tryggvason, Randver Þorláks- son, Arni Blandon, Gisli Alfreösson, Sigmundur Orn Arngrimsson, Jón S. Gunnars- son, Baldvin Halldórsson, Sigriöur Þorvaldsdóttir, Þóra Friöriksdóttir, Lilja Guörún Þorvaldsdóttir, Edda Þórarins- dóttir, Sigrún Edda Björnsdótt- ir, Sigrún S. Einarsdóttir, Ingi- björg Lárusdóttir, Auöur Guö- mundsdóttir, örn Bjarnason. Georges Feydeau er franskur gamanleikjahöfundur sem samdi sin verk á árunum i kringum siöustu aldamót. A þessum blómatima nýlendu- stefnunnar efldist mjög aö auöi og áhrifum efri hluti borgara- stéttar nýlenduveldanna. Þeim auöi fylgir að sjálfsögöu marg- vlsleg siöferöileg spilling sem hefur oröið mörgum höfundin- um æriö yrkisefni. Spillingin sem er meira og minna viöur- kennd í verki má ekki viöur- kennast á yfirboröinu, þaö verö- ur aö halda andlitinu útáviö. Þetta er þaö sem kallað er tvö- falt siögæöi, aö nota aörar siöa- reglur I oröi en i verki. Spilling og tvöfalt siögæöi er aö sjáif- sögöu hvorki bundiö viö staö eða tima, en viröist samt vera i ein- hverjum tengslum viö auö og velmegun, sennilega helst ef hvorttveggja er illa fengiö. En hvaö um þaö. Þaö er spillt og siövillt yfir- stétt Frakklands aldamótanna sem Feydeau dregur sundur og saman meö háöi og spé i leikrit- um sinum. Þaö er skopiö sem situr I fyrirrúmi en undir niöri skln I lífsmynd fulla af tómleika og tilgangsleysi. Feydeau er meistari I aö búa til flækju sem byggir á lygum sem stigmagnast og veröa sl- fellt fjarðstæðukenndari þegar á liöur. Textinn sjálfur, tilsvör og athugasemdir, er- einnig meinfyndinn og hugmyndarík- ur. Hótel Paradts er sem sagt bráöfyndiö leikrit og þýöing Siguröar Pálssonar ljómandi lipur. Leikmynd Skotans Robin Dan var fallegt verk og hæfilega skrautlegt fyrir staö og tíma. Sviösskiptingin milli fyrsta og annars þáttar er með þvi glæsi- legasta sem maður hefur séö i þeim efnum, enda klöppuöu áhorfendur sérstaklega fyrir þvi atriöi i sýningunni. Þessi sýning Þjóðleikhússins heföi þvi haft allar forsendur til þess aö veröa hin notalegasta kvöldstund. En þvl miöur, þaö er ári klén farsasýning sem fær mann ekki I eitt einasta skipti til þess aö hlæja alveg I botn þann- ig aö mann verki niöur i tær. Og ég held aö min kimnigáfa sé ekkert verri en gengur og gerist nema sföur sé. Aö visu voru hláturstaugarnar kltlaöar af og til en sýninguna skortir þann frumkraft og líf sem farsa er nauösynlegt til þess aö hann sé virkur á sviöi. Sé það rétt aö leikstjóri sé list- rænn ábyrgðarmaöur hverrar sýningar þá er honum um aö kenna. Þaö er ekki nóg aö ein- stakir leikarar geri hlutverkum sinum skikkanleg skil, hópurinn veröur sem heild aö skapa þaö andrúmsloft og leikstll sem hæf- ir verkinu og þaö er leikstjórans aö sjá um aö svo sé. Tvö aöal karlhlutverkin I leiknum eru I höndum Róberts og Bessa. Þaö er eins og hvor- ugur þeirra hafi gaman af þvi sem þeir eru aö gera og frábær- ir hæfileikar þeirra beggja gufa einhvernveginn upp. Og þar með er eins og botninn detti úr þvi sem er aö gerast á sviöinu. Þaö liggur viö aö manni finnist það hreint bruöl meö hæfileika þessara leikara aö setja þá i verk sem þeir hafa jafn lítið gaman af aö glima viö. Sigriöur og Þóra leika sín hlutverk ágætlega en þaö er eins og aö vanti einhvern neista I þær. Þaö er helst aö þennan neista sé aö finna hjá Lilju Guð- rúnu sem leikur þjónustustúlku. Arni Tryggvason, GIsli Alfreös- son og Arni Blandon skila sinum hlutverkim meö ágætum, en þeirra atriöi veröa eins og sóló- leikur og skera sig úr heild verksins. Stelpnahópurinn, dæt- ur Mathiu, er bráö skemmtileg- ur og kemur vel fyrir á sviöinu. Ég held aö leikstlllinn sé yfir- leitt allt of raunsæislegur. Það vantar miklu meiri stllfæringu, sérstaklega i hreyfingarnar, sem eru býsna lausar viö aö vera nokkuð franskar. Eg vona aö leikhópnum takist aö f jörga og liöka sýninguna frá þvi sem var á frumsýningunni, þvi þá var hún hálf seig undir tönn. Maöur veröur óneitanlega grútspældur yfir aö sjá jafn góö- um og skemmtilegum farsa hálf klúöraö á sviöinu. G.Ast. Konur á miðjum vegi Debbie Harry-Koo Koo Hver heföi trúað þvi fyrir svo sem fjórum árum aö hljómsveitin Blondie, sem þá taldist til ný- bylgju hljómsveita, ætti eftir aö veröa einhver vinsælasta diskó- hljómsveit heims. Já, áriö 1977 þótti ekki hæfa aö leika lög meö Blondie I okkar „ástkæra” rikis- plötunni, en það hafa t.d. Clash einnig gert frá sinni fyrstu plötu eöa eru menn kannski búnir aö gleyma laginu „Lightning Strikes (Not Once But Twice) á Sandi- nista, sem ekkert er annaö en rap- iag. Þó maöur heföi kosiö aö tón- list Blondieheföi þróast inn á aör- ar og torfærari brautir, þá hef ég þó haft gaman af mörgu þvi sem Popp eftir Gunnlaug Sigfússon útvarpi. Þaö breyttist þó áriö 1979 þegar Parallel Lines, þriöja stóra plata þeirra, kom út. A henni var aö finna lagiö Heart of Glass, en þaö þótti minna allnokkuð á diskódrottningu þess tima,Donnu Summer. Aeftir fylgdu svo nokk- ur diskó-lög, svo sem Automic og Call Me, en hámarki náði þó sölu- starfsemi þeirra i' fyrra meö plöt- unni Autoamerican. A henni var að finna ,,hitt”-lögin The Tightls High, sem minnti óþægilega mik- iö á Boney M. og hið ágæta Rapture, sem er I svokölluðum rap-stil. Velgengni Rapture leiddi til þess aö þegar Debbie Harry ákvaö aö gera sóló plötu þá skyldi þaö vera rap-tónlist sem þar réði feröinni. Fengu þau Debbie og Chris Stein þá i lið meö sér þá Nile Rogers og Bernard Ed- wards, höfuöpaura Chic. NU voru flestirá því aö Debbie og Stein væru búin að selja diskó- inu sál sina aö eilifu. Hins vegar gleymdu menn aö tak-a þaö með i reikninginn aö Rogers og Ed- wards hafa gert einhverjar bestu diskó-plötur sem geröar hafa ver- ið. Ég á þar ekki aðeins viö, aö þeir hafi framleitt góöa danstón- list, heldur einnig góöa tónlist til aö hlusta á heima i stofu. Nú er svo árangur þessarar samvinnu komin út á plötu sem nefnist Koo Koo. Ég verð nú aö segja aö vissulega er Debbie Harry komin langt frá því sem hún var aö gera á fyrstu Blondie þau hafa gert. Aö vísu var nú frekar lítið bitastætt á Auto- american, og einmitt þessvegna kemur Koo Koo manni töluvert á óvart, þvi hér er um heilsteypta og góöa plötu aö ræöa, jafnvel þó aö bæöi Debbie og Stein annars vegar og Rogers og Edwards hins vegar, hafi gert bétur. Lagasmiðum á plötunni er nokkuð jafnt skipt i þessa tvo staöi, þ.e. Debbie og Stein og svo Edwards og Rogers og eitt hafa þau samiðöllsaman.ölleru lögin frekar hröö, uBan eitt, Now I Know You Know, sem einnig er eitt besta lag plötunnar. Undirieikur er náttúrlega alls- staöar pottþettur eins og þessa fólks var von og visa. Þaö er t.d. leitun aö ööru eins rythm a-pari og tromm uleikaranum Tony Thompson og bassaleikaranum Bernard Ewdards og Nile Rogers bætir þar enn betur um meö góð- um rythma gitarleik. Ein áber- andi breyting er lika á gamla Chic hljómnum, en þaö er aö strengjum hefur algerlega veriö slepptog þar sem fariö er útfyrir form rokkhljómsveitarinnar er lítillega notast við málmblásturs- hljóöfæri. Koo Koo er sem sagt i heildina ágætis plata, ekkert meistara- verk, en ósköp þægileg. Stevie Nicks-Bella Donna Þegar pródúserinn Jimmy Iovinne hljóðblandar þær plötur sem hann stjórnar hefur hann yf- irleitt til taks litla hátalara, sem skila tónlistinni á svipaðan hátt og bllhátalarar, til þess aö gera sér betur grein fyrir hvemig tón- listin muni hljóma viö þær kring- umstæður sem flestir Banda- rikjamenn hlusta á tónlist, þ.e.a.s. akandi um hraðbrautirn- ar Ibil. Ef þess konar tónlist ber ekki nafniö middle of the road tónlist, þá veit ég ekki hvað gerir þaö. Fleetwood Mac er hljómsveit sem telja má til þessara MOR hljómsveita en þó hefur yfirleitt veriö meira I hana spunnið en aörar I þessum flokki. Tónlist þeirra ereinfaldlega góö rokktón- list sem einnig hefur hentaö vel viö þessi títtnefndu skilyröi. NúhefurStevieNicks söngkona Fleetwood Mac sent frá sér slna fyrstu sóló plötu og heitir hún Belle Donna. Eins og titt er um stórstjörnur, þegar þær leggja út isólóferilinn, færNicks tilliðs við sig heilan helling af öörum stjörn- um og er þaö væntanlega gert til aö tryggja gæöin. Gallinn er bara sá að fyrirkomulag sem þetta gengur sjaldnast upp og er þessi plata þar engin undantekning á. Meöal gestaleikara hjá Nicks má nefna gitarleikarann Waddy Wachell, pianóleikarann Roy Bittan, orgelleikarann Benmont Tench, trommuleikarann Russ Kunkell, Tom Petty sem syngur með Nicks lagiö Stop Dragging ’My Heart Around og Don Henley sem syngur I Leather And Lace. Nú og svo tii að bæta gráu ofan á svart hefur hún fengiö Jimmy Iovinne til aö stjóma herlegheit- unum. I heildina er plata þessi frekar dauf og lögin ekki sérlega sterk, jafnvel þó um sé aö ræöa að þau séu samin á sex til sjö ára tlma- bili, frá 1974—81. Bestu lögin tel ég vera Stop Draggin’ My Heart Around og er það ekki sistTom Petty aö þakka, og How still My Love er einnig ágætL Eniheildina erplatan ekki nema rétt þokkaleg og alltof ró- leg. Viö veröum bara aö vona aö Kanarnir sofni ekki fram á stýr- inu hjá sér, en þeir eru nú svo sem öllu vanir svo þetta ætti nú að veröa I lagi. A fburða túlkendur Ludwig van Beethoven (1770—1827) Pianókonsert nr. 1 I C-dúr, op. 15. Flytjendur: Arturo Benedetti, Michelangeli (pianó) ásamt Sinfóniuhljómsveit Vinarborg- ar. Stjórnandi: Carlo Maria Giulini Útgefandi: Deutche Grammop- hone, 2531 302 (1980). Beethoven var nefndur i sömu andrá og þessir tveir forverar hans. Fram til aldamótanna 1800, var hann einkum þekktur sem pianóvirtúós. Frumflutn- ingur konsertsins markar þau timamót I ferli tónskáldsins, aö eftir á, litu Vinarbúar á hann sem veröugan eftirmann sinna mestu tónsmiöa. Tilurö verksins spannar þrjú Hljómplötur - Klass/k eftir Halldór Björn Runólfsson Verkiö Flestir Beethoven-unnendur kannast eflaust viö þennan Kon- sert, sem saminn var 1975—98. Þótt hann sé sagður vera nr. 1, er rangt, aö hann sé fyrsti pianókonsert tónskáldsins. Reyndar er þaö Pianókonsert nr. 2, sem var saminn á undan, þ.e. 1794—95. Ruglingur númer- anna stafar af útgáfu konsert- anna á nótur. Konsertinn i C-dúr var gefinn út, nokkrum mánuö- um fyrr en B-dúr Konsertinn, þannig aö opus- og númeraröö vixluöust. Planókonsert nr. 1, I C-dúr, var frumfluttur i Vinarborg, 2. apríl 1800. Viö pianóið var tón- skáldiö sjálft, en stjórnandi Hiröhljómsveitarinnar var móravlska tónskáldið og fiölu- leikarinn, Pavel Wranitzky. Konsertinn var siöasta verkiö á efnisskránni, sem stóö saman af verkum eftir Mozart og Haydn. Þetta var i fyrsta skiptiö, aö ár, eins og áöur er komiö fram. Þetta stafar af vinnutækni Beet- hovens sem löngum var með mörg verk i takinu og vann aö þeim samtimis. Haft er eftir honum, aö hugmyndirnar væru stundum mjög lengi aö gerjast i kollinum, áöur en þær kæmust á blað. Kaflarnireru þrírog er fyrsti kaflinn (Allegro con brio), tematiskt uppbyggöur meö sterku meginþema og auka- þema sem er mjög söngrænt. Aörar tvær hugmyndir, mótaö- ar og samtvinnaöar taka viö. Þessi samtvinnun gefur kon- sertnum I senn, ákveöna og þróttmikla byggingu (virtúósi-konserts”, um leiö og ljóörænni mýkt hans er vel borgið. Annar kaflinn (Largo) er byggöur á breiöum og frjálsleg- um melódium og konsertnum lýkur meö Rondói, þar sem tak- ast á alþýðustef I striöum og lif- legum búningi. Vel heppnuð FÍM-sýning Hinn26. slöastiiöins mánaðar, opnaöi FIM, árlega haust- sýningu sina. Mikiðer um dýrö- ir, nær hálft annað hundraö verka, aiis konar, hanga og standa í vestursalnum og hluta af ganginum. Þau eru eftir 34 listamenn. Eins og I fyrra, eru gestir félagsins nokkurs konar kjarni, sem sýningin snýst um. Hrólfur nær langt i sinum „post-cézanniska” stil. Þetta eru myndir, málaðar meö sann- færingu. Yfir þeim hvíKr ró og festa sem er einkenni vel geröra mynda I þessum stil. Enginn still hefur átt jafn greiðan að- gang að hjörtum upplýstra íslendinga og einmitt þessi. Ragnar sýnir eintöma hausa. Fjórir í kjama Hugmyndin að kjarna á sýningum FIM, var nokkurs konar tilraun félagsins til and- litslyftingar, örþrifaráð sem gafst vel. Nokkrum lista- mönnum var boöiö aö sýna vænan afrakstur, eða hálfgild- ings einkasýningu, innan um og i bland viö myndir annarra félaga. Þetta verkaöi sem ný sprauta i deyjandi sýningar- starfsemi. Um leiö var hægt aö grisja betur aðsent efni. 1 þetta sinn mynda þau kjarn- ann: Björg Þorsteinsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Hrólfur Sigurösson og Ragnar Kjart- ansson. Björg sýnir nýstárlega hliö á sér, með myndröð í 18 hlutum, sem kallast „Bréf frá Ástralíu”. Þetta ergrafik, gerö með bland- aöri tækni og er þetta einstak- lega friskleg seria. Sjá má snert af conseptualisma I þessu verki, þóttáherslan sé fremur á form- og litabyggingu myndanna, sem er ákaflega vel af hendi leyst. Hildur sýnir tólf verk og eru flest þeirra frá árinu 1978. Þó er hér stór og vegleg vefmynd, gerð á siöasta ári og sýnir hún bestu hliðar Hildar sem vef- listarkonu. Reyndar sýna myndir hennar, hve næma til- finningu hún hefurfyrir tvinnun hins heföbundna og hins nýja i myndvefnaöi. „GrasII”, sem er conceptuelt heyverk, finnst mér þó heldur yfirborðslegt og illa ráöiö aö stilla þvi framan viö vefnaöinn. Þetta eru portrett af þjóö- kunnum mönnum, sem Ragnar afgreiöir auöveldlega. Stundum finnst manni sem þaö geti veriö „of” auöveldlega mótað, þegar Ragnari hættir til að draga fram karakterinn, þannig aö það nálgast skopmyndagerö. Hressileg verk Þaö verkar hressandi, aö sjá hve margir ungir myndlistar- menn sýna að þessu sinni. Um tiu Kstamenn eru fæddir um og eftir 1950. Afraksturinn erfrem- ur góður, þegar á heildina er litiö. Guðmundur Pálsson sýnir þrjár vatnslita- og krftar- myndir.Þettaeru einkar lifandi myndir, gerðar af sjálfsprott- inni og óbeislaöri hvöt, sem minnir að einhverju leyti á ab- strakt-expressjónisk verk. Þó er andinn annar og nútfmalegri. Svipaös hömhileysis gætir i stórri tússteikningu Pjeturs Stefánssonar. Þaö væri óneitan- lega gleöilegt, ef þessari kyn- slóö ætti eftir aö takast, aö losa islenska myndlist úr viöjum stifni og akademisma, sem alltof oft plagar hana. Þá eru myndir Kjartans Óla- sonar, athyglisveröar og skemmtilega útfæröar. Skyld- leiki verka hans, við myndir Helga Friðjónssonar og jafnvel Hockney, ernokkuö augljós.en I þeimerþó persónulegur kjarni. Eflaust munu verk Hauks og Harðar vekja hvað mesta at- hygli. Þetta eru vandvirknis- lega geröar höggmyndir. En þrátt fyrir skýringar og leið-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.