Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 2. október 1981 halrf^rpn^tl irinn Ekki nógu snyrtilegur fyrir Hótel Sögu. Eitt herbergi laustá Hótel Borg höfuöborgarsvæöisins. en ekki fyrir fbúa Úr Hafnarfiröi? Þú færö ekki herbergi hér. Höfuðborgarbúar annars flokks borgarar i augum hóteleigenda: Uthýst eftir Þorgrím Gestsson myndir: Jim Smart ef þú átt heima á höfuðborgarsvæðinu Getur Reykvikingur — eða ibúiannarsstaðará höfuðborgarsvæðinu — gengið inn á hótel í Reykjavík og fengið gistingu? Hin almenna regla er sú, að hann getur það ekki. Nema helst með því móti að ganga á fund hótelstjóra sem metur hvort hann hefur frambærileg rök fyrir þvi að þurfa að gista á hóteli. Það er að segja kæri hann sig um að opna sig fyrir ókunnugum manni og skýra honum frá einkahögum sínum. Helgarpósturinn lét reyna á þetta á f jórum hótelum i Reykjavík. Hann fékk hvergi inni. A þremur hótelanna voru rökin þau, að hann ætti lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Viðbrögðin á fjórða hótelinu voru þó athyglisverðust. Þar var svarið þvert nei, áður en Ijóst var hvert heimilisfang útsendará Helgarpóstsins var. Skýringin var sú, að hótelið væri fullt. Seinna um daginn kom í Ijós, að svo var alls ekki, en konu þeirri sem varð fyrir svörum i gestamóttökunni hafi hreinlega ekki litistá þenn- an mann! Þaö hefur löngum veriö altalaö manna á meöal, að Reykvikingar eigi ekki aö- gang að gistingu á hótelum i sinni eigin borg. Sumum finnst þetta ofur eölilegt og benda á, aö Reykvikingar hafi ekkert meö það aö gera aö gista á hóteli i heimaborg sinni. Aörir benda á, aö slikt sé skeröing á persónufrelsi. Hlutverk hótelanna sé að selja fólki gistingu, án tillits til þess hvert heimilisfang þeirra sé — hvort sem þeir búi i Rotterdam eða Reykjavik. En i útvarpsviötali fyrir skömmu sagöi Einar Olgeirsson hótelstjóri á Hótel Esju, aö Reykvikingar fengju þar inni ekki siö- ur en aðrir. En hann bætti þvi viö, aö hann vildi samt ekki, aö hótelið sé neinn svall- staöur. Allt bókað Til aö ganga endanlega úr skugga um þaö, hvort fólk af höfuðborgarsvæöinu fær inni á hótelum borgarinnar eöa ekki, ákváöum viö aö reyna þaö sjálfir. Senda mann, ósköp venjulegan — og endilega allsendis ódrukkinn, á nokkur hótel og biöja um húsaskjól. Leiðin lá fyrstá Hótel Sögu. Orðaskiptin voru eitthvað á þessa leið: — Eigiö þiö laust herbergi? — Nei, þaö er allt bókaö fram I nóvem- ber. — Nú, ég hélt aö þaö væri ekki svona mikið að gera á þessum árstima. — Reyndu eitthvert af stærri hótelun- um. — Ég hélt, að þetta væri eitt af þeim. — Viö erum bara með 200 herbergi. Þaö var ljóst, aö hér gengi ekki aö fá inni, en Jim ljósmyndari haföi þó fengiö tima til aö koma sér fyrir þar sem litiö bar á honum og mynda atburöinn. Seinna um daginn hringdum við og spurðum Jónas Hvannberg móttökustjóra hvort hóteliö væri fullt. Hann kvaö það ekki vera. Viö sögöum honum þá frá til- rauninni og svörunum sem viö fengum. Hann svaraði þvi til, að fólkiö i móttök- unni sé allt vant fólk og þekki þá fáu sem koma stundum beint inn af götunni og biöja um herbergi, án þess aö panta fyrir- fram, en þaö sé þaö venjulega. Of illa til fara! — En mér finnst allt of mikiö veöur gert út af þvi, aö fólk af höfuöborgarsvæö- inu fær ekki inni hérna, enda er bókstaf- lega engin aösókn af þvi fólki. Það er helst að fólk komi ölvað eftir dansleiki og biðji um gistingu, og því er neitaö, sagöi mót- tökustjórinn.. En hvers vegna var blaöamanni Helg- arpóstsins neitaö um gistingu án þess svo mikiö sem spyrja um siöasta dvalarstaö? — A þvi er einföld skýring. t fyrsta lagi varst þú ekki meö farangur, og i ööru lagi varst þú ekki beint snyrtilegur til fara, var svar konu þeirrar, sem var i gesta- móttökunni, þegar hann bar að garöi. — En ég hélt billyklunum á áberandi hátt, og farangurinn heföi getaö veriö i bilnum.. — Maður er farinn aö sjá fólk nokkuö út, og viö viljum komast hjá vandræðum, var svariö viö þvi, og blaðamaður Helgar- póstsins verður aö gera þaö upp viö sig hvort hann fékk þarna lifs sins stærsta áfall og veröur aö endurskoöa klæöaburð sinn, eöa segja sem svo, að starfsmaöur á Hótel Sögu eigi ekkert með aö dæma fólk eftir klæöaburöi þess. Þaö gæti i sann- leika veriö heldur háll i s aö hætta sér út á. Næsti viökomustaöur var Hótel Borg. — Eigiöi herbergi? — Það getur nú veriö dálitiö erfijtt. Fyr- ir hvaö langan tima? — Svona tvo, þrjá daga. — Viö eigum bara laust herbergi fyrir eina nótt, og þaö er ekki meö baöi. — Jæja, látum þaö gott heita til að byrja meö. Stúlkan i gestamóttökunni rétti fram gestabólk, og viö spuröum hvort hún vildi ekki persónuskilriki (vildum helst komast hjá þvi aö skrifa nafniö I bókina til þess eins aö þaö yröi strikaö út aftur). — Ég éeri þaö á eftir, svaraöi stúlkan, en varö siöan tortryggin i framan og spuröi hvort ég væri kannski úr bænum. — Nei, úr Hafnarfirði, var svarið. Þá tók hún bókina i skyndi af borðinu og sagði, aö ég gæti ekki fengiö herbergi. En þegar á hana var gengiö sagöi hún, aö ég gæti talaö um þetta viö hótelstjórann. Siguröur Gislason hótelstjóri sagði, aö siöan hann byrjaöi aö starfa á hótelum, fyrir nærri 40 árum hefði sú regla gilt, að Ibúar Reykjavikur fengju ekki inni á hótelum i Reykjavik. — Þetta gilti meira aö segja á Hótel ís- land áriö 1934. Ég veit ekki hvaöan þessi regla er komin, en hún er höfö til aö koma i veg fyrir aö menn taki hótelherbergi til þess eins að skemmta sér. Það er bara ekki hægt, vegna annarra gesta á hótel- ínu, sem hafa greitt sin herbergi. Útilokað! Á Hótel Loftleiðum reyndist vera laust herbergi, og starfsmaöur i gestamóttök- unni rétti fram kort. Þegar nafn og heimilisfang höföu veriö skrifuö stóö ekki á viðbrögöunum: — Býröu i Hafnarfiröi? Nei, þaö er úti- lokaö, þú færð ekki herbergi hér. Þegar viö spuröum um ástæður visaöi starfsmaöurinn á hótelstjórann, hann væri sá eini sem hugsanlega gæti heimil- að mér gistingu. En hann var ekki viö i augnablikinu, svo feröinni var haldið fram og ákveöið aö gera lokatilraunina til aö fá næturgistingu á Hótel Esju. Lika þar reyndust vera laus herbergi. Eftir að hafa spurt, hvort ég ætti bókaö og hvort ég heföi gist þarna áöur var beðiö um persónuskilriki. Starfsmaöurinn fór þegar aö skrifa niöur nafnið, en þegar kom aö heimilisfanginu stoppaöi hann skyndilega og leit upp. — Þú býrö I Hafnarfiröi. Þá færðu ekki gistingu hér. — Útilokað? — Þaö eru geröar undantekningar á þvi. — Hver gefur þær? — Þú gætir reynt aö tala við hótelstjór- ann. — Einar Olgeirsson hótelstjóri var meira en fús til að rökstyöja þá fullyrð- ingu sina sem hann kom meö i útvarps- Helgarpósturinn reynir að fá hótel- gistingu á helstu hótelum borgarinnar Úr Hafnarfiröi! Gengur ekki. viðtalinu, að Reykvikingar hafi sama möguleika á gistingu á hótelinu og aðrir. Frambærileg skýring — En þeir veröa að koma meö fram- bærilegar skýringar. Og i flestum tilfell- um tökum við þær gildar. Ég get nefnt brúðkaup, stórafmæli, þegar fólk vill ekki vera heima, þegar veriö er aö mála ibúö- ina og ekki hægt aö sofa þar, ef miöstööin bilar, eöa þegar fólk stendur I skilnaöar- málum. Og einmitt núna býr hérna hús- næöisiaust fólk og ég reyni aö halda kostnaöinum lálgjöru lágmarki fyrir það, sagði Einar Olgeirsson. v — En fólk reynir líka að koma inn á hóteliö á fölskum forsendum, gefur upp rangt heimilisfang, hringir og lýgur upp sögum, sem viö siöan rekum okkur á aö eru ósannar. ÞaÖ eru þeir sem vilja kpm- ast á hótelherbergi til aö drekka og skemmta sér, t.d. eftir aö búiö er aö loka skemmtistööum og þaö hefur ekki fengið nóg. Þetta held ég aö stafi meöal annars af þvi, aö hér eru engir næturklúbbar. — Framhjáhald er ein ástæöan. Við viljum ekkert meö slíkt hafa, aöallega vegna þess sem því fylgir, þegar fólk hleypur aö heiman — hringingar og vesin, og oftast er áfengi með i spilinu. Hótelið. fær á sig slæmt orö ef það liöur slikt, auk þess sem ábyrgö okkar er svo mikil aö viö getum ekki hætt á slikt. Skömmu eftir aö Hótel Esja var opnuö var dálitið um aö Reykvíkingar fengju hér inni. Það fékk á sig slæmt orö, og það tók heilt ár að hreinsa nafniö af þeim orö- rómi. — En kemur ykkur nokkuö viö hverjir minir einkahagir eru? — Þaö þarf eitthvað mikiö til aö fólk gisti á hóteli, sem kostar ekki minna en 250 krónur á sólarhringinn. Þaö getur al- veg skýrt okkur frá þeim ástæöum — viö heitum algjörum trúnaöi og kjöftum ekki frá. Auk þess fá margir sem eru langt niöri útrás við aö trúa öðrum fyrir vanda- málum sinum, ekki sist við ókunnuga. — En varöandi framhjáhaldiö: Eruö þiö einhverjir siögæöisveröir? — Vitanlega ekki. En sliku fylgir oftast fylliri — og ekki sist grátandi eiginkonur. — Blaöamaður Helgarpóstsins fékk semsé ekki inni á þessum fjórum stærstu hótelum Reykjavikur — vegna þess aö hann býr á höfuðborgarsvæöinu. Sem bet- ur fór kom það ekki aö sök — og maður getur alltaf huggaö sig viö aö maður er ekki sá fyrsti sem er neitaö um gistingu á gistihúsi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.