Helgarpósturinn - 02.10.1981, Síða 13

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Síða 13
healrjarpnczil irinri Föstudagur 2. október 1981 13 Ábyrgjumst að gera jörðina mennska" Rætt við Ingibjörgu G. Guðmundsdóttur um Samhygd — sem efnir til hátíðar á sunnudag „Þessi fundur er haldinn undir yfirskriftinni „Gerum jöröina mennska”. Megin tilgangurinn með honum er sá, aö Samhygð lýsir þvf yfir, aö viö tökum ábvrgð á því aö gera jöröina mennska. Þessi fundur er liöur i miklu feröalagi upphafsmannsins Siloog annarra Samhygöarfélaga viös vegar aö úr heiminum”, sagöi Ingibjörg G. Guðmunds- dóttir, félagi i samtökunum Sam- hygö i viðtali viö Helgarpóstinn, en Samhygö, félag sem vinnur aö jafnvægi og þróun mannsins, gengst fyrir kynningarhátiö i Há- skólabiói næstkomandi sunnudag, 4. október kl. 14. En hvaö er Samhygö? Þeirri spurningu var beint til Ingibjarg- ar. „1 sem allta stystu máli, er þetta ný leið, eða ný lausn. Þá vaknar spurningin: Ný leið til hvers, ný lausn tilhvers? Eins og skilgreining á nafni félagsins ber með sér, félag, sem vinnur að jafnvægi og þróun mannsins, þá er þetta að sjálfsögðu leið til að vinna að því. í þessum félagsskap er folk, sem trúir því, að við getum breytt, og við vinnum skipulega að þvi. Það eru alltof margir, sem segja annað hvort: það hljóta ein- hverjir aðrir en ég að gera þær breytingar, sem augljóst þarf að gera, eða þeir segja: það er ekk- ert hægt að gera. Slík afstaða sýnir algert ábyrgðarleysi gagn- vart lífinu og möguleikum þess.” — Þú talar mikið um breyting- ar, hverju ætlið þið. „Þær breytingar, sem við vilj- um ná fram, er að fólk fari að lifa eins og mönnum sæmir, að það hætti að væflast um hálf sofandi og fari að lifa lífinu til fulls. Lif- veran maður hefur ótrúlega mikla hæfileika, sem hann hefur alit of lengi látið vera óvirkjaða. Þær breytingar, sem við viljum ná fram, eru betri samskipti manna á meðal, draga úr ein- angrun og dragaúr ofbeldií hvers konar mynd.” — Hvernig ætlið þið að ná fram þessum breytingum? „Meðþviað ráðast að rótunum, með þvi að hver og einn beini sér að uppsprettu eða rótum mann- legrar hegðunar, sem er innra með hverjum og einum. Ef ég vil breyta einhverju, er dcki nóg, að ég vinni að þvi að breyta sjálfri mér. Ég verð samtimis að að vinna að þvi að breyta, eða hafa góð áhrif á umhverfi mitt, vegna x þess, að enginn maður lifir einn og sér, heldur er alltaf hluti af einhvers konar umhverfi. Og þetta umhverfi hefur mótandi áhrif á hann. Þeim kenningum hefur verið haldið á lofti, að leiðin til að breyta þjóðfélaginu sé sú, að fyrst breyti einstaklingurinn sér, ogþá breytist þjóðfélagið, eða, að fyrst þurfi að breyta þjóðfélag- inu, og þá breytist ánstaklingur- inn. Þetta er engan veginn hægt vegna þess, sem áðurer sagt. Það breytist heldur aldrei neitt, nema við beinum okkur að okkur sjálf- um og okkar nánasta umhverfi.” — Hvaðan er þessi félagsskap- ur upprunninn? „Uppruni hans er i Argenönu, og það, sem markar upphaf Samhygðar, er ræða, sem Argentinumaðurinn Silo flutti 4. mai 1969, og nefndi Lækningu þjáningarinnar.” — Eru þetta alveg ópólitisk samtök? „Þau eru hvorki trúarbragða- legs né pólitisks eðlis. Innan sam- takanna, er ftílk, sem aðhyllist mismunandi trúarbrögð, mjög trúað fólk, trúleysingjar og allt þar á milli, og fólk með ólikar stjórnmálaskoðanir. Það er farið fram á það við þátttakendur, að þeir reyni ekki að afla þessum skoðunum fylgis innan félagsins. Það, sem liggur til grundvallar öllu þvi, sem við erum að gera, er það, sem er hagkvæmast fyrir lif- ið, þvi maðurinn er lifvera, og sem slikur lýtur hann lögmálum lifsins. Og ef til vill er hamingjan, sem allir leita svo stift eftir, ekk- ert annað en visbending lifsins til mannsins, um að allt sé i lagi, og að hann starfi rétt og vel sem lif- vera. Það, sem viðerum að vinna að, er að maðurinn sem lifvera starfi rétt og vel.” Ingibjörg sagði, að upphaflega hafiþað ver® Pétur Guðjtínsson, sem hafi kynnt félagsskapinn hér á landi. Það var fyrir tæpum tveim árum, en Islandsdeild fé- lagsins var formlega stofnuð þann 18. ágúst 1980. Samhygð byggir upp á mis- munandi stigum þátttöku. A klukkustundarlanga vikufundi geta allir komið og farið. Þeir, sem aftur á mótifinnast þeirhafa haft gagn og gott af, geta gerst virkir félagar.Virkir félagar geta siðan gerst skólafélagar, en skólafélagar leggja stund á ákveðið námsefni til þess að geta orðið góðir leiðbeinendur. Skóla- félagar og virkir félagar eru nú einhvers staðar á bilinu 60—70. Ingibjörg varnæst spurð að þvi hvenær hún hafi komist i kynni við félagiö. „Ég kynntistþessu á námskeiði hjá Pétri Guðjónssyni i msirs 1980. Ég geröist virkur félagi þá strax, og skólafélagi i júni sama ár.” — Ertu betri manneskja en áð- ur? „Það er ekki mitt að dæma um það, en mér finnst þetta vera það, sem ég hef haft mest gagn af i gegnum ti'ðina, og hef ég þó gert margt. Þátttaka i' þessu starfi byggir upp á nýtt viðhorf til lifsins.” — Liður þér betur en áöur? „Þetta er engin stökkbreyting eða patentlausn, þetta er vinna og aftur vinna. Arangurinn má best marka af þvi, ef maður lftur til baka, hvort góöu stundimar eru betri og þær slæmu ekki eins slæmar og þær voru. Mér finnst ég eiga auðveldara meðaðtakast á við hlutina, hvort sem þeir eru smáir eða stórir”. — Hefur þessu verið vel tekið hér? „Já. Sem betur fer eru Islend- ingar tiltölulega heilbrigöir. Þeir hafa isér bæði löngun og krafttil að breyta. Það verður mikið erfiðara viða annars staðar, vegna þess hversu fólk er orðið sljóttog sofandi fyrir tilverunni.”. — Eitthvað að lokum? ,,Við bjóðum öllum þeim, sem vilja taka þátt i að byggja upp betriheim, að koma i'H áskólabió sunnudaginn 4. október kl. 14.” „uetn samskiptl manna á meðal, draga úr einangrun og draga úr ofbejdi i hvers konar Æ mynd”. Þetta segir r Ingibjörg G. Guömundsdóttir m.a. um markmiö Samhygöar. DRAGHNOÐ Landsins mesta úrval Heildsölubirgðir: ASTRA - SÍÐUMÚLA 32 Vídeó á Esju Videóvæöingin lætur engan ósnortinn,sem kunnugt er, og nú i vetur munu jafnvel hótelgestir i Reykjavik geta horft á Videó þeg- ar þeir vilja. Innan skamms mun nefnilega veröa sett upp á Hótel Esju innanhússkerfi sem gerir kleift aö sýna valdar kvikmyndir inná herbergjum, áuk efnis fyrir börn ofl. Þetta er ein af nýjungum I starfi Hótel Esju, sem kynntar voru á blaöamannafundi fyrir skömmu. Vetrarstarf hótelsins er hafið, og að þessu sinni verður boðið uppá ýmsar nýjungar fyrir hótelgesti. Nýráðinn hótelstjóri er Einar 01- geirsson, sem áöur var t.d. á Sögu og Hótel Húsavik. Meðal annarra nýjunga veröa þjóöardagar, svokallaðir, en þeir verða haldnir á sunnudögum i vetur. A þessum þjóðardögum veröur leitast við að gera svipmót Esjubergs sem likast þvi sem gerist um veitingastaði i viðkom- andi löndum. Þannig veröur t.d. ameriskur matur á boðstólnum á ameriskum degi nú i október, auk þess sem amerisk tónlist verður leikin, og svo framvegis. Að sögn Einars Olgeirssonar eru gestir hótelsins bæði innlendir og erlendir, og mikiö er um að fólk utan af landi notfæri sér möguleika hótelsins á veturna, þvi það er mjög vel staösett i borginni. =Tómstundavörur SS Qoir heimili og sköla Námskeid Innritun stendur yfir & Hnýtingar ^ Glermálun -v< Tágavinna Myndvefnaður •v' Jólaföndur Uppbyggileg tómstundaiökun sem sameinar fjölskylduna HANDÍD Laugavegi 26 og Grettisgötu sími 2 95 95 ^LIÐAR€ND1 A k Klassisk? tónlistarkcfild \ meö Karlakór Rcf/kjacikur. j Sunnudagskcöl d klukkan 2I,.'W Boröcipantanir fyrir rnatargesti fra klukkan 14 í sima 1-16-90

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.