Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 15
__/7e/oarpng/f/r/nn Föstuda9ur 2 október 1981 15 ' 1 myndir: Jim Smart ingar.sem vita allt betur en aðrir, og eru til þess eins hér á jörðinni að segja öðru fólki í hverju þvi er helst óbótavant.” — Það hefur ekki komið Utbók eftir þig inokkurn tima (frá 1974), ertu hættur að skrifa? „Nei, ég get nú ekki sagt það. Arið 1974 fór ég út til náms, og frá þvi námi lauk, hef ég skrifaö tvö kvikmyndahandrit, eitt framhaldsleikrit fyrir útvarp, í samvinnu við Gunnar Gunnarsson, og ógrynnin öll af blaðagreinum. Ég hef þvi ekki alveg verið iðjulaus,og hefeinfaldlega ekki haft tim a til að skrifa langar og þykkar bækur. En hins vegar hef ég aldrei lofað að fria fólk við sliku frá minni hendi.” — Hvaða augum liturþú þessar bækur, sem þú hefur skrifað fram til þessa dags? Finnst þér mikið til þeirra koma? ,,Ég lit nú ekki á þessar bækur sem neina bautasteina til minnis um það hve ég sé merkilegur maður. Ég held ég hafi lært ýmislegt á þvi að setja saman þessar bækur og vona að ég eigi eftir að læra. meira á þvi að setja saman fleiri bækur.” TaupsjúKlinpr o<j Svfar — bú ákvaðst loks á gamals aldri að læra til kvikmyndastjóra... „Ertu eitthvað að bilast Gulli minn, ég er kornungur maður...” — ÞU varst i Sviþjóð. Geturðu lýst tima þinum þar i nokkrum hnitmiðuðum setn- ingum ? „Nei, ég get ekki lýst honum i nokkrum hnitmiðuðum setningum. Það er einhver hópur taugasjúklinga hér á landi, sem hef ur tekið Sviþjóð upp sem tákn fyrir allt illt. Ég get ekki verið sammála þvf, en mér finnst Sviþjóð ekkert ofsalega skemmtilegt land að vera i. Mér finnst það vera dálitið stift og stirt þjóðfélag, en ég kann sænskum mjög miklar þakkir fyrir t.d. að þeir skuli vera það frjáls- lyndir, að þeir hleypa útlendingum inn á þessa dýrustu skóla sina, og ekki nóg með það, heldur láti þá fá myndarlegan náms- styrk á meðan á þessu námi stendur, og það sæti sist á mér að tala illa um Svia. Ég held meira að segja, að við gætum margt af þeim lært, einkum og sér i lagi i sambandi við ýmis sviö þjóðfélagsfræði, eöa þess háttar. Einkum hvernig búið er að ýmsum minnihlutahópum i Sviþjóð.” — Þú hefur nú verið starfandi kvik- myndagerðarmaður i nokkurár. Hver eru viðhorf þin tilkvikmyndagerðar á íslandi i dag? , ,Ég vona bara að þaö verði framhald á þeim vexti, sem virðist vera kominn i þessa grein, og sé reyndar ekki ástæðu til að ætla annað. Ég held aö almenningur á Islandi hafi brugðist afskaplega vel við þessum tilraunum, eða þessari viðleitni kvikmyndagerðarmanna, sem nýlega hafa lokið námi og ákveðið að láta til skarar skriða, og freista þess að koma heim og starfa hér. Ef viðbrögð almenn- ings hefðuekki veriðsvona jákvæð, hefði sú tilraun einfaldlega fæðst andvana. NUna vona ég bara, að kvikmyndageröar- menn islenskir bregðist ekki þessum al- menningi, sem hefur stutt þá svona hressilega, og sömuleiöis, að stjórnvöld taki einhvern tima á sig rögg og fari aö sýna þessu máli sama skilning og annað fólk i landinu gerir.” — Attu þá von á þvi, að þessi mikli áhugi haldist til eiliföarnóns, eða aö þetta hafi bara verið einhver nýjungagirni hjá fólki? „Ég býst við, að það nýjabrum sem er á islenskum kvikmyndum eigi sinn þátt i þvi hvað þær kvikmyndir, sem hingað til hafa verið gerðar, hafa gengið vel, en ég vona, að þegar nýjabrumið fer af þessari grein, haldi áfram að vera jarðvegur fyrir kvikmyndagerð, og sé ekki ástæðu til að ætla annað. Ég held, að þessi fyrstu ár i alvöru kvikmyndagerð hér á landi, gefi fyllstu ástæðu til að vera hóflega bjart- sýnn. Og það er ég i sambandi við þessa kvikmyndagerö.” — Hvað heldurðu að verði að gera til að fólk haldi áfram að koma að sjá þær myndir, sem verða gerðar? „Fjalla um eitthvað, sem fólki finnst þvikoma við, held ég, þ.e. að halda áfram að gera kvikmyndir fyrir fólk og um fólk. Það held ég að sé hlutur, sem nauðsynlegt séað hafa í huga. Ekkiþarfyrir, að það er að sjálfsögðu öllum mönnum frjálst að gera kvikmyndir bara fyrir sjálfa sig, en það er dálitið dýrt egótripp.” Vii irekar næiia eigin lé — Nú er meiningin aö þin fyrsta bió- mynd verði frumsýnd um jólin. Ertu ekkert kviðinn fyrirþvi? Heldur þú að hún muni hljóta svipaðar móttökur og fyrri myndir hafa hlotið? ,,Þú spyrð dálitiö mikið um kviða fyrir þvi að senda verk sin frá sér. Ég finn miklu frekar fyrir tilhlökkun. Eins og við töluðum um fyrst, þá er þetta ákveðinn lokapunktur i langri þróun, og til þess lokapunkts horfi ég yfirleitt með tilhlökk- un. Hvað viðbrögð almennings áhrærir, þá get ég varla sagt aiinað en það, en ég held að yfirleitthljóti verk m jög svipaðar undirtektir hjá almenningi og þessi verk eiga skilið. Vissulega eru til undantekn- ingar frá þessu, en yfirleitt held ég, að undirtektir séu mjög i hlutfalli við það, sem verkin eiga skilið. Þetta er hlutur, sem ég sættimig afskaplega vel við, þvi ef ég gerði þaö ekki, væri óhugsandi að maður stæði i því að búa eitthvað til fyrir fólk.” — Sá kviöi, sem ég tala um núna er ekki sama eðlis og sá, sem ég nefndi i upphafi. Þá hafðir þú opinbera stofnun á bak við þig, og þáðir aðeins þi'n verkmannslaun fyrirgerð myndarinnar, en nUna tekur þú mikla fjárhagslega áhættu sjálfur. „Þá verð ég að segja, að mér finnst mikill léttir að þvi að þessi mynd, sem mynd, sem við erum að koma með núna, skuli ekki vera gerð fyrir afnotagjöld alls almennings. Þær myndir, sem Sjónvarpið gerir eru gerðar fyrir afnotagjöld neyt- enda, og töluvert margir af þessum neyt- endum eru hundfúlir yfir þvi, að þeirra peningar skuli vera lagðir i hin eða þessi verk. Aftur á möti er þessi mynd, Jón Oddur og Jón Bjarni, gerð með þvi að stampa húseignum fólks, sem trúir á verkið og vill gjarnan hætta öllu til aö gera það að veruleika. Miklu frekar vil ég taka áhættu fyrir mina eigin peninga, en peninga einhvers fólks úti i bæ, á Nes- kaupstaö, eða einhvers staðar.” — ÞU ert þvi bjartsýnn á að geta fengið að stunda sjálfstæða kvikmyndagerð I náinni framtið? „Ég er það. Að visu mundi ég ekki orða það þannig, að ég gæti fengiöað stunda hana. Það hljómareins og það sé einhver sem leyfi manni að gera það. 1 kvik- myndagerð hér, eins og viðast annars staðar, þá liggja tækifærin ekki á götunni, heldur verður maður -að búa þau til sjálfur. Þótt ég sé með flensu i dag, efast ég ekkert um að mér endist heilsa og kraftar til að skapa einhver tækifæri i framtiðinni.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.