Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 8
—fíeigar pósturinn._ Blað um þjóðmál, listírog menningarmál. útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon Ritstjórar: Árni Þórarins- son, Björn Vignir Sigurpáls- son. Blaöamenn: Elisabet Guð- björnsdóttir, Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, og Þorgrímur Gestsson. Utlit: Kristinn G. Harðarson Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavík. Sími 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Símar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askriftarverð a imánuði kr. 24.- Lausasöluverð kr. 8,- Skyldur við fortíðina Okkur tsiendinguni verður jafnan tiðrætt um fortið okkar. Við erum stoltir af henni. Og eins og allar aðrar þjóðir byggjum við okkar þjóðfélag á þeim arfi sem horfnar k.vnslóðir hafa latið okkur ité.Viðhöfum lærtaf reynslunni. Það er þvi heldur dapurleg staðreynd að Þjóðminjasafn íslands og öll fornm injastarfsemi i landinu skuli hafa verið lömuð árum saman vegna fjárskorts. A þessu sviði höfum við dregist svo illa aftur úr öðrum þjóðum að jafnvel Færeyingar hafa fleiri fasta starfsmenn á sínu þjóð- minjasafni en við á okkar, — og eru þeir þó aðeins fjórðungur okkar að fólksfjölda. t Helgarpóstinum í dag er rætt við uokkra safnmenn um þessi mál, og þeir lýsa ástandinu sem skelfilegu. Starfsemi Þjóðminja- safsins er unnin I stöðugu kapp hlaupi við timaun, þvf fornminjar eyðast og tinast. Aðstaða hiuna fáu starfsmanna er afar slæm; þeir eru vegna fámennis stöðugt uppteknir við ym is afgreiöslu- störf, en geta lítið sinnt eigin- legum fræðistörfum. Öll söfn hér á landi eru meira og minna úrelt, og skipulag þeirra stenst engan vegiun þær kröfur sem nú á dögum eru gerðar til safna. A þessum söfnum eru I hrúgum merkilegir gamlir munir, en af yngri miujum er ekkert. Við eigum litlar sem engar heimildir frá fyrstu tugum þessarar aldar. Þjóðminjaskráning, sem er undirstaða skipulegra þjóðminja rannsókna, hefur vegna fjár- skorts ekki getað hafist, jafnvel þó það sé kveðið á um I ellefu ára gömlum þjóðm injalögum. aö slfk skráning eigi að fara fram. Það er margra áratuga óunniö verk. Þetta eru aöeins dæmi um hve ástandið er alvarlegt. Safnmenn og þjóðminjavörður voru sam- mála um að ef koma ætti lagi á þessi mál,yröi aö hækka fjárveit- iugar af fjárlögum til safnsins. Ekki aöeius er aö við höfum dregist afturúr öðrum löndum, heldur hefur ekki verið bætt við starfsmanni á Þjóðminjasafni frá þvi árið 1968, á meðan allar aðrar rikisstofnanir hafa þanist Ut. En það þarf meira en aukiö fé. Þjóðminjalögin þarfnast endur- skoðunar við, eins og beut er á i gréin Helgarpóstsins f dag. Nú rikir í þessum málum nánast ein- veldi þjóðminjavaröar og það er ekki stofnuninni til framdráttar, nema siður sé. Æðsti yflrmaður Þjóðminja- safnsins er þó menntamálaráð- herra, og hann verður aö beita sér fyrir þvi að þessum málum verði kippt i liðinn. Við islendingar hreinlega höfum ekki efni á þvi að láta sem fortfðin sé ekki til — nema í skálarræðum. Hún er mikilvægari en svo. Föstudagur 2. október 1981 holfjrirpn^tl irinn Þegar kókópöffskipid sökk Rflér datt jiað i hug á dögunum hversu matar- venjur okkar tslendinga hefðu tekið gffurlegum breytingum á aðeins örfá- um árum. Þegar skrifari Eyjapóstsvar að alast upp, þetta i kringum 1950 og fram til 1960, var hvað al- gengastur matur f Vest- mannaeyjum hvunndags, svokölluð soðning sem samanstóð af soðinni ýsu og kartöflum ásamt floti. 1 þann tið þótti ungmennum hreint afbragð að fá tómat- sósu út á soðninguna en eldra fólk taldi slíkt mikið bruðl. A kvöldin var stöku sinnum meira við haft og ýsunni skellt á pönnu eða þá að búinn var til plokk- fiskur úr hádegissoðning- unni. Um helgar mátti svo ganga að kindakjöti nokkuð visu, yfirleitt i formi kjöt- siípu, ofnsteiktu til hátiða- brigða og þótti þá hinn mesti veislukostur. Þá þotti ungu fólki hreinasta dásemd ef pylsur voru á matseðlinum og voru þær venjulega skammtaðar á diskana með stórum kartöfluskammti. Svin og naut voru heldur fáséðar skepnur á botðum venjuleg fólks i Vestmannaeyjum á þessum timum og hænsn- fuglar nutu alls ekki þeirrar virðingar sem nú er og þóttu raunar vart mönn- um bjóðandi. Og morgun- matur þessara tima var ævinlega hinn sami, hafra- grautur sem fór niður i mann ýmist með góðu eða illu og oftar þó með illu. (Síðan þá hefur skrifari Eyjapósts helst ekki mátt heyra hafragraut nefndan i sin eyru, hvað þá að hann leggi sér hann til munns). Ennúer öldin önnur. Það þykir varla hátt skrifuð húsmóðir i dag sem býður sinu fólki upp á soðningu meðflotifhádeginu. 1 stað- inn ilmar eldhúsið orðið af austurlenskum kryddjurt- um sem þjóna þvi hlutverki að drqia niður óbragðið af ýsunni. Og vatn er tæpast notað til eldamennskunnar heldur er olia alls ráðandi hvort sem um er að ræða fisk eða kartöflur. Þá hefur sauðkindin og hennar af- kyæmi stórlega látið undan siga á vinsældalistanum fyrir nautpeningi og svi'n- um svo ekki sé minnst á hænsnfugla sem tróna á toppinum hjá ungmennum i matarvali. Þetta mun heita þróun i matargerð og af hinu góða eftir þvi sem Jónas á Dagblaðinu segir enda mun hann ekki alinn upp við soðningu og kjöt- súpu. Og þessari þróun hefur raunar fylgt, að Islendingar hafa upp- götvað að það er hægt að leggja sér til munns fleiri fiska en blessaða ýsuna og sumir þeir fiskar sem áður þóttu hinir verstu ódrættir, teljast nú til virðulegri fiska f matargerð. á er enn ótalinn sá þáttur er snýr að morgunveröinum. Þótt margir haldi sig enn við þá þjóðlegu hefðað snara i sig einum kaffibolla á hálf- gerðum handahlaupum, hafa börn og unglingar þessa lands fundið aðra og betri þróun við morgun- verðarborðið. Það var hér á árunum þegar uppal- endur skrifara voru orðnir slituppgefnir á að troða hafragraut niður um kok hans á hverjum morgni að einhver datt ofan á nýja vöru í kaupfélaginu. SU vara var i litlum pappa- kassa ognefndist kornflex. 1 ljós kom að ekki þurfti miklar tilfæringar við að koma þessari fæðutegund inn fyrir varir ungra manna og var hafragraut yfirleitt gefið fri eftir það, (aldrei hef ég getað blessað minningu hans). Svo kom á markað önnur tegund af kornflexi, hringmynduð og kallaðistsírios og þóttiekki síðri til átu. Leið nú svo fram um nokkur ár að þessar fæðutegundir voru alls ráðandi á morgun- verðarborðinu. Svo vaknaði skrifari upp við það einn góðan veðurdag (þegar hann var sjálfur löngu hættur að borða kornflex og sirios) að af- kvæmi hans eru farin að fúlsa við vörunni á morgn- ana. NU er komið nýtt frá Ameriku og auðvitað miklu betra. Hér er raunar um tvenns konar varning að ræða og heitir önnur gerðin kókópöffs og hin hunangs- siriós. (Svona fyrir utan það aðhressa upp á fábrot- ið morgunveröarborð islenskt er tæplega hægt annað en vegsama þessi dásamlegu nýyrði i islenskri tungu). (Jg nU kemur það sem sé i 1 jós að gam la kornflex- ið og sirfosið er flokkað sem algert óæti og ekki við þvisnert meðan eitthvaðer til af hunangssiriósi og kókópuffsi. Liður nU svo fram um hrið og una flestir . glaðir við sitt. Þá gerist sá atburður að skip sekkur i hafi, nánar tiltekið nærri Nýfundnalandi og varð sem betur fer ekki tjón á fólki, aftur á móti sekkur allur varningur með nefndu skipi. Ekki þótti at- burður þessi ýkja frétt- næmur meðal yngra fólks á heimili skrifara og féll fljótlega i gleymsku, þar til einn dag að farið er i búð að vanda að kaupa morgun- verðarfæðu. Þá bregður svo kynlega við að kókópöffshillan er tóm og ekkert þar annað að hafa en venjulegt kornflex eftir gamalli formUlu. Nú er kaupmaðurinn spurður hvað valdi og opinberast þá sá ógnvænlegi sannleikur að skipið er sökk i hafi var hlaðið kókópuffs sem endast átti næstu vikurnar. Með þessi ægilegu ti'ðindi og einn poka af venjulegu kornflexi koma siðan sendisveinar heim og sló þögn á aðra heimilismenn er þeir fréttu að kókópöffs- skipið hefði sokkið. Einn af yngri heimilismönnum spurði gráti nær hvort kókópöffsskipið hefði líka verið hungangssíri'osskip og daprir i bragði kváðu tiðindamenn svo vera. Leið nú svo fram um tveggja vikna skeið að dapurlegt var við morgun- verðarborðið. Þá var kreppuástandinu aflétt með nýrri sendingu af þessum ágætu vörum og tók þá fólk gleði sina á riý. Svo gerist það nokkrum vikum siðar að heimilisfólk siturvið sjönvarp og horfir á fréttir. Þá kemur sú fregn á skjáinn að annað flutningaskip hafi sokkið, nú við England, mannbjörg orðið en allur farmurinn horfið með skipinu á botn- inn. Þegar leið að lokum fréttarinnar greip einn Ur fjölskyldunni andann á lofti og spurði: — Pabbi, var þetta líka kókópaffsskip? — Mikið lifandis ósköp létti honum og öðrum þegar upplýstist að hér hefði verið um ósekkjað korn að ræða. En skrifari uppgötvaði mikinn og undarlegan stór- sannleik i kókópöffsskort- inum mikla. Það var þegar unga fólkið á heimilinu vildi heldur hafragraut en kornflex á morgnana. Þá urðu sumir hissa. Til varnar Karli Marx: Eba hvaö hefur orbib af öreigunum? Mottó: ..RUssneska byltingin átti að afnema stéttaskiptingu — upphefja stéttabaráttu. Afleiðingin er hið full- komna alræði nýrrar yf- irstéttar. ÖB önnur túlkun er húmbúkk — biekking” Djilas: Hin nýja stétt : 1957) sovézka nýlenduveldisins, sameinizt! Þið hafið engu að glata nema hlekkjum gúlagsins, ofsóknum leyni- lögreglunnar, áþján rit- skoðunarinnar og matar- skortinum!” J^ar með er Marx gamli kominn hringinn. Kald- Hringborðið skrifa: Heimir Pálsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jón Baldvin Hanni- balsson — Jónas Jónasson — AAagnea J. Matthíasdóttir — Sigurður A. Magnússon — Þráinn Bertelsson Hringborðið I dag skrifar: Jón Baldvin Hannibalsson ,f Marx gamli væri enn ofar moldu mundi hann gefa út endurskoðaða út- gáfu á Kommúnistaávarp- inu á pólsku. Textinn mundi byrja svona: „Vofagengur ljósum log- um um (austur) Evrópu: Vof a kratismans”. Alþjóðasamband jafnaðar- manna, sem er til húsa á 3ju hæð fyrir ofan italska pizzeriu i St. John’s Woods, skammt frá High Gate kirkjugarðinum, þar sem Marx hvilir lúin bein, mundi gefa kverið út. Pólski krataflokkurinn, sem er i útlegð, mundi smygla kverinu i gegnum ritskoðunina. Alveg eins og igamla daga. Alveg eins og Plekhanov, Lenln, Trotský og Martov urðu að gera i Rússlandi zarsins forðum. Alveg eins og Solzenitsin, Bukovski og Medvedev verða að gera i Rússlandi kommizarsins á okkar dögum. A bókarkápunni þyrfti aöeins að hagræða gamla kjörorðinu: „öreigar allra landa sameinizt! Þið hafið engu að glata nema hlekkj- unum!” Nú mundi það hljóöa svo: „öreigar hæðni sögunnar lætur ekki að sér hæða. En það er ekki við gamla manninn að sakast. Eitt það seinasta sem hann skrifaði I bréfi til vinar var: „Eitt er vist og það er það að ég er ekki marxisti”. Ekki get ég láð honum það. Marx var ekki gyðingur fyrir ekki neitt (þótt það vottaði fyrir antisemitisma hjá honum á stöku stað). Hann vareinn af spámönn- um gamla testamentisins endurborinn. Og hann er ekki fyrsti spámaðurinn — og veröur áreiðanlega ekki sá siðasti — sem má þola það, varnarlaus i gröfinni, að faðirvori hans sé snúiö upp á andskotann. Rflarx gamli skrifaðiekki bara umkapitaliö Hannvar einhver innblásnasti aðdáandi kapitalisma, sem sögur fara af. Hið „sögu- lega hlutverk’ kapitalismans var, að hans dómi, ekki aðeins að skapa öreigastéttina (og grafa þar með sina eigin gröf, sem var misskilningur. Engir eru eins traustir „kapitalistar” og bjarg- álna verkamenn). Kapitalisminn gaf hrjáðu mannkyni, i fyrsta sinn i sögunni, fyrirheit um frelsi frá skorti. Vonin um alls- nægta þjóðfélagið var þvi tengd, að hann skilaði slnu sögulega hlutverki. Efna- hagsgangverk kapi- talismans var að mati Marx máttug vél, sem margfaldaði tækni- kunnáttu og framleiðslu- getu þjóðfélagsins með byltingarkenndum hætti. Það var aðhans áliti alger forsenda allsnægta- þjóðf él agsins, þ.e.a.s. sósíalismans. Um sósialisma þýddi því ekkert að tala fyrr en kapitalism- inn hefði „tæmt fram- leiðslumöguleika sína”. Innan sviga þarf varla að taka það fram, að kapitalisminn brást ekki þessum aðdáanda sinum. Hann skilaöi vörunum. Og það er m ikið eftir af honum enn. Sbr. fyrirspurn Selár- dalsbónda, þegar hann heyrði bandarlskan fyrir- lesara halda þvf fram, að skv. kenningu Marx ættu Bandaríkin, sem háþróaðasta auðvaldsrikið, að verða fyrst til að koma á sósialisma: „Hverá þá að brauðfæða sósíalistana?” — spurði bóndinn. Sisialismi skv. Marx er nefnilega „núllvaxtar- kerfi”, af þvi' tagi, sem náttúru vemdaríhaldsm enn og imbamarxistar samtimans lofsyngja hvað hæst, án þess auðvitað að hafa hugmynd um, hvað af þvi hlýzt. „Faðir, fyrirgef þeim, þvi að....” Sumsé: Sósialismi (ef með þvi orði er átt við sovétkerfið) er tekjudreif- ingarkerfi, ekki fram- leiðslukerfi. Ef fram- leiðsluvélin (kapi- talisminn) er tekin úr sam- bandi, er engu að dreifa, nema skortinum. P rátt fyrir það að for- spár Marx um þróun og hrun kapitalismans hafi allar reynzt rangar (rétt eins og heimsendaspár Rómarklúbbsins, sem eru þó aðeins 10 ára gamlar), þá hafði gamli maðurinn rétt fyrir sér að þessu leyti (og hafði hann þó enga tölvu I höndunum). Þetta er nákvæmlega það sem hefur gerzt I Gúlaginu. Hinn leniniski miskilningur á Marx endar I þvi dreif- ingarkerfi skortsins, sem með réttu hefur verið kennt við „sveltandisósialisma”. Það er alveg sama hvar kerfið hefur verið reynt: M.a.s. i Tékkóslóvakíu, sem var þó þróað land a Norðurlandastandard, áður en Tékkum var hrundið aftur á stig „sósíaliskrar” örbirgðar. Þetta er hinn sannkallaði sósialismi öreiganna. Söslalismi skortsins — þ.a.l. valdbeitingarinnar. Marx vissi vel að sósialisma (í merkingunni allsnægtaþjóðfélag — vel- ferðarriki) yrði aðeins komið á i háþróuðum iðn- rikjum. Hann var sammála hinum sígildu hagfræðing- um 19du aldar um það, að ójöfnuður stéttakúgunar og arðráns væri afleiðing skorts. Hann hélt því fram, og studdi sögulegum rök- um, að I þjóðfélagi skorts- ins mundi yfirstéttin beita valdi til að viðhalda ójöfn- uði — hriða i sinn hlut bróðurpart gæðanna. Það heitir arðrán. Af þvi leiðir rigskoröaða stéttaskipt- ingu, valdbeitingu og kúg- un. Hvað er þetta annað en raunsönn lýsing á félags- legri gerð alræöisrikjanna? Trotsky varaði Lenin við strax árið 1903. Hann sagöi að flokkskenning Leníns og valdataka samsærishóps i svo frumstæðu landi, Legsteinn Marx gamla i High Gate mundi enda i „jakobinsku einræði yfir fjöldanum” og að „fallöxin mundi verða þrautalendingin”, eins og forðum I frönsku bylt- ingunni. Lenin skildi þetta hins vegar ekki fyrr en á banasænginni. Þá var of seint að iðrast — eftir dauðann. Marx vissi fullvel, að sósfalismi er ófram- kvæmanlegur nema i þvi hagvaxtarþjóðfélagi, sem epigónar hans allra handa hafa aldrei skilið — og þess vegna fyrirlitið. 1 þeim punkti eru saman komnir allir þeir draumóraglópar (útópistar), sem Marx gamli hafði á meiri imugust en öðru fólki — og vandaði hann þó fæstum kveðjurnar. Mun leitun að þeim illmennum, sem hlotizt hafa af meiri vandræði i mann- kynssögunni en þessum velmeinandi bjálfum. Þvi miður verður að játa, að svokallaður „Islenzkur sósialismi” er mestan part af þessu taginu, frá Olgeirssyni til ólafs Ragnars. Ég undanskil félaga Brynjólf. Hann var stalínisti i' húð og hár og trúði á nauðsyn hins illa eins og inquisitorinn á sin- ar galdrabrennur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.