Helgarpósturinn - 23.10.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 23.10.1981, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 23. október 1981 he/garpásturinrL, FJALAKÖTTURINN Framtiðarheimili fyrir Kvikmyndasafn íslands? Viö Aöalstræti i Reykjavik stendur eitt elsta, ef ekki aiira elsta kvik- myndahús heimsins. 1 þaö hús má rekja upphaf myndbyltingarinnar miklu, sem nú stendur yfir hér á islandi, sem annarsstaöar og likt hef- ur veriö viö þá byltingu sem varö þegar prentlistin var fundin upp. Þetta hús, Fjalakötturinn, liggur undir skemmdum. Þaö er i algjörri niöurniöslu —ekkert er gert til aö halda þvi viö, hvaö þá aö reynt sé aö koma þvi i upprunalegt horf. Þaö er ekki einu sinni í eign hins opinbera. IIúsiö á Þorkell Valdimarsson, eins og flestir vita, og hann hefur árum saman staöiö i stappi viö yfirvöld vegna þess. Ekkert samkomulag hef- ur þó náöst hingaö til. Þaö er þó ljóst aö fullur vilji er til þess hjá yfirvöldum borgarinnar aö hún eignist húsiö. Nokkrir borgarfulltrúar hafa meira aö segja lýst hugmyndum sinum um hvaö gera megi viö húsiö þegar borgin hefur keypt þaö af Þorkeli og gert upp. Vist er aö húsiö er stórt og á góöum staö I bænum, og frá þvi sjónarhorni má segja aö þaö sé til margra hiuta nytsamlegt. En nú hefur komiö fram þaö sjónarmiö„aö þetta hús veröi framtíöar- heimili Kvikmyndasafns lslands, og aö í þvi veröi aftur teknar upp kvikmyndasyningar. Nú 2. nóvember næstkomandi eru liöin 75 ár frá þvi aö reglubundnar kvikmyndasýningar hófust á islandi, og af því til- efni hefur Erlendur Sveinsson, forstööumaöur kvikmyndasafnsins rit- aö borgarráöi bréf þar sem þcss er óskaö aö Borgarráöiö gefi út yfir- lýsingu þess efnis aö þetta fyrsta kvikmyndahús landsmanna veröi gert upp og rekstur þess faiinn kvikmyndasafni tslands. Ilelgarpósturinn reyndi aö ná i Þorkel Valdimarsson i sambandi viö þessa frásögn, en án árangurs. Þetta er kvikmyndasalurinn. Hann er aftan til i húsasamstæöunni, og heldur óhrjálegri útlits en sú hliöin sem snýr aö Aöalstrætinu. „Kvikmyndasafnið hefur gert lauslega könnun á þvi hvaö sé til af hliöstæöum húsum i heimin- um”, sagöi Erlendur Sveinsson, i samtali viö Helgarpóstinn, ,,og enn höfum viö ekki rekist á annaö kvikmyndahús svona gamalt. 1 Fjalakettinum hófust sýningar annan nóvember 1906, og til dæm- is þá hófust ekki kvikmyndasýn- ingar I þessu formi í Englandi fyrr en á árinu 1907. Þegar kvikmyndirnar komu fyrst fram á sjónarsviöiö, i kring- um 1895, voru kvikmyndasýning- ar einkum hluti af fjölleikahús- sýningum. Svo kom þetta fyrir- bæri sem kallaö hefur veriö Nick- elodeons uppúr aldamótunum, en þau voru einkum staösett I versl- unarhúsnæöi, eöa á öörum fjöl- förnum stööum. Þaö er ekki fyrr en um 1905 aö sú hugmynd kemur fram aö sýna kvikmyndir i sér- stökum húsum” sagöi Erlendur. Kvikmyndasafniö hefur sent öörum kvikmyndasöfnum i Al- þjóöasambandi kvikmyndahúsa fyrirspurnir um þessi mál, og samkvæmt þeim svörum sem borist hafa eru kvikmyndahús jafn gömul Fjalakettinum afar fátiö. Enginn þeirra sem haft hef- ur veriö samband viö, hefur getaö bent á eldra hús. Jafnvel i Banda- rikjunum, þar sem var vagga kvikmyndanna, hafa ekki fengist upplýsingar um eldri hús en frá þvi i kringum 1910. „Þetta hlýtur aö setja okkur skyldur á heröar, þvl I rauninni er þetta ekki einkamál okkar Islend- inga. Ef þetta er elsta, eöa eitt elsta kvikmyndahús heimsins, sem enn er uppistandandi, þá hef- ur varöveisla þess þýöingu fyrir sögu kvikmyndanna i heimin- um,” sagöi Erlendir. Upphafiðaðöllu saman „1 annan staö eru þaö mikilvæg rök fyrir varöveislu hússins aö viö skulum geta rakiö rætur þess- arar svokölluöu myndmenningar okkar — sjónvarps, vídeós og svo framvegis — til upphafs slns hér á landi. Til staðarins þar sem þetta allt byrjaöi. Þaö er ljóst aö öll þessi mynd- væöing er aö valda þjóöfélags- byltingu og þá hlýtur eiginlega mikilvægi upphafsins að aukast. Ég er þess fullviss aö niöjar okk- ar munu óska þess i framtiöinni aö viö varöveitum staöinn þar sem þetta hófst. Ég get nefnt til gamans,” sagöi Erlendur, „aö viö læröum þaö i mannkynssögunni, aö aldahvörf hafi orðið þegar annarsvegar prentlistin var uppgötvuö, og hinsvegar landafundirnir miklu áttu sér staö. Þetta geröist á svip- uðum tima. Þá var miööldum lok- iö, og nýöld tók viö. Nú á siöustu áratugum hafa hliðstæðar breyt- ingar veriö aö eiga sér staö. Við höfum farið út i geiminn aö kanna aöra hnetti, og við höfum verið aö uppgötva þessa miklu mynd- miöla, kvikmyndina og sjónvarp- iö sem nú þegar hafa valdiö bylt- ingu i menningarsögunni. Ef ég held þessari samlikingu áfram þá má nærri geta aö ein- hverjum þætti fengur i þvi núna ef hægt væri aö halda heim aö Hólum og ganga inn i fyrstu prentsmiöju landsmanna, þar sem allt væri meö sömu um- merkjum eins og á dögum Jóns Arasonar biskups. Það ræöst nú á dögum hvort niöjar okkar fá aö Ennþá er pailurinn sem pianóiö stóö á, á sinum staö I einu horni salarins. Þegar þöglar myndir voru sýndar i byrjun aldarinnar var leikiö undir á píanó. njóta þesa gagnvart fyrsta kvik- myndahúsi landsins, þar sem ’ upphafspunkt fjölmiölunar nú- timans er að finna”, sagði Er- lendur. Hann sagði ennfremur aö af þessu samanlögðu sé ljóst aö þaö beri aö varöveita þetta hús — hvaö svo sem öllum praktiskum vandamálum líði. Erlendur sagöi lika aö ef húsið yröi gert upp, sem allt bendir nú til aö einhverntima veröi gert, komi ekkert óvænt fyrir, aö þá sé mikilvægt aö þaö veröi ekki bara notað fyrir „eitthvaö”, heldur verði þaö gert upp til þess aö þar veröi kvikmyndasýningar. Kvik- myndasafniö hefur boöist til þess aö sjá um rekstur sliks kvik- myndahúss. Þar yröu þá sýndar gamlar klassiskar kvikmyndir og islenskar kvikmyndir — og reynt aö endurskapa andrúmsloft þess- ara gömlu kvikmynda og liöinna tima. „Ég vil reyndar ganga svo langt aö varpa fram þeirri hug- mynd að Fjalakötturinn verði framtiöarhúsnæöi væntanlegrar Kvikmyndastofnunar Islands,” sagöi Erlendur. Erlendur Sveinsson, forstööu- maöur kvikmyndasafnsins.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.