Helgarpósturinn - 23.10.1981, Blaðsíða 15
15
he/garpósfurinn Föstudagur 23. október 1981
Sigurveig Jónsdóttir
Skemmtilegast að
vinna i fréttum
„Maðurinn á bak við nafnið”,
er að þessu sinni ein úr hópi
blaðamanna, Sigurveig Jóns-
dóttir, sem' nú starfar á frétta-
stofu Sjónvarpsins. Sigurveig
byrjaði nýskeð á Fréttastofunni
og er þangað komin til að leysa
Guðjón Einarsson af, en hann
gegnir starfi fréttastjóra um
stundarsakir.
Við spurðum Sigurveigu,
hvort hún reiknaði með að
ilendast á sjónvarpinu, en hún
kvað nei við þvi. „Ég er þarna
sem afleysingamanneskja i tvo
mánuði og reikna ekki með að
verða lengur”.
Sigurveig er reyndar gamal-
reynd úr frétta- og blaða-
mennsku, hóf störf i ársbyrjun
1976 og þá á Visi. Á Visi var Sig-
urveig siðan i rösklega fjögur
ár, að hún ákvað að gerast
lausarrianneskja i blaða-
mennsku.
„Ég kann þvi i raun betur, að
vera lausráðin. Með þvi móti
ræð ég betur minum tima og get
jafnframt valið verkefnin og
hafnað”.
En er ekkierfitt aðfá verkefni
— þótt Islendingar gefi út margt
blaða og timarita og lesi mikið,
er ekki markaðurinn þröngur
fyrir utanaðkomandi blaða-
menn?
„Það er ekki min reynsla. Ég
hef haft meira en nóg að gera”.
Sigurveig er reyndar, eins og
titt er um kvenfólk, húsmóðir að
auki og dagur hennar þvi gjarna
áskipaður.
Hvað fellur þér best að vinna i
blaðamennskunni?
„Mér hefur alltaf þótt
skemmtilegast að vinna i frétt-
um. Blaðamennska á blöðum
gengur út á margt fleira en
fréttaöflun og fréttaskrif.
Blaðamenn þurfa að skrifa
greinar um ýmis efni, annast
lesendaþjónustu og sitthvað
sem mörgum finnst kannski
ekki sérlega skemmtilegt”.
Þannig að þú ert i essinu þinu
á sjónvarpinu?
„Já. Mér finnst gaman að
vinna i fréttum. Starfi sjón-
varpsfréttam anns svipar
reyndar mjög til fréttastarfa á
blaði, nema að þvi leyti, að
maður verður að hugsa miklu
meira fyrir myndefninu. Á blaði
sér ljósmyndari meira eða
minna um myndefnið, frétta-
maðurinn hefur af þvi litlar
áhyggjur. Á sjónvarpinu verður
sá hluti starfsins að vera ná-
kvæmlega undirbúinn. Og
fréttamaðurinn er ekki einn.
Hann vinnur við hlið kvik-
myndatökumanns og hljóðtöku-
manns. Þannig er þetta allt
nokkuð þyngra i vöfum”.
— GG
Janis Carol i stuttri heimsókn á tslandi: „Hef verið heppin i
London, aldrei atvinnulaus, og sóló-plata væntanleg i vetur”.
Sigurveig Jónsdóttir blaðamaður — leysir af á Sjónvarpinu.
Nýja öðustellið frá Glit.
Innlendur
leir
öll veitingahús á tslandi, gömul
jafnt sem ný, bera krásir sinar
fram á innfluttum diskum. Nú
hafa innlendir framleiðendur,
Glit h.f., fengið augastað á
þessum markaði, sem svo mjög
hefur þanist út siðustu árin.
„Við ætlum að reyna að keppa á
þessum markaði og bjóða fram
nýtt stell, hannað af Huldu
Marisdóttur leirlistamanni og
Eydisi Lúðviksdóttur myndlista-
manni. Stellið er afarsterkt,
brennt við óvenjuháan hita”,
sagði Orri Vigfússon, fram-
kvæmdastóri Glits i' stuttu spjalli.
„En það er rétt að taka fram, að
innfluttur leir er fjöldafram-
leiddur en okkar er handunninn.
Við erum lika smáir i sniðum
miðað við stóru verksmiðjurnar
og þvi er hér um stóra ákvörðun
að ræða fyrir okkur”.
Hvað um verðið; verðið þið
samkeppnisfærir?
„Við teljum það. Sumt af þvi
innlenda er dýrara en okkar stell
— sumt ódýrara. Og ég bendi á,
að það er ekki aðeins um að ræða
að setja stell i framleiðslu — við
skuldbindum okkur til að fram-
leiða inn i nýja stellið i ein tólf ár.
Við settum stell á markaðinn fyr-
ir fimm árum og það gekk mjög
vel”.
^LIÐARCHDl
Klassískt
7 tónlistarkvöld \
Guömundur Jónasson syngur létt klass
ísk lög
Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó.
Boröapantanir frá kl. 2 i síma 11690.
S. Opió frá kl. 18.00. y
I