Helgarpósturinn - 23.10.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 23.10.1981, Blaðsíða 3
3 holtjrirpnczti irinn Fostuda9°r 23. októfaer i98i A þessum tveimur myndum sést hvita tjaldið. önnur myndin er tekin þegar Fjalakötturinn varog hét sem bió. Pianóiö er vinstra meginviö tjaldiö. A hinni myndinni er tjaldiö eins og þaö er I dag. Nii eru komnir gluggar undir þaö, en umbúnaöu.rinn er enn á sinum staö. Eins og sjá má er loftiö viöa illa fariö. «Ýmis sjónleikaáhöld" Upphafiö má rekja allt til árs- ins 1750, þegar á þessari lóö stóö geymsluhús Innréttinga Skúla Magnússonar. Þaö hús keyptu tveir kaupmenn rétt fyrir alda- mótin 1800, endurbyggöu þaö og stækkuöu og höföu þar krambúö- ir. Var húsiö siöan i eigu nokk- urra kaupmanna mestalla siöustu öld, en meöal þeirra sem um tima bjó i þvi var Jónas Hallgrimsson skáld. Fyrir 1880 uröu allverulegar breytingar á húsinu. Þá byggöi, þáverandi eigandi, Valgaröur Ólafsson hæö ofan á húsiö. Skömmu seinna byggöi hann geymsluhús viö vestur hliö þess noröanmeginn og fimm árum siö- ar annaö á suöurmörkum lóöar- innar. Áriö 1889 lét hann reisa geymsluhús vestar á lóöinni sem f jórum árum siöar var stækkaö til muna og hækkaö. Þar kemur upphafiö aö Kvikmyndahúsinu — Reykjavikur Biograf Theater. 1 brunabótaviröingu frá 15. júli 1893 segir: „Kaupm. W.O. Breiöfjörö hefur hækkaö bakhús þetta um 4. ál. og innréttaö þaö sem leikhús (theat- er) meö scenupall og Galleri (loptvolum). Nú er allt þiljaö meö boröum og allt málaö. Auk þess hafa ýmis sjónleikaáhöld veriö sett þar uppá scenuna. Fastir bekkir eru i húsinu bæöi uppi og niöri.” Bakhúsiö er þvi oröiö aö fyrsta leikhúsi landsins. Siöar þetta sama ár hefur hinn fram- kvæmdasami Valgaröur hækkaö öll hin húsin á lóöinni og sett gler- þak yfir portiö i miöjunni milli þeirra. Þótti húsbákn þetta litt vönduð smiö og fékk skopnafnið Fjalaköttur (músagildra). Leikhúsiö glataöi rekstrar- grundvellinum nokkrum árum eftir aö rekstur þess hófst, m.a. vegna þess að 1897 er Leikfélag Reykjavikur stofnað. Þó var eitt- hvaö reynt að klóra i bakkann, en frá 1904 til 1906 stóö húsiö autt. Þöglar myndir „Þess vegna var þaö aö þegar nokkrir Danir komu hér 1906 i þeim tilgangi aö hefja hér kvik- myndasýningar, aö þeir völdu þetta húsnæöi. Þaö var alveg kjöriö”, sagði Erlendur Sveins- son. „Þeir tóku til viö breytingar, sætunum var t.d. snúiö viö, upp- Inngangurinn litur svona út i dag. Slæmtástand Sú hliö Fjalakattarins sem snýr aö Aöalstrætinu, rauömáluö og reisuleg, segir ekki mikiö um ástand hússins alls. Þaö er nefni- lega ansi illa fariö. 1 ýtarlegri at- hugun sem Hjörleifur Sveinsson og fleiri geröu áriö 1976 kom i ljós að ef húsiö veröur endurnýjaö mun þaö kosta um þaö bil 60 pró- sent af þvi sem það mundi kosta aö byggja nýtt samskonar hús. 1 matinu er gert ráö fyrir aö út- veggir verði endurnýjaöir alveg, og þak, gólf, gluggar, innveggir og fastar innréttingar aö nokkru, eigi aö taka húsiö til almennra nota. „Burðargrind virðist að mestu heil”, segir i athugasemdum arkitektanna, „en tæplega nógu traust, t.d. i stóra salnum. Gólf eru allskemmd, og norðan og vestan svotil ónýt. Þak er einnig ónýtt nú, gert er ráö fyrir, aö þaö veröi endurgert sem glerþak yfir portinu. Vatnslagnir þarf aö end- urnýja að mestu og allar raflagn- ir. Eldvarnir þurfa sérstakrar at- hugunar viö, einkum ef um al- menn not verður að ræða, t.d. i salnum.” Hjörleifur Stefánsson sagði i samtali viö Helgarpóstinn að þetta mat frá árinu 1976 stæði ennþá að mestu leyti. „Astand hússins var slæmt þá”, sagöi hann, „og ekki hefur þaö batnaö siöan.” Þó aö jafnan sé talaö um Fjala- köttinn sem eitt hús, er þaö ef til vill svolitiö villandi. Aö visu er hann nú allur undir einu þaki, en lengst af var „hann” húsa- og skúraþyrping. Fyrirtveimur árum eöa svogeröu Bretarupp sittelsta kvikmyndahús, en þaöhaföi veriö „týnt” f mörg ár. Það eri Harwich og er þremur árum yngra en Fjalakötturinn. Myndirnar sýna framhliö hússins áö- ur en það var gert upp og eftir aö þaö var gert upp. hækkuöu sætin byggö yfir gömlu sviðin og allskonar breytingar gerðar á innréttingum Kvik- myndasýningarnar hófust siðan 2. nóvember 1906. Þá nefndist húsið Reykjavik Biograf Theater, og hýsti 287 gesti. Þessar kvikmyndasýningar stóöu siöan yfir, alveg sleitulaust þangaö til bióiö flutti yfir I nýju bygginguna viö Ingólfsstræti. Aö- ur haföi nafni þess veriö breytt i Gamla bió. Erlendur sagöi Fjalaköttinn sérstætt kvikmyndahús aö þvi leyti aö þar heföu aöeins veriö sýndar þöglar myndir. Flutning- urinn átti sér nefnilega staö 1927 eöa skömmu áöur en talmyndir komu til sögunnar. Eftir aö kvikmyndasýningum var hætt hefur ýmislegt drifið á daga hússins, en sá hluti þess sem salurinn er i hefur einkum veriö notaður sem geymslur af einu og öðru tagi. Ariö | ) 10 1942 eignuöust Silli ! Alþýðubankinn hf Laugavegi 31 - Sími28700 Útibú: Suðurlandsbraut 30 - Sími 82900 Ávöxtunarkjör á innlánsfé eru mismunandi. Þaö er mikilvægt að sparifjárins sé vel gætt og vakandi auga haft með þeim ávöxtunar- möguleikum sem bjóðast hverju sinni. í þeim efnum getur þú líka treyst á holla ráðgjöf í Alþýðubankanum. Alþýðubankinn hefurekki staðlað lánafyrirgreiðslu sína néskýrt hana sérstökum nöfnum. Þeir sem beina innlánsviðskiptum sínum til bankans eiga hins vegar greiða leið að persónulegu sambandi við starfsfólkið, umframfjárþörfin er rædd og fyrirgreiðslu bankans hagað í samræmi við aðstæður í hverju einstöku tilfelli.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.