Helgarpósturinn - 23.10.1981, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 23.10.1981, Blaðsíða 26
26 Föstudagur 23. október 1981 helgarpósturinn STIKLAÐ í JÓLABÓKAFLÓÐINU Don Kíkóti Helgarpósturinn birtir kafla úr þýðingu Guðbergs Bergssonar á Sögunni um don Kíkóta, riddarann með raunasvipinn, eftir Miguel de Cervantes Saavedra, sem væntanleg er frá Almenna bókafélaginu ll.kalfi. Sem t jallar um fyrstu för hugrakka riddarans don Kíkóta að heiman Nú var undirbúningi lokiö og don Kikóti vildi ekki draga lengur aö hrinda hugsjón sinni i framkvæmd, enda kraföist skjótra aögeröa neyö sú, sem hann áleit, aö seina- gangursinn heföi valdiö heiminum þvi hann hugöist bæta vansæmd, leiörétta óhæfur, berjast gegn fávisi, draga úr valdaniöslu og létta skuldir. A heitum júlimorgni skrýddist hann herklæöum i laumi fyrir sólarupprás og sagöi engum frá ætlun sinni, steig á bak Rósinant meö hjálmræksniö á höföi, greip skjöld og lensu og reiö burt um bakhliö húsagarösins, himinlifandi og glaöur yfir hvaöhonum haföi reynst auövelt aö hefja góöverkin. En vart var riddarinn riöinn úr hlaöi, þegar hræöilegur grunur greip hann og geröi nýhafiö verk næstum aö engu. Hann mundi aö hann haföi ekki veriö sleginn til riddara, en samkvæmt riddaralögum mátti hann þvi hvorki né gat átt vopnaviöskipti viö riddara. Af þessu var höföingjanum skylt aö bera hvit vopn og merkislausan skjöld, likt og nýliöa, uns hann haföi unniö til annars vegna eigin atgervis. Hik kom á hans mál viö þessar hugsanir.en sturlun varö skyn- seminni yfirsterkari, og hann ákvaö aö skipa fyrsta riddara, sem hann rækist á, aö slá sig til riddara aö hætti fjölmargra fyrirrennara sinna, sem hann haföi lesiö um i bókum og hvöttu hann til dáöa. Hvaö hvit vopn áhræröi, þá hugöist don Kikóti fægja vopn sin á viöeigandi staö uns þau yröu hvitari en hreysikattarskinn. Þannig sefaöist hugur nýliöans og hann hélt áfram för, sem hann iét hestinn ráöa, enda áleit hann aö ævintýrin yröu best tryggö meö þeim hætti. Hinn glæsilegi ævintýramaöur reiö þess vegna leiöar sinnar, ræddi viö sjálfan sig og sagði? Er eitthvert efamál, þegar saga ein- stæöra afreka minna veröur skráö i fram- tiöinni, aö vitringurinn, sem þaö færist i fang, muni rita og færa á svofelldan hátt i stilinn, þegar þar aö kemur aö ég held i mina fyrstu för fyrirdagmál:,,Vart haföi hinn ljósbjarti Apólló breitt gullna iokka sins unaöslega hadds yfir ásjónu hinnar breiöu, viðáttumiklu jaröar, og tæpast höfðu litlir iitskrúöugir fuglar meö hörpu- streng á tungu fagnaö i mildu bliölátu samræmi komu hinnar rósfingruöu morg- ungyöju, sem reis úr mjúkri rekkju sins afbrýðissama eiginmanns og steig gegum svalir og dyr sjóndeildarhrigs sýslunnar Mancha og birtist dauölegum mönnum, þegar riddarinn frægi, don Kikóti frá Mancha, reis úr letiham og steig á bak sins fræga fáks, Rósinants, og hélt i frægöarför um fornfrægar sveitir Montiels.” Þetta var raunverulega satt, don Kikóti reiö um þessar sveitir. Og hann hélt áfram og sagöi ,,Sæl veröur sú unaös- öld og tiö, sem kunngerir oröstir bardaga minna, sem ættu skilið aö vera steyptir i bronsmynd, meitlaöir i marmara og málaðir á fjalir til minnis ókomnum öldum. Ó, þú spaki töframaöur, hver sem þú verður eða hverjum sem fellur i skaut aö skrá þessa óvenjulegu sögu, ég vænti þess aö þú gleymir ekki góöa Rósinant, minum trúfasta förunauti i hverri athöfn og ferö)” Siöan hélt nýlibinn áfram, eins og hann væri ástfanginn i raun og veru. ,,Ó Dúlsinea prinsessa, frú mins hlekkj- aða hjarta! Þér hafið steypt mér i stórefl- is böl, þegar þér útskúfuðuð, ákæröuð og bönnuðuð mér harðlega að koma fram fyrir yðar yndisleik. Verið náðug frú, þvi þrælbundna hjarta sem þolir hörmungar vegna ástar á yður”. Við þetta bætti don Kíkóti öörum fjar- stæöum sem allar voru i ætt viö þann lær- dóm sem hann sótti I bækur sfnar, og hann likti eins vel og hann gat eftir málfari þeirra. Vegna ræðuhaldanna reiö hann lúshægt, en sólin reis hratt á loft og skein svo heitt aö hún heföi brætt I honum heilann, ef eitthvað heföi veriö eftir i höföinu. Don Kikóti helt áfram för næstum liölangan daginn, án þess aö neitt frásagnarvert bæri til tiöinda, fannst hon- um þaö leitt þvi hann vildi hitta skjótt ein- hvern sem hann gæti reynt á ramma krafta i kögglum. Sumir höfundar telja fyrsta ævintýri don Kfkóta hafi veriö þaö sem hann lenti i i Lapiþeskarði, aðrir segja þaö hafi veriö viöureign hans viö vindmyllurnar, en þaö veit ég sannast i þessu máli og fann skráö i annála Manchasýslu, aö nýliöinn reið daglangt og um kvöldiö voru bæöi hann og bikkjan orðin þreytt og hálfdauö úr hungri. Hann skyggndist i allar áttir og athugaði hvort hann kæmi auga á kastala eöa smalakofa, þar sem hægt yröi aö gista og bæta sáran sult, sá hann þá krá skammt frá veginum og var engu likara en hann sæi stjörnu, ekki þá sem visar til bæjar, heldu á kast- ala endurlausnarinnar. Hann spretti úr spori og kom aö kránni i íjósaskiptunum. Svo vildi til aö i dyrum krárinnar stóöu tveir kvenmennaf þeirri tegund sem kennd er viö lauhiæti.Konurnar ætluðu til Sevilla meö hestasveinum, sem höföu af hend- ingu tekiö sér þarna náttstaö. Meö þvi aö ævintýrariddaranum fannst allt sem hann hugsaöi, sá eöa imyndaöi sér, vera sam- kvæmt lærdómi bókanna og raunverulegt virtist honum óöar en hann sá krána hún vera kastali meö fjórum hornturnum og turnspirum úr skinandi silfri, og ekki vantaöi vindubrúna, djúpt kastalasiki eöa annað þaö sem kastala prýöir. Don Kfkóti reiö aö kránni i trú um að hún væri kast- ali, og þegar hann átti skammt ófarið tók hann I taum Rosinant og beið eftr aö dvergur gægöist milli vigskaröanna og tilkynnti meö lúöraþyt komu göfugs riddara. En þegar hann sá aö þetta dróst, og Rósinant vildi ólmur komast á stall, reiö hann að kráardyrunum og sá þar hfma gufulegar kvensniftir sem honum þótti Ifkjast undurfögrum meyjum eöa tveimur tigulegum hriðfrúm viö aö viöra sig fyrir framan kastalahliö. Rétt i þessu henti aö svinahriðir blés i horn og rak hjörö sina úr sorphaug (sem heitir þvi miöur þessu sóöalega nafni), en viö þannig merki safnast svinin saman, og samstundis fannst don Kikóta honum veröa að ósk sinni, að dvergur tilkynnti komu hans. Hann hleypti þá á sprett upp aö kránni og hriðmeyjunum meö kynleg- um gelöibrag. En þegar konurnar sáu stefna á sig vigbúinn mann meö lensu og skjöld, reyndu þær aö foröa sér óttaslegn- ar inn i krána. Don Kfkóta grunaöi af hverju ótti og flóttinn stafaöi, lyfti hann þá pappahlifinni og sýndi skorpiö og ryk- ugt andlit sitt, og mælti meö yfirvegaöri rödd og mildum talanda: Don Kikóti f augum franska listamannsins Daumier. Yðar náð, óttist hvorki né flýið, þvi samkvæmt eibstaf þeirrar riddarareglu sem ég er bundinn, veröur valdbeiting bhugsandi einkum viö jafn hágöfugar meyjar og þér eruö auðsæilega. Stúlkurnar góndu og reyndu aö grilla i andlitið undir hinni skældu hlif. Og þegar þær heyrðu aö þær voru kenndar viö mey- dóm, sem er svo órafjarri starfsgrein þeirra, þá gátu þær ekki hamið hláturinn, svo don Kikóta rann i skap og hann sagöi: Jafnan fer vel saman prúö framkoma og fegurö kvenna. Þvi er til lýta ef lítil- ræöi vekur hlátur. En hvorki mæli ég þetta yður eða yðar framkomu til óvirö- ingar. Mér ber aðeins að vera yður undir- gefinn. Konunum var óskiljanlegt málfar riddarans, og slæmt útlit hans jók ein- ungis i þeim hláturinn, en hann reiöi riddarans, og þetta hefði endað meö ósköpum, ef eigandi krárinnar heföi ekki birst i sömu svifum, en hann var afar friö- samur maöur enda feitlaginn. Þegar hann sá þetta afskræmi i mannsmynd, búiö jafn sundurgerðarlegum vopnum og skjöldurinn, iensan, beisliö og brjósthlifin voru, þá tók hann undir gleöi meyjanna. En i raun og veru stóð honum stuggur af hinum margvislega herklæönaði og ákvaö hann þvi að taka sér mild orð i munn, og hann sagði: Herra riddari, yöur er góöur beini vis, ef yöar náö leitar aö greiöastaö án gisti- herbergja. Þau höfum viö engin I kránni, en annað er veitt f rikum mæli. Þegar don Kikóti heyröi hvaö virkisfor- inginn var litillátur (honum virtist eig- andinn vera foringi, en kráin kastali) þá svaraði hann: Allt er vel þegiö, herra kastalaforingi, þvi skjöldur er mitt skart en skæran fró... og svo framvegis. Gestgjafinn hélt aö don Kikóti heföi kennt hann viö kastala, vegna þess aö honum heföi virst hann vera hreinrækt- aöur kastflfubúi, þótt ætt hans væri úr Andalúsiu, meira að segja úr vörninni i San-lúcar, og hann væri engu heiðarlegri en Kakús og jafn illvkittinn og herbergis- þjónn eða stúdent. Hann svaraði þvi á þessa leiö: Þér gætuö þvi tekið undir orö skáldsins: „Hvila á klöpp ég vildi, hvfla en vaka þó”. Stigið af baki ef svo er og verið öruggur um aö hér i hreysinu er gild ástæöa til þess að festa ekki blund f heilt ár, hvaö þá eina nótt. Með þessi orö á vör hélt gestgjafinn i istaöiö fyrir don Kikóta, sem klifraði stiröbusalega og meö miklu bjástri af baki, svipaöur þeim sem hvorki hefur þegiö vott né þurrt i heilan dag. Don Kfkóti bað gestgjafann þegar i staö aö annast reiöskjótann vel, þvi Rósinant væri heimsins þolnasta dýr. Kráareig- andinn skoöaöi fákinn og leist svo á, aö hann gæti ekki borið helming þess hróss sem don Kikóti hlóö á hann. Þegar krár- eigandinn haföi komið hestinum i hús, sneri hann aftur inn til aö veröa viö óskum gestsins. Þá voru meyjarnar aö fletta hann herklæðum og allt hafði fallið i ljúfa löö á milli þeirra. En þótt þeim hefði tek- ist aö færa don Kikóta úr brjóst- og heröa- hlifinni, mistókstþeim eöa þær höfðu ekki lagni til aö ná af honum hjálmbjörginni og hjálmskriflinu, sem hann hafði reyrt á sig meö grænum lindum. Lindana heföi þurft að skera, þvi hnútarnir voru óleysanlegir, en don Kikóti fékkst ekki til sliks. Hann sat þess vegna allt kvöldið með hjálm á höfði, og engiim gæti hugsaö sér furðu- legri eöa kynlegri sjón en þá. Meöan kon- urnar klæddu don Kikóta úr hertygjunum, sagði hann gáskafullur, vegna þess að honum virtust þessi útslitnu og jöskuöu skinn vera forstööukonur eöa kastala- frúr: Fékk i reynd ei riddari rausnarlegri þjónustu af dömum en don Kikóti, þegar hann úr þorpinu fór: annaöíst hann yngismey, einnig fékk hann Rósi hey. Ó, Rósinant! Þaö er eiginnafn færleiks mins, ágætu frúr. Sjálfur heiti ég don Ki- kóti frá Mancha: og helst heföi ég kosiö að halda nafni mfnu leyndu uns bardagi yðar vegna og i yöar þágu heföi sagt til min. En mér hraut af vör hiö forna danskvæöi um hann Lensuróta, og kvæöið á sök á þvi aö þér þekkið nafn dons Kikóta áöur en sæma þykir. Sú stund rennur upp aö þér skipið fyrir en ég hlýði, og styrkur minna sterku handa mun ljóstra upp löngun minni til aö leggjast I duftiö við aö stjana undir yður. Stúlkurnar áttu ekki aö venjast orölist af þessu tagi. Þeim varö svarafátt, og spurðu aðeins hvort riddarinn vildi ekki fá eitthvab a ö éta. Hvaö sem tönn á festir, svaraði don Ki- kóti. Mér skilst aö þess gerist nú mikil þörf. Atburöinn bar upp á föstudag, og þess vegna var ekkert til ætilegt i kránni annaö en fáeinir bitar af fisktegund þeirri, sem I Kastiliu er kölluö tros, en I Andalúsiu salt- fiskur, á öðrum stööum flatfiskur og á enn öörum blautfiskur. Konurnar spuröu hvort riddarinn vildi ekki bita af blaut- fiski, úr þvi enginn annar væri til. Ýmsir eru fiskarnir, svaraöi don Kikóti, en allir blautir sem bleikjan. Mig gildir einu hvort ég eignast átta rikisdali i stóru eöa smáu, oghent gæti aö sama gildi um bitana, og aö betra er kjöt af kálfi en kú af kiðlingi en hafur. Komi þeir i hvelli, hvað sem þvi liður. Enginn þolir erfitt og þungt vopnabrak meö þjótanda i maga. Lagt var á borö fyrir don Kikóta úti viö dyrnar, þar var svalast. Gestgjafinn bar honum bita af illa afvötnuöum og 'enn þá verr soðnum saltfiski, og jafn svart og kámugt rúgbrauö og vopn hans voru. Stór furöa var aö horfa á don Kikóta borða, hann hafði hjálminn á höföi og hlifina uppi og heppnaöist þvi ekki aö koma matnum ofan i sig nema honum væri hjálpaö og hann mataður. önnur konan tók verkið aö sér. En óhægt var og engin leiö aö gefa don Kikóta ab drekka, ef eigandi krár- innar heföi ekki brotiö innan úr bambus- staut og stungið öörum endanum i munn honum en hellt vini i hinn. Allt þoldi don Kikóti með þolinmæöi, svo hann þyrfti ekki að skera á hjálmböndin. Svinageldari einn átti erindi i krána meðan þessu fór fram, og blés hann fjór- um eða fimm sinnum i flautu við komuna. Sannfæröist don Kikóti þá algerlega um að hann væri staddur i frægum kastala og honum þjónað til borös meö hljóðfæra- slætti, og trosib væri bleikja, en rúg- brauðið úr hveiti, dræsurnar dyggustu jómfrúr og kráreigandinn kastalaforingi. Varö hann við þetta harðánægður yfir ákvörðun sinni og feröinni. En don Kikóta sveið sárt að hann hefði ekki verið sleginn til riddara og fannst hann ekki mega meö rétti lenda i ævintýrum fyrr en að vigslu lokinni. „Erfiðast að finna útgefanda" — segir Guöbergur Bergsson Spænska miðaldaverk- ið don Kikóti cftir Cervantes, sem Helgar- pósturinn birtir hér kafla úr,hefur aldrei fyrr komið út i islenskri þýðingu, ef frá er skilin þýðing á styttri bandariskri út- gáfu, sem var gerð skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina. —Amerikanar eru alltaf að endursegja bók- menntaverk „fyrir fólk- ið”. En I fullri lengd er don Kíkóti um þúsund sið- ur og verkinu er skipað á bekk með höfuðritum heimsins eins og Kviðum Hómers og 1001 nótt og hefur verið gefin oftast út af öllum bókum, aö undanskilinni Bibliunni, segir þýöandinn, Guð- bergur Bergsson. Don Kikóti er mikið verk að vöxtum. Bókin er þúsund síður, og það var seinlegt verk og erfitt aö þýöa hana, ekki sist vegna þess, að fyrstu tvær útgáfurnar, sem stuöst var við, eru á mið- alda spænsku, og engin oröabók fyrirfinnst yfir það mál. —Þetta tók mig átta eða niu ár. En erfiðast var þó aö finna útgef- anda. Verkið fékk ekki hljómgrunn þar til Ragn- ar i Smára kom til hjálp- ar eins og venjulega. Kannski er Ragnar don Kíkóti i eðli sinu, hinn sanni islenski don Kíkóti. En Ragnar er orðinn gamall,og þegar búið var að setja helming bókar- innar var ákveöið, aö Almenna bókafélagið tæki við útgáfunni. Að mati Guðbergs var þaö sú lágmenning sem nú er i uppsiglingu á tslandi, sem stuölaöi að þvi, aö don Kíkóti er gef- inn út nú. —Hér er rikjandi lág- menning i bókmenntum og leikritum, en þó sér- staklega . stjórnmálum. En við lágmenningu verða andstæð viðbrögð, þaö verður aö gera eitt- hvaö fyrir hámenning- una, segir Guöbergur. Don KÍkóti var saminn viö upphaf nútimans, i fyrsta stórveldi nútim- Guðbergur Bergsson ans. Hlutverk stórvelda hefur alltaf verið að bjarga og hjálpa minnimáttar, og i þvi hlutverki er riddarinn don Kíkóti, sem heldur út i heiminn til að leiðrétta ranglætið — en hann er svo upptekinn af þvi, að hann leiðréttir aldrei neitt. Nú, þegar don Kíkóti erfrá vinnur Guðbergur aö yfirlitsverki yfir sam- hengið i suður-amerisk- um bókmenntum fyrir Mál og menningu. Jafn- framt þvi vinnur hann að skáldsögu, sem er væntanleg á næsta ári. —Hún fjallar um ást, en ég efast um að það sé ástj getur alveg eins verið frekja eða þráhyggja, segir Guðbergur Bergs- son um þessa nýju skáld- sögu sina.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.