Helgarpósturinn - 23.10.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 23.10.1981, Blaðsíða 13
13 Föstudagur 23. október 1981 HVAR SLÆR KLUKKAN? Forvitnast um merkustu útiklukkur borgarinnar Ólafur Tryggvason trekkir upp Dómkirkjuklukkuna. Klukkur á turnum og torgum setja svip sinn á Reykjavík, eins og svo margar aðrar borgir. Klukkur þær, sem borgarbúar geta litið á, á hlaupum sinum um göturnar, eru einar fimm, Dóm- kirkjuklukkan, „Persil” klukkan á Lækjartorgi, klukkan á þaki Ct- vegsbankans, klukkan i Hall- grimskirkju og Sjóm annaskóla- klukkan. Elst þessara klukkna, og sjálf- sagt sú merkilegasta, er Dóm- kirkjuklukkan. Hún er þýskrar ættar.eins ogákaflega margar af hinum gömhi turnklukkum eru. Frá sömu verksmiðju er einnig klukkan i Siglufjarðarkirkju, en sú leikur stef eftir Bjarna Þor- steinsson i hverju hádegi. Elst þessara klukkna, og sjálf- sagt sú merkilegasta, er Dóm- kirkjuklukkan. Hún er þýskrar ættar, eins og ákaflega m argar af hinum gömhi turnklukkum eru. Frá sömu verksmiöju er einnig klukkan i Siglufjarðarkirkju, en sú leikur stef eftir Bjarna Þor- steinsson i hverju hádegi. Dómkirkjuklukkan var gefin hingað af einum Thomsen bræðra, Dietlev Thomsen, og var hún settupp i kringum 1902. Er hún þvi elsta klukkan i Reykja- vik. Verkið i henni er svokallað ankerverk, eða hakagangur, og að sögn Olafs Tryggvasonar Ur- smiðs, sem hefur meira eða minna verið viðloðandi eftirlit með henni siðan 1928, er það al- veg ódrepandi, og hefur aldrei neitt komið fyrir það, nema hvað það hefur slitnað strengur, sem sérum slagiði'bjölhi utan á kirkj- unni. Klukkan er af gömlu gerðinni, þ.e., að hún er trekkt upp með handafli, og verður að hifa þrjú meters löng lóð Ur grásteini frá gólfi upp i turn. Til þess að hifa hvert lóð alla leið, þarf 35A0 snUninga með stórri sveif, og er það töluvert átak, en i verkinu er enginn mekanismi til að létta snúninginn. Þriðjudagur er klukkudagurinn i Dómkirkjunni. Þá klifrar Ölafur upp i turn, trekkir og litur eftir þvi, að allt sé i lagi. Þriðjudagar vegna þess, að Ólafi telst það til, að næstum sé útilokað að hitta á fridag á þeim vikudegi. En er Dómkirkjuklukkan ná- kvæm? Þvi svarar ölafur: „Hún getur gengið mjög ná- kvæmlega, og yfirvikuna skeikar hún aðeins broti úr minútu.” Hann sagöi þó, að það væri breytilegt, eftir þvi hvort um sumar eða vetur væri að ræða, þar sem pendúlstöngin er Ur tré. Athugulir menn hafa kannski tekið eftir þvi, að visar klukkunn- ar sýna ekki allir nákvæmlega sömu minútuna, en það er vegna útdeilingarinnar frá verkinu i andlitinf jögur.En þegarklukkan slær tvö er hún tvö, þó visarnir séu kannski ekki alveg á sama máli. Hér er það slagið, sem er rétt. Astæðan fyrirþvi, að Ólafur fór að sjá um klukkuna var sU, að hann lærði hjá Magnúsi Benja- minssyni, sem hjálpaði við að koma henni upp og sá um hana. ,,Ég byrjaði að trekkja hana upp, þegar ég byrjaði að læra i nóvember 1928, en þaö var siður, að lærlingar sæju um þetta. Svo kom að þvi, að ég hafði lærlinga og tóku þeir þá við. En eftir að ég hætti að hafa lærlinga tók ég við og er enn að”, sagði Ólafur. önnur fræg og gömul klukka, sem setthefur mikinn svip á bæ- inn ergamla Persil klukkan, eins og hún er alltaf kölluð. Nafn sitt hefur hún hlotið af þvi, að fram eftir öllu var hún auglýsing fyrir þvottaefnið Persil. Það var þann 6. nóvember 1929, að veganefnd lagði til, að Magn- úsi Kjaran kaupmanni væri veitt leyfi til að setja klukkuna upp. Daginn eftir samþykkti bæjar- stjórn að veita leyfið með þeim skilyrðum, að leyfishafi væri skyldugur til aðfjarlægja hana á sinn kostnað, hvenær sem bæjar- stjórn óskaði þess með þriggja mánaða fyrirvara .Það var Persil firmaö, sem sendi klukkuna hing- að sem auglýsingu fyrir fram- leiðslu sfna, og munu þær hafa verið settar upp á fleiri stöðum i heiminum. Þar kom að þvi, að bæjarráð samþykkti að segja upp leyfinu fyrir klukkunni, og gerðist það hinn 21. janúar 1933. Einhverra hluta vegna var klukkan þó ekki tekin niður og var um áratuga skeið auglýsing fyrir Persil og Henco. Eigandi hennar, Magnús Kjaran, lagði mikla áherslu á að klukkan væri i lagi og kostaði hann allt viðhald hennar. Arið 1978 er borginni boðin þessi klukka til frjálsrar og ótak- markaðrar ráöstöfunar án greiðslu, og var það samþykkt hinn 11. október það ár. t april 1980 var svo samþykktur samn- ingur milli Borgarsjóðs og Ki- wanisklúbbsins Kötlu, þar sem klúbburinn skuldbindur sig til að sjá um allt viðhald á klukkunni gegn því að fá að selja auglýsing- ar á hliðar hennar. Klukka þessi er tengd móður- úri, sem i' er þýskt pendúlverk, sem Sigurður Tómasson úrsmiö- ur breytti og setti i það rafmagns- gangráð, og er úrið sjálftrekkj- andi. Mótorarnir i sjálfri klukk- unni á torginu hafa hins vegar ekkert meö úrið sjálft að gera. Persilklukkan hefur gengiö mis jafnlega vel í gegnum árin, en nú er svo komið, að ekkert hefur verið hreyft við henni i tvo mán- uði. Hins vegar stendur það tii bóta, þvi það mun ætlunin að setja upp nýja klukku i vetur. Geta klukkulausir menn, sem eiga leið um Lækjartorg þvi von- andi bráðum komist að þvi hvað timanum liður, án þess að þurfa að strekkja um of á hálsliðunum. Hinar klukkurnar eru ölhi nýrri af nálinni, og eins og Persilklukk- an, tengdar móðurúri, sem sér um, að þær gangi rétt. Dómkirkjuklukkan hefur tifaö i tæp áttatiu ár við Austurvöllinn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.