Helgarpósturinn - 23.10.1981, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 23.10.1981, Blaðsíða 7
7 __he/garpústurinn Föstudagur 23. október 1981 ins. Tómas starfaði siðast sem varafulltnii Hannesar Jónssonar i Genf og mun ástæðan fyrir heimkomu hans vera eindregin ósk um að þurfa ekki lengur að starfa með Hannesi flokksbróður, sem telst einhver umdeildasti starfsmaður i'slensku utanrikis- þjónustunnar.... ® Fimm blaðamenn eru á för- um af Dagblaðinu, og gæti f jölgað i átta. Fimmmenningarnir eru Anna B jarnason, Atli Steinsson, Bragi Sigurðsson, Asgeir Tómas- son, — allt starfsmain blaðsins fráupphafi —, og Lilja K. Möller. Þeir sem við gætu bæst eru Sig- urður Sverrisson, Fransisca Gunnarsdóttir og Jóhanna Þrá- insdóttir. Astæður fyrir þessum breytingum eru að vísu af ýmsum toga, en vaxandi samskiptaerfið- leikar hafa verið milli ritst jórnar og framkvæmdastjórnar blaðs- ins. Svo langt hefur þetta gengið, að sagt er að Jónas Kristjónsson ritstjóri og Sveinn Eyjólfsson framkvæmdastjöri hafi ekki tal- ast við öðru visi en skriflega i marga mánuði. Segja sumir DB— menn að engu sé likara stundum, en Sveinn framkvæmdastjóri ein- beitisér meira að þvi að vinna að þvi að Albert Guðmundsson verði næsti borgarstjóri i Reykjavik en að reka blað.... w Vetrardagskrá hljóðvarps er að mótast smátt og smátt. Hefur Hdgarpósturinn heyrt að eins og venjulega verði sérstakur ungl- ingaþáttur á dagskránni og muni skiptast á þættir annars vegar i umsjá Halls Helgasonar (Andra úr Punktinum) og Gunnars Vikt- orssonarog hins vegar ungra Al- þýðubandalagsmanna sem við vitum ekki enn hverjir eru.... ® Jón Ormur Halldórsson að- stoðarmaður forsætisráðherra eignaðist sonfyrirnokkru.einsog m.a. kom fram i skemmtilegri Dagbók sem hann skrifaði um það leyti fyrir Helgarpóstinn. Sonurinn hefur nú verið skirður Gunnar Hrafn, —og segja for- eldrar sveinsins þá nafngift vera vaida Ut i bláinn. En af þessu til- efni er nú sögð sú saga að þegar Jón Ormur sagði dr. Gunnari Thoroddsen frá nafninu þá hafi forsætisráðhe.rra svarað: „Ehem, sjáðu tií. Ég er vitaskuld, Jón Ormur, ákaflega ánægður með það að þú skulir láta skira son þinnihöfuðið á mér.En sann- leikurinn er sá, að það hefði verið jafnvel betur til fsúliö, i staðinn fyrir Gunnar Hrafn þá hefði drengurinn verið skirður Gunnar Valur. Þá hefði Vala fengið að vera meö í þessu”. Þessi er ekki seld dýrar en hún var keypt.... % Horfur eru á stórbyltingu i 'dagskrárskipan útvarpsins á næstunni. Við heyrum að lengi hafi verið mikill hljómgrunnur fyrir þviinnan fréttastofúnnar að fella niður hinn hefðbundna dag- skrárlið ,,siðasta lag fyrirfréttir” en taka i' þess stað upp sérstakt fréttastef san kallað er. Tillögur þar að lútandi hafi hins vegar hingað til strandað á ýmsum hinna ihaldssamari valdamanna útvarpsins kannski sér i lagi á framkvæmdastjóra þess, Guð- mundi Jónss., sem lika er söngvari og hefur þess vegna hugsanlega hagsmuna að gæta. Eða þar til nú nýlega að málið kom fyrir deildarstjórafund innan útvarpsins, þar sem kom i ljós að meirihluti var fyrir hug- myndum fréttastofunnar um fréttastefið. Hins vegar á deildar- stjórafundurinn enn eftir aö af- greiða málið formlega:.. 0 Meira úr útvarpinu. Þvi er lika haldið fram að þess muni sjást merki i vetrardagskrá út- varpsins að nýr og yngri maður er tekinn við völdum i tónlistar- deildinni. Við heyrum að útvarps- ráð hafi að undanförnu haft til skoðunar tillögur Jóns Arnar Marinóssonar um töluverða upp- stokkun á tónlistarflutningi út- varpsins, sem hafi almennt mælst vel fyrir innan ráðsins. Nokkrar róttækustu breytingar eru sagðar þær m.a. að nú kunna Lög unga fólksins að verða tvisvar i viku, að sunnudagserindin verði færð aftar á dagskrá þess dags,en i stað þeirra komi létt eða létt klassisk tónlist eftir hádegið og lögð verði af hin helga þögn út- varpsins eftir messurnar i sunnu- dagshádeginu... w Sjónvarpsmenn biöa nú eftir því hvaða afgreiðslu óskir deilda um starfsemi næsta á'-s fæirhjá útvarpsráði. Meðal annars hefur Hinrik Bjarnason yfirmaður lista- og skemmtideildar lagt fram drög að dagskrárgerð fyrir næsta ár. Þar munu ekki vera mörg nýmæli á ferð, heldur itrek- aðar fyrri óskir sem ekki hafa komist í gegn hingað til. Helsta verkefnið mun verða innlendur þáttaflokkur, Félagsheimilið sem legið hefur f salti fullskrifaður i ein tvö ár. Liklegt er nú talið að haf ist verði handa um gerð hans i byrjun næsta árs... % Hann var vist fjörugur starfs- mannafundurinn hjá Flugleiðum i fyrri viku. Þar voru mættir um fjögur til fimmhundruö starfsmenn félagsins og þrir samgönguráðherrar, nú- og fyrr- verandi.til að ræöa um stefnuna i islenskum flugmálum.sem starfs- menn virtust einhuga um að væri orðin að stefnuleysi, einkum meö tilliti til umsókna Arnarflugs um leyfi til flugs á meginlands- leiðum. Var, af hálfu fulltrúa Flugleiðastarfsfólks, gerð hix-ð hrið að núverandi samgönguráð- herra, Steingrimi Hermannssyni og oft vitnað til stefnu þeirra for- vera hans sem fundinn sátu, Hannihals Valdimarssonar og Haildórs E. Sigurðssonar, en þeir unnu aö sameiningu Flug- félags tslands og Loftleiða á sinum tima. Ekki sist var vitnað til þeirrar afstöðu Halldórs E. að á islandi væri flugmálum best fyrir komið þannig að eitt stórt flugfélag væri I millilandaáætl- unarflugi, en önnur væru þá á leigumarkaði. Siöan gerist þaö á fundinum aö Halldór E. gefur merki um að hann óski eftir að komast á mælendaskrá. Stein- grimur er þá i pontu, lýkur máli sinu, gengur út og kemur ekki aftur á fundinn. Halldór E. til- Ikynnti við svo búið að hann væri hættur við að taka til máls. Vakti það undrun á þessum fjölmenna fundi að Steingrimur skyldi sýna forvera sinum og flokksbróður slika litilsvirðingu.. ® Plata hljómsveitarinnar Mezzofortesem dreift hefur verið á Bretlandsmarkaði hefur verið i stöðugri sókn þar undanfarið og nú siðast höfðum við af þvi spurn- ir aðhún værikominiþriðja sætið á jazzplötulistanum i Bretlandi. Fyrir neðan Mezzoforteá þessum lista voru t.d. ekki j. ómerkari menn en Miles | > Q Davis.... V ** Nú getið þér beðið eftir skóviðgerðinni — og tekur þaö aðeins nokkrar mínútur — 1fið viljum einnig minna á að hjá okkur fæst aílt fyrir heimilisdýrin. OPKJ LAUGARAGA KL. 9- AORA VIRKA DAGA KL 9-6. A TH. 400 BÍLASTÆDI SKÓVINIMUSTOFA SIGURBJÖRNS Austurveri — Háaleitisbraut 68. — Simi 33980. OTRÚLEGT EN SATTH Kaupmenn, kaupfélög innkaupastjórar Eigum nú fyrirlyggjandi á lager: Herra safari-jakka Stærðir: 48-50-52-54-56 Litir: Grátt, blátt og grænt Sölumenn: 83599 - 83889 SÆNSK-ÍSLENSKA Sundaborg 9 - Reykjavík

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.