Helgarpósturinn - 23.10.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 23.10.1981, Blaðsíða 4
NAFN: Kristinn Ólafsson STARF: Tollgæslustjóri FÆDDUR: 13. september 1938 HEIMILI: Stuölasel 4 HEIMILISHAGIR: Giftur og á fjögur börn ÁHUGAMÁL: íþróttir, svo sem sund, fjallgöngur og skíðaferðir BIFREIÐ: Mazda 323 „Samviska min hefur valið óvinsælu leiðina,T Kristinn ólafsson tollgæslusljóri hefur mjög veriö í sviösljósinu siöustu daga, vegna málefna Toll- Igæslunnar. Mál Tollgæslunnar og Tollvörugeymslunnar bárust inn á Alþingi, þar sem Albert Guö- inundsson, sem rcyndar er stjórnarformaöur Tollvörugeymslunnar h.f., geröi mál Tollgæslunnar og Matthiasar Andrcssonar tollvaröar aö umræöuefni, en Kristinn tollgæslustjóri hefur lagt til viö fjár- máiaráöuneytiö.aö Matthfasi veröi vikiö úr starfi. Matthias hefur einmitt starfaö i Tollvörugeymslunni og var honum á brýn borið að hafa tekiö viö óleyfileguin launagreiös'lum vegna yfirvinnu — aö hafa stundað þar störf sem yfirboðarar hans höföu ekki lagt fyrir hann. Viö tókum Kristin ólafsson i YFIR- HEYRSLU og spuröum um þessi mál Tollgæslunnar. Kristinn er lögfræöingur að mennt, varö hdl. 1966 og hrl. 75. Hann starfaöi fyrst sem fulltrúi á lög- fræðiskrifstofu, varð fulltrúi lögreglustjórans i Reykjavik 1967 til 1971,starfaöi i eitt og hálft ár sem lög- fræðingur Vegageröarinnar og varö tollgæslustjóri 1973. Hvernig stcndur á þessu fjaöra- foki meö Tollgæsluna — hefurðu enga stjórn á embættinu? Stjórnunin er sjálfsagt ekki of góð. Og þaö er sjálfsagt erfitt að hitta á ,,rétta” stjórn, þvi það má ekki heldur vera ofstjórn á hlut- unum. En mér virðist nú þetta upphlaup fyrst og fremst stafa af þvi, sem ég vil kalla viðleitni til aö hafa stjórn á jnálum. A Alþingi um daginn leiddust umræöur strax út i að tala um hroka embættismanna—ertu hrokafullur? Ég er náttúrlega ekki rétti maöurinn til að svara þvi, en ég vildi leiða taliö að þvi — hvers vegna Albert Guðmundsson við- hafði þessi ummæli. Honum þótti égtaka stórt upp i mig iblaðavið- tali, þar sem ég sagði:”... þeir hjá Tollvörugey mslunni geta haft lokaö eins lengi og þeim sýnist eða lagt niður fyrirtækið án þess að það komi á nokkurn hatt við Tollgæsluna”. Þessi ummæli tekur hann tir samhengi við þá spurningu blaðamanns, sem ég hafði verið að svara. Með þvi að taka orð min þannig úr samhengi, getur hann svo túlkað þau i eigin þágu ogreynt að leiða þingmenn i sannleika um þjóðhagslegt ágæti þessa fyrirtækis—sem var alls ekki til umræðu af minni hálfu. Min orö voru aðeins niðurlag á svari við spurningu blm. um hvers vegna Tollvörugeymslan væri hætt að taka viö vörum. Fyrrihluti svarsins er hins vegar þessi: „Kristinn sagði að það væri alls ekki hlutverk Tollgæsl- unnar að taka á móti vörum fyrir Tollvörugeymsluna. Kristinn sagði að þeir hjá Tollgæslunni teldu það alls ekki i verkahring Tollvörugeymslunnar að segja til um það, hvernig tollgæslan ætti að haga störfum. Sagðist hann ekki skilja það, að þeir hjá Toll- vörugeymslunni vildu láta það bitna á sinum viðskiptamönnum, aö Tollgæslan vildi sjálf ráða þvi hvernig hún starfaði”. Sé þetta lesið i samhengi þá ætla ég að það sé öllum ljóst, að ég er að benda á það, aö Tollvöru- geymslan gat tekið á móti vörum án afskipta Tollgæslunnar. Enda hafði hún gert það, t.d. i sumar- leyfi þessa tollvarðar (Matt- hiasar Andréssonar—innsk. blm.),án þess að nokkur kvörtun kæmi fram. Hvernig stendur á þvi, að þú lætur birta (Mbl. 17. okt. sl.) bréf þitt til fjármálaráðuneytisins, þar sem þú gerir aö tillögu þinni, aö Matthiasi Andréssyni verði vikið úr starfi—er svona bréf ekki trúnaðarmál ráöuneytisins? Þegar farið var að ræða þessi mál svona opinskátt, þá taldi ég rétt, að röksemdir fyrir þeirri til- lögu kæmu fyrir augu blaðales- enda, svo að þeir gætu sjálfir metið stöðuna. Ég taldi að það væri búið að rjúfa þann trúnað sem hugsanlega hefði átt að rikja — og hafði rikt um þetta efni i niu mánuði af minni hálfu, eða frá þvibréfið varskrifað. Það voru umræðurnar á Alþingi sem rufu þennan trúnað. Ertu óvinsæll meöal þinna starfsm anna? Ég er sjálfsagt óvinsæll fyrir viss atriði. Ég vil þá nefna það, að ég hef verið að halda i skefjum yfirvinnu hjá stofnuninni, en eins og allir vita, þá ræður fjárhags- leg afkoma manna,að meira eða minna leyti, afstöðu þeirra til . stjórnenda. Mér er alveg ljós leiðin til vinsælda i starfi eins og minu. Það er að vera nógu eftir- gefanlegur og örlátur á fé al- mennings, sem mér er trúað fyrir. Samviska min hefur hins- vegar valiö óvinsælu leiðina. Og i sambandi við þetta, er ekki úr vegi að koma inn á þau orð sem féllu á Alþingi i minn garðog ann- arra embættismanna. Það var sagt, að við ættum að vera þjónar almennings. Erkannski átt viö að maður eigi að fara vinsælda- leiðina, sem ég lýsti hér að ofan? Þá yrði vist ekki kvartað. Hvernig stendur á því, að þú virðist vera aö leggja niöur alla tollgæslu úti á landi — það er t.d. enginn tollvörður á Vestfjöröum og á Scyöisfirði annast lögreglu- menn tollafgreiöslu Smyrils? Það hefur verið stefna fjár- málaráðuneytisins um margra ára bil — og hefur að nokkru leyti verið i minum verkahring að framkvæma þá stefnu — að lög- reglumönnum út um land væri falið að sinna tollgæslu jafnf ramt sinu löggæslustarfi. Hér er vitan- lega um hagkvæmnissjónarmið rikisins að ræða. Það er hins vegar engin spurning um það, að helst hefði ég kosið að tollverðir væru sem viðast á landsbyggðinni og sem flestir. En að sjálfsögðu þarf f jármuni til að greiða öllum þeim starfsmönnum sem maður vildi hafa. Útvegun fjárins er hinsvegar mál ráðuneytisins og Alþingis. Ef koma ættu tollverðir i stað allra þeirra lögreglu- manna, sem tollgæslu sinna, þá þarf Tollgæslan að fá um áttatiu manns tii viðbótar. En segjum að maður gerði sig ánægðan með þó ekki væri nema helminginn af þeimfjölda. Þvfmiður getég ekki sjálfur valið i þessu efni, og verð því að fylgja þeirri linu, sem ráðuneytiö hefur lagt. Athugum tollaafgreiðslu á Smyrli. Þar hafa um fjórtán lögreglu- menn verið við tollgæslu- störfeinusinni i viku, þrjá til fimm klukkutfma i senn. Eg hefði að sjálfsögðu kosiö að þessir starfsmenn væru allir tollverðir. En ég er hræddur um að rikissjóður myndikveinka sér, ef þeir ættu engu aö sinna nema toDgæslu. Hvers vegna var Matthias Andrésson upphaflega sendur inn i Tollvörugeymslu til starfa? Einhver þurfti að starfa þar — hvers vegna ekki hann eins og einhver annar. En þú sagðiráöan, að Tollvöru- geymslan gæti,ToIlgæsIunnar vegna, starfaö án ykkar afskipta og heföi gert þaö t.d. i sumarfrii Matthíasar? Það er vörumóttakan sem ég á við. Það er ekki i verkahring toll- varðar að annast vörumóttöku, heldur vörutalningu eftir að Toll- vörugeymslan er búin að kvitta fyrir móttöku vörunnar. Þær talningar eiga að leiða i ljós, hvortvöruinnflytjandihefur tekiö vörur úr Tollvörugeymslunni án greiðslu á tollum, og hugsanlega einnig án þess að greiða kaupverð vörunnar i gjaldeyrisbanka. Þvi miðurerudæmium slikt misferli. Er reynt að múta toll- þjónuin — hefur einhvern tima komist upp um mútumál innan Tollgæslunnar? Slikur áburður var tekinn tii rannsóknarfyrir nokkrum árum i tengslum við misferli tveggja tollvarða. Sú rannsókn leiddi reyndar til þess að þessir tveir menn urðu að hætta hjá Tollgæsl- unni vegna brota i starfi. En það sannaðist ekkert um mútur. Þessir tveir sem urðu að hætta, voru ekki mútuþegar. Éggetþannig ekki svarað þess- ari spurningu öðruvisi, en að mér sé ókunnugt um að slikt eigi sér stað og vona að slikt gerist ekki. Hvernig er varið saniskiptum Tollgæslunnar við fjármálaráöu- neytið — hefur Tollgæslan undan einhverju að kvarta? Nú fékkst þú ekki þeirri ósk þinni fullnægt að Matthiasi Andréssyni yrði vikið úr starfi? Ég tel mig ekki hafa undan þeim samskiptum að kvarta. Þeir i ráðuneytinu fara ekki alltaf eftir þeim ráðleggingum, sem til þeirra er beint, svo sem eins og i umræddu tollvarðarmáli, en hinsvegar vil ég á engan hátt ve- fengja rétt ráðuneytisins til sjálf- stæðrar afgreiðslu. Ertu ánægöur með menntun og hæfni undirmanna þinna? Hér eru margir mjög vel hæfir menn með mikla starfsreynslu að baki. Hins vegar er æskilegt að koma sem oftast við endurhæf- ingu og reyndar betri undirbún- ingsmenntun nýrra manna. Nú er unnið að samningu nýrrar reglu- gerðar um það efni. Ertu fylgjandi skýrum og.ótvi- ræðum reglum um toll- gæslu—ertu „haukur” eöa „dúfa” i tollgæslumálum? Eg hygg að ég hafi veriö kall- aður „haukur” i þessu efni. Ég tel að ég hafi gert mér far um að vinna að þvi, að starfsreglur, linur til að vinna eftir, væru sem skýrastar. óskýrar reglur valda þvi að mönnum kann að vera mis- munaðog það er atriði sem ég get ekki sætt mig viö. Ertu að kalla eftir skýrari starfsreglum? Ráðuneytið hefur að sumu leyti sett skýrari reglur fyrir okkur að vinna eftir. Við höfum lika sjálfir reynt að samræma okkar vinnu- brögð. Þessa stundina er t.d. i undirbúningi veigamikið atriði i þessum dúr. Hefur boriö á þvl að fólki væri mismunað hjá Tollgæslunni? Teluröu aö þaö hafi veriö eöa séu brögö aö þvi að þiö „takiö Pétur en ekki Pál?” Ég vona að það gerist ekki vilj- andi hjá neinum af starfsmönn- um Tollgæslunnar. eftir Gunnar Gunnarsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.