Helgarpósturinn - 23.12.1981, Síða 4
_______helgarpásturinn-
• spri er það skemmtilegasta sem hún veit.
Hún vill að það sé dansað og við dönsuð-
um saman þegar Ingimar Eydal spilaöi
svolitið á eftir. Ég semsagt geri það sama
og aðrir foreldrar. Les mikið fyrir hana
og við spjöllum og körpum um hvað er
rétt og hvað rangt. Við erum nefnilega
ekki alltaf sammála fremur en aðrar
mæðgur.”
Ryksugan á fullu
— Hvernig notarðu annars fristundir,
— ef þær eru einhverjar?
„Ja,allir verða nú að hafa einhverjar
fristundir. bað væri litið púður i lifinu
annars. Ég er ákaflega heimakær og þyk-
ir gott að vinna heima. Fristundirnar hef
égalla ævi mest notað til að vinna. Það er
ef til vill skritið að segja þetta en ég
slappa af við að vinna. Þegar ég er heima
og ekki að spjalla i góöu tómi við vini og
kunningja.”
— Hvað ertu aö vinna?
,,Ég er að dunda viö að skrifa eitthvað,
þýða eitthvað, eða að lesa eitthvað sem ég
held að geti komið mér að gagni seinna,
punkta sitthvað hjá mér, geri útdrátt og
svo framvegis. Og svo þetta klassiska
sem alltaf á vist að fylgja: Ég hlusta mik-
ið á tónlist.”
— Hvað hefurðu verið að lesa núna?
„Ég er búin með Ólaf Thors, svona
nokkurn veginn, Stóru bombuna,Einbjörn
Hansson, svo er ég auðvitað búin að lesa
viðbótina af sjálfri mér! Ég hef blaðað i
gegnum Landið þitt — sem er okkar, og
sitthvað fleira, en ég á eftir að lesa heil-
mikið af þvi sem ég ætla mér.”
— Löngum hefur verið sett samasem
merki milli kvenna og heimilishalds. Att
þú til að rjúka i ryksuguna?
„Nú þykir mér gaman að þér! Mér hef-
ur alltaf þótt gaman að heimilisstörfum.
Ég veit að margar konur eru mér sam-
mála um að það er gott að hugsa meðan
maður ryksugar. Maður hreinsar hug-
ann um leið og gólfið.
Og það sem ég get verið einbeitt þegar
ég er að þvo upp! Ef ég á að halda ræðu
eða eitthvað slikt,þá tek ég gjarna til við
uppþvottinn. Hitt er annað, að þegar mað-
ur hefur mikla hjálp, þá er auðvitað oft
búið að gera þetta þegar maður birtist.
Ég hef feikigott starfslið i kringum mig.”
— Kokkar þú nokkurntima sjálf i gesti
þina?
„Já, það geri ég oft. Ekki gesti embætt-
isins að Bessastöðum að visu, enda eru
það svo stórar veislur yfirleitt. En ef það
eru einkagestir minir, þá geri ég það oft.
Mér þykir ákaflega gaman að búa til mat.
En mér leiðist að baka.”
— Þú bakar þá ekki til jólanna?
„Nei, þaðgeri ég ekki, — ekki einu sinni
Bessastaðakökur.”
Seint týnist
skáldagáfan
— Einhleyp kona i forsetaembætti er
tilvalið hráefni i slúðursögur. Verður þú
mjög vör við þær?
„Ég heyri sitt af hverju og seint munu
Islendingar týna skáldagáfunni.”
— Læturðu þetta hafa áhrif á þig?
,,Nei,ég held ég sé komin yfir það. Ég
var óvön þessu fyrst. En I rauninni er
þetta svo smátt. Sjálfri leiðist mér slúður
og er vandræðalega óminnug á kjaftasög-
ur.
Þegar á að fara að rif ja eitthvað upp af
þessu tagi,sem ég á að vita,er ég búin að
gleyma þvi. Sérstaklega af þvi að mér
finnst mér ekki koma það við. Og það dái
ég mikið á Islandi, og hef margsagt og
komið á framfæri erlendis, hve einkahag-
ir manna eru virtir. Það er ekki sjiunnið
upp neitt slúður um landsmenn i blöðun-
um. Það er islenskum blaðamönnum til
sóma að hafa haldið friðhelgi einstakl-
ingsins að þessu leyti.”
— Hvað er forsetinn aö gera núna?
„Forsetinn á að halda nýársræðu 1.
janúar. Ég þarf mikið að skrifa af ávörp-
um, greinum og þess háttar. Hvenær sem
ég get hjálpað til við eitthvert málefni, þá
geri ég það ef ég mögulega get. Það er
alltaf eitthvað undir penna, og það er
timafrekt.”
— Hver verður áramótaboðskapurinn?
„Eigum við ekki að láta hann biða sins
dags?”
— Jú, kannski. En hvernig helduröu
jól?
„Með fjölskydu minni. Ég er svo heppin
að ég á stóra f jölskyldu,er vinmörg mann-
eskja. Ég er ákaflega vinasæl. Þ.e. að ég
er sæl með vini mina. Ég nýt sældar 1
sambandi við vini, og á góða fjölskyldu.”
— Ertu búin að taka ákvörðun um að
bjóða þig fram annað kjörtimabil?
„Þetta eF varla nema rétt byrjað. Ég
læt hver jum degi nægja sitt að sinni. Það
er ómögulegt að segja hvernig maður
kann að hugsa eftir mörg ár. Mér er eftir-
minnileg ung kona sem ég hitti fyrir
nokkrum árum úti i Sviþjóð. Hún var þá
um 25 ára gömul og var nýbúin að flytja
inn i stórt hús. Og hún sagði við mig:
„Harskallvibo tills vi pensioneras.” Mér
fannst þetta hálf dapurlegt. Ég treysti
mér alls ekki til að ákveða á þessari
stundu hvað ég vil helst gera þar til ég fer
á eftirlaun.”
Miðvikúdagúr 23. deserriber’ 1981
Flestum likaði vel, en einn sagði að þú
værir einum of mikið glamúr fyrir sinn
smekk.
„Þetta finnst mér nú ákaflega sér-
kennilegt ef ég á aö segja eins og er. Ég
hef aldrei veriö mikiö fyrir glamúr og
þetta er I fyrsta skipti sem ég heyri það
nefnt i sambandi viö mig. En ég hef alla
tið verið broshýr og er ákaflega hlátur-
mild, enda finnst mér þó nokkuð gaman
að lifinu. Mér er ákaflega tamt að sjá hin-
ar spaugilegu hliðar þess. Hvað er annars
glamúr?
— Er það ekki eitthvað sem kvik-
myndastjörnur hafa?
„Eru þessar glamúrdömur ekki venju-
lega á sundbolum að auglýsa bila eða eitt-
hvað svoleiðis? Ég átta mig ekki á hvað
maðurinn meinar. Ég er ósköp venjuleg
miöaldra frú. Ef ég sit fyrir framan
mann, eöa jafnvel fyrir framan ljósmynd-
ara eins og núna,þá get ég ómögulega ver-
ið aö setja mig i stellingar.”
Ekki stríð
— Þú sagöir áðan að fjölmiölafólk hefði
heimsótt þig unnvörpum. Hvernig er
reynsla þin af þvi fólki?
„Góö. Veistu það, ég er svo lánsöm i
þessu lifi að ég hitti yfirleitt fyrir sóma-
fólk. Aragrúi fréttamanna hefur komið
hingaö, viö höfum spjallað frjálslega
saman og margt ágætt komið útúr þvi. Þú
veist, að þvi meira sem maður fer að
kryfja til mergjar spurningar eins og þu
varpar fram um glamúr og þviumlikt, þvi
betur kemstu að einhverri niðurstöðu um
lifiö.
I öllum þessum viðtölum hefur komið
fram að ég hef einsett mér, — og það er
með ráðum gert, að lita fremur á björtu
hliðar lifsins en þær dökku. Ég má ekki
hugsa til þess að fólk i kringum mig hafi
mig sirexandi yfir sér. Þannig fólk er svo
óendanlega leiðinlegt. Þessi endalausi
barlómur útaf öllu. Þessu hef ég komið til
skila. Ég er bjartsýn að eðlisfari, en þó
raunsæ að ég tel. Auðvitað á ég, eins og
allar aðrar manneskjur i heiminum,
stundir þar sem mér finnst allt ómögu-
legt. En ég hef sett mér að láta það ekki
kaffæra mig. Hefði ég gert það væri ég
löngu farin til feðra minna.
Ég hef komið þvi til skila að ég treysti
þvi, og reyni að vinna aö þvi öllum árum,
— að ekki komi strið. Og fólk hefur veitt
þvi athygli. Ég hef talaö um þetta i mörg
ár. Núna virðist þetta vera sérstaklega i
takt við timann. Menn eru sifellt aö gera
sér grein fyrir þvi að það verður að gera
eitthvað, og að það er almenningsálitiö,
nógu óendanlega sterkt, sem getur ráðiö
þar nokkru um. Þar vil ég vera þátttak-
andi. Og ákaflega mikið af bréfum sem ég
fæ eru i sambandi við þetta.
Ég hef reynt að koma landinu og þjóð-
areinkennum til skila i viðtölum við þessa
blaðamenn. Menningu okkar, landinu
sjálfu,undrinu að eiga þvilikar auðlindir,
sem vatnið og jarðhitann.
Friðarhreyfingarnar
merkilegar
— Má ekki skilja þig þannig að þú
styöjir hinar svokölluöu friöarhreyfingar
I Evrópu?
„Mér finnst þessar friðarhreyfingar 1
Evrópumjög merkilegar og athyglisverö-
ar. Hugsaðu þér, að það skuli gerast aö
það safnast saman á einum sunnudegi i
Bonn 250þúsund manns.sama sem öll is-
lenska þjóðin, til að vekja á þessu athygli;
það sama gerist i öðrum borgum. Þetta er
fólk sem á eitt sameiginlegt markmið.
Það vill ekki gera lönd sin að vigvelli.
Menn taka einnig til máls hjá Sameinuðu
þjóöunum og slá á sömu strengi. Nei,ég
sætti mig ekki við aö börnin vaxi upp um-
lukin ótta okkar fullorðinna við strið.
Maður hlýtur að þurfa að stappa stálinu i
unga fólkið. En það er ekki nóg að þær
þjóöir einar afvopnist sem eru friðsam-
astar, heldur þarf að nást alhliða sam-
komulag um afvopnun. Ég vona að vax-
andi umræöa um þessi mál skapi grund-
vöíli þá veru. Sterkt almenningsálit hefur
þar geysimikið að segja. Aö hrópa svo
hátt að það verði alls staðar hlustað.”
Næmt ,/loftnet"
— Frægðin er dóp, sagði einhver ein-
hverntíma. Hefurðu nautn af frægðinni og
umtalinu?
„Nei, ég nota ekki það dóp frekar en
annaö. Ég tek litið eftir þessusjálf. Ég hef
um nóg annað að hugsa. Stundum verð ég
þó auðvitað vör við að eftir mér er tekið.
Ég heyröi einu sinni i sumar konu segja
við aðra konu þar sem þær gengu á eftir
mér á Strikinu I Kaupmannahöfn: Det er
underligt hvor den dame ligner præsident
Vigdís! En yfirleitt skiptir þetta mig
litlu.”
— Áttu sömu vinina nú og áður en þú
tókst við þessu embætti?
„Já, alla sömu vinina. Engum tapað.
Auk þess hef ég eignast marga i viöbót.
Það er það merkilega við þetta allt sam-
an. Og þó. Ég hef kynnst svo mörgum, og
þau kynni hafa iðulega leitt til vináttu.
Svo hafa lika gamlir vinir skotið upp koll-
inum — vinir sem ég hafði ekki hitt I hálf-
an annan áratug, eða lengur.”
— Er ekki svolitið erfitt aö greina á
milli þeirra sem hafa áhuga á þér af þvi
að þú ert Vigdis, og þeirra sem hafa á-
huga á þér af þvi aö þú ert forseti?
„Nei, maður finnur það nú nokk á sér.
Ég hef talsvert næmt „loftnet”. Ætli það
sé ekki þetta sem kallað er „womans
intuition”, eða kvenlegt innsæi^ins og það
hefur vist verið þýtt á islensku.
Hlédrægni
— Verðurðu mikið vör viö snobb i
kringum þig?
„Nei. Ef ég verð vör við eitthvað þá er
það fremur hlédrægni. Islendingar eru
svo blessunarlega lausir viö snobb. Enda
trúi ég ekki að nokkur tslendingur sé
snobbaður fyrir mér. Ég er það ekki
sjálf.”
„Ef ég á að halda ræðu eða eitthvaö slikt, þá tek ég
gjarna til við uppþvottinn”.
— En hvernig hefur framkoma fólks
breyst gagnvart þér?
„Sumir eru samsagt hlédrægari og
hefja mál sitt eitthvað á þá leið: Ja, ég
veit nú ekki almennilega hvort ég á að
þora að nefna þetta við þig. Og þá verö ég
aö taka af skariö og segja: auðvitað,eða af
hverju ekki? — Aðrir eru miklu broshýr-
ari en áöur, þegar ég birtist, og það kann
ég vel að meta.
En annað hefur vakið athygli mina. Ég
vissi ekki að þetta embætti ætti svona
mikil itök i fólki. Það sýnir þessum emb-
ættismanni þjóðarinnar hlýju. Ég hef
fundið þetta og ég held að þeir sem voru i
embættinu á undan mér hafi fundiö það á
sama hátt. Að minnsta kosti var það af-
staða min til forvera minna, án þess aö
mig grunaði að ég ætti nokkurntima eftir
að feta I þeirra fótspor.”
— Fetarðu I þeirra fótspor eöa tekurðu
þin eigin hliðarspor?
„Svo ég komi að þessu aftur: Allar
skoðanir eru til að breyta þeim,ef ný við-
horf myndast. Ég er ekki sama mann-
eskja og þeir. Ég hlýt að lifa minu lifi,
með þeim skyldum sem ég hef tekið að
mér.Það væri til að æra óstööugan ef for-
setinn væri eins og útklippt mynd,alltaf
eins. Guði sé lof að svo er ekki.”
Eins og
aðrir foreldrar
— Þegar þú sest niöur
að kvöldi fyrir
framan spegilinn
eftir erfiðan
dag, fullan af
opinberum brosum,
séröu þá gömlu
Vigdisi,
sem var kennari
og leikstjóri?
„Já, það er nú likast
til. Verð freknótt á
sumrin alveg
hreint eins og áður.”
— Er ekki
tómlegt þarna
hjá ykkur mæðgunum i
stórum sölum Bessastaða?
af hverju ætti það að
vera? Við höfum einkaibúð,
sem einmitt eru litil hlýleg
búum á efri hæðinni.”
— Eruði mikið á Bessastöðum?
„Að sjálfsögðu. Dóttir
min gengur i Álftanesskóla.
Við eigum okkar lögheim-
ili þar og búum þar.”
— Hvaöa áhrif
hefur þetta haft á dótturina?
„Hún hefur komist
blessunarlega frá öllu umstangi
og breytingum á lifshátt-
um. Og það er nú fyrst
og siðast af þvi að éghef lagt
áherslu á að vernda hana. Hún
á að fá uppeldi eins og
venjulegt barn. Enda er hún það.
Ég hef gætt þess að hún sé aldrei
með i neinum samkvæmum eða
þess háttar. Ég held ég sé
nokkurn veginn eins og aðrir
foreldrar sem bera hag
barna sinna fyrir brjósti.
Við förum i bió saman og
stundum i leikhús. Við fórum
t.d. að sjá Reviuna frá
Akureyri saman þegarhúnvar
sýnd á Hótel Sögu. Svoleiðis
„Eg er farin að rýna I stjórnmál öllum
stundum, og það geröi ég ekki áður”.
„Ég er ekki mikið gefin fyrir Iburð og
prjál, sist I svefni”.
„Er vandræðalega óminnug á kjaftasögur”