Helgarpósturinn - 20.08.1982, Page 10

Helgarpósturinn - 20.08.1982, Page 10
10 Föstudagur 20. ágúst 1982 J-leh Jielgai----- ,pðsturinnr Frönsk Ijósmyndasýning í Listasafni Alþýöu: Listamenn í vinnustofum sínum Franski Ijósmyndarinn Denise Colomb opnar Ijósmyndasýningu í Listasafni Alþýðu við Grensásveg á morgun, laugardaginn 21. ágúst. Myndirnar sýna marga af þekkt- ustu listamönnum Parísar í vinnu- stofum sínum, og voru flestar þeirra teknar á 6. áratugnum. Meðal listamannanna, sem Denise Colomb festi á filmu, eru Picasso, Bram Van Velde, Chagall, Dubuff- et, Miro, Braque og Nicolas de Sta- él, svo einhverjir séu nefndir. Denise Colomb stundaði í fyrstu tónlistarnám við tónlistarskólann í París, en áhugi hennar á ljósmynd- um vaknaði er hún dvaldist í tvö ár í Austurlöndum fjær fyrir heimsstyrjöldina síðari. Að styrjöldinni lokinni hittir hún skáldið Aimé Césaire frá frönsku nýlendunni Martinique. Hann sá hjá henni myndirnar, sem hún kom með frá Austurlöndum, og lagði þá til við hana, að hún tæki myndir í hans eigin landi. Hún fór svo þang- að árið 1948, þegar haldið var upp á að hundrað ár voru liðin síðan þrælahald var afnumið á frönsku Antillaeyjunum. Árið 1951 sýndi hún afrakstur ferðar sinnar til eyjanna, og vöktu þær mikla at- hygli. A svipuðum tíma komst hún í kynni við helstu listamenn Parísar- borgar og fór að taka af þeim myndir, þar sem þeir voru við vinnu sína. Sjálf segir Denise Co- lomb, að það hafi verið myndir, sem hún tók af franska skáldinu Antonin Artaud, sem hafi opnað henni leið inn til listamannanna. Fyrsta sýning Denise Colomb á ljósmyndum af listamönnum var haldin árið 1957, og fékk ein þeirra, mynd af sjálfum Picasso, heiðursverðlaun í Þýskalandi, þar sem hún var á alþjóðlegri sýningu. Síðan hefur hver sýningin rekið aðra, og hafa myndir Denise Co- lomb fengið mjög lofsamlega dóma. Það verður því mjög for- vitnilegt fyrir okkur að sjá port- retta af nokkrum fremstu lista- mönnum þessarar aldar, portretta, sem teknir eru af listamönnum í sínu fagi. —GB Picasso, eins og Denise Colomb festi hann á filmu. Mynd þessi fékk verölaun á þýskri sýningu. Hrífandi va/sar Frédéric Chopin (1810-49): 14 Valsar Einleikari: Krystian Zimerman Útgefandi: Deutsche Grammop- hon 2530 965, 1977 Dreifing: Fálkinn Sennilega er engin tónlist Chopins jafnþekkt og Valsarnir. borg og var uppistaðan í nánast allri dansmúsík borgarinnqr. Chopin kynntist Vínarvalsin- um kringum 1830, en þá var formið orðið nokkuð útþvælt. Þótt Lanner og síðar Strauss ættu eftir að semja velþekkta valsa, var sú tónlist ekki af þeirri gráðu sem BeethovenogSchuberthöfðu Þetta er þeim mum merkilegra, þar eð Chopin hélt því margsinnis fram að Vínar-valsarnir væru ekkert fyrir sig. Reyndar er stað- fest djúp milli þeirra tónsmíða sem Pólverjinn kallaði Valsa og þeirrar alþýðutónlistar sem heyra mátti úr hverjum kjallara í Vínar- skapað og því fannst Chopin lítið til Vínarvalsins koma. Valsarnir 14 eiga því lítið skylt við dansinn frá Vín, þótt finna megi sterk tengsl milli þeirra og Valsa Schuberts. Chopin flutti einfaldlega valsinn af dansgólfinu og inn í konsertsalinn. Tónsmíð- ar hans eru fyrst og fremst fáguð og fínleg einleiksstykki, náskyld impromptu og capriccio eða tregablöndnum marsúrkum. Það má segja með nokkrum rétti, að Chopin kveði upp dauðadóm yfir dansinum, með því að búa honum form er varð- veitir að vísu stemmninguna, en hljómar líkt og endurminning þegar ballið er búið. Hann er þar með fyrsta tónskáldið í langri röð, sem notar valsinn til að túlka tregablandna minningu um gleði sem er liðin. Þó er þetta ekki nærri jafn augljóst og síðar varð hjá Liszt eða Sibelius. Umfram allt eru Valsarnir 14 melódíur sem sýna sköpurnarmátt tón- skáldsins á því sviði. Þróun þess- ara tónsmíða felst fremur í út- víkkun innan formsins en til- raunum Chopins til að sprengja það af sér. Ég er því fyllilega sáttur við niðurróðun hins unga píanósnill- ings, Krystians Zimerman, á Völsunum sem hann gerir eftir sínu höfði. Tímaröð skiptir litlu máli hér. Meira er um vert að Zimerman spilar stykkin af mikl- um innileik og er ekki furða þótt túlkun hans á Chopin hafi fært honum í fang 1. verðlaun í Chopin-keppninni í Varsjá, þeg- ar hann var aðeins 19 ára gamall (yngsti verðlaunahafinn hingað til). Hér er á ferð hrífandi túlkun á þessum melódísku tónverkum, sem raunar hvert mannsbarn á ís- landi þekkir, svo greiðan aðgang hafa þau átt að eyrum fólks. Þá er hljómur tær og upptakan vel úr garði gerð og óhætt að mæla með plötunni, einnig að því leyti. Hiti og þungi djassins Þá er Hrafn Gunnlaugsson bú- inn að frumsýna myndina sína: Okkar á milli — í hita og þunga dagsins; og geta því landsmenn barið verkfræðinginn augum þar- sem hann djassar þjóðsönginn í pönkuðu umhverfi hljóðversins. Það var dálftið spaugilegt allt þetta ráðuneytisuppistand útaf útsetningu Guðmundar Ingólfs- sonar á Lofsöngnum. Það var fyrir nokkru búið að gefa plötuna út án þess að nokkur hreyfði mót- mælum, þegar rugludallarnir létu til skarar skríða og létu sýna sér myndina með lögbannsglampa í augum, en lögbannið er uppá- haldsritskoðunaraðferð vest- rænna lýðræðissinna, þegar þeir geta ekki bannað verk í krafti embættisvalds (sbr. öll bönnuðu lögin hjá Ríkisútvarpinu). Þeir lögðu þó ekki í lögbann (hvort sem það var fjármálaráðherra eða einhver annar góður maður sem hafði vit fyrir þeim), enda engin reglugerð til um þjóðsöng- inn og höfundarréttur útrunninn og breytir þarum engu þótt ríkis- stjórn íslands hafi keypt hann á sínum tíma. Það hefur löngum verið árátta ýmissa íslenskra tónskálda að emja stórum í hvert skipti sem rýþmískir tónlistarmenn leyfa sér að semja tilbrigði við þekkt stef er kerfistónskáldin eigna sér. Hefur Jón Þórarinsson farið þar framarlega í flokki, enda var vald hans mikið er hann veitti LSD sjónvarpsins forstöðu. Árátta þessi á rætur að rekja til þeirrar trúar, að evrópsk tónlist akadem- ísk sé annarri tónlist æðri (eins- konar zíonismi). Þeim er leyfi- legt að taka hvaða stef sem er og útsetja á sinn hátt, en leyfi rýþm- ískir tónlistarmenn sér að gera slíkt hið sama við stef er þeir hafa eignað sér er vöndurinn á lofti. Sem betur fer hefur þessi vikt- oríuismi runnið sitt skeið í flest- um menningarlöndum þótt enn eimi eftir af honum hérlendis. Þegar sá mikilhæfi tónlistarmað ur, Friedrick Gulda, heimsótti ísland fyrir rúmum tuttugu árum, sagði einn tónivitringurinn um þá gjörð hans, að djamma með ís- lenskum djassleikurum eftir að hafa leikið Beethoven með Sin- fóníunni: „Þetta er einsog að fara úr kirkju í hóruhús“. Þessi hugs- unarháttur virðist því miður ekki hafa runnið sitt skeið í öllum ís- lenskum heilabúum. Lofsöngur Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar (sem öll þjóðin misþyrmir á stundum, í lúðra- sveitum, kórum og fjöldasöng, sakir hversu vítt tónsvið hann spannar), er leikinn í tveimur út- gáfum í myndinni og á plötunni (Okkar á milli — í hita og þunga dagsins - Fálkinn FA 031). Ann- ars vegar í útsetningu Þursanna, sem lögbannsmenn hafa trúlega lítt við að athuga, því þar fyrir- finnst öll sú lágkúra sem jafnan einkennir flutning þessa verks; hins vegar í útsetningu Guð- mundar Ingólfssonar, sem hann leikur á heldur hljóðbrenglað pí- anó. Það er að sjálfsögðu gert myndarinnar vegna og kemur ekkert útsetningunni við. Það er stíll Errolls Garners sem ríkir í túlkun Guðmundar á Lofsöngn- um og er það vel, þarsem þetta er annar tveggja einleiksstíla djasspíanósins, sem sveiflar full- komlega án hjálpar annarra hljóð færa . (hinn búggívúggíblússtíll- inn). Eftir innganginn fraserar Guðmundur verkið á hinn listil- egasta hátt og lýkur því með hálft basiebandið á milli fingranna. Þar sem þetta er fyrst og fremst ICELANDIC WRITINC TODAY Forsiðan á riti Sigurðar A. Magnússonar um Islenskar bók- menntir Norðurlandakynningin mikla, Scandinavia Today, opnar i Bandarikjunum i næsta mánuði aö viðstöddu mörgu stórmenni. Þar er ætlunin að kynna Noröur- löndin og menningu þeirra. A kynningu þessari munu liggja frammi tvö rit um íslenskar bók- menntir eftir Sigurð A. Magnús- son rithöfund. Þar er annars vegar um að ræða mikla bók, sem gefin er út af University of Iowa kvikmyndatónlist og gegnir á- kveðnu afmörkuðu hlutverki í myndinni er ekkert rúm fyrir spunann, en mikið væri gaman að hlusta á Guðmund spinna svona tvo þrjá kóra innámilli og það með klassískum píanóhljómi. En hvað um það - Lofsöngur Guð- mundar er bráðskemmtilegur á- heyrnar og vonandi margir á heimilum djassgeggjaranna sem geta notið þeirrar tónlistar á plöt- unni er runnin er undan rótum Þursa, Fræbbbla og annarra úr því ríki. Press og heitir The Postwar Poetry of Iceland. Þar eru þýð- ingar á verkum 28 ljóöskálda, sem sýna helstu viðfangsefni Is- lenskrar menningar á siðustu 40 árum. Bók þessi kemur út á sama tima og Scandinavia Today kynn- ingin opnar og hún mun koma til islands á næstu vikum. Hitt ritiö heitir Icelandic Writ- ing Today, og I samtali við Helgarpóstinn sagði Sigurður, að hann hefði sótt um styrk til menntamálaráöuneytisins til að taka saman kynningarrit um is- lenskar bókmenntir, þar sem slikt heföi ekki verið til. Sigurður hleypir ritinu af staö með ritgerð um Islenskar bók- menntir eftirstriösáranna, en siðan eru birtar þýöingar úr verk- um allra okkar helstu þöfunda, hvort sem þeir skrifa ljóðeöa prósa. Rit þetta verður til sölu á Scandinavia Today, en þaö verður einnig selt hér á landi, og á laugardag kl. 15 verður það kynnt á Kjarvalsstöðum. Þar munu nokkrir höfundanna koma fram og lesa úr verkum sinum, sumum splunkunýjum. 1 ritinu eru jafnframt myndir eftir þá fimm islenska grafik- listamenn, sem sýna verk sin á Scandinavia Today. Guðmundur Ingólfsson — túlkun hans á Lofsöng Svein- björns Sveinbjörnssonar er bráðskemmtileg áheyrnar, segir Vernharður m.a. i pistli sinum. Islenskar bókmenntir á Norðurlandakynningunni miklu

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.