Helgarpósturinn - 20.08.1982, Síða 12

Helgarpósturinn - 20.08.1982, Síða 12
12 SHEFFIELDHOKK Á ÍSLAND/ mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmm^mm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmm^^mmmmmm poppaöar og á þaö sérstaklega við um Comsat Angels. 1 júni sótti okkur heim hljóm- sveitin Human League og nú á dögunum var hér á feró önnur Sheffield hljómsveit, þ.e. The Comsat Angels, sem kom fram á tvennum tónleikum i Tjarnar- biói. bvi miöur viröist þessi heirnsókn hafa fariö fram hjá mörgum, þvi aösókn var ekki alveg nógu góö, enda er hljóm- sveit þessi svo sem ekki sú allra þekktasta hér á landi. Þaö var hljómsveitin Von- brigöi, sem var upphitunar- hljómsveit á þeim tónleikum sem ég var á. Eins og áöur þegar ég hef hlýtt á hljómsveit þessa áttu þeir athygli mína óskipta i nokkrum lögum en önnur voru heldur bágborin. bar eö þeir kynntu ekki lög sin get ég ekki taliö upp hvaö þaö — önnur umferð heyrt áöur, þá væntanlega ný lög,og eins gætu einhver veriö af litlum plötum sem ég hef ekki heyrt. Hljóðfæraleikur hljómsveit- arinnar var allur hinn pottþétt- asti. Stephen Fellows er gítar- leikari og aöalsöngvari og skilar hann sinu hlutverki með sóma. Rödd hans er karlmannleg og gitarleikur skemmtilega effekt- iskur. Andy Peake er hljóm- borðsleikari og var leikur hans ekki mjög áberandi, enda komu hljómboröin stundum illa i gegn I hljóðblönduninni, en þaö var þó margt nett sem hann gerði. Hann var líka einna lif- legastur á sviöi og haföi einhver á oröi aö þess vegna gæti hann alveg eins verið i Human League. Bassaleikur Kevins Bacon var þéttur og féll vel aö þrumukraftmiklum trommuleik Mick Glaisher. baö er alveg áreiöanlegt aö The Comsat Angels hafa eignast einhverja nýja aödáendur hér á landi þvi eins og ég sagði fyrr, þá eru þetta einhverjir bestu hljómleikar sem hér hafa lengi veriö haldnir. Comsat Angels — einhverjir bestu hljómleikar sem hér hafa verið haldnir, segir Gunnlaugur m.a i um- sögn sinni. var sem mér likaöi og hvaö ekki. Þaö er greinilegt aö þeir hafa ágætar hugmyndir. Sumar hverjar komast til skila en aðrar ekki og liklega er þaö nú vegna vankunnáttu hljóöfæra- leikaranna. Þegar á heildina er litiö skiluöu þeir sinu þokkalega og kyntu upp i vissum hópi áheyrenda. Þaö var hins vegar enginn viövaningsbragur á leik The Comsat Angels og satt að segja hef ég varla skemmt mér betur á tónleikum I langan tima. Það var orðiö alllangt siöan ég haföi hlustaö á plötur þeirra og þvi á ég bágt meö aö fara aö skrifa upp hér einhvern lagalista en þau lög sem einna helst sitja i mér eru Eye Of The Lens, Inde- pendence Day og lög af siöustu stóru plötu þeirra, Sleep No More. Eitthvað gaf lika aö heyra af lögum sem ég hef ekki miklum blóma nú siöustu ár og þaðan komiö mikiö af góöum hljómsveitum, sem hafa látið töluvert aö sér kveöa. Ekki er þó hægt aö tala um neinn sér- stakan Sheffield-hljóm, eins og oft vill verða meö hijómsveitir sem koma frá sama svæði. Tón- list Sheffieid-hljómsveitanna er mjög ólik frá einni hljómsveit til annarrar. Þaö má t.d. nefna poppsveitir eins og Human League, Heaven 17 og ABC, til- raunahljómsveit eins og Caba- ret Voltaire, þungarokkhljóm- sveitir eins og Saxon og svo hljómsveitir eins og The Comsat Angels, I’m So Hollow og Clock DVA sem geta i senn veriö til- raunakenndar og allt aö þvi The Comsat Angels-Hljóm- leikar i Tjarnarbiói 13.08. ’82. Tónlistarlif i ensku borginni Sheffield hefur staöiö meö eftir Gunnlaug Sigfússon Föstudagur 20. ágúst 1982 __piSsturinrL Postulínshátíð að Kjarvalsstöðum: Bing og Gröndahl sýnir framleiðslu sína „Sýningin veröur opnuö af danska sendiherranum 26. ágúst, að viðstöddum forseta islands, Vigdisi Finnbogadóttur, ráö- herrum og öörum boðsgestum”, sagði Ingvar Karlsson, umboðs- maöur Bing og Gröndahl postulins verksmiöjanna á islandi,i samtaii við Helgarpóstinn Sýningin, sem þarna um ræöir, er postulinssýning frá þessum frægu verksmiöjum, og fer hún fram á Kjarvalsstööum. Aö sögn Ingvars veröa m.a. sýndir gripir, sem hafa breyst i framleiðslu i gegnum árin, og t.d. verður þróun mávastellsins sýnd frá upphafi til dagsins i dag. Þá veröa sýndir jólaplattar frá upphafi, en Bing og Gröndahlvoru fyrstir til aö framleiöa slika platta. A sýning- unni veröur einnig sýnt þaö, sem Rúna hefur gert fyrir Bing og Gröndahl.en hún og Thorvaldsen eru einu Islendingarnir, sem hafa komið meö original hugmyndir i sambandi viö framleiöslu verk- smiöjanna. Þá veröur á sýning- unni sýnd stutt kvikmynd um sögu Bing og Gröndahl. I tengslum við sýninguna verður efnt til ýmiss konar sam- keppni. 1 þeim búöum, sem selja vörur frá BingogGröndahl,munu liggja frammi pappadiskar, sem viðskiptavinir geta spreytt sig á aö skreyta. Siöan munu verk- smiöjurnar velja besta munstriö úr hverri búö og verðlauna höfundinn. A sjálfri sýningunni á Kjarvalsstöðum verður hins vegar keppni i boröaskreytingu með stellum frá Bing og Gröndahl og munu tólf aöilar taka þátt i þeirri samkeppni, þeirra á meöal Hringurinn, Reykjavikurdeild Rauöa krossins, Svölurnar og Soroptimistar, svo einhverjir séu nefndir. Aö sögn Ingvars Karlssonar hefur samskonar sýning veriö tvisvar i Danmörku og þessi sýning mun fara héöan til Noregs. Til marks um umfang hennar má geta þess, aö postulinið, sem hingaö kemur,vegur alls um 60 tonn. Sýningin hefst, eins og áöur segir, þann 26. ágúst og er aögangur aö henni ókeypis. The Desert - Eyðimörkin, eftir Philip Guston (1974). Nýja má/verkið og Phi/ip Guston Engin stefna er án fyrirboða og sannast það á þeirri málaralist sem um þessar mundir er í al- gleymingi. Hún á sér ýmsa fyrir- rennara og m.a. er bandaríski málarinn Philip Guston. Guston er fæddur í Montreal, Kanada 1913 en ólst upp í Los Angeles. Hann hlaut fremur litla myndlist- armenntun og er að mestu leyti sjálfmenntaður. A kreppuárun- um vann hann undir WPA, bandarísku ríkis-listaáætluninni við gerð stórra veggmálverka fýrir opinberar byggingar. Hann varð því einn fárra abstrakt- listamanna á 5. áratugnum, sem gengið höfðu gegnum hlutbundið listskeið, áður en hann hélt yfir í óhlutlæga málaralist. Þrátt fyrir þróun frá hinu fígúr- atíva yfir í expressióníska list, var alltaf sterkur þráður í list Guston, sem vísaði alla leið til endur- reisnarinnar. Áhrifa Uccellos, Mantegna og Piero dellaFranc esca gætti í verkum iians, einkum í arkítektúrískri bygg- mgu þeirra. Einnig voru áhrif frá kúbismanum og súrrealismanum áberandi, atlt fram á 6. áratug- inn. Eftir það fer að losna um myndbyggingu í verkum hans og þau verða frjálslegri í útfærslu. Litir taka að ráða meiru, en í þeim efnum hefur Guston alltaf haft sérstöðu, þar sem litaval hans byggir mjög á grátónum og brúnleitum litum. Philip Guston málaði óhlut- kenndar myndir allan 6. áratug- inn, fram á miðjan þann 7. Alltaf voru einkennandi hin fígúratívu áhrif, þótt þau kæmu aldrei al- mennilega upp á yfirborðið. Hin impressióníska pensiltækni hans, sem leysti af hólmi hina arkítekt- ónísku uppbyggingu og hið grám- aða litaval gerðu verk hans mjög efniskennd. Sumir gagnrýnendur sögðu að verk hans væru drullug (muddy). 1966 hélt Guston sýn- ingu á mjög stórum og gráleitum málverkum sem voru mjög skuggaleg og þrúgandi á að líta. Hin hráa og drungalega fram- setning bar vott um mikla innri baráttu og óöryggi. Fjögur ár liðu þar til Guston sýndi aftur. Það var árið 1970 í Marlborough Gallery, New York. Þá var orðin mikil breyting á verkum Guston. í stað hinnar expressiónísku abstraksjónar voru komnar hlutbundnar mynd- ir, málaðar í grófum og óhefl- uðum hasarblaðastíl. Þar ganga Ku Klux Klan-menn ljósum logum, reykjandi feita vindla, berjandi út í loftið með svipum í umhverfi sem minnir á 3. flokks hótel úr glæpamyndum. Niður úr loftinu hanga Ijósaperur og á sóf- um má sj5a hrúgur af fótum, sem aðeins sést í skósólana á. Hvergi missa myndir Guston sinn maleríska kraft og þessi nýju verk hans eru bæði tjáningarrík og máluð af miklum þrótti sem tilfinningu. En þótt lítið hefði breyst nema innihaldið, sem nú var orðið hlutbundið og frásagna kennt, fékk þessi nýi stíll Gust- on yfirleitt hrapallega útreið hjá gagnrýnendum. Málaranum var gefið að sök að myndir hans væru fáránlegar stælingar á mynda- sögublöðum sem gengju neðan- jarðar, s.s. hinum vinsæla en vafa sama R.C. Crumb (höfundi Fritz the Cat, sem naut mikilla vinsælda í San Francisco á hippa- tímabilinu). Guston svaraði því til, að hann gefði aldrei heyrt á Crumb minnst og þótt hann viðurkenndi fúslega að hann væri undir á- hrifum hasarblaða, væru það fyrst og fremst gamlar mynda- sögur kreppuáranna. „Ég vildi segja sögur“, sagði Guston í við- tali við listatímaritið Art-news, „hitt var orðið svo drep- leiðinlegt“. Á því leikur enginn vafi, eins og margir listfræðingar hafa síðar bent á, að fígúrasjónin var Gust- on ávallt eðlislæg og hlaut fyrr eða síðar að gægjast undan abstraksjóninni. 'En menn áttu ekki von á að það gerðist með þessum hætti. Þar sem Philip Guston var Gyðingur, höfðu uppljóstranir um stríðsglæpi 3. ríkisins haft mikil áhrif á afstöðu hans til mannlegrar tilveru. Líkt og margir Gyðingar aðrir, hneigðist hann til svartsýnnar af- stöðu en húmanískrar þó. Tilvist- arstefna hans fór í nýjan farveg, þegar hann varð vitni að hinni frægu „hreinsun" lögreglunnar á skemmtigarðinum í Chicago 1968, þegar lumbrað var á stúd- entum sem voru að mótmæla stríðinu í Víet-Nam. Þá sagði Guston að sér hefði fundist sem sagan væri að endurtaka sig á átakanlegan hátt. Hitt er víst að það sem gagn- rýnendur túlkuðu sem afturför fyrir 12 árum, er í dag álitið „á undan samtíðinni“. Hinn hreini og beini, hrjúfi og tjáningarríki stíll Guston, verðist algerlega koma heim og saman við það sem gerst hefur í málaralist á síðustu misserum. Það er því ekki furða þótt þessi sérstæði og manneskju- legi málari, sem talinn var „úti að aka“ í byrjun síðasta áratugar, sé nú álitinn hafa verið spámaður á undan sinni samtíð. Philip Guston í vinnustofu sinni með nokkur af sínum nýrri tjáningarríku oliumáiverkum í kringum sig.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.