Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 20.08.1982, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 20.08.1982, Qupperneq 26
26 Verður bitanum kyngt? “á eru efnahagsráöstafanir rikisstjórn- arinnar að verða lýðum ljósar eftir langar og flóknar fæðingarhriðir. Lengi vel þrá- aðist Alþýðubandlagið við að kyngja frek- ari visitöluskerðingum en þeim sem um hafði verið samið við ASÍ fyrr i sumar. Um siðustu helgi gáfu þeir svo grænt ljós á allt að helmings niðurskurði á verðbótum sem leggjast eiga á launin þann 1. desember. Þessu fagnaði Morgunblaðiö að sjálfsögðu lengi og innilega og kjamsaði á þvi hve oft Alþýðubandalagið hefði staðið að skerðingu verðbóta á sl. fjórum árum. Aður en efnahagsráðstafanir stjórnar- innar sáu dagsins ljós blasti við óðaverð- bólga það sem eftir lifir af árinu. Þótt ekki sé ljóst hvaða áhrif aðgerðirnar nú hafa, var allt útlit fyrir að verðbætur hefðu numið um 20% þann 1. desember ef ekki hefði verið gripið i taumana. Af þvi ætlar stjórnin að klipa helminginn. Auk þess gæti svo farið að visitölutimabilið verði lengt, að nú liði fjórir mánuðir á milli verðbóta i stað þriggja. Ef við leikum okkur dulitið með tölur þá er það vitað að óskertar verðbætur verða 13% núna 1. september. Af þeim eiga að dragast 2,9% samkvæmt samningum ASl og VSl og 1—2% samkvæmt ólafslögum svonefndum. Það þýðir að verðbæturnar verða á bilinu 8—9%. Þann 1. desember er Tekst sljórninni að troða visitöluskerðing- unni ofan i launafólk? spáð 20% hækkun sem verður helminguð niður i 10%. Þá getum við sagt sem svo að laun sem nú i ágúst nema 10.000 krónum hefðu að óskertum verðbótum hækkað i 11.300 krónur núna 1. september og i 13.560 krónur þann 1. desember. Eftir aðgerðir stjórnar- innar og samninga sumarsins hækka þessi laun i 10.850 kr. núna um mánaðamótin og i 11.940 kr. þann 1. desember. Við aðgerðir stjórnarinnar hafa þvi 1.620 krónur horfið úr umslaginu en það samsvarar 13,5% skerðingu. Það er dágóður biti. Samkvæmt málefnasamningi rikis- stjórnar Gunnars Thoroddsen heitir stjórnin þvi að samráð skuli haft við sam- tök launafólks ef hún ætlar sér að setja ,,lög um almenn laun”. Eins og að ofan greinir falla efnahagsaðgerðirnar óvefengjanlega undir þessa klausu málefnasamningsins. Einn samráðsfundur hefur verið haldinn en það var áður en samkomulag hafði náðst innan stjórnarinnar um það hverjar að- gerðirnar yrðu,svo umræður urðu heldur fátæklegar. Það gæti þvi verið forvitnilegt að heyra hljóðið i forystumönnum samtaka launa- fólks um þær aðgerðir sem verið er að gera. 0 Eg get nú ekki sagt annað i bili en að ég .hef ailan fyrirvara á þessum aðgerðum,” sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASI. „Það er augljóst að ég get ekki verið ánægður með visitöluskerðinguna, en það Shafiq al-Wazzan Bashir Gemayel kunngerir forsetaframboð sitt. forsætisraðherra. Forsetakosningar geta ráðið hvað um Líbanon verður Eftir að Begin forsætisráðherra taldi ráð- legt að hefta bardagafýsn Sharons land- varnaráðherra og stöðvaði sprengjuregnið yfir Vestur-Berirut, hefur samkomulag náðst um brottför herliðs PLO frá höfuð- borg Libanons. Að hálfum mánuöi liðnum á um 7000 manna lið PLO að vera horfið á braut á leið til margra arabalanda. Um leið er gert ráð fyrir að gæslulið frá Frakklandi, ttaliu og Bandarikjunum, sem á að standa milli tsraelshers og Palestinumanna meðan á brottflutningnum stendur, yfirgefi borgarhlutann. á verða þáttaskil i hernaðaraðgerðum tsraels gegn Libanon. Ekki er lengur unnt að hafa að yfirvarpi að verið sé að tryggja tsraelsmenn fyrir árásum PLO, þvi sveitir þeirra sem eftir verða i Tripoli, Baalbek og Bekaa-dal um landið norðan- og austanvert eru alls ófærar um að gera Israel skráveifur eftir að stjórnstöðvarnar og vopnabúrin i Suður-Libanon og Beirut eru ekki lengur fyrir hendi. Um leið kemur i ljós, hvað tsraelsstjórn ætlar sér fleira i Libanon en að hrekja á brott Ysser Arafat og úrvalssveitir hans. Innrás tsraels i Libanon hefur verið undirbúin árum saman. Sharon landvarna- ráðherra hefur státað af þvi i viðtali við bandariskan fréttamann, að fyrir ári hafi hann farið dulbúinntil Beirut til aðnjósna sjálfur um stöðvar og viðbúnað PLO. Arás á sendiherra Israels i London, sem ekkert bendir til aöPLO hafi átt minnsta þátt i,var höfö að átyllu til að hrinda i framkvæmd hernaðaráætlun sem beið þess að merki væri gefið um að leggja til atlögu. Mótsagnakenndar fregnir berast frá Jerúsalem af þvi hver næstu skref tsraels- stjórn ráðgeri i Libanon, hernaðarleg og pólitisk. Libanskir vinstri menn og PLO hafa haldið þvi fram, að tilfærslur isra- elskra hersveita undanfarna daga bendi til að ætlun herstjórnarinnar sé að sækja fram norður landið, þegar PLO er i brott frá Vestur-Beirut, leggja til atlögu við Tripoli og jafnvel hertaka Libanon allt nema Bekaa-dal, þar sem Sýrlandsher er fyrir. að hefur verið fullyrt lengi i Jerúsal- em, aö ýmsir i rikisstjórn Begins hafi það framtiðarmarkmið að skipta Libanon milli tsraels og Sýrlands, þó ekki með þvi að inn- Föstudagur 20. ágúst 1982 hlelgai----- oosturinn fer eftir samhenginu við aðrar aðgeröir hvernig málið er metið og það liggur ekki fyrir. En ég er óánægður með skerðinguna og hef látið það i ljósi.” „Það er fráleit lausn á efnahagsvand- anum að skerða verðbæturnar,” sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB. „Reynslan hefur sýnt að það leysir engan vanda; má benda á dæmi frá 1974—5 sem sýndi að lækkun verðbóta læknaði ekki verðbólguna nema siður væri. Þaö er hætta á að stjórnvöld verði kærulaus á öðrum sviðum ef verðbætur eru skertar. Það verða allir að horfast i augu við vandann og gera áætlanir til langs tima. Þar eru það fyrst og fremst fjárfestingarmálin sem þarf að athuga samhliða þvi að auka þjóðarframieiðsluna. En það hefur marg- sýnt sig að skerðing verðbóta leysir engan vanda og við hjá BSRB erum eindregið andvig henni, eins og fram kom á þingi samtakanna fyrr i sumar.” „Það er ekki rétta leiðin að ráðast á launakjörin ef ekki er gripið til annarra að- gerða samhliöa,” sagði Jón Helgason, for- maður Einingar á Akureyri. En hvað segja forsvarsmenn verkalýðs- ins um það hver áhrif ráðstafanirnar gætu haft á friöinn á vinnumarkaðnum? Asmundur sagði að i samningum þeim sem undirritaðir voru fyrr i sumar væri heimild til að segja samningum upp ef stjórnvöld gripa til aðgerða sem skerða launin. „En það er ekkert hægt að segja að svo komnu máli um það til hvaða ráða hreyfingin tekur. Það hefur ekki verið rætt innan sam- takanna.” Jón Helgason tók i sama streng og sagðist fyrst vilja heyra hljóðið i miðstjórn ASl áður en hann færi að gefa út yfirlýsingar. „En stjórnin getur alveg búist við hernaðarástandi á vinnumarkaðnum ef einungis á að ráðast á kjör launafólks,” bætti hann við. BSRB stendur i samningsgerð við rikis- valdið en Kristján Thorlacius sagðist ekki þora að spá fyrir um áhrif efnahagsaðgerð- anna á samningsgerðina. „En hún hlýtur að taka mið af þessum aðgerðum og þær verða eflaust til óþurftar. Þær spilla öllum samningum i landinu,” sagði Kristján. Eins og ofan greinir gæti farið svo að stjórnin láti ekki þar við sitja að skerða visitöluna. Uppi eru hugmyndir um að lengja visitölutimabilið, þannig að svo gæti fariðað næstu verðbætur eftir 1. september komi ekki fyrr en 1. janúar. Þessi hugmynd mun vera komin fram i tengslum við störf nefndar sem nú vinnur að endurskoðun á öllu visitölu- og verðbóta- kerfinu. Þessi nefnd hefur þegar látið gera nýja könnun á neyslumynstri visitölufjöl- skyldunnar frægu og leiddi hún i ljós veru- legar breytingar frá þvi siðasta könnun var gerð. Enda engin furða, neyslukönnun sú sem núverandi verðbótakerfi styðst við er gerð á árunum 1964—65. Nú er hugmyndin að taka þetta ein- angraða atriði út úr og lengja visitölutima- bilin I fjóra mánuði. „Rikisvaldið virðist þurfa nýjar aðferðir til að skekkja visi- töluna,” sagði Kristján Thorlacius. „Þetta er röng leið. Visitöluhækkanir eru afleiðing verðhækkana og það er óhjákvæmilegt að launafólk fái verðbætur meðan stjórnmála- menn ná ekki tökum á verðbólgunni með aðferðum sem þó eru til. En það hafa komið fram ýmsar tillögur um breytingar á visi- tölukerfinu og ég hef verið þvi meðmæltur að nýr visitölugrunnur verði tekinn upp. Um aðrar hugmyndir vil ég segja að mörgum þeirra er ég ekki sammála.” „Ég er andsnúinn lengingu visitölutima- bilsins,” sagði Asmundur Stefánsson, „en það hefur ekki verið rætt innan samtak- anna i þessu samhengi.” Eins og af þessum viðbrögðum má sjá biða menn átekta, þeir vilja sjá hverju fram vindur i efnahagsmálunum áður en ákvarðanir eru teknar um viðbrögð við efnahagsráðstöfunum. Jón Helgason bjóst ekki við tiðindum fyrr en undir mánaða- mót. Fram að þeim tima munu stjórnarflokk- arnir vafalaust reyna að kippa i alla tiltæka spotta og halda „sinum mönnum” i sam- tökum launafólks á linunni. Hvort það tekst skal ekki spáð um hér. Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum árum kyngt ýmsum erfiðum bitum, ef þeir koma frá réttum mönnum. En öllum má ofbjóða. VFIRSVIM lima meirihluta landsins i ísrael, heldur koma þar á fót leppstjórn byggðri á þeim hluta kristinna landsmanna sem kýs að tryggja valdaaðstöðu sina með þvi að leita skjóls hjá tsrael. Ekki þarf það að mæla á móti að þessi séu framtiðaráform tsraels- stjórnar, að nú er fréttamönnum i Jerúsal- em tjáð af hálfu yfirvalda, að ekkert slikt sé i ráði, heldur sé markmiðiö að losa Libanon við alla erlenda hersetu, það skilyrði verði sett fyrir brottför Israelshers að PLO i norðurhéruðunum og Sýrlendingar verði einnig á brott. Ekki verður séð hver tök ísraelsstjórn hefur á að knýja Sýrlands- stjórn til að samþykkja brottflutning, nema þá með vopnavaldi. Liklegasta niðurstaðan er þvi þrátefli og skipting Libanons i sýrlenskt og israelskt hernámssvæði. Innanlandsupplausn i Libanon greiddi götu erlendrar ihlutunar, og áætlanir nágrannarikjá um að skipta landinu á milli sin verða þvi aðeins óframkvæmanlegar að pólitiskri og trúarlegri sundrungu Libana linni. Nú fer i hönd þýðingarmikið skeið i libönskum stjórnmálum; kosning nýs forseta. Elias Sarkis, sem kjörinn var eftir þrýsting frá Sýrlendingum fyrir sex árum, lætur af embætti 23. september. Sarkis hefur verið atkvæðalitill forseti, og nú er hann þar á ofan heilsubilaður. Engu að siður þykir i svipinn liklegast að tilrauninni til að kjósa nýjan forseta ljúki með þvi að þingið samþykki stjórnarskrárbreytingu á þá leið að kjörtimabil Sarkisar sé fram- lengt um eitt ár eða tvö. Stjórnarskrá Libanons er hrófatildur og ein af meginorsökum fyrir að þjóðin er stödd i þeim ógöngum sem raun ber vitni. Skipting æðstu embætta milli trúflokka er ákveðin á þá leið, að forseti skal vera krist- inn af kirkjufélagi maroníta, forsætisráð- herra islamskur sunnii og þingforseti islamskur sjiíti. Byggist þessi skipting á hlutfalli trúflokka meðal þjóðarinnar i manntali sem Frakkar gerðu 1932, þegar þeir stjórnuðu landinu i umboði Þjóða- bandalagsins. l\flaronitar hafa komið i veg fyrir nýtt manntal i hálfa öld, af þvi að þeir vita að niðurstaða þess leiddi i ijós að réttur þeirra til hins volduga forsetaembættis á ekki lengur við fjólksfjöldarök að styðjast. Upp- haf borgarstyrjaldarinnar i Libanon um miðjan siðasta áratug má ekki sist rekja til óánægju islamstrúarmanna með drottn- unaraðstöðu kristinna manna umfram það sem fjöldi þeirra gaf tilefni til,jafnframt vigaferlum ættbálka maronita innbyrðis um aðgang að forsetaembættinu. Eini framjóðandinn sem gefið hefur sig fram til að taka við embætti af Sarkis er Bashir Gemayel, foringi þess hóps maronita sem kallar sig Falangista. 1 borgarstyrjöldinni varð hann hlut- skarpastur af kristnu ættbálkafloringj- unum, sumpart vegna þess að hann reyndist öðrum purkunarlausari við að murka niður fjölskyldur keppinauta sinna, sumpart vegna þess að hann aflaði liðsinnis tsraels,sér i lagi vopnasendinga. Af þessu leiðir, að framboð Gemayels eins til forsetaembættis hefur orðið til þess að frestað hefur verið fundi þingsins til að hefja forsetakjör. tslamstrúarmenn á þingi eru nær einhuga andsnúnir honum, og sama máli gegnir um nokkurn hluta kristnu þingmannanna. A það bæði við um maron- ita sem eiga um sárt að binda af völdum af- tökusveita forsetaefnis og fulltrúa kristinna manna af öðrum kirkjudeildum. En þeir geta litt beitt sér, þvi frambærileg forseta- efni gegn Gemayel úr hópi maroníta eru flest i útlegð af ótta um lif sitt fyrir flugu- mönnum hans. Eini libanski stjórnmálamaður sem aukið hefur orðstírsinn og álit svo um munar siðan innrás Israelshers skall á, er fslamstrúarmaðurinn Shafiq al-Wazzan forsætisráðherra, sem verið hefur milli- göngumaður milli Arafats og Habibs, full- trúa Bandarikjastjórnar i Beirut. Vegna trúarbragða er hann ekki kjörgengur i for- setaembættið, en gert er ráð fyrir að hann muni verða leiötogi þeirra sem telja for- setakjör Gemayels jafngilda þvi að Liban- on verði leppriki tsraels. Ýmis úrræði eru til að draga kjör á langinn, til dæmis eru sjö látnir af 99 mönnum á þingi, sem kjörið var fyrir áratug.Er þvi nú þegar um það deilt, hvort telja skuli 66 eða 62 þá tvo þriðju þingheims sem þurfa að vera viðstaddir til að fundarfært sé til forsetakjörs.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.