Helgarpósturinn - 24.09.1982, Blaðsíða 8
8
sÝniuyarsalir
Listmunahúsið:
Nú er síðasta sýningarhelgin á Ijósmyndum
Svisslendingsins Max Schmid. Sýningin er opin
kl. 10-18 virkadagaog kl. 14-18 um helgar.
Kjarvalsstaðir:
í forsal er textilsýning sem Geljun og Epal
standa fyrir og er þetta síðasta sýningarhelgi.
Bragi Ásgeirsson opnar á laugardag sýningu i
vestursalnum á málverkum,vatnslitamyndum
og teikningum og höggmyndir Bertils Thorvald-
sens eru sýndar til 30. október.
Gallerí Lækjartorg:
Þýska listakonan, Erika Stumpf sýnir 40-50
verk eftir sig, einkum landslagsmyndir, mynd-
skreytingar við Ijóð o.fl. Sýningin stendur fram
til 3. október.
Gallerí Langbrók:
Sýning Langbróka er opin kl. 12-18 virka daga
en kl. 14-18 um helgar.
Listasafn
Einars Jónssonar:
Myndir Einars eru til sýnis tvo daga i viku, mið-
vikudaga og sunnudaga kl. 13.30 til 16. Á efstu
hæð hússins er íbúð Einars og konu hans og er
hún til sýnis gestum.
Ásmundarsalur:
Forvitnileg sýning Norður-Kóreumanns sem
sýnir ýmsa listmuni.
Listasafn ASÍ:
Sýning sex félaga úr Textilfélaginu hefur nú
staðið í tvær vikur í Listasafni ASl við Gren-
sásveg og aðsókn verið mjög góð. Á sýning-
unni eru 47 verk og hafa nokkur þeirra selst.
Sýnendur eru Eva Vilhelmsdóttir, Ina Salóme,
Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, Kristín Jóns-
dóttir, Salóme Fannberg og Sigurlaug Jóhann-
esdóttir. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-22
og lýkur henni sunnudaginn 26. september.
Norræna húsið:
Sýningin margumtalaða á verkum Errós heldur
áfram i kjallara og anddyri. Niðri eru málverkin
og skiptast i tvær deildir; Geimfarar og 1001
nótt heita þær. Uppi eru plakötin. Opið til 26.
þm.
Ásgrímssafn:
Nú eru einkum sýndar vatnslitamyndir og hafa
margar þeirra sjaldan sést áður. Par gefur að
líta landslagsmyndir, blómamyndir og fiokka
mynda úrþjóðsögum. Opiðsunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Aðgangur
ókeyþis.
Mokka:
Olga von Leuchtenberg sýnir oliumyndir, acryl-
myndir og vatnslitamyndir. Gott kaffi á meðan á
glápinu stendur.
Árbæjarsafn:
Opið samkvæmt umtali. Upplysingar i sima
84412 kl. 9 - 10 alla virka daga.
Höggmyndasafn
Ásmundar Sveinssonar:
Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga kl. 14-16.
Kirkjumunir
í versluninni Kirkjumunir, Kirkjustræti 10, stend-
ur nú yfir sýning á list- og kirkjumunum eftir
Sigrúnu Jónsdóttur. Hún er opin á verslunar-
tima og auk þess til kl. 16 laugardaga og sunnu-
daga.
Bókasafn Kópavogs:
Sýning Félags áhugalistamanna - FÁLM -
stendur yfir 6130. september. Þar sýna niu óþ-
ekktir áhugalistamenn verk sin.
Skruggubúð:
Sýning á klippimyndum arabisku listakonunnar
Haifa Zangana sem verið helur atkvæðamikil í
starfsemi súrrealista bæði í arabíska heiminum
og á Englandi. Opið kl. 17-21 virka daga en
15-21 um helgar. Skruggubúð er i Suðurgötu
3a.
leiklnis
Pjóðleikhúsið:
Litla sviðið:
Sunnudagur kl. 20.30. Tvíleikur eftir Tom
Kempinski i þýðingu Úlfs Hjörvar. Leikstjórn: Jill
Brooke Árnason. Leikmynd: Birgir Engilberls.
Ljós: Ásmundur Karlsson.
Miðvikudagur kl. 20.30: Tvíleikur.
Miðasala kl. 13.15 - 20.
Simi 11200.
viðlHiröir
Blómasalur
Hótel Loftleiða:
Á fostudaginn verður tiskusýning. Sigurður
Guðmundsson leikur létt lög á píanó og gestum
er boðið uppá kalt borð, en auk þess má fá sér
rétti af matseðli hússins. Efnt verður til happ-
drættis meðal matargesta og dregið um glæsi-
lega vinnmga. Kynnir og stjórnandi kvöldsins er
Hermann Ragnar Stefánsson.
Föstudagur 24. september.1982
Erró, góði hirðirinn
Svo er sagt í Gátubókinni aö gátur
megi ekki vera þaö einfaldar að
svarið ljggi í augum uppi, og felu-
myndir verði helst að heilla augað
um stund.
Það hefur Guömundur Erró
sagt í fjölmiðlum að hann sé kom-
inn til að fara í réttir, en ætli að
sýna nokkur olíumálverk í Norr-
æna húsinu um leið.
Eftir viðtölum að dæma er
Erró ekki aðeins hér í réttum, .
heldur virðast göngur og réttir
vera allt hans líf, eins og nafn
hans bendir til, því hann er sífellt
að smala úr myndum annarra í
myndir sínar. Hann er ekki óá-
þekkur góða hirðinum sem vakir
yfir sauðunum, en telst þó vera
einnig sauðaþjófur að íslensku
mati. Þrátt fyrir ást á sauðum og
unun af smali eru myndir Errós
ekki málaðar í hinum rammís-
lensku sauöalitum, heldur í öðr-
um nútímalegri en jafnvinsælum
litum, sem sé í jólaseríulitunum.
Litameðferðin er þess vegna
þjóðleg og alþjóðleg í senn, en
slíkt sanibland þykir oft vera ör-
uggasta leiðin til frægðar.
Eftir bfaðaviðtölum að dæma
lítur Erró sjaldan upp úr smali
sínu, heldur grúskar hann í
myndum hvar sem til þeirra næst,
stuggar hann þá girnilegustu
myndskjátununi í almenninginn
og hefur smalahunda sér til að-
stoðar. Að svo búnu dregur hann
myndformin í dilka en kýs helst
að gæða ekki mynddráttinn sér-
stakri merkingu. Að sögn dregur
hann í dilka svo skáldin geti síðan
dregið sinn lærdóm af hinu mis-
lifh fé og samið úr sögur. Einnig
gefst kaupandanum kostur á að
keppast við að sjá eitthvað út úr
myndunum.
Ekki er ætlun mín sú að rekja
ættir fjárstofnsins í myndum Err-
ós. Allt eru þetta sauðir úr al-
þekktum málverkum, allt frá
skólanum í Fontainbleu til Cour-
bets. Það liggur því í augum uppi
hvaða myndhaga hinn myndhagi
Erró hefur smalað. Með því
málverkin eru ekki aðeins mynd-
efni heldur líka söguefni langar
mig að spreyta mig á að semja
sögu við besta málverkið í sýning-
unni, og er það reyndar líka utan
á sýningarskránni. Sagan hljóðar
svona:
í sæludal einum í Bandaríkjun-
uni er búsældarlegt um að litast.
Búið er þar að kveða niður alla
karlrembuhrúta og kemur lamb-
ið því kollótt úr kindinni. Allar
tvævetíur eru að sjálfsögðu
harðánægðar með þann árangur
sem hefur náðst í ærkindabarátt-
unni.
Nú er svo að um sæludalinn
hefur auðvaldið lagt járnbraut,
en engu að síður býr fólk þar
óspilltu lífi enn og annast hjarðir
sínar, ánægt þótt enn notist það
við brunna og hafi ekki fengið
rennandi vatn. Fólkið lítur varla
upp frá fjárræktinni.
Svo er það dag einn að sælunni
lýkur í Sauðlauksdal. Um hann
renna tvær járnbrautir á þann
hátt að í myndbyggingunni verð-
ur vaxandi spenna. Þegar
eimlestirnar renna í kross um
dalinn eftir brautarteinunum, þá
kemur inn í myndina líka Kristur
nokkur frá Nasaret.
Alkunna er úr Biblíunni að
Kristur þessi var á móti verka-
konum, eins og sagan um Mörtu
og Maríu sannar. Nú kemur hann
inn í myndina með kossaflens og
heillar hjarðmey frá hinum
knýjandi verkum og kyssir hana á
bjart og flekklaust ennið. Eftir
það nennir hún auðvitað ekki að
vatna fénu og lendir það á lág-
launakonu, sem bregst reið við í
rússneskum raunsæisstíl og hún
þrífur, afar vöðvastyrk, í horn á
hrúti, en með hinni hendinni hell-
ir hún vatni úr fötu; og fara menn
nærri um það hver merkingin er í
slíku fáti sem gripið hefur hina
lendamiklu Mörtu.
Meðan þetta gerist góna fjár-
hirðar furðu lostnir á kossaflens
Krists, en þeir eru ættaðir úr
jólamálverkum sem segja frá
fæðingu hans. Einn gráskeggur
bendir á kyrrláta fólkið sem
faðmast og segir við ungan,
undirleitan hjarðsvein sem hall-
ast fram á smalaprikið og þykist
ekkert sjá, þótt hann sé unnusti
hjarðmeyjarinnar:
Hann Kristur ætlar laglega að
stinga undan þér!
Hjarðsveinninn svarar engu,
og þess vegna víkur nú sögunni til
ferðafólksins í efri lestinni. Hér
eru komnir hinir frægu vesturfar-
ar í leit að fyrirheitna landinu.
Þeir góna furðu lostnir út um lest-
argluggana á það sem gerist niðri
í dalnum. Allur vafi hverfur úr
huga fátæklinganna, fólkið veit
að nú er það komið til drauma-
landsins: hér er ekkert við að
vera annað en kossa og kannski
að beita fé.
Vélamaðurinn í lestinni er á
öðru máli og á valdi auðvaldsins
sem á lestina, sem þýtur frá miðju
út úr myndinni með ógnarhraða.
Varmennið fyllist heift og þrífur
haglabyssu og horfir drungalegur
með sólgleraugu hins sígilda bófa
á Krist og vill skjóta hann. Lestin
er þannig kross Krísts í „nú-
tímamerkingu”.
En andartaki áður en eimlest-
arstjórinn vondi lyfti haglabyss-
unni þá vill heimslistinni það til
happs að Guðmundur Erró málar
atburðinn og festir varmennið
um alla eilífð í striga svo engin
leið er að lyfta byssunni. Og um
leið verður atburðurinn ódauð-
legur. Slíkur er máttur hinnar
háu listar, hún festir vopnið í
höndum morðingjans og varir við
enni hjarðmeyja, hönd við horn
og höku við smalaprik.
Allt er þetta gott og blessað, en
hvaða hagfræðilegan eða samfé-
lagslegan lærdónt er hægt að
draga af málverkinu? spyr eflaust
sá vaxandi hópur hérlendis sem
hefur áhuga á hagfræði og mynd-
list.
Svarið er, að það kostar 20
krónur að sjá myndina á sýning-
unni, en myndin keypt og komin
á vegg í heimahúsum kostar um
4500 dollara (auðvitað eru sönn
listaverk seld fyrir þann gjald-
miðil), en myndasagan sem þið
hafið lesið kostar sama og það ..
sem þið borguðuð fyrir Helgar-
póstinn.
Þetta er talandi dæmi um það
hvað myndmál er miklu dýrara
en lesmál. Og ætti það.að vera
íhugunarefni þeim smækkandi
hópi manna sem heíur áhuga á
bókmenntum.
UPP OG
ABC — The Lexicon of
Love
ABC er ein af þessum Shef-
field-hljómsveitum sem vakiö
hafa athygli aö undanförnu.
Reyndar hefur ABC gert meira
en að vekja bara athygli, hún
hefur slegið rækilega i gegn. Nú
þegar hafa fjögur lög, Poison
Arrow, Tears Are Not Enough,
The Look of Love og nú siðast
All Of My Heart komist hátt á
lista i Bretlandi. öll þessi lög er
að finna á stóru plötunni The
Lexicon of Love, sem einnig
hefur fengið mjög góðar viö-
tökur og farið alla leið i fyrsta
sæti breska listans fyrir stórar
plötur.
The Lexicon of Love er óvenju
pottþétt og góð plata af fyrstu
plötu hljómsveitar aö vera, þvi
auk fyrrgreindra laga er að
finna á plötunni sex önnur lög
sem öll eru mjög góð.
Aðalmaður ABC er söngvar-
inn Martin Fry en aðrir með-
limir hljómsveitarinnar eru
trommuleikarinn David
Palmer, saxófónleikarinn Step-
hen Singleton og gitar og hljóm-
borðsleikarinn Mark White. Auk
þeirra eru nokkrir gestaleik-
arar á plötunni. En sá maður
sem á kannski stærstan hlut að
máli er upptökustjórinn Trevor
Horn. Hann var áöur meðlimur
hljómsveitanna Buggles og Ye^
NIÐUR
en eftir að sú siðarnefnda lagöi
upp laupana snéri hann sér að
upptökustjórn meö góöum ár-
angri.
Tónlist ABC er fyrst og fremst
pottþétt popptönlist, oft með
léttfönkuðum takti. Góður
hljómborðsleikur kryddar tón-
listina skemmtilega á köflum og
söngvarinn Martin Fry er
ágætur þó hann sé kannski svo-
litið takmarkaður.
Helsti galli plötunnar er aö á
stundum eru strengirnir dálitið
yfirkeyrðir og drekkja þá nærri
þvi hljómsveitinni. Þetta er þó
minni háttar galli og i heildina
finnst mér The Lexicon of Love
vera hin ágætasta skemmti-
plata.
Frida — Something's Go-
ing On
Hvað eiga hljómsveitirnar
ABBA og Genesis sameigin-
legt? t fljótu bragði virðist það
ekki neitt annað en að þær eru
báöar mjög vinsælar. Tónlistin
sem þær leika er hins vegar ekki
sérlega svipuð.
Nú hefur það gerst að tveir af
meðlimum þessara hJjóm-
sveita, þau Frida úr ABBA og
Phil Collins úr Genesis, hafa
leitt saman hesta sina. Hér er
um að ræða fyrstu sólópiötu
Fridu og hefur hún fengið Coll-
ins til að stjórna upptökum, auk
þess sem hann leikur á
trommur og syngur litilsháttar.
Aðrir sem leika á plötunni eru
gitarleikarinn Dary Stuermer,
sem leikið hefur með Genesis á
hljómleikum.bassaleikarinn Mo
Foster, hljómborðsleikarinn
Peter Robinson, sem lék áður
með hljómsveitunum Hill og
Quatermass auk þess sem hann
hefur leikið inn á plötur meö
Bryan Ferry, Carly Simon,
Stomu Yamashta o.fl., og loks
er aö geta hornaflokks þess sem
leikur meö Earth, Wind & Fire.
Þessir hljóðfæraleikarar skila
allir sinu vel og eru útsetningar
nokkrar ágætar. Helsti galli
plötunnar er hins vegar hversu
lélegt lagavalið er, þó það sé nú
samt ekki alvont. Bestu lög tel
ég vera I See Red, I Got Some-
thing, The Way You Do og I
Know There IsSomething Going
On, sem reyndar er áberandi
besta lagið.
Þessi fyrsta sólóplata hennar
Fridu er ekkert sérlega slæm en
hún er nú heldur ekki neitt sér-
lega góð en hver bjóst svo sem
við þvi.
Van Halen— Diver Down
Van Halen er vist ein af betri
bárujárnsrokksveitum Banda-
rikjanna og plötur þeirra seljast
þar i miklu magni og fara
flestar inn á topp tiu-listann.
Var Diver Down engin undan-
tekning þar á.
Þar sem ég hef ekki gert
mikið af þvi um dagana að
hlusta á Van Halen á ég erfitt
með að gera mér grein fyrir
hvernig þessi plata er i saman-
buröi við fyrri plöíur hljóm-
sveitarinnar. Ég hef þó á tilfinn-
ingunni að þessi plata sé nokkuð
ólik fyrri plötum þeirra hvað
lagaval snertir. Aðeins fjögur af
lögunum eru frumsamin og tel
ég þá ekki með leiðinda fingra-
æfingar sem gefur að heyra