Helgarpósturinn - 24.09.1982, Qupperneq 20
20
SVONA SPÁÐU ÞEIR:
SVONA VAR VEÐRIÐ:
Föstudagur 24. september 1982
J~iek
IpSsturinrL
Sunnudagur
Á laugardagskvöldið spáði
Knútur eins og sést hér t.v. Hann
reiknaði með talsverðu hvass-
viðri og rigningu sunnanlands, en
léttskýjuðu fyrir norðan, eins og
sést á korti hans. Daginn eftir sagði
Borgþór veðrið hafa verið eins og
sést á kortinu hérna nær. Knútur
hefur í heild ekki verið fjarri lagi,
en munurinn cr þó nokkur, nema
að hitastigið er rétt, nánast uppá
gráðu.
Mánudagur
Á sunnudagskvöldið spáði Borg-
þór. Hann reiknaði með 6 til 8
stiga hita um allt land, rigningu á
norðausturlandi en bjartviðri á
suðvesturhorninu. Á mánudags-
kvöldið sagði Guðmundur veðrið
hinsvegar hafa verið bjart allsstað-
ar nema á austfjörðum, og hitann
ójafnari, auk þess sem á korti hans
er mun meira sólskin.
Hve sannspáir eru veður
fræðingar sjónvarpsins?
Veðurspámenn sjónvarpsins eru ekki svo galnir. Sú
er í stuttu máli niðurstaða örlítils prófs sem Helgarpóst-
urinn lét þá gangast undir nú í vikunni - án þess að þeir
vissu af'því. Við fylgdumst með því hvernig þessir ágætu
rnenn spáðu fyrir veðri - og síðan hvernig þeir lýstu
þessu sama veðri daginn eftir. Niðurstöðurnar eru
hérna á síðunni, dag fyrir dag.
Hún er ansi góð sagan um
bóndann sem hncykslaðist á bruðli
hins opinbera. „Fyrir nokkrum
áratugum var Jón Eyþórsson einn
um vcðrið. Nú eru á veðurstofn-
unni um 50 manns og veðrið hefur
akkúrat ekkert batnað“, sagði
hann.
Veðurfræðingar veðurstofunnar
búa að vísu ekki til veðrið þó þeir
séu ábyrgir fyrir því í hugum
margra. Það eru þeir sem segja
okkur hvernig veðrið er og hvernig
það verður. I>að er fræðum þeirra
að þakka að sjaldan kemur veðrið
á óvart.
Sjálfsagt eru Islendingar al-
mennt veðurglcggri en gengur og
gerist meðal þjóða heims. Ekki
aðeins vegna þess að hingað til hef-
ur afkoma þjóðarinnar svo mjög
byggst á veðrinu — vegna sjósókn-
ar og landbúnaðar — heldur einn-
ig, og nú á dögunt ekki síður, vegna
veðurfrétta í sjonvarpinu.
í sextán ár, eða frá upphafi sjón-
varps á Islandi, hafa veðurfræð-
ingar spáð í veörið á liverju kvöldi
eftir fréttir. Sama form hefur veriö
í þessum þætti frá upphafi, og enn
eru tveir þeirra sem byrjuðu fyrir
16 árum að — þeir Páll Berg-
þórsson og Knútur Knútsen. í
gegnum árin hafa sumir dottið út
og aörir komið í staðinn, en þá
tekið upp vinnjubrögð þeirra'sem
fyrir voru í stórum dráttum.
Þessar veöurfregnir sér afar stór
hluti þjóðarinnar og þær eru tals-
vert ítarlegri en víöast hvar er-
lendis. í nágrannalöndum okkar í
Skandinavíu, Bretlandi og í
Bandaríkjunum, er farið mun
fljótar yfir sögu — nánast bara sagt
hvernig veðrið verður daginn eftir,
en sleppt að segja frá ástæðum og
forsögu eins og gert er hér. Af-
leiðingin er sú að hér veit hvert
mannsbarn aö ef djúp lægð er á
leiðinni til landsins úr suð-vestri þá
má búast við hlýindum og rigningu
á suðvesturlandinu. en ef hæð er
yfir Grænlandi má eiga von á bjart-
viðri og norðanátt. Og svo fram-
vegis.
Einkabísness
Pað er útbreiddur misskilningur
að sjónvarpsveðurfréttir séu á veg-
um veðurstofunnar. Það eru þær
ekki. Sjónvarpsntennskan erauka-
vinna hjá veðurfræðingunum, og
þeir eru á launum hjá sjónvarpinu.
Petta eru því þeirra prívatspár.
Helgarpósturinn bað Pál Berg-
þórsson, einn sjónvarpsveður-
fræðinganna, að segja frá því
hvernig þeir ynnu þessa stuttu
þætti.
„Við byrjum um fimmleytið og
höfunt því tvær og hálfa klukku-
stund til að vinna þetta," sagði
hann. „Sumunt þykir betra að hafa
veriö á vakt vfir daginn. því þá eru
þeir betur inní því sem er að gerast,
en mér finnst betra að koma í þetta
alveg óþreyttur og ferskur.
Vinnan felst í því að teikna fjög-
ur kort, tvö yfirlitskort og tvö Is-
landskort. Við byrjum á yfirlits-
korti frá hádegi, og það er alltaf á
hreinu hvernig það verður. Pessi
vinna er unnin hér á veðurstofunni,
og viö einfaldlega leggjum kort,
sem hefur verið unnið hér, undir
eyðublaðið sent notað er í sjón-
varpi og teiknum upp táknin. Pað
tekur svona hálftíma. Á sama hátt
vinnurn við staðreyndakortið yíir
veður á íslandi klukkan 18," sagði
Páll.
„Spákortin getum við náttúrlega
ekki unnið svona, en við gerð
þeirra eru sanit einnig notuð föst
vinnubrögð. Við byrjunt gjarnan á
því að iíta yfir staðfeyndakort
veðurstofunnar eitthvað aftur ítím-
ann, til að átta-okkur á hreyfingum
sem orðið hafa. Á hvaða leið lægð-
irnar eru, hve hratt þær fara yfir.
svo eitthvað sé nefnt. En aðallega
er stuðst við erlendar tölvuspár.
Veðurstofan fær reglulega sendar
spár, frá Washington og frá Bret-
landi, og þær eru notaðar til grund-
vallar. Yfirleitt ber þeim nokkuð
vel santan. þó cinhver blæmunur sé
á þeim. Útfrá þessunt upplýsingúm
teiknum við svo yfirlitskort sem á
að gilda klukkan 18 daginn eftir.
og útfrá því korti er svo unnið á
spákort fyrir ísland.
Á meðan maður er að vinna
þetta alltsaman reynir ntaður að
velta því fyrir sér hvernig sé best að
setja þetta fram í hvert skipti. Ég
fvrir mitt leyti skrifa orðrétt allt
sem ég segi. og ég held að Trausti
skrifi líka ansi mikið. en aðrir gera
það ekki. að ég held. Með því að
skrifa svona getur ntaður stytt
nokkuð mál sitt og losnað viö am-
bögur, en ef til vill verður þetta
ekki eins persónulegt fyrir vikið.
og það kemur sjaldnast eins vel
fram ef maður er í vafa um spána.
Þetta er svolítið mikilvægt atriði,
vegna þess að í útvarpinu er alveg
fast orðalag, og ekkert verið að
velta sér uppúr hlutunum. Óvissa í
spám kemur ekki fram nema í sjón-
varpinu, og því tökuni við yfirleitt
fram hvað gæti gerst ef veðrið hag-
ar sér ekki eins og við má búast.
Sjónrænt
En meginkosturinn við
sjónvarpsveðurfréttirnar er að þær
sýna á kortum hvað er að gerast.
Veðurfregnir eru í eðli sínu sjón-
rænar. og það sem tæki langt mál
að útskýra t.d. í útvarpi blasir um
leið við í sjónvarpi."
Að sögn Páls reikna veðurfræð-
ingarnir ekki nteð því að spár
þeirra standist uppá hár. Þeirra
hlutverk er að gefa almenna ntynd
af því sem er að gerast í kringum
okkur og reynaað draga ályktanir
þar af. „En ef skeikar fimrn gráð-
um í hitastigi þá þætti okkur það
verulega miður". sagði hann. Úr-
koman er erfiöari. og nánast úti-
lokað að spá hér um magn hennar
af einhverri nákæmni. Páll nefndi
sem dænti að við Hvalvatn sem er
undir Botnssúlum og er tveggja
kílómetra breitt ntunar helming á
úrkontu á norðurbakkanum og
suðurbakkanum. Úrkoman
sunnanmegin, undir Botnssúlum
er 2500 millimetrar á ári en í
norðurbakkanum, tveinr kfjómet-
runt í burtu. er hún 12 til 1300 milli-
metrar að meðaltali.
Þá þarf líklega varla að segja
neinumlslendingi að hér eru veður
fljót að breytast, sérstaklega á
haustin og vorin. þegar mest ríður
á að spárnar standist í aðalatriðum.
Að spá fyrir veðri á íslandi getur
verið ansi snúið. eins og sjá má af
sýnishornum sem hér fylgja.