Helgarpósturinn - 22.10.1982, Side 6

Helgarpósturinn - 22.10.1982, Side 6
6 Föstudagur 22. október 1982 sSSsturínn. hver er að skjóta á hvern - segir Halldor Hiimarsson, se vinnur fynr \\ð Sameinuou þjóöanna í Ubanon sem m.a.s. hafði einhvern tíma lýst það sjálfstætt ríki, Frjálst Líbanon." - Haddad majór, já. Maðurinn sem er talinn hafa verið foringi morðsveitanna í flóttamannabúðunum í Beirút í haust. Hvernig kemur hann fyrir - löðrandi í blóði með morðglampa í augum? „Nei nei.“ Halldór hlær. „Hann kemur ágætlega fyrir sá maður. Annars er mér eiginlega ómögulegt að tala mikið um þetta ástand og aðilana fyrir sig. Okkur, starfsmönnum Sam- einuðu þjóðanna, er uppálagt mjög ákveðið að tala ekki opinberlega um fólk þarna eða ástandið og bianda okkur ekki í málin. Þetta er slíkur suðupottur..." - En hvernig er með heimamenn?Vinna þeir með ykkur og hverning gengur sambúðin við þá? „Pað vinna heimamenn þarna með okkur í stöðinni og fólk þar umgöngumst við daglega. Það gengur allt vel. Svo ferðast maður um allt landið og þarf að umgangast alla hópa og fylkingar, sem þar eru. Við förum nær daglega af einu yfirráðasvæði á annað. Við erum til dæmis á svokölluðu yfirráðasvæði Haddads en til að komast til Beirút þurfum við að fara í gegnum PLO-svæðið sem var fyrir innrásina." Sef rólegur - Þarna hafa verið styrjaldarátök í nokkur ár. Hvernig virkar það á íbúana til lengdar - verður fólk sljótt fyrir þessu eða hvað? „Það er erfitt að segja. Þetta ástand er eiginlega daglegt brauð hjá þessu fólki. Auðvitað á maður erfitt með að skilja hvernig það hugsar. Samt eru Líbanir opinskátt fólk og ræðir máiin af fullri hreinskilni. En hver hefur sína sögu að segja og oft sýnist manni að skoðanirnar séu jafn margar og fólkið. Svo er þetta vitaskuld hörmulegt líf. Eftir innrásina í sumar flúði fólk úr syðsta hluta Líbanons norður á bóginn til Beirút. Þegar átökin fóru að harðna þar flýði það aftur suður og enn fleira fólk með því. Þannig urðu hús, sem höfðu verið hálftóm og altóm í lengri tíma, allt í einu full af fólki." - Ertu ekki skíthræddur? „Nei, ekki segi ég það. Eftir að maður hefur verið þarna í nokkurn tíma veit maður nokkurn veginn hver er að skjóta á hvern. Svo forðumst við náttúrlega að vera í borgum og „Mér hefur alltai gerigio ma ao SKiija astanaio parna til hlítar og efast um aö ég eigi eftir að gera það,“ segir Halldór Hilmarsson 33 ára loftskeytamaður, um um- hverfi sitt undanfarin fimm ár. Það umhverfi er Líbanon og ísrael, þar sem Halldór hefur verið starfandi á vegum Sameinuðu þjóðanna síðan í árslok 1977. Hann hefur verið heima undanfarnar vikur í stuttu leyfi en heldur aftur utan um helgina. Það var snemma árs 1977 að Halldór rakst á auglýsingu í blaði. Óskað var eftir fólki til starfa fyrir gæslu- og eftirlitslið SÞ í ísrael og Líbanon. Af hreinni ævintýraþrá sótti hann um og hugsaði með sér, að það gæti verið gaman að hvíla sig í eitt ár á vinnunni hjá Hafnarradíó á Hornafirði. Hann var ráðinn. „Fyrst voru alls konar læknisskoðanir, bólusetningar og ýmisskonar próf, sem maður þurfti að ganga í gegnum,“ sagði Halldór í samtali við Helgarpóstinn. „Svo fórum við út í desember, ég og konan með tvö börn. Fyrst var ég í Jerúsal- em í tíu mánuði og vann þar við fjarskipti hjá UNTSO, sem er sú deild Sameinuðu þjóðanna er hefur eftirlit með vopnahléssamningum ríkjanna á þessu svæði. Það var að vissu leyti kúltúrsjokk að koma þangað út, umhverfið var manni allt nýtt og framandi og talsverð breyting einnig í því fólgin að vinna með fólki af mörgum þjóðernum." Flutt í kjölfar innrásarinnar ’78 Halldór og fjölskylda hans kunnu sæmilega við sig í Jerú- salem. Eldra barn jreirra, strákur sem þá var fimm ára, fór fljótlega í skóla fyrir enskumælandi. En um vorið 1978 gerðu ísraelsmenn innrás í Líbanon og fljótlega eftir það var Hall- dór fluttur til í starfi. Við tók fjarskipta vinna fyrir UNIFIL, sem er gæslulið SÞ í Líbanon. „Þá voru UNIFIL-sveitir sendar inn í Líbanon í kjölfar ísraelska hersins, sem hafði flæmt PLO-sveitir norður í landið, eða norður fyrir Litani- fljótið. Við settumst að í 30-40 þúsund íbúa strandbæ skammt frá líbönsku landamærunum, ísraelsmegin, sem heitir Naharia. Þaðan fer ég núna daglega yfir landamærin til Líbanon og er að vinna á eftirlitsstöð við þorpið Nakoura.“ - Er mikill munur á því og Jerúsalem? „Já, talsverður, því verður ekki neitað Nakoura er öllu skemmtilegri bær en hefur þann ókost, að þar er enginn möguleiki fyrir krakkana að vera f skóla, því það er ekki um að ræða annað en hebreska skóla. Sjálf vinnan er líka tal- svert öðruvísi, maður fer meira um.“ - Gengur vandræðalaust að komast yfir landamærin dag- lega? „Já, það hefur aldrei verið neittvandamál.Það hefur verið hert aðeins á eftirlitinu eftir innrásina í Líbanon í sumar en ekki svo, að maður finni fyrir neinum sérstökum vandræð- um. Við förum með rútu fráNahariaað landamærunum. Þar kemur venjulega ísraelskur hermaður inn í bílinn, kannar skilríki manna gaumgæfilega og svo höldum við áfram. Nak- oura er ekki nema fjóra eða fimm kílómetra norðan við landamærin og sjálft þorpið stendur raunar ofan viðstöðina sem erihöfuðstöðvar UNIFIL. Á svæði Haddads - Hafa verið bardagar þarna í kringúm ykkur? „Ekki eftir að ég kom. PLO hafði þetta svæði á valdi sínu fyrir innrásina ’78 og talsverð skothríð hafði geisað áður en SÞ kom inn. Hús eru þarna sundurskotin. Annars er mestur hluti syðsta hluta Líbanons á áhrifasvæði Haddads majórs, viðtal: Ómar Valdimarsson —, ,,--------------„.j..____b.„____..fa„r eru. Mestmegnis er beitt þungavopnum, langdrægum fallbyssum svo maður verður ekki svo mikið var við bardagana. Og svo eru fjarlægðirnar það miklar, jafnvel þótt landið sé lítið og kíl- ómetrarnir milli aðila ekki margir, að átökin verða fjarlæg manni. Ég sef yfirleitt alveg rólegur. Það er oft, að maður heyrir fréttir af ástandinu í útvarpi og les um það í blöðum frekar en að maður verði þess var sjálfur. Kannski verður maður bara ónæmur.. Leyniskytta í Beirút - Hvað með Beirút? Ástandið þar er væntanlega grimmi- legt. „Já, vafalaust. Ég hef ekki komið þangað sjálfur eftir innrásina í sumar svo ég á erfitt með að segja um það núna. Félagar mínir af stöðinni hafa verið þar og sumir upplifað slæma hluti. Þannig var, að í vesturhluta Beirút, skammt frá flugvellinum, var UNIFIL með hús, sem notað var sem einskonar birgðastöð og miðstöð. Eftir að mestu bardagarn- ir þar voru um garð gengnir fór tíu manna flokkur frá okkur, undir forystu fransks höfuðsmanns í friðargæsluliðinu, inn í borgina til að kanna ástand hússins - hvort hægt væri að nota það áfram. Það kom á daginn, að búið var að fjarlægja alla hluti úr því- meira að segja gluggakistur. Menn voru svo að ganga um húsið fram og aftur, út á svalir og svo framvegis. Allt í einu heyrðist skothríð og þegar að var gáð lá þessi franski höfuðsmaður í valnum á svölunum. Þá hafði leynis- skytta verið einhvers staðar í nágrenninu og skotið á hannr - Það hefur væntanlega farið um félaga hans? „Þú getur rétt ímyndað þér. Þeir voru sjálfir búnir að vera úti á þessum svölum. Já, þetta hefur náttúrlega verið ömur- leg reynsla og áreiðanlega geigur í mönnum þegar þeir fóru aftur út úr borginni. En það varð engin frekari skothríð í þetta skiptið.“ Kennarar vopnaðir - Hvernig er það fyrir íslending að vera innan um öll þessi vopn og djöfulgang alla daga? „Eftir vissan tíma hættir maður að verða hræddur við byssurnar. Auðvitað er maður alltaf var um sig - sérstaklega á ferðalagi um suðurhluta Líbanons. En ef maður veit hvað máoghvað máekki, þá er mannióhætt. í ísrael erfólk mikið vopnað. Hvort sem maður fer í bíó eða strætó- alls staðar er fólk með vopn. Meira að segja kennarar. Það er ekki óal- geng sjón að sjábarnakennarafara með strollu af krökkum í gönguferð og þá er kennarinn með riffil eða hríðskotabyssu um öxl.“ - En börnin ykkar - hvernig hafa þau kunnað við sig? „Misjafnlega. Við áttum tvö börn þegar við fórum fyrst til Jerúsalem en nú eru þau orðin þrjú, tíu, fimm og tveggja ára. Það elsta, sem er drengur, hefur aldrei kunnað almennilega við sig. Fimm ára stelpan hefur alltaf verið ánægð, enda hefur hún aðlagast vel, talar reiprennandi hebresku, á leikfélaga og svo framvegis. Yngsta barnið er ánægt hvar sem er eins og gefur að skilja.“ - Og þú ætlar aftur í þennan suðupott? „Já, strax um helgina. Konan verður heima á Höfn í vetur með börnin, enda erfitt um skólagöngu fyrir þau ytra. Ég er sjálfur í líflegu og skemmtilegu starfi, maður er ekki alltaf á sama stað. Hvað ég verð lengi veit ég hins vegar ekki - samningstími gæsluliðanna er framlengdur í tvo og þrjá mán- uði í senn. Svo veit maður ekkert hvað gerist að þeim tíma liðnum. Það er mikið verið að spyrja mann hvenær maður ætli að koma heim. Upphaflega ætlaði ég bara að vera í eitt ár. Sá tími hefur verið að lengjast smám saman og ég er alveg hættur að velta fyrir mér hvenær maður kemur aftur hingaö alkominn til að vinna á Hafnarradíói." mynd: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.