Helgarpósturinn - 22.10.1982, Síða 9

Helgarpósturinn - 22.10.1982, Síða 9
• Hel - •' ■ irinrt Föstudagur 22. október 1982 vas“. í þeirri útgáfu sem ég hef lesið endar þannig dagbók Stend- hals, og vitum við þess vegna ekkert um skoðun hans á verkum Thorvaldsens. Víst hefði verið fróðlegt að vita álit Stendhals. Auk þess að vera frábær rit- höfundur skrifaði hann Sögu málaralistarinnar á Italíu, sem hann tileinkaði Napoleon mikla. Sögu málaralistarinnar á 'Ítalíu hefur Stendhal með kafla úr Jómsvíkingasögu, þegar verið var að höggva jómsvíkinga og sá sem ganga á undir saxið biður þess að enginn þræll snerti hár hans og það blettist ekki blóði. Með innrásum víkinga flæddi þessi sjálfsmeðvitund og fegurðarskyn, narcissismi, yfir hina steinrunnu aristótelisku Evrópu miðaldanna í kirkju- greipununt. Adáun Stendhals er auðsæ. Slík sjálfsvitund og fegurðarskynberstekki inn í latn- eska menningu fyrr en norrænir straumar og grískir sameinast í Flórens og ítalir segja í fyrsta sinn, að sögn Battista Alberti sem er faðir listfræðinnar: Quello e bello! (þetta er fagurt!) og þar með hefst Endurreisnin, og ítal- skir prinsar ræna þrisvar flæmska söngvaranum Rólandi Lassus, því hann hafði svo fagra rödd. Endurreisnin er þess vegna ekki bara latnesks eðlis heldur einnig norræns, og um nýklassíkina verður að segja það sama. íslendingar hefðu getað hresst upp á sýninguna á verkum Thor- valdsens með fyrirlestrum og upplestri úr verkurn samtíma fs- lendinga. Pað er tími til kominn að ís- lendingar leyfi ekki skandinövum að vaða upp fyrir hausinn á sér með lágkúru sinni, þ.ótt hún sé vel hönnuð. Við eigum sjálfir nóg af fólki sem hefði getað gert sýning- una vel úr garði. Við hefðum að minnsta kosti varla breitt yfir hana því bingoggröndal- andrúmslofti sem sviptir hana síriu rétta eðli. „Dingla svona inn og út úr hausnum á honum" — segir höfundurinn, Guömundur Björgvinsson myndlistina. Hann stundaði á sín- um tíma nám í mannfræði og sál- fræði í Bandaríkjunum, en lagði jafnhliða stund á listnám. „Petta tvennt, námið og mynd- listin, tengist að vissu leyti. í mynd- listinni fjalla ég um manninn, mannslíkamann. Pað er ekki mikið um landslag í myndunum mínum.. Sama er að segja um ritstörfin, þetta fjallar allt um manninn“, segir Guðmundur. „Allt meinhægt“ fjallar um 35 ára gamlan einhleypan bankastarfsmann. Honum er fylgt eftir nokkuð nákvæmlega í fjóra daga úr lífi hans. Við fylgjumst. með honum í bankann,á diskótekið og heim til hans og fylgjumst með því hvað hann er að bralla þar. „Ég reyni að fara ofan í persónu bankastarfsmannsins, en undir- tónninn í sögunni er einangrun og umkomuleysi mannsins. Það er kjarninn í þessu, ramminn. En síð- an fer ég mjög mikið inn í mann- inn, fjalla jafn mikið um hugsanir hans og hvað hann er að bralla. Dingla svona inn og út úr hausnum á honum“, segir höfundurinn um söguna og neitar því alls ekki þegar spurt er í ljósi menntunar hans í mann- og sálarfræði, hvort ekki sé um sálfræðilega skáldsögu að ræða. „Það er þó best að taka það fram að sagan er ekki eins þunglamaleg og ætla mætti af þessum orðum því það er yfir öllu kaldhæðnisleg slikja", segir hann. Guðmundur hefur myndskreytt bókina sjálfur, „myndirnar og sagan sameinast í einum punkti, eru ekki bara skreytingar, heldur reyni ég að láta þær mynda eina heild með textanum“, segir Guð- mundur Björgvinsson. Það er útgáfufélagið Lífsmark sem gefur bókina út, en á bakvið það stendur hópur áhugamanna, sem m.a. hefur fengist við „Allt mcinhægt“ er fyrsta skáld- saga Guðmundar Björgvinssonar og fjallar um mcinhægt líf bankastarfsmanns. Líf Guðmund- ar hefur hinsvegar ekki verið ýkja meinhægt undanfarin ár. (Mynd: Jim Smart) kvikmyndagerð, en hefur ekki áður gefið út bók. ÞG. Carlie Haden Liberation Musis Orchestra - einst- akt tækifæri i Háskólabíói á sunnudagskvöldið, enda hefur Jazzvakning aldrci lagt meira undir. Gamli bopparinn Botschinsky blæs á Sögutón- leikum Apocalypse. (Mynd: Jim Smart) ■bik, Angóla og Gíneu. Hann var handtekinn daginn eftir af portú- gölsku lögreglunni. War Orpyans eftir Coleman er næst, en þessi tvö verk voru þau fyrstu er ís- lenskir útvarpshlustendur heyrðu með sveitinni. Það var fyrir meira en áratug í djassþætti Jóns Múla Árnasonar. Síðan eru verk eftir Haden (Circus ’68 ’69) og Cörlu (The Interlude) og að lokum sameinast lúðrasveitin í We Shall Overcome. Þannig lék sveitin 1969 og er ekki ótrúlegt að svipaður blær verði yfir efnisskránni núna, en hún samanstendur af frum- sömdum ópusum og þjóðlögum frá E1 Salvador, Nigaragua, Cíle, Kúpu og Spáni. Þá er að geta þeirra sem hljóm- sveitina skipa. Charlie Haden er hljómsveitarstjóri og leikur á bassann. Hann hefur lengi verið í fremstu röð djassbassaleikara og var kjörinn bassaleikari ársins í síðustu gagnrýnendakosningum down beat. Bassaleikur hans er þungur og kraftmikill í anda Mingusar, enda hefur hann leikið hlutverk hans í Mingus Dynasty. Carla Bley er hljómborðsleikari og útsetjari sveitarinnar. Hún var í öðru sæti sem tónskáld og þriðja sem útsetjari í down beat og einn- ig á blaði sem organisti. Hún er af sænskum ættum en fædd í Banda- ríkjunum og má hiklaust telja hana í hópi hinna merkari djass- útsetjara. Það er ævintýri að vera á tónleikum þar sem Carla Bley er í fremstu víglínu og engin á- stæða til að halda annað en svo verði á sunnudagskvöldið. Don Cherry trompetleikarinn og Dewey Readman tenorsaxisti léku báðir með Ornette Coleman og eru nú ásamt Haden í sveitinni: Old And New Dreams, en hún átti djassskífu ársins í down beat. Eiginmaður Cörlu, sá austurríski Mick Mantler, leikur ásamt Cherry á trompet og tveir saxafónleikarar eru fyrir utan Readman: indjáninn Jim Pepper og Steve Slagle. Pepper hefur m.a. leikið með harðbopparan- um Horace Silver en Slagle er úr bandi Cörlu eins og básúnublás- arinn Gary Valente og stúlkan sem blæs í valdhornið, Sharon Freeman. Túbuleikari bandsins er Jack Jeffers, sem komið hefur við í stórsveitum Duke Ellingtons og Lionels Hamptons. Gítarleik- arinn er Mick Goodrick sem hef- ur m.a. leikið með Jack Dejohn- ette og trommarinn er hinn gam- alkunni Paul Motian sem þandi húðirnar í frægasta tríói Bill heitins Evans, þar sem Scott La- Farao var á bassann. Síðar lék hann Motion m.a. með Keith Jar- rett. Aldrei hefur Jazzvakningin lagt jafn mikið undir og nú. Tón- leikar sem þessir kosta ekki undir tvöhundruðþúsund krónum, en því var þessi áhætta tekin að varla mun þess gefast kostur að hlusta á þessa sveit aftur. Hljóðritunin 1969 átti að vera eina verkefni sveitarinnar, en sú ógn er kjarn- orkan hefur leitt yfir mannkynið varð til þess að þeir félagar söfn- uðust saman að nýju. Þeir vildu leggja sitt lóð á vogarskál hinnar alþjóðlegu friðarhreyfingar sem nú fer sem logi um akur. Tónleikaför þeirra um fimm Evrópulönd hefst í Reykjavík, en lýkur í Þýskalandi þar sem þeir hljóðrita skífu fyrir ECM. Síðan verður sveitin leyst upp. Enginn djassunnandi má láta sér þetta tækifæri úr greipum ganga. Tónlist sveitarinnar höfð- ar til þeirra allra. Framsækin en þó hefðbundin, ný en þó gömul. Miða má fá í Fálkanum á Lauga- vegi í dag og á morgun og í Há- skólabíói á sunnudag. Hittumst öll í Háskólabíói á sunnudagskvöld! 9 liíoin ★ ★ ★ ★ framúrskarand! ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg Q léleg Bíóhöllin ★ ★ ★ Atlantic City. Bandarísk. Árgerð 1981. Leik- stjóri: Louis Malle. Aðalhlutverk: Burt Lanc- aster, Susan Sarandon. Michel Piccoli. Franski leikstjórinn Louis Malle leggur héröðru sinni til atlögu við amerískan efnivið. Honum þótti takast vel upp við sottpornó úr hóruhúsa- kúltúr New Orleans um aldamót í myndinni Pretty Baby. Og í Atlantic City bregður hann upp naemiegri skoðun á mannliti í þessari nötur- legu spilaborg. Burt Lancaster er ekkert minna en stórbrotinn í hlutverki aldurhnigins smákrim- ma sem sestur er i helgan stein og dedúar mest við karlæga kerlingu í næstu íbúð uns hann verður bergnuminn af ungri þjónustustúlku, er Susan Sarandon leikur einnig afbragðsvel, í ibúðinni á móti. Þau kynni leiða þennan gamla mann úti glæpastartsemi og skilja hann eftir i lokin sem blöndu af sigurvegara og sigr- uðum manni, niðurlægðan en þó á undarlegan hátt með fullri reisn. Þetta er óvenjuleg mynd, spennandi, manaeskjuleg og býsna ettirminni- Félagarnir frá Maxbar. Bandarisk. Leik- stjóri: Richard Donner. Aðalhlutverk: John Savage, David Morse, Diana Scarwind. Richard Donner er sá hinn sami og gerði mynd- irnar Superman og Omen. Þessi myod tjailar um nánunga sem koma saman á Max bar og þar er nú ýmislegt brallað. Porky’s. Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit og leikstjórn: BobClark. Aðalhlutverk Dan Mona- han, Mark Herrier, Wyatt Knight. Porky's hefur ekkert nýtt fram að færa. Hún er stæling á American Graftiti: baldin menntaskóla- æska, prakkarastrik, kynlifsfitl, smávegis andóf við fullorðinsheiminn og slatti af gömlum dægur- lögum. I heild eins og gamall slitinn slagari. — ÁÞ O Hvernig sigra á verðbólguna. (How to beat the High Cost of Living) Bandarísk. Árgerð 1980. Aðalhlutverk: Susan Saint James, Jane Curtin, Jessica Lange. Sérdeilis leiðinleg gamanmynd, sem fjallar um ugar konur, þreyttar á verðbólgu og blaknkheit- um, sem ræna verslun. Oltu í þessari mynd er forklúðrað. Þvi miður, þvi að þessu mætti sjálf- sagt vel hlægja. Dauðaskipið. (Deathship). Bandarisk. Aðal- hlutverk: George Kennedy, Richard Crenna. Naf nið ætti að segja eitthvaÓ til um efni þessar- ar hrollvekju. ★ ★★ Fram í sviðsljósið (Being There). Bandarisk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, ettir eiginskáldsögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leik- stjóri: Hal Ashby. Stjörnubíó ** Absence of Malice. Bandarisk. Árgerð 1981. Handrit: Kurt Luedtke. Leikstjóri: Sidney Poll- ack. Aðalhlutverk: Paul Newman, Sally Field, Bob Balaban. Hér er rannsóknarblaðamennskan sjálf tekin til rannsóknar og bæna. Handritshöfundurinn, Luedtke, hefur sjálfur drjúga reynslu af blaða- mennsku og vinnubrögðum ameriskra stórblaða og veit því hvað hann syngur i þessari frásögn sinni af rannsóknarblaðamennskunni. Þetta er skernmtileg mynd, sem Sidney Pollack rekur áfram af sinni alkunnu fagmennsku. En hún er ekki mikið dýpri en obbinn af amerísku sjálfsgagn- rýnimyndum uppá síðkastið. Stripes. Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit: Har- old Ramis o.fl. Leikstjóri: Ivan Reitman. Aðal- hlutverk: Bill Murray, Harold Ramis, Warren Oates. Regnboginn o Fiðrildi (Butlerfly). Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit: Matt Cimber, John Goff. Leikstjóri: Matt Cimber. Aðalhlutverk: Stacy Keach, Pia Zadora, Orson Welles, James Fra- nciscus. Afspyrnu sloj útgáfa af skáldsögu James M. Cain um námuvörð einn i auðnum Ameriku (Sfacy Keach) sem leiðisf út i blóðskömm sem ekki er svo blóðskömm með dóttur sinni sem ekki er svo dóttir hans (Pia Zadora). Myndin er hægfara og stefnulaus, og einna helst er dvalið við hina „umtöluðu kynbombu" Pia Zadora. Hún er nú ekki annað en frekar sjúskuð lítil budda sem hefur doblað millann eiginmann sinn til að fjármagna þessi leiðindi. Þetta er allt út í Hróa hött og Marian, eins og Gulli myndi segja. -ÁÞ ★ ★ Dauðinn i fenjunum. ★ ★ Þeysandi þrenning. Bandarísk. Árgerð 1979. Aðalhlutverk: Nick Nolte, Don John- son, Robin Mattson. Frekar skemmtileg mynd um ungt fólk sem týð- ur lífinu byrginn útá þjóðvegum Bandaríkjanna. Madame Emma. Frönsk. Leikstjóri: Francis Girod. Aðalhlutverk: Romy Schneider, Jean Louis Trintignant. Myndin fjallar um athafnakonu i bankakerfinu um 1930. Hún á við erfiðleika að striða, karia- veldið i bankakerfinu sem gerir henni lífið leitt. * **. Síðsumar (On Golden Pond). Bandarisk kvikmynd, argerð 1981. Handrit: Ernest Thompson, eftir eigin leikriti. Leikendur: Henry Fonda, Katherine Hepburn, Jane Fonda. Leikstjóri: Mark Rydell. Allt leggst á eitt með að gera þessa mynd góða. leikuiinn, handritið, kvikmyndalakan og leiksljórnin. Bæjarbíó * Aðdáandinn (The Fan). Bandarísk. Árgerð 1979. Leikstjóri: Edward Bianchi. Aðalleik- arar: Laureen Bacall, James Garner. Það er eitthvað hálf daþurtegt við þessa mynd. Ryk er pússað af gömlum stjörnum, og þær iátnar leika fólk sem er 10-15 árum yngra en þær eru í mynd sem stjómendur hafa aldrei almennilega gert uþp vio sig hvernig ætti að , vera. Hún fer af stað með miklum bréfaskriftum aðdáandans til stjömunnar og það er ekki fyrr en undir hlé að áhorfandinn áttar sig á að hann er staddur á hrollvekju, en ekki ástarmynd. Slik er spennan. Þegar aðdáandinn ungi fær ekki rétt viðbrögð við brétum sinum rennur á hann geðveiki, og um tíma eru allir leikaramir í hættu, en sérstaklega þó Laureen Bacall, sem þar fyrir utan á i mikilli innri baráttu vegna söngleiks sem hún er að æfa, og sýnt er frá langtímum saman, þannig að undir lokin læðist að manni sá grunur að myndin sé eftir allt söngleikur. - GA Laugarásbíó . Rannsóknarblaðamaðurinn (Contiental Dl- vide) Bandarisk. Árgerð 1982. Leikstjóri: Michael Apted. Aðalhlutverk: John Belushi, Blair Brown. Siðasta mynd John heitins Belushi, leikstýrð af góðum breskum leikstjóra, Michael Apted, sem m.a. að baki Coalminers Daughter. Þetta er spennumynd um rannsóknarblaðamann sem kemst i ónáð hjá stjórnmálamönnum. ★ ★ Mannlegur veikleiki (The Human Factor) Bresk. Árgerð 1979. Handrit: Tom Stoppard, eftlr skáldsögu Gra- ham Greene. Leikstjóri:Ottó Premin- ger. Aóalhiutverk: Nicol Willlamson, Richard Attenborough, John Gielg- ud, Derek Jacobi Austurbæjarbíó: *** Blóðhiti (Body Heat) — sjá umsögn í Listapósti. Nýja bíó: Lúðrarnir þagna (Taps) Bandarisk. Ár- gerð 1981. Gerð eftir skáldsögu Devery Freemans: Father Sky. Handrit: Darryi Toniscan Leikstjóri: Harold Becker. Að- alhlutverk: George C. Scott og Timothy Hutton. Leggja á gamlan og virðulegan herskóla niður, en skólastjórinn og nemendurnir eru nú ekki á þvi. Endar með því að yfirvöld senda þjóðvarðlið á vettvang. Og þá verður nú líklega hasar. Tónabíó 0 Hellisbúinn (The Caveman) Banda- risk. Árgerð 1980. Handrit: Rudy DeL- uca og Carl Gottlieb. Aðalhlutverk: Ringo Starr og Barbara Bach. Leik- stjóri: Carl Gottiieb. Hvað er sosum hægt að segja um mynd eins og þessa? Hún er gerð af fullkomnu metnaðarleysi í öllum deildum - leikurinn er afleitur,.tæknibrellur fyrir neðan meðallag, handrítið gloppótt og leikstjórinn hefur augljóslega engar á- hyggjur haft af öllu þessu. Þessi mynd er eiginlega samansafn af bröndurum um þróun mannsins (þarna er skýrt hvers-. vegna hann fór að ganga uppréttur, hvernig eldurinn fannst, ofl) sem tengdir eru saman í frásögn af basli Ringós við að ná fallegri eiginkonu af beljaka nokkr- um. Sumir brandaranna eru þokkalegir, en flestir eru þeir samt óttalega lágkúru- legir; ganga einkum útá prump og piss og kúk. Á3A Háskólabíó: *** Venjulegt fólk (Ordinary People). Bandarisk. Ár- gerð 1981. Leikstjóri: Robert Redford. Aðalhlut- verk: Donald Sutherland, Mary Tyler Moore, Ti- mothy Hutton. Þessi frumraun Roberts Redfords sem leikstjóra er ákaflega greindarleg, þó ef til vill vanti dálítinn safa í þetta hnitmiðaða drama um upplausn amer- ískrar millistéttaríjölskyldu. Ordinary people er tyrst og fremst dæmi um mynd þar sem leikarar blómstra undir nærfærnislegri leikstjórn. Þó væmnin sé að sönnu stundum skammt undan og sálfræðingaspekin ameríska of yfirgnætandi er líka nóg af húmor og innsæi. Þetta er mynd sem aðstandendur geta í heild verið stoltir al og áhor- fendur þakklátir fyrir að njóta. — ÁÞ Bíóbær Frankenstein. Bandarisk. Andy Warhol á sér nokkra aðdáendur hér sem annarsstaðar og þeir fá hér tækifæri að skoða eina afurð hans. Þetta ku vera með.alira blóð- ugustu og svæsnustu myndum, og þeir sem ■ áhuga hafa á sliku fá því einnig sitt. A sjösýning- um komast tveir inn á einum miða. Fjalakötturinn Under Milkwood. Ensk. Árgerð 1972. Leik- stjóri: Andrew Sinclair. Aðalhlutverk: Rlc- hard Burton Elizabeth Taylor og Peter O’- Toole. Mynd byggð á þekktu leikriti Dylan Thomas um mannlif í litlu þorpi við strönd Wales. MÍR-salurinn: Áhöfnin, árgerð 1980. Leikstjóri: Alexander Mltta. Skýringar á ensku með myndingi sem sýnd er ótextuð. Myndin sem er af mörgum talin fyrsta sovéska „stórslysamyndin", verður sýnd á sunnu- dag kl. 16.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.