Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 22. október 1982 irinn
4
4
Anarkistar og gamlir jaxiar
Hingað til lands átti að koma í
síðustu viku gamli jaxlinn Ian
Gillan, sem áður gerði garðinn
frægan með Deep Purple en hef-
ur nú um nokkurra ára skeið
haldið úti ágætri eigin hljómsveit
sem eins og eflaust margir vita
heitir bara Gillan. Ekki mun
hljómsveitin vera hér í för með
honum núna, heldur er hér ein-
ungis um einskonar auglýsinga-
ferð að ræða, þar sem hann mun
mæta í einhverja Karnabæjar-
búðina og árita plötur og væntan-
■lega mun hann einnig ræða við
blaðamenn.
Tilefni ferðarinnar er nýút-
ekki mikið fyrir nýjum hugmynd-
um en hver kærir sig líka um slíkt
og þvíumlíkt í þungu rokki, sem
verið hefur sama gamla klisjan í
áraraðir. Til dæmis minnir tónlist
Gillan mig stundum á tónlist
hljómsveitarinnar Hard Stuff,
sem Gillan pródúseraði hér í eina
tíð, sérlega á það við um lög eins
og t.d. Driving Me Wild og
Bluesy Blue Sea.
í heild er Magic nokkuð
heilsteypt og Gillan er í fínu for-
mi, svo og aðrir meðlimir hljóm-
sveitarinnar hans. Eins og áður
segir er hér ekkert nýtt á ferð en
hvað um það.
komin plata hljósmsveitarinnar,
sem nefnist Magic. Gillan er nú
ein af fáum þungarokkhljóm-
sveitum sem ég hef haft einhverja
ánægju af að hlusta á, eftir út-
komu síðustu plötu þeirra, Dou-
ble Trouble, hafði ég þó nær af-
skrifað hljómsveitina. En maður
má víst aldrei vanmeta gamla
gaura eins og Gillan, því oft á
tíðum eru þeir eins og gamlir fót-
boltakarlar, þ.e. þeir rífa sig upp
á reynslunni, þó fæturnir séu
farnir að fúna. Svo er líka með
Gillan og plötuna Magic, því hún
er líklega eitthvað það besta sem
hann hefur látið frá sér fara síðan
platan Glory Road kom út hér
um árið.
Nýi gítarleikarinn, Janik Gers,
sem fyrst lék á Double Trouble,
hefur nú komið sér þægilega fyrir
í sveitinni og gítarinn aftur orðin
mest áberandi hljóðfærið, svo
sem eðlilegt er með þungt rokk.
Annars er heildarsvipur plötunn-
ar heldur poppaðri en áður og
lögin fleiri og styttri en flest hnit-
miðuð þó. Það fer nú kannski
Bad Company —
Rough Diamonds
Líklega hefur engin hljómsveit
slegið jafn rækilega í gegn með
sinni fyrstu plötu og Bad Com-
pany gerði á sínum tíma með
plötunni Bad Co. og laginu Can’t
Get Enough. Vinsældirnar döl-
uðu þó fljótlega í Bretlandi en í
Bandaríkjunum var hljómsveitin
alltaf óhemju vinsæl og má því til
marks benda á að síðasta plata
þeirra Desolation Angels dvaldi
meðal fimm vinsælustu platna í
Bandaríkjunum um tveggja mán-
aða skeið árið 1979.
Það mun nú liðið um þrjú og
hálft ár frá því að Desolation
Angels kom út og satt að segja
hafði ég alveg gleymt tilvist Bad
Company, þar til fyrir nokkru að
þeir tilkynntu nýja plötu á
leiðinni.
Rough Diamonds heitir platan
og er nú komin út. Ég hef nú
aldrei verið neinn sérstakur Bad
Company aðdáandi, mér þótti
t.d. Free alltaf miklu betri hljóm-1
sveit, en ég átti þó von á betri
plötu en raun ber vitni. Ég veit
satt að segja ekki af hverju þeir
eru að rembast við að halda
hljómsveitinni gangandi, því hún
er nú orðin heldur þreytt. Það
sem verra er, mér finnst þeir hafa
týnt sérkennum sínum, því tónlist
þessi gæti að miklum hluta til ver-
ið spiluð af næstum hvaða ame-
rískri rokkhljómsveit sem væri.
Það eina sem sker sig úr er að
Paul Rogers er enn þrælgóður
söngvari en það er bara ekki nóg
til að redda þessu, ekki einu sinni
í horn.
Crass-Christ- The Album
Hljómsveitin Crass er einstakt
og furðulegt fyrirbrigði í rokk-
sögunni. Það er engin hætta á því
að þú rekist nokkru sinni á
auglýsingu um plötu frá þeim í
nokkru blaði. Blaðaviðtöl eru fá
og heldur undarleg, þar sem
hljómsveitarmeðlimum og blaða-
mönnum kemur yfirleitt heldur
illa saman og enda viðtölin oft í
hálfgerðu skítkasti. Ástæðan
fyrir því er að flestir breskir
poppskríbentar telja sig sósíalista
eða eitthvað því um líkt en Crass
meðlimirnir eru hins vegar harðir
anarkistár og reyna að lifa eftir
því. En þau búa saman í kom-
múnu í Epping Forest. Þrátt fyrir
allt seljast plötur þeirra í þúsunda
tali en þær auglýsa sig á orðspor-
inu svo og veggjakrassi ofl. því
um líku.
Plötur þeirra eru meira en bara
venjulegar plötur, því þeim fylgir
oftast mikill prentaður áróður
fyrir anarkisma. Aldrei hefur
hann þó verið í líkingu við það
sem er með nýjustu plötum
þeirra, Christ
The Album, því þar fylgir með
heljarmikill bæklingur, sem út af
fyrir sig er heljar mikil pæling,
sem ég ætla mér ekki að fjalla um
hér, enda verður það að viður-
kennast að þolinmæði mín við
lesturinn var ekki sérlega mikil.
Plöturnar í albúminu eru tvær.
Sú fyrri heitir Christ-The Album
og er þar um stúdíó plötu að
ræða. Steve Ignorant er nú aftur í
aðalhlutverki sem söngvari, en
hann var ekki til staðar á síðustu
Crass plötu, Penis Envy.
Miðað við fyrstu Crass plöt-
urnar hefur hljómsveitinni farið
mikið fram tónlistarlega og meiri
fjölbreytni gætir í flutningi
þeirra. Þó er tónlistin enn sem
áður helst í ætt við pönkið, þó
Crass neiti hugmyndafræði
pönksins og segi það dautt.
Ekki ætla ég mér að fara að tína
til eitthvað sérstakt úr textunum,
sem mér finnst sláandi, því að
nóg er þar að finna sem kemur
við kaunin á manni, alveg burt
séð frá því hvort maður er sam-
mála því eða ekki.
Eitt er það sem mér þykir vert
að geta um er að lögin á plötunni
eru mjög skemmtilega tengd
saman með hluta af samtölum við
stjórnmálamenn, hermenn, bút-
um úr auglýsingum ofl. þesshátt-
ar og undirstrikar hver inngangur
yfirleitt innihald textans sem á
eftir kemur.
Seinni platan, Well Forked-
but Not Dead, er að mestu tekin
upp á tónleikum en einnig er að
finna þar gamlar stúdíó upptökur
og segulbandsbúta af ýmsu tagi
og er þessu öllu hrært saman.
Ekki finnst mér nú þessi hluti al-
búmsins neitt sérlega spennandi
og standa Christ hlutanum, sem
er eitthvað það besta sem Crass
hafa sent frá sér, nokkuð að baki.
Dire Straits —
Love Over Gold
Það er undarlegt að hugsa til
þess að þegar Dire Straits sendi
frá sér sína fyrstu plötu, að þá
hafi þeir verið taldir í hópi ný-
bylgju hljómsveita. Raunar eiga
Dire Straits næsta lítið skylt með
nýbylgju hljómsveitunum, nema
ef vera skyldi að þeir byrjuðu að
leika á stöðum, s.s.Hope & Anc-
hor, þar sem pub rokk og ný-
bylgja var í hávegum höfð. Tón-
list Dire Straits svipaði á þessum
tíma frekar til J.J. Cale og ekki
var nú Dylan víðs fjarri. Enda fór
jú svo að hljómsveitin sló í upp-
hafi mun rækilegar í gegn í Band-
ríkjunum en í Bretlandi.
Það er ekki fyrr en fyrst nú að
Dire Straits hafa slegið £ gegn í
Bretlandi svo um munar. Að vísu
hefur Making Movies selst þar
óhemju vel en það er hins vegar á
nokkuð löngum tíma.
Vinsældir lagsins Private In-
vestigations, í Bretlandi, nú um
þessar mundir hafa komið mörg-
um á óvart og þegar nýja stóra
platan, Love Over Gold, kom út
rauk hún beint í fyrsta sæti breska
listans.
Það eru ekki nema fimm lög að
finna á Love Over Gold. Fyrsta
lagið heitir Telegraph Road og er
það fjórtán mínútna langt. Er hér
um að ræða verk sem Knopfler
hefur lagt mikið í og þó að það sé
svona langt þá verður maður þess
ekki svo mjög var. Því er vel skipt
niður í söngkafla og sóló, sem
aldrei verða of löng en eru mjög
góð og á það jafnt við um gítar- og
píanósólóin. Ef eitthvað er að þá
eru það helst til mikil Springsteen
áhrif á köflum.
Seinna lagið á fyrri hliðinni er
svo Private Investigations. Sagt
er að þegar hafi komið að því að
velja lag af plötunni til að setja á
litla plötu, þá hafi ekkert þeirra
þótt líklegt til vinsælda og því ver-
ið valið það lag sem minnsta
möguleika var talið hafa. Víst er
að Private Investigations er eitt af
undarlegri lögum þessa árs, sem
vinsældum hafa náð. Lagið er
sérlega rólegt og laglínan leikin á
kassagítar á einkar smekklégan
hátt én textinn er hins vegar allt
að því talaður.
Seinni hliðin finnst mér ekki
eins góð, að minnsta kosti ekki
ennþá, þó kann ég ágætlega við
lögin It Never Rains og Industrial
Disease en Love Over Gold
hrífur mig ekki eins.
Miðað við Making Movies
finnst mér þessi nýja plata ekki
alveg eins góð, en ég var nokkuð
lengi að átta mig á Making Movi-
es og það má vel vera að svo verði
einnig með þessa.
IITVAIM'
Föstudagur
22. október
7.00 Gull í mund Þetta er nú sjálfsagt liðin tíð
þegar þú, lesandi góður, lest þetta. Það
hefur því lítið uppá sig að vera að Kynna
það. Sorrý.
9.05 Morgunstund barnanna. Ég hef nú grun
um að þetta sé sömuleiðis búið, en sagan
er góð, Jón Oddur og Jón Bjarni. Leitt að þú
hafir ekki lesið blaðið fyrr.
10.30 Mér eru fornu minnin kær. Mér líka. En þaö
er sama. Líkurnar á því að þessi þáttur sé
búinn eða að þú, lesandi góður, missir af
honum vegna vinnu eða einhverra slíkra
truflana eru lalsverðar.
13.00 Á frivaktinni. Þessu ættirðu hinsvegar að
ná. Sjómenn til lands og sjávar, á lofti og
legi, og snarfara og iúðufossi senda bestu
kveðjur. Margrét kemur til skila.
14.30 Móðir min i kvi kvf. Móöir min er á bíl. Það
er móðir Adrian Johnson sem um er að
. ræða. Benedikt Arnkelsson þýddi, og Helgi
Elíasson les.
16.40 Litli Barnatíminn. Margt smátt gerir eitt
stórt, sagði maðurinn og Heiðdis Norðfjörð
tók undir i viðlaginu.
17.00 „Dauðamenn" Þá eru það bókmenntir.
Njörður P. Ytri-Njarðvík les úr skáldsögu
sinni.
17.15 Nýtt undir nálinni Kristín Björk Þorsteins
kynnir nýjar plöööötur. fslenskar.
19.50 Lög unga fólksins. Gott. Vonandi spilar
hún Silfurkórinn. Hann er bestur.
20.30 Sumarvaka. Hugsa sér. Sumarvaka
núna. No förðer komment.
Laugardagur
23. október
9.30 Óskalög sjúklinga. Ég á ekki von á því að
menn séu almennt komnir á ról á þessum
tima. Og þó. En Kristin. Ekki svindla á
fréttatímanum. Hann Jón Múli varð svo 6-
þolandi fúll þegar þú fórst, hva? þrjár mín-
útur frammyfir um daginn?
11.20 Kemur mér þetta við? Maður þorir ekki að
segja nei. Þetta er nefnilega umferðarþáfl-
ur. Og var góður siðast. En hvar er Óli H.?
Blikk, Blikk.
13.20 (ca) Helgarvaktin. Ekki frumlegur þáttur,
en ekki galin svosum. Hróbjartur hefur
kannski ekki alveg nógu vel smurðan tal-
anda. En þá er bara að smyrja. Upp, upp
min sál.
13.35 íþróttaþáttur. Nú má Hermann Gunn fara
að breyta um stæl, eins og sumir myndu
segja. Eða form á þættinum. Eða lit á bíln-
um. Eða fót í vitinu.
15.10 í Dægurlandi. Svabbi með þáttinn sinn,
sem sumum finnst gaman að.
17.00 Hljómspegill. Stefán Jónsson bóndi á
Grænumýri i Skagafirði stokkar upp kýrnar
og skellir plötu á grammufóninn. RUVAK.
19.35 Á tali. Helga Thorberg og Edda Björgvins-
dóttir bíba samfleytt i rúman hálftíma.
20.30 Þingmenn Austurlands segja frá. Sverrir
Hermannsson verður varla í vandræðum
með að kjafta í þennan tæpa klukkutíma.
Og þó þeir væru tveir. En hann getur verið
skemmtilegur.
23.00 Laugardagssyrpa. Snilld. Lekandi brili-
jans frá upphafi til enda. Fantastique. Ég
meina það.
Sunnudagur
24 október
10.25 Út og suður Pétur Pétursson segir frá leit
að heimildum um Gaimard leiðangurinn.
Skemmtilegur maður Pétur.
11.00 Messa Hreinn Hjartarson messar yfir
Breiðhyltingum.
13.15 Nýir söngleikir á Broadway. Ekkert illt
gert hjá Árna Blandon. Efni til að hlusta á
með öðru eyranu í uppvaskinu.
14.00 Fegurð ástarinnar og lífsins. Leikrit eftir
Véstein Lúðvíksson. Leikstjóri Sigmundur
örn og meðal leikenda er Árni Blandon
sem er nýkomin til landsins frá Broadway.
Hlýtur að vera.
15.00 Umræðuþáttur um drög að útvarps-
lögum. Væntanlega mikill smjatt og kjass-
þáttur gáfaðra spekinga. Eða kannski
hressilegur rifrildisþáttur? Maður vonar og
bíður. Páll Heiðar Stjórnar.
16.20 Friðarhreyfing kvenna. Þáttur um líkams-
uppbyggingu, og fegurð í hreyfingum. Not
true. Margrét Björnsdóttir og Kristín Ást-
geirsdóttir.
18.00 Það var og. Afbragðsefni útvarpsins um
þessar mundir. Notalegt og skemmtilegt.
Þráinn Bertelsson í fínu tormi.
19.25 Veistu svarið? Spurningaþáttur að norð-
an. Litlir spekingar þar. Vér sunnlendingar
vitum betur.
S.IÓKVAKI'
Föstudagur
22 október
20.35 Á döfinni Snilldartaktar í klippingum, lýs-
ingu og l'eik. Gott veður, fallegt landslag.
Sex stjörnur.
20.45 Skonrokk Stundum gott og stundum ekki
eins gott og stundum ekki alveg eins gott
og stundum hreint ekki alveg eins gott og
það gæti verið. Semsagt: Gott.
21.15 Katljós Umsjónarmenn Bogi Ágústsson og
Sigrún Stefánsdóttir. Kastljós hefur farið
vel af stað að mörgu leyti. Maður saknar þó
alltaf svolítiðs hasars í fréttamennskunni,
því þetta er kjörinn vettvangur fyrir
rannsóknarblaðamennsku af einhverju
tagi. Allt i lagi í þessu fagi.
22.15 Fuglahræðan (Scarecrow) Bandarisk ansi
hrottafengin bandarísk mynd um tvo utan-
garðsmenn sem eiga samleið þvert yfir
Bandarikin og lenda þar í ýmisskonar
hrakningum og veseni. Þetta er mynd í
góðu meðallagi enda leika tveir af bestu
leíkurum aðalhlutverkin: Gene Hackman
og Al Pacino. Leikstjóri er Jerry Schatz-
berg og myndin er niu ára gömul. Börn
yngri en myndin ættu ekki að horfa á hana.
00.05 Dagskrárlok
Laugardagur
23 október
16.30 Iþróttir Dæmigert. Knattspyrna.
Handknattleikur. Evrópumeistara-
mótið í Aþenu, Rallaksturskeppni
bifreiðalþróttaklúbbs Reykjavíkur, úr
Úrvalsdeildinni í Körfuknattleik, Út-
varpsráði, úrslit Skeiðarárhlaups,
kraftlyftingamóts í sjónvarpssal ofl.
18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Ný þýsk
fræðslumynd um hinn íslenska
stjórnmálamann. Fylgst er með
lifnaðarháttum og hugsjónum hans.
Stórmerk náttúrulífsmynd.
18.55 Enska knattspyrnan. Það jafnast
ekkert á við hana. Nema ef væri það
hæna. Hehehe.
20.45 Löður Um þessar mundir er Sverrir
Hermannsson, - framkvæmda-
stofnunarstjóri, eöa tala í útvarpinu,
og er það vel, því hann er týpa sem
mundi smella laglega inní Löður sem
slíkt.
21.00 Félagsheimilið Þarna þykist ég
hafa rekið augun í prentvillu f dag-
skránni. Löður í korter? Nei maður
minn. Auglýsingar í 20 mínútur? Nei.
Eitthvað er að hér. Vonandi verður
þó félagsheimilið í lagi og lýsingin
þar á bæ. Jónas Guðmundsson,
kúnstnerog krítíkerogallt þará milli,
skrifaði þessa sögu um undirbúning
og komu frægs sonar staðarins frá
útlöndum. Leikstjóri er Hrafn Gunn-
laugsson og aðalleikendur nánast
þeir sömu og síðast.
21.45 Mislit Hjörð. (Before Winter Com-
es) Hressilegur þriller, gerður af
kunnum leikstjóra slíkra mynda -
J.Lee Thompson, og.með David Ni-
ven, Topol Ori Levy, Anna Karina og
John Hurt í aðalhlutverkum. Gerist
rétt eftir stríð en var tekin 1968. Fjall-
ar um samskipti fólks í og við her-
búðir.
23.30 Dagskrárlok.
Sunnudagur
24 október
18.00 Sunnudagshugvekja Séra Vigfús
Þór Árnason flytur vekjuna.
18.10 Stundin okkar Heimsókn í reið-
skóla, söngflokkur frá Seyöisfirði,
landkynning og fleira og meira.
Bryndís vertu hress, Bless.
20.35 Sjónvarp næstu viku. Guömundur
Ingi sat á bingi en ekki þingi. Þótt
hann kyngi og bjallan klingi og kúin
syngi. Right?
20.50 Glugginn. Þáttur um listir, menningarmál
og fleira, sem kemur í stað Vöku og er í
mun aðgengilegra formi. Það er það sem
allt snýst um í dag - að hafa hlutina
aðgengilega. Sniðugt.
21.40 Schulz i herþjónustu Þetta hef ég bara
ekki séð og get því ekkert kommenterað á
það. Einhver sagði mér að þetta sé grín um
peningafalsanir á stríðsárunum. Allir á
jassinn.
22.30 Stjórnandi að starfi Claudio Abbado, sá
frægi hljómsveitarstjóri er ekki með tærnar
þar sem our beloved leader Gunnar Thor-
oddsen er með hælana og þvi ætti hann
frekar að vera tekinn fyrir. Og skammaður.
NO?
23.20 Dagskrárlok.