Helgarpósturinn - 22.10.1982, Qupperneq 17
~!piSsturÍnn Föstudagur
r£'1 Góður rómur hefur verið
/ i gerður að breytingum þeim
S' sem Davíð Oddsson gerði á
stöðum æðstu embættismanna
borgarinnar nýverið. Ennþá eru
samt eftir nokkrir mjög háttsettir
menn á vegum borgarinnar sem
setið hafa í embættum sínum lengi
og eru æviráðnir. Þannig heyrast
nú sögusagnir þess efnis að vatns-
veitustjóri, Þóroddur Th. Sigurðs-
son, sem er rafmagnsverkfræðing-
ur að mennt og hannaði m.a. afl-
stöðina við Svartsengi verði gerður
að rafmagnsveitustjóra og raf-
magnsveitustjóri þá að vatnsveitu-
stjóra. Ennfremur að hitaveitu-
stjóri, Jóhannes Zoéga, sem er
skipaverkfræðingur, sé líklegur að
verða hafnarstjóri, og hafnarstjór-
22. október 1982
irtn þá að hitaveitustjóra. En þetta
verður ekki selt dýrara en það var
keypt....
‘/j_\Þrett^nda leikár Leikbrúðu-
f ^lands hefst á sunnudaginn, og
y verða sýningar að vanda að
Fríkirkjuvegi 11. Verkefni vetrar-
ins er „Þrjár þjóðsögur - Gípa,
Umskiptingurinn og Púkablís-
tran“. Þeir sem lána brúðunum
raddir sínar eru Sigrún Edda
Björnsdóttir, Guðrún Stephensen,
Sigurður Sigurjónsson, Þórhallur
Sigurðsson, Jón Sigurbjörnsson
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og
Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Fé-
Iagar í Leikbrúðulandi eru þær
Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guð-
mannsdóttir, Hallveig Thorlasíus
og Hclga Steffensen, og hafa þær
bæði gert brúðurnar og handritin.
Þær stöllur fluttu þessa sömu sýn-
ingu á norrænni brúðuleikhúshátíð
í Vasa í Finnlandi í sumar þar sem
einnig voru brúðuleikhús frá Hol-
landi og Póllandi og urðu sýning-
arnar fjórar í stað tveggja sem ráð-
gerðar höfðu verið, vegna mikillar
aðsóknar. Sýningin fékk mjög gó-
ða dóma í blöðum ytra og var skip-
að á bekk með sýningum Svíanna
og Hollendinganna. Leikbrúðu-
land hefur fengið boð um að taka
líka þátt í næstu brúðuleikhúshátíð
í Vasa, sem verður næsta vor...
v v.lagnús Hreggviðsson hinn nýi
/ Jeigandi útgáfufyrirtækisins
'Frjálst framtak hf. mun hafa
fullan hug á því að bæta efnisgæði
blaða sinna og sjást raunar þegar
nokkur merki í þá átt að „Eyjólfur
sé að hressast." Mun Magnús ætla
að breyta verulega Frjálsri verslun
og gera blaðið að meira fagblaði
fyrir verslun og viðskipti en verið
hefur. Hefur hann sjálfur sest í rit-
stjórastól blaðsins í stað Markúsar
Arnar Antonssonar sem gefur sig
nú nær alfarið að borgarmálefnum
og auk þess mun Magnús hafa gert
samstarfssamning bæði við Versl-
unarráðið og Verslunarmannafél-
ag Reykjavíkur um útgáfu blaðs-
ins....
Þrátt fyrir allt krepputalið að
/ iundanförnu hefur atvinna
•S- verið meira en nægjanleg víð-
ast hvar á landinu. Segja iðnaðar-
menn að þeir muni varla eftir eins
góðu atvinnuástandi á þessum árs-
tíma í Reykjavíkursvæðinu og að
yfirfljótanleg verkefni séu fram-
undan hjá þeim a.m.k. fram eftir
vetri, en skammdegismánuðirnir
hafa oft verið fremur daufir hjá
iðnaðarmönnum. Þessu til stað-
festingar má nefna að HP er kunn-
ugt um húsbyggjanda nokkurn sem
ætlaði að notfæra sér kreppu-
ástandið og auglýsti útboð á bygg-
ingu húss síns. Áhuginn hjá iðnað-
armönnum var ekki meiri en það
að ekkert tilboð barst, og þegar
húsbyggjandinn ætlaði svo að fara
hina hefðbundnu leið og útvega sér
meistara, þá var það þrautin
þyngri, þar sem allir höfðu meira
en nóg verkefni....
MOTOROLA
Einnig getum við nú boðið nýja Motorola MCX100 25
watta V.H.F. talstöð sem hægt er aó aðlaga þörfum hvers
notanda.
Höfum nú til afgreiðslu strax hina viðurkenndu 100 watta
Motorola SSB bílatalstöð fyrir tíðnisviðió 2 til 13,2 MHz.
Kristinn Gunnarsson & co
Grandagarði 7 Símar: 21811,26677
ALPÝDU
SKOLIIMM
í REYKJAVÍK
HVERFISGÖTU106A 3HÆÐ SÍMI29244
Námskeið Alþýðuskólans í
Reykjavík
veturinn 1982 - 1983
Félagsmálanámskeið 1
Almennt námskeið í félags- og fundastörfum ásamt
leiðbeiningum í framsögn dagana 23. og 24. október
n.k.
Féiagsmáianámskeið 11
Almennt námskeið í félags- og fundastörfum í fram-
haldi af félagsmálanámskeiði 1. Námskeiðið fer fram
dagana 20. og 21. nóvember n.k.
Leiklistarnámskeið
Almennt námskeið þar sem kennd verða grundvallar-
atriði leikrænnar tjáningar og stefnt að myndun
leikhóps í lok þess, er síðan setji leikrit á laggirnar í
samvinnu við leiðbeinanda. Námskeiðið fer fram í
janúarmánuði n.k. Tímasetning verður ákveðin í sam-
ráði við þátttakendur. Leiðbeinandi verður þjóð-
kunnur leikari og leikstjóri.
Stjórmálanámskeið 1
Almennt námskeið um Jafnaðarstefnuna, Alþýðu-
flokkinn og starf hans fyrr og nú. Þjóðkunnir stjórn-
málamenn munu flytja erindi og lögð verður áhersla á
að kryfja viðfangsefnin til mergjar. Námskeiðið fer
fram 15. og 16. janúar n.k.
Stjórnmálanámskeið II
Almennt námskeið um Alþýðuflokkinn og verkalýðs-
hreyfinguna og tengsl þeirra fyrr og nú. Erindi fjytja
m.a. þekktir forystumenn verkalýðssamtakanna og
kappkostað verður að skoða málin niður í kjölinn.
Námskeiðið fer fram dagana 12. og 13. febrúar n.k.
Samtakanámskeið I
Almennt námskeið um störf og stefnu launþegasam-
takanna, skipulag þeirra og starfsemi. Námskeiðið fer
fram 5. og 6. marz n.k.
Félagsmálanámskeið I
almennt námskeið í félags- og fundastörfum ásamt
leiðbeiningum í framsögn dagana 9. og 10. apríl n.k.
Félagsmálanámskeið II
Félagsmálanámskeið í félags- og fundarstörfum í
framhaldi af félagsmálanámskeiði II. Fer fram dagana
7. og 8. maí n.k.
Öll þessi námskeið fara fram í Félagsmiðstöð Sam-
bands ungra jafnaðarmanna að Hverfisgötu 106 A 3ju
hæð Reykjavík.
Innritun er hafin í síma 29244 kl. 9.00-5.00 alla virka
daga.
Þar eru gefnar allar nánari upplýsingar. Vakin skal
athygli á því, að vegna takmarkaðs húsrýmis, er þátt-
takendafjöldi á hvert námskeið mjög takmarkaður, en
það leiðir jafnframt til ítarlegri kennslu.
Fólk er því hvatt til að skrá sig strax á ofangreind
námskeið.
Fræðsluráð Alþýðuflokksins
í Reykjavík