Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 22.10.1982, Qupperneq 18

Helgarpósturinn - 22.10.1982, Qupperneq 18
18 íÖNGvrn Heil og sæl! Þá er ég flogin heim á klakann meö Flugleiðum eftir aö hafa borist á vængjum Eastern Airlines vítt og vítt um Bandaríkin, þar sem ég var lengi vel staðráðin í að stíga aldrei niður fæti mínum, af þjóðernisástæðum, rétt eins og með Danmörku á unglingsárum. Þessi ferð batt því formlegan endi á þjóðcrnisfasismaskeiðið í lífi mínu, og var nú kannski kominn tími til. Þó er ekki hægt að segja að ég hafi kolfallið fyrir Ameríkönum eins og ég gerði vissulega fyrir Dön- um, þegar ég urn tvítugt neyddist til að millilenda í þrjá daga í Kaupmannahöfn, sem þá hafði verið Sódóma Gómorra í mínum augum. Eigi að síður var ýmislegt í fari og lífsvenjum Ameríkana sem hreif mig meir en ráð var fyrir gert. Kannski er samt best að þegja um það að sinni, nema það sem að matargerðinni snýr. Það sem ég sagði áður en ég fór urn fyrirhugaða athugun rnína á skyndibitastöðum westra var nátt- úrlega haugalygi. Ég hefði nú ekki átt annað eftir en belgja mig út af sprautuðu kjöti og tyggigúmmí- brauði McDonalds, Burger King, Wendy's old fashioned hamburger, Hangaburger, Whataburg- er og öðrum afurðum hamborgaralógíunnar, sem ásamt sjónvarpi, bíl og bjór gera margan Amerí- kanannsvorasssíðanog ístrumikinn sem raun ber vitni. Nei, ó nei, ég lagði leið mína á öllu kúltíveraðri matsölustaði og fékk víða einhverja Ijúffengustu rétti sem ég hef á ævi minni bragðað. Skák og mát! Þetta á einkanlega við kreólamatinn í New Or- leans sem mönnum kemur saman um að eigi ekki sinn líka í víðri veröld. Hann er eins og jazzinn tilkominn við samruna evrópskra, afrískra og amertskra menningarstrauma. Ferð mín hófst á maraþonhlaupi í Chicago og endaði á gríðarlegri átveislu á Antoine’s í New Orieans, eftir margvísleg ævintýri, eins og að lenda í klónum á fellibylnum Bella Donnu (eða hvað hún hét nú aftur) á Flórída. (Skólabókar- dæmi um karlrernbu veðurfræðinga að þeir skuli sífellt kvenkcnna fellibyli, líta á þennan eyðilegg- ingarkraft náttúrunnar sem eins konar „femme fatale”, örlagafrauku sem öllum vill granda ogöllu spiila sem hún kemur nálægt...) - Þó líkami minn hafi eftir því sem aðrir segja kláriega verið í Reykjavík á aðra viku, er hugurinn ennþá hálfur fyrir westan á daginn, en allur á nóttunni. Þá á ég til að vakna upp við skordýrasynfóníuna í skógin- um í Norður-Georgíu eða ilminn af krókódílasúp- unni í New Orleans. Þegar ég hef síðan fundið út hnattfræðiiega stöðu mína eftir ærið brölt i nátt- myrkrinu, er ekki um annað að ræða en slangra fram í eldhús og úða í sig kotasælu (sádan tröste- spiser man pá en sund niáde!), fara aftur upp í rúm og reyna að þröngva undirmeðvitundinni til að starfa á hagkvæmari brautum, t.d. við að kryfja til mergjar Garðveislu Guðmundar Steinssonar, en það gengur satt að segja heldur brösulega í vöku. Að öllu samanlögðu er ég enn í hálfgerðu öng- viti eftir þessa fyrstu og líkast til ekki síðustu Am- eríkureisu mína, sem sýnir sig m.a. í því að ég hef unnið á Suðurríkjahraða alla vikuna (mjög „easy going"), neita aifarið að láta stressa mig upp úr skónum þó ýmsum finnist ærin ástæða til. Þess vegna verður sómasamleg umfjöllun á suðurríkja- matargerð að bíða í svo sem viku, ég þarf að melta hana betur í minningunni, hjóla á milli verslana og huga að kryddúrvaiinu (skyldu þeir t.d. eiga gumbo filé?), prófa að elda ýmsa réfti áður en ég dirfist að leggja uppskriftirnar í hendurnar á hátt- virtum lesendum. Þessi pistill verður því hvorki jazzaður né bluesaður að ráði og tómt mál að tala um krókódílasúpu á íslandi... Þess vegna gef ég ykkur nú uppskriftirnar að þeim réttum sem ég eldaði kvöld eitt á Flórída mcðan að Bella Donna reið húsum og móskítóflugurnar drukku sig ofur- ölvi af blóði mínu. Forréttinum, hráum ostrum, sleppi ég af skiljanlegura ástæðum, en aðalréttur- inn er fylltur silungur og eftirrétturinn ananas með kotasælusósu. Verði ykkur að góðu . Fylltur silungur í ofni Þessi rétturerbæði fljótlegur og einfaldur. Undir- búningstíminn er í hæsta lagi 30 mín., en steiking- artíminn fer eftir stærð fisksins, þ.e. 10 - 20 mín. Uppskriftin er handa fjórum. Hægt er að baka bæði litla og stóra silunga á þennan hátt. Fyrst er fiskurinn hreinsaður og þveginn upp úr köldu vatni. Gott er að dýfa hon- um snögglega ofan í sjóðandi vatn og strjúka sfðan yfir hann, því þá losnar slímhúðin. 1 - 4 silungar (eftir stærð) 2 - 3 msk smjör 1 msk salt álpappír Fylling: 3 msk saxaður laukur og/cða sveppir 2 tómatar 1 msk dill, nýtt eða þurrkað 1 saxaður steinscljukvistur eða 1/2 - 1 msk af þurrkaðri stcinselju 1 tsk pipar safi úr einni sítrónu 4 msk smjör 1. Skerið smátt iauk og/eða sveppi og hrærið saman við smjörið ásamt kryddjurtum, pipar og sítrónusafa. Látið bíða í hálftíma. 2. Saltið fiskinn að utan og innan og komið fyll- ingunni fyrir. Smyrjið álpappírinn lítillega og pakkið fiskinum inn í hann, (ef þið eruð með smásilung, pakkið þá hverjum fiski sérstak- lega). 3. Bakið í ofni við 200 gr. C í 10 - 20 mín., eftir stærð fisksins. Sem meðlæti kemur margt til greina svo sem kartöflusalat eða einfalt hrásalat og hrísgrjón. - Allt eins má svo nota papriku, sellerí, púrru eða rækjur í fyllinguna í stað lauks og sveppa. Ananas með kotasælusósu Kemur hún enn með kotasælusósu, hugsa nú á- reiðanlega einhverjir með sér. Þið ættuð að vera farin að vita að það gefur betri magafyllingu en minni fitu að borða kotasælu með ávöxtum heldur en þeyttan rjóma. Hér er uppskrift að kotasælu- sósu fyrir fjóra. Þið reiknið síðan með tveimur sneiðum af nýjum eða niðursoðnum ananas á mann. 1 dós af kotasælu (200 gr) 2 msk súrmjólk 1/2 msk fljótandi hunang riflnn börkur af hálfri sítrónu (má sleppa) Hrærið saman kotasælu og súrmjólk, bragðbæt- ið með hunangi og rifnuni sítrónuberki, ef verkast vill. Takið fram stóran disk, hrúgið kotasælunni á hann miðjan og raðið ananassneiðunum í kring. Ef þið búið svo vel að eiga svo sem eins og hnefa- fylli af valhnctum er vel við hæfi að saxa þær og strá þeim yfir. Any Woman’s Blues Um leiðog égóska lesendum rólegrarogánægj- ulegrar helgar, vil ég nota tækifærið og senda Erlu Hafrúnu Guðjónsdóttur flugfreyju þakklætis- kveðjur fyrir að hafa konúð mér heilu og höldnu á milli heimsálfa, þrátt fyrir nokkuð annarlegt ástand, svo og Helgarpóstslesendum vestra fyrir frábæran viðurgjörning, með laginu Frosty morn- ing blues sem er t.d. að finna á plötu Bessie Snúth, Any womun's blues. í textanum segir svo m.a.: How come l’m blue as can be? How come I nced sympathy? 1 know the troublc in me listen and you’ll see... Did you ever wake up on a frosty inorning and you saw your good man gone if you did you understand why I sing this mournful song. Svo blúsa ég betur í næsta pistli... Að setja andstæðinginn inn þannig, að hann þvingist til að spila manni í hag Að setja andstæðinginn inn þannig, að hann þvingist til að spila manni í hag. Eftirfarandi spil kom einusinni fyrir í spilakeppni: S Á-7-4 H 9-8 T 7-4-2 L K-D-8-4-2 S K-D-G-8 S 10-6-5-3-2 H D-G-6-4 H 7-5-2 T-K G-6 T 10-9-5-3 L 5-3 L 6 S 9 H Á-K-10-3 TÁ-D-8 L Á-G-10-9-7 Rétta spilamennskan er sú, að suður tekur á spaða ásinn og trompar spaða. Inn í borðið á tromp og trompar síðasta spað- ann. Aftur inn í borðið á tromp og þá eru báðir svörtu litirnir ein- angraðir. Nú látum við hjarta ní- una. Láti austur ekki yfir, þá látum við hana flakka. Ef að austur léti gosa eða drottningu, þá tökum við og spilum hjarta þristinum að áttunni í borði. Þannig tapast aðeins einn hjarta- slagur og suður á nú tvö fríhjörtu sem hann notar til þess að losa sig við báða tígulhundana í borðinu. Þannig verður enginn tapslagur í tígli. Eins og spilin liggja, getur Suður spilar sex lauf. Vestur lætur spaða kóng. Við fyrstu at- hugun virðist rétt að taka tromp- in eftir að borðið hefur tekið á spaða ás. Einangra spaða og hjörtu með því að trompa. Láta svo tígul úr borðinu og láta áttuna nægja. Með þessu móti ætti vest- ur að þvingast til að spila í tvö- falda eyðu og í gaffal suðurs, þ.e. ás/drottning. Þessi spilamennska væri hárrétt hefði suður átt tígul- níuna í stað áttunnar. Þá hefði gaffallinn myndast. Með þessari spilamennsku tapast spilið, þar- sem vestur á gosa og kóng. Enda fór spilið einn niður. austur ekki látið spil yfir níuna og því lætur suður þristinn. Vestur fær slaginn, en það er sama hvaða spil hann lætur. Allt verður upp í gaffal suðurs. Láti hann spaða, verður það í tvöfölda eyðu. Tígli kastað úr borðinu og trompað í suður. í ás og kóng í hjarta fara tíglarnir. Vilji vestur frekar spila hjarta, er það beint upp í gaffal suðurs Suður fær þrjá slagi á hjarta og í tvö þeirra kastar hann tíglinum. Spili hann tígli, er það líka upp í gaffal suðurs. Eins og þið sjáið lesendur góð- ir, er spilið alltaf unnið með framangreindri spilamennsku. Skákdæmi helgarinnar KENNETH S. HOWARD Mát í þriðja leik HERROU 1. H-ffl *i k i a • iii . ., 'Á : mS&it ái fitó m Sá ía ,kp\ 1: £ á.; - 0 l&. é ISi H \ m- m THOMPA Hvítur á leik. Hann vann snagg- aralcga í fáum lcikjum. Lausnir á bls. 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.