Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 8
8
sÝninfjnrssilir
Listasafn Einars
Jónssonar.
Safniö er opið á sunnudögum og
miðvikudögum frá klukkan 13.30 til
16.00.
Ásgrímssafn
Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga
og sunnudaga frá 13.30 til 16.00.
Bergsta&astræti 15
Á innrömmunarverkstæði að Berg-
staðastræti 15 er nú opin sýning.Ru-
dolfs Weissauer á vatnslitamyndum,
pastel og grafíkmyndum. Rudolf kem-
ur hingað til lands öðru hvoru og hefur
m.a. kennt við MHl.
Listasafn ASÍ
Sýning á smámyndum eftir Nínu
Tryggvadóttur stendur yfir til 28. nóv-
ember. Opið þriðjudaga til föstudaga
2-7 og laugardaga og sunnudaga 2-
10. Lokað á mánudögum.
Ásmundarsalur
Sýning á listmunum, þjóðbúningum,
vefjarefnum og nytjahlutum frá Sovét-
lýðveldinu Tadsjikistan, á vegum MlR.
Nýlistasafnið
Árni Ingólfsson og Guðrún Tryggva-
dóttir sýna „bara þessa helgi." Föstu-
dagur: Opnun kl. 20 -hljóö. Bob Beck-
er, laugardagur: Opið frá kl. 14. Kl. 20:
Hljóð, Rod Sommers. sunnudagur:
Opið frá kl. 14. Kl. 20: Hljóó.
Mokka
Sýning á fornum biblíumyndum ettir
fjóra breska listamenn.
Listasafn íslands
Yfirlitssýning á verkum Jóns Þor-
leifssonar stendur til 21. nóvember og
er opin daglega frá 13.30 til 22.00
Kjarvalssta&ir
Sýning Karólínu Lárusdóttur á olíu-
málverkum, teikningum, grafík og
vatnslitamyndum í Vestursal. I forsaln-
um þar fyrir framan sýnir Aðalbjörg
Jónsdóttir handprjónaða kjóla úr isl-
ensku eingirni. I Austursalnum er
Thorvaldsen ennþá, en þeirri sýningu
lýkur um helgina.
Norræna húsið
I anddyrinu sýnir norski listamaðurinn
Björn Björnaboe tússteikningar og kol-
teikningar. Sýningin stendur til 17.
nóv.
Skruggubúð
Sjón sýnir myndir og hluti.
Gallerí Langbrók
Ásdís Sigurþórsdóttir sýnir grafík-
myndir. Sýningunni lýkur ásunnu-
dagskvöld.
Háholt, Hafnarfir&í:
Gunnar Hjaltason opnar sýningu á
rúmlega 100 landslagsmyndum, mal-
uðum meö vatnslitum, pastellitum og
akryl á laugardaginn. Sýningin verður
opin daglega kl. 14-22 næsta hálfan
mánuðinn.
Þjó&leikhúsið
Amadeus föstudag kl. 20. Síðasta
sýning.
Garöveisla laugardag kl. 20.
Gosi sunnudag kl. 14. Síðasta sýning.
Hjálparkokkarnir sunnudag kl. 20.
IcíIlIiíis
Leikfélag Akureyrar
Siðustu sýningar á Atomstööinni
verða um helgina. Sextánda sýning á
föstudag kl. 20.30 og sú sautjánda
laugardaginn kl. 20.30. Aðsókn hefur
verið góð. Aukasýning verður á stóra
sviðinu i Þjóðleikhúsinu í boði þess,
þriðjudaginn 23. nóv.
Fjalakötturinn
Hnífur í vatninu. Pólsk. Árgerö
1962, leikstjóri Roman Polanski.
Margverðlaunuð mynd um fólk um
borð í seglbáti.
Trial. Frönsk. Árgerð 1962. Leik-
stjóri Orson Wells. Fjallar um Joseph
K. sem leiða á fyrir.rétt án þess að
nokkur sjáanleg ástæða sé fyrir því.
Anthony Perkins í aðalhlutverkinu.
Stella. Grisk. Árgerð 1965. Leik-
stjóri Michael Cacoyannis, sá sem
gerði Zorba. Aðalhlutverk: Melina
Mercouri.
Leikfélag Reykja-
víkur:
írlandskortið föstudag kl. 20.30.
Skilnaður laugardag kl. 20.30.
Jói sunnudag kl. 20.30.
Hassið hennar mömmu sýnt á
miðnætursýningu í Austurbæjarbiói kl.
23.30 á föstudag.
íslenska óperan:
Litli sótarinn eftir B. Britten á laugar-
dag og sunnudag kl. 16.
Töfraflautan eftir W.A.Mozart á
föstudags- og laugardagskvöldið kl.
20. '
Kópavogsleikhúsiö:
Hlauptu af þér hornin á laugardags-
kvöldið kl. 20.30.
Föstudagur 12. nóvember 1982 trinn
nýjaða meðferð. Og fyrir svosem
þrjátíu árum var byrjað að semja
verk sérstaklega fyrir harmonik-
una. Mogens Ellegaard sagðist
að vísu öfunda píanista og fiðl-
ara af Mozart, Beethoven og öll-
um hinum, sem samið hefðu
fjölda verka fyrir þeirra
hljóðfæri. En það væri líka gam-
an að fá að vera með frá byrjun.
Þau spiluðu einkum norræn
harmonikuverk frá síðustu tveim
áratugum og af mikilli list og
kunnandi. Þeir sem einkum kalla
sig harmonikuunnendur fylltu
hinsvegar ekki húsið.
Kór
Langholtskirkju
lætur ekki deigan síga. Á sunnu-
dagskvöldið fluttu þau Sálumessu
Mozarts í Fossvogskirkju undir
stjórn Jóns Stefánssonar. Verkið
var vel sæmt af flutningi þessa sí-
hressa kórs, og betri umsögn er í
rauninni ekki hægt að gefa. Helst
bjátaði það á, að einsöngvararnir
væru misgóðir.
Mozart dó frá þessu verki, sem
Walsegg-Stuppach greifi hafði
pantað vorið 1791, ef það mætti
stytta hrellingar náðugrar
greifafrúarinnar í hreinsunareld-
inum. En texti hefðbundinnar
sálumessu er flökurvekjandi
undirdánung beiðni um miskunn
og vægð vegna einhverra óskýr-
greindra synda. Það var búið að
borga helminginn fyrirfram, 50
dúkata. 25 ára gamall nemandi
Mozarts, Sússmayer, hafði að-
stoðað hann við verkið og lauk
því eftir dauða hins ódauðlega.
Þá fékk hann seinni 50 dúkatana
greidda. Aldrei hafa fundist
frumdrög Mozarts að öllu verk-
inu, og líklega eru síðustu kafl-
arnir að öllu leyti eftir Sússmay-
er. En það skiptir okkur litlu
máli. Verkið blífur og er í anda
listaskáldsins góða.
Annars er það næstum sárgræt -
iegt, þegar um er hugsað, hversu
margir bestu listamenn verald-
arsögunnar hafa sólundað snilli
sinni í afsakanir til handa þeim
guði, sem eftir lýsingum að dæma
er hálfgert meinhorn. Það hlýtur
a.m.k. að vera heimskur, illgjarn
og öfundsjúkur drottinn, sem
finnst Mozart þurfa að biðjast
afsökunar á gerðum sínum;
svona álíka og Sjostakovitsj segir
Stalín hafa verið. Kannski
öfunda slíkir jálkar listamennina,
af því þeir eru snjallari þeim sjálf-
um. En sé það rétt, að maðurinn
hafi skapað guð í sinni mynd, en
ekki öfugt, þá er svosem engin
furða. þótt liann sýnist heldur ó-
fullkominn og smásálarlegur.
Það er þó bót í máli, að Mozart
var ekki að biðjast afsökunar á
sjálfum sér, heldur fyrir hönd
einhverrar greifafrúar, sem e.t.v.
hefur haft ástæðu til.
þess tíma eins auvirðilegt og
harmóníkan. Enda sagði Edward
Grieg eða eitthvert álíka norrænt
tónskáld, að rækist maður á
harmóníku á förnum vegi, skyldi
maður trampa hana í sundur í
þúsund parta og fleygja þeim síð-
an í drafið til svínanna. Þar ætti
hún heima og hvergi annar-
staðar.
Það var því harla merkilegt að
koma á harmóníkutónleika Mog-
ens Ellegaard og Mörtu Bene í
Norræna húsinu á föstudaginn og
hitta par m.a. fyrir skólastjóra
Tónlistarskólans í Reykjavík,
forseta Bandalags íslenskra lista-
manna, formann Tónskáldafé-
lags íslands, konsertmeistara
Sinfóníusveitarinnar auk minni
tónlistarpótintáta.
En hér er enn komið að aftur-
hvarfi nútímamannsins. Áður lít-
ilsvirt „alþýðuhljóðfæri" einsog
blokkflauta og lúta fá nú endur-
Afturhvarf nútímamannsins
Martin
Berkofsky
sýndi það eina ferðina enn á
Háskólatónleikunum í Norræna
Því hrikalegri urðu umskiptin,
þegar hann tók til við Ferencz
Liszt. Það er nú svo með þann
mikla sjarmör, að fæstir tengja
hann við annað en Ástardraum
Mogens Ellegaard og Marta Bene - merkilegt að
hitta tónlistarpótintáta á harmoníkuleikum
þeirra í Norræna húsinu.
helgisögn um nafndýrling tón-
skáldsins: Heilagur Frans af Paul
gengur á vatninu. Hitt var sú 11.
af 12 æfingum í einskonar
myrkravaldalist. Snillingar 19.
aldarinnar gáfu nefnilega óspart í
skyn, að þeir væru í tygjum við
dularöfl, jafnvel Þann Vonda
Sjálfan, og þægju þaðan sinn
undrakraft. Berkofsky hamaðist
svo við þessi verk, að sumum
fannst nóg um. Og til þess er leik-
urinn væntanlega gerður öðrum
þræði.
Harmóníkan
hljómar dátt
Sú var tíðin fram eftir þessari
öld, að harmóníkan var næstum
eina hljóðfærið, sem meirihluti
Islendinga þekkti í návígi fyrir
utan orgel í kirkjum og á einstaka
bæjum, þar sem þau stóðu þó
fremur sem stöðutákn en brúks-
hlutir. Daginn sem skemmtun
skyldi haldin í sveitinni sást
maður ganga í þá áttina með kistil
á bakinu. Það var tvöfalda harm-
óníkan, sem spilað skyldi á fyrir
dansinum. Eftir að þær urðu fjór-
og fimmfaldar, þurfti baggahest
undir þær, ef ekki var bílfært.
Þegar maður svo á barnsaldri
heyrði einhverja fyrirrennara
Jóns Múla og Svavars Gests
kynna útlenda danstónlist ,og
djass í útvarpinu, þá undruðust
menn, að sjálfrar harmóníkunnar
var sjaldan eða aldrei getið. Það
var helst Bjarni Bö, sem hélt uppi
heiðri hennar.
Ekki tók betra við, eftir að
maður ánetjaðist klaksískri tón-
list. Ekkert þótti spámönnum
eftir Árna Björnsson
húsinu í miðvikuhádeginu, að
hann er mesti vígahnöttur við
píanóið. Á þessum 40 mínútum
spilaði hann fyrst sónötu op. 79
eftir Beethoven. Hún er víst talin
með hinum „auðveldari" eftir
jöfurinn, og skal ófaglærður eng-
an dóm á slíkt leggja. Hitt veit ég,
að hún var vel og fallega leikin,
ekki síst miðkaflinn með undur-
fíngerðum hætti.
og ungverskar rapsódíur fyrir
utan annálaða fingrafimi við slag-
hörpu og stelpur. Það er einkum
á seinni áratugum, að tónlistar-
menn hafa að ráði tekið að sýna
þeím verkum sóma, sem Liszt
sjálfur mun hafa talið merkilegri.
Þetta virðist einn angi af aftur-
hvarfsþörf nútímamannsins.
Berkofsky flutti tvö sýnishorn af
því taginu. Annað dregur nafn af
Sólóplötur
Bergþóra
Árnadóttir
- Bergmál
Mikið hefur verið gefið út af
íslenskum plötum á þessu ári, en
þegar litið er á afraksturinn verð-
ur manni fljótlega Ijóst að mikill
meirihluti þessara platna er
hreinræktað drasl. Þaðerþóekki
svo að allt sem út hefur verið gef-
ið sé lélegt, því einstaka plata
hefur staðið upp úr og ein þeirra
er plata Bergþóru Arnadóttur,
Bergmál.
Nú hefur vísnasöngur aldrei
verið í neinu sérstöku uppáhaldi
hjá mér. Ég held nú samt að ég sé
ekki heyrnarlausari en það að ég
tel mig geta sagt um að hér er á
ferðinni tónlist seni unnin er af
vandvirkni ogalúð. Lögin eru öll,
utan eitt, eftir Bergþóru en ljóðin
eru komin víðar að. Þar koma við
sögu menn eins og Steinn
Steinar, Davíð Stefánsson, Tóm-
as Guðmundsson, Halldór Lax-
ness, Hannes Pétursson o.fl.
Allmargir tónlistarmenn eru
Bergþóru til aöstoðar og er þar
fátt að finna seni hægt er að fetta
fingur út í, en hins vegar er margt
vel gert. Mikið mæðir á Helga
Eiríki Kristjánssyni, sem leikur á
ýmis hljóðfæri, en aðrir eiga
einnig góða spretti og dettur mér
þá einna helst í hug ágætur píanó-
leikur Guðmundar Ingólfssonar
og flauturnar hans Gísla Helga-.
sonar krydda tónlistina af smekk-
vísi.
Útsetningar eru flestar gerðar
af þeim Helga og Gísla einkum
þó þeim fyrrnefnda, og eru þær
margar hverjar hinar ágætustu og
í þeim daðrað við ýmsar stefnur.
Bergþóra er . þokkaleg söng-
kona en röddin kannski frekar
takmörkuð og sum lögin hefði
mátt vinna betur, þ.e. sjálfar
tónsniíðarnar en þetta eru þó
minni háttar gallar, því í heild er
platan hin ágætasta.
Michael McDonald
Sagt er að Michael McDonald
hafi hér áður fyrr verið meðlimur
hljómsveitarinnar Steely Dan og
vel má vera að hann hafi leikið
með hljómsveitinni á hljóm-
leikum en á plötu spilaði hann
aldrei einn tón, heldur söng bara
bakraddir. Á þessum tíma komst
hann í kynni við Jeff Baxter gítar-
leikara Steely Dan, sem yfirleitt
gekk undir nafninu Skúnkurinn.
Þegar Baxter gekk til liðs við Do-
obie Brothers leið ekki á löngu
áður en hann hafði mælt með
McDonald, sem eftirmanni Tom
Johnston, sem varð að hætta með
þeim vegna veikinda, sem m.a.
voru rakin til of mikillar eiturlyfj-
aneyslu.
Takin’It To The Streets var
fyrsta platan sem Doobies lætur
frá sér fara eftir komu McDon-
alds, það mun hafa verið árið
1976, og að mínu mati er þar uni
að ræða bestu plötu sem hljóm-
sveitin sendi frá sér en platan Liv-
ing On The Fault Line sem kom
þar næst á eftir var einnig ágæt.
Aftur á móti var Minute To Min-
ute, sem kom út seint á árinu
1979, þeirra langvinsælasta plata
og fór hún í fyrsta sæti bandaríska
vinsældarlistans og sat þar um
nokkurt skeið. McDonald hafði
þegar hér var komið sögu gjör-
samlega yfirtekið hljómsveitina.
Lögin voru flest eftir hann og í
útsetningum bar langmest á
hljómborðum hans en áður en
hann gekk til liðs við Doobies
hafði hljómsveitin fyrst og fremst
verið gítarhljómsveit. Enda fór
nú svo að ýmsir hljómsveitar-
meðlimir fóru að hugsa sér til
hreyfings og var Skúnkurinn
fyrstur til að láta sig hverfa. Pers-
ónulega hef ég aldrei þolað Min-
ute To Minute og finnst hún veta
eitthvað það lágkúrulegasta sem
komið hefur út undir merkjum
Doobie’Brothers.
Nú er Doobie Brothers, eftir
því sem ég best veit, hætt og Mic-
hael McDonald hefur sent frá sér
sóló plötu. Má segja að hann sé
enn að gera sömu hlutina og á
Minute To Minute. Hann er nú
ekki ýkja fjölbreytilegur laga-
smiður og satt að segja er ekkert
nýtt að finna á plötu þessari.
Lögin svipuð og áður og útsetn-
ingar svipaðar því sem niaður
hefur áður heyrt frá honum en þó