Helgarpósturinn - 12.11.1982, Page 9
_f~lelgai--
pðsturinn,
Föstudagur 12. nóvember 1982
Hljómsveitin í leikhúsinu
Nýja kompaníið í Iðnó á mánudagskvöld - aldrei fúlt og leiðinlegt segir Vernharður í
umsögn sinni. (Mynd: Jim Smart)
Pað er ekki ofsögum sagt af
dugnaði þeirra í Nýja kompaní-
inu. Þeir hafa fylgt hinni nýju
breiðskífu sinni, Kvölda tekur,
(Fálkinn FA 032) vel úr hlaði og á
mánudagskvöldið var efndu þeir
til hljómleika í Iðnó, þar sem þeir
blönduðu saman ópusum af skíf-
unni og nýjum verkum, er þeir
hafa verið að æfa í haust.
Hljómsveitin notaði sér
leikhúsið ágætlega og er gítar-
istinn Sveinbjörn Baldvinsson
þeirra Olafur Stephensen. Eftir
að hafa hitað upp með þjóðlaginu
ágæta, /írátandi kem ég nú guð
minn til þín, í útsetningu pían-
istans, Jóhanns G. Jóhannssonar,
var leikið nýtt verk eftir þann
sama: E lagið. Þar ríkti kændof-
blú stemmning. Næst á dagskrá
var parkerlína eftir bassaleikar-
ann, Tómas R. Einarsson, sem
nefndist: Fagurt gól foglið. Línan
var skemmtilega leikin a la NH/P
og var þá bara að bíða sólóanna
en minna varð úr þeim en skyldi,
því saxafónleikarinn Sigurður
Flosason tók að blása eins og
Jacquet á JATP tónleikum um
miðnætti í háskólabæ í Banda-
ríkjunum. Kannski varð hann að
ryðja sig því í næsta verki, stray-
hornskri ballöðu eftir Jóhann er
Óður nefndist, blés hann mjög
fallega með websterfílíng.
Sveinbjörn hvíldi sig í því verki
svo hinn klassíski djasskvartett
stóð á sviðinu: sax, píanó, bassi
og trommuleikarinn Sigurður
Valgeirsson við settið. Þá var
komið að síðasta lagi fyrir hlé, í
lófa lagið eftir Jóhann. Þarnavor-
um við komin á slóðir Edmundo
Ross og Ragna Bjarna og keyrði
bandið laglínuna í minnið hjá
njótendum.
Eftir hlé var hitað upp með
hinu þjóðlaginu á skífunni:
Kvölda tekur og síðan sveiflaði
bandið sér í rómantískan sálara
eftir Sveinbjörn, Ekki orð. Góð
rýþmísk spenna í því verki. Síð-
asta nýja verkið á efnisskránni
var eftir Tómas: Vor hinsti dag-
ur. Undirritaður varð dálítið hrif-
inn af þessari dramatísku nýball-
öðu og þarna var skemmtilega
unnið með framsæknina sem
stendur föstum fótum í hefðinni.
Svo voru tvö verk af skífunni:
Minningarstef Flosasonar um
Gunnar Ormslev og Frýgíska
frumlagið hans Jóhanns. Það var
fjörlega leikið og hafði yfir sér
þetta skipulagða frelsi sem er
aðal austantjaldsdjassins.
Hljómsveitinni var firnavel
tekið af nær fullskipuðu leikhús-
inu og lék svo aukalag, gamlan
kunningja: Síðasta sauðaþjófinn
eftir Flosason, og var sumar í sól-
ói hans. Svo var heimtað annað
aukalag og auðvitað Ross &
Bjarnason. Það á ábyggilega eftir
að selja næstu skífu þeirra félaga,
sem undirritaður hlakkar- þó
nokkuð til að fá í hendurnar.
Ég hef oft skrifað um hljóðfæra
leik þeirra félaga og hef ekki
miklu þar við að bæta eftir þessa
tónleika, nema hvað Sigurður er
orðinn yfirvegaðri í sólóum sín-
um og Tómas traustari.
Nýja kompaníið hefur einn
stóran kost sem fær mann oft til
að gleyma öllum göllunum. Það
er aldrei fúlt og leiðinlegt, sviðs-
framkoman er óþvinguð og pilt-
arnir gera sér far um að ná til
þeirra sem þeir eru að léika fyrir.
Það er list sem margir nútíma-
djassleikarar hafa gleymt.
Það verður gaman að heyra
þessi nýju verk aftur og kanna
hvernig þau verka þá á hljóð-
himnurnar.
PS. A sunnudaginn kemur efnir
Jazzvakning til eftirmiðdagsdjass
á Hótel Borg. Þar munu ýmsir
ágætustu djassleikarar okkar
koma fram og reyna að létta
hreyfingunni tapið mikla er hún
beið við komu Charlie Haden’s
Liberation Music Orchestra.
Vonandi bregðast íslenskir djass-
unnendur ekki á örlagastundu og
mæta á Borgina til að styrkja
Jazzvakningu og heyra það besta
í íslenskum djassi. Hina nýju óp-
usa Nýja kompanísins, verk Guð-
mundar Ingólfssonar og félaga og
kvartett Kristjáns Magnússonar.
kannski heldur hressilegri en á
Minute. McDonald er ágætur
söngvari en það er bara ekki nóg,
því tónlist hans er öll sömul
steypt í sama farið þannig að
maður endist ekki til að hlusta
á mikið meira en eitt lag í einu.
Ég er hræddur um að þetta sé
ein af þeim plötum sem eiga ein-
ungis eftir að safna ryki uppi í
skáp, enda heldur slöpp.
Michael Rutherford
- Acting Very
Strange
Það er tiltekin venja meðlima
hinna og þessara hljómsveita að
senda frá sér sólóplötur, þegar
hljómsveitin hefur náð vissum
status. Yfirleitt eru sólóplötur
þessar heldur fátæklegar og í ansi
mörgum tilfellum eiga þær ekkert
erindi á markað. Éinhverjar
eymdarlegustu sólóplötur af
þessu tagi, sem ég minnist að hafa
heyrt^ru plömr Genesis meðlim-
anna Tony Banks og Michael
Rutherford. Það var því ekki
með neinni tilhlökkun sem ég
hlustaði á nýútkomna plötu þess
síðarnefnda. Ekki get ég nú sagt
að ég hafi hrifist sérlega af
því sem fyrir eyru bar en það er
þó langtum betra en það sem
Rutherford hefur áður gert.
Það er ýmislegt að þessari
plötu til þess að hún geti talist
góð. Tvö stórvægilegustu atriðin
eru þau að Rutherford er heldur
aumur söngvari og það sem þó
öllu verra er, að lögin eru alls
ekki nógu góð. Sum eru raunar
lítið annað en sami kórusinn
endurtekinn aftur og aftur. Þetta
er svona hálfgerð Police-
formúla. Þú manst lagið örugg-
lega þó þú hafir ekki heyrt það
nema einu sinni en það er allt eins
víst að þú hafir þá þegar fengið
ógeð á því. Á heildina litið eru
tvö lög á plötunni sem ég get fellt
mig við en það eru Acting Very
Strange og Who’s Been Fooling
Who.
Rutherford nýtur aðstoðar ým-
issa góðra gesta og er svo sem
ekkert yfir þeirra þætti að kvarta
en efnið býður ekki upp á mikið.
Iiíwiu
Bíóhöllin
Hæ pabbi. Bandarísk. Leikendur: George
Segal, Jack Warden, Susan Saint James.
Gamanmynd um pabba sem uppgötvar
skyndilega aö hann á uppkominn son -
sem er svartur á hörund.
Atlantic City. Bandarísk. Argerð 1981. Leik-
stjóri: Louis Malle. Aðalhlutverk: Burt Lanc-
aster, Susan Sarandon, Michel Piccoli.
Félagarnir frá Maxbar. Bandarísk. Leik-
stjóri: Richard Donner. Aðalhlutverk: John
Savage, David Morse, Diana Scarwind.
*
Dauðaskipið. (Deathship). Bandarisk. Aðal-
hlutverk: George Kennedy, Richard Crenna.
Nafnið aetti að segja eitthvað til um elni þessar-
ar hrollvekju.
Fram í sviðsljósið (Being There). Bandarisk,
árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir
eiginskál sögu. Leikendur: Peter Sellers,
Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leik-
stjóri: Hal Ashby.
Svörtu tígrisdýrin (Good Guys Wear Black).
Bandarísk. Árgerð 1979. Leikstjóri: Ted Post.
Aðalhlutverk: Chuck Norris, Dana Andrews,
Jim Backus.
Væntanlega heilmikil hasarmynd, því Chuck
Norris er þekktur fyrir annað en rólegar vanda-
málamyndir. Áreiðanlega mikil slagsmál.
Kvartmílubrautin (Burnout)
Mynd fyrír kvartmilukappa og áhugafólk um þá
mílu.
Absence of Malice. Bandarísk. Argerð 1981.
Handrit: Kurt Luedtke. Leikstjóri: Sidney Poll-
ack. Aðalhlutverk: Paul Newman, Sally Field,
Bob Balaban.
Nýja bíó:
On Any Sunday 2. Bandarisk. Árgerð 1980.
Handrit: Sam Moses, Roger Riddell, Larry
Hoffman og Ed Forsyth. Leikstjórar: Don
Shoemaker og Ed Forsyth. Aðalhlutverk: Nok-
krir af þekktustu kappakstursmönnum heims.
Hér er ekki um eiginlegan söguþráð að ræða,
heldur er myndin nánast kýnning á ýmsum teg-
undum kappaksturs, og þannig kjörin fyrir dellu-
kalla og konur, en einnig er boðið uppá æsileg
augnablik.
Austurbæjarbíó
Blóðhiti (Body Heatj.Bandarísk. Árgerð
1981. Handrit og leikstjórn: Lawrence
Kasdan. Aðalhlutverk: William Hurt,
Katheleen Turner, Richard Crenne, Ted
Danson.
Þetta er alveg prýöilegur, stemmnings-
þruginn þriller, iöandi af erótik, stigmagn-
aöri spennu og neikvæöum mannlegum
tilfinningum, eins og peningagræögi,
undirferli, samviskuleysi, og alhliða
skepnuskap. Afbragðsvel fariö meö marg-
.notaö efni, og leikarar eru sem sniðnir i
hlutverkin, ekki síst Ted nokkur Danson i
hlutverki sérkennilegs saksóknara. Sem
sagt: Gaman, gaman.
Regnboginn:
"★ ★ ★ ★ framúrskarandl
★ ★ ★ ág»t
★ ★ góð
★ þolanleg
0 léleg
Bíóbær
Frankenstein. Bandarísk.
Andy Warhol á sér nokkra aödáendur hér sem
annarsstaðar og þeir fá hér tækifæri að skoða
eina afurð hans. Þetta ku vera með allra blóð-
ugustu og svæsnustu myndum, og þeir sem
áhuga hafa á sliku fá því einnig sitt. A sjösýning-
um komast tveir inn á einum miða.
Háskólabíó:
Flóttinn úr fangabúðunum (Hoodwink)
Áströlsk. Árgerð 1981. Handrit: Ken Quennell.
Leikstjórl: Claude Watham. Aðalhlutverk:
John Hargreaves, Judy Davis, Wendy Hug-
hes.
Petta er brokkgeng og dálítið skritin mynd sem
maður veit eiginlega aldrei hvert er að fara. Er litlu
nær þegar upp er staðið um raunverulegt við-
fangsefni þessarar sögu um harðsvíraðan banka-
ræningja sem lendír eina ferðina enn í klóm rétt-
vísinnar sem er mun spilltari en hann sjálfur, gerir
sér upp blindu til að snúa á kerfið og sleppa burt. I
steininum hittír hann ólukkulega prestsfrú og tak-
ast með þeim kynni sem engin leið er að fá botn i.
Sumsé botnaust, en ekki tiltakanlega leiðinleg
mynd og hefur talsvert af þeim ferskleika sem
einkennir mýndir Ástrala, enda framleiða ekki
aðrar þjóðir ánægjulegri myndir I heild en Ástralíu-
menn hafa gert undanfarin ár.
-ÁÞ.
Stjörnubíó
Blóðugur afmælisdagur (Happy birthday to
me). Bandarisk. Handrit: John
Saxton, Peter Jobin og Timothy Bond, eftir
sögu John Saxtons. Leikstjóri: J. Lee Thomp-
son. Aðalhlutverk: Melissa Sue Anderson,
Glenn Ford, Lawrence Dane o.fl.
Mynd um dularfullt hvarf sex ungmenna úr kyrr-
látum háskólabæ.
Porky's. Bandarisk. Argerð 1982. Hand-
rit og leiksjórn: Bób Clark. Aðalhlutverk
Dan Monahan, Mark Herrier, Wayatt
Knight.
Porky's hef ur ekkert nýtt fram aö færa. Hún
er stæling á American Graffiti: baldin
menntaskólaæska, þrakkarastrik, kynlífs-
fitl, smávegis andóf viö fullorðinsheiminn
og slatti af gömlum dægurtögum. I heild
eins og gamall slitinn slagari.
-ÁÞ
Laugarásbíó:
A Time to Die. Bresk-Bandarisk,-Hollensk. Ár-
gerð 1980. Handrit: Mario Puzo. Aðalhlutverk:
Rex Harrison, Eddy Albert j. og Raf Vallone.
Leikstjóri: Eddy van der Enden.
Spepnumynd um mann sem verður fyrir þvi að
missa sína nánustu i klær nasista á striðsárunum,
og ákveður að hefna sín, þó siðar verði.
Tónabíó
Dýragarðsbörnin. Þýsk. Árgerð 1981.
Leikstjórn: Ulrich Edel. Aðalhlutverk:
Natja Brunkhorst, Thomas Haustein.
David Bowie kemur einnig fram.
Þetta er víðfræg mynd, gerö eftir víöfrægri
bók, sem komið hefur ut í íslenskri þýö-
ingu, um unga stúlku sem verður forfallinn
eiturlyfjaneytandi en nær sér upþúr því
aftur.
Frönsk kvikmyndavika
Laugardag veröa þessar myndir
sýndar:
Moliére. Árgerð 1978. Handrit og leikstjórn:
Ariane Mnouchkíne. Aðalhutverk: Phillppe
Caubére, Josette Derenne.
Myndin tjallar um líf hins fræga rithöfundar, frá
unglingsárum og framá grafarbakkann, og þykir
góð.
Stórsöngkonan (Diva) Árgerð 1981. Leik-
stjórn: Jean-Jacques Beineix. Handrit: Jean-
Jacques Beineix og Jean Van Hamme. Aðal-
hlutverk: Wilhelminia Wiggins-Fernandez,
Frédéric Andrei.
Fjallar um ungan póstburðarmann sem er með
óperudellu. Hann er sérstaklega heillaður af rödd
og fegurð ákveöinnar söngkonu og það dregur
ýmsa dilka á eftir sér.
Surtur (Anthracite) Árgerð 1980. Leikstjórn:
Edouard Niermans, og hann samdi handritið
einnig. Aðalhlutverk: Bruno Cremer, Jean Bo-
uise, Jean Pol Dubois.
Gerist í afskekktum jesúítaskóla árið 1952 og fjall-
ar um grimmdina sem býr í okkur öllum - ekki sist
börnum. Leikstjórinn verður gestur kvikmyndavik-
unnar. Á laugardagskvöldið verður hann
viðstaddur sýninguna og mun flytja einhverja tölu.
Harkaleg heimkoma (Retour En Force) Árgerð
1980. Handrit og leikstjórn: Jean-Marie Poire.
Aðaihlutverk: Vlctor Lanoux, Bernadette Laf-
ont, Pierre Mondy.
Um mann sem lengi hefur setið í fangelsi og kemst
að þvi þegar hann sleppur að eiginkonan býr með
öðrum, sonurinn er glæpon, dóttirin dansmær og
allt í steik. Hann tekur til sinna ráða.
Hreinsunin (Coup de Torchon) Árgerð 1981.
Lelkstjórn: Bertrand Tavernier. Handrit: Jean
Aurenche, Bertand Taverniere. Aðalhlutverk:
Phlllppe Nolret, Isabelle Huppert, Stéphane
Audran.
I litla afriska þorpinu Bourkassa Ourbangi var
bara einn lögregluþjónn árið 1938 og hann var
lélegur. En gagnrýni allra hans nánustu verður
þess valdandi að hann ákveður að hreinsa til í
plássinu.
Sunnudagur:
Nótt útitaka (Exterierur Nuit) - Sjá umsögn I
Listapósti.
Undarlegt ferðalag (En Etrange Voyage) - Sjá
umsögn í Listapósti.
Moliére
Stórsöngkonan (Diva)
Surtur (Anthracite)
Harkaleg heimkoma (Retour En Force)
viifcliuritir
Gamla bíó:
Lokatónleikar og danssýning
listafólksins frá Tjadsjikistan veröa á
sunnudagskvöld klukkan 20.30. Á
efnisskrá er einsöngur og einleikur
auk hljómsveitarleiks og sýninqar
dansflokks.
Norræna húsið:
Gjörningur verður iaugardagskvöldið 13 nóv.
klukkan 20.30 Þar koma fram sameiginlega lista-
mennimir Bat-Yosef, Haukur og Hörður, Elias Da-
víðsson og Orthulf Prunner. Hugmyndin er að
sameina þrjár listgreinar: Myndlist, hreyfilist og
tónlist.
Hótel Loftleiðir:
Barnum á Lottleiðum hefur nú verið breytt i bresk-
an Pub og þar skemmtir pianóleikarinn Sam
Avent á hverju kvöldi tram til 21. nóvember. Ýmsir
pöbba-smáréttir á boðstólum. I kvöld verður svo
sérstakt villibráðarkvöld á Loftleiðum.
Kjarvalsstaðir:
Fyrstu tónleikar kammermúsikklúbbsins í vetur
verða að Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 16. nó
vember klukkan 20.30. Flytjendur: Árni Kristjdns-
son, Laufey Sigurðardóttir og Gunnar Kvaran.
Broadway:
Meiriháttar tónlistarkvöld verður haldið á vegum
Satt fimmtudaginn 18. nóv. undir heitinu 4M: Er
kvöldið tileinkað tónlistarmönnunum Magnusi
Eiríkssyni, Magnúsi Kjartanssyní og Magnúsi Þór
Sigmundssyni og hljómsveitinni Mannakorn sem
aðeins treður upp í þetta eina sinn.
Félagsstofnun Stúd-
enta:
Jazz verður leikinn á laugardagskvöldið. Þá munu
þremenningarnir úr Mezzoforte - Eyþór Gunnars-
son, Friörik Karlsson og Gunnlaugur Briem taka
höndum saman við Tómas Einarsson og Sigurð
Flosason og leika jazz. Allir velkomnir.
Ártún
íslandsmeistara-danskeppni í gömlum dönsum
hefjast í Ártúni sunnudaginn 21. nóvember, held-
ur áfram næstu 3 sunnudaga og lýkur sunnudag-
inn 12. desember með verðlaunaafhendingum.
Öllum áhugamönnum (ekki atvinnumönnum) frá
6 dra og uppúr er heimil þátttaka.
Þátttakendur tilkynni sig í sima 85090 daqleqa frá
kl. 10-12.