Helgarpósturinn - 12.11.1982, Page 20
20
Einar Krist-
jánsson frá
Hermundar-
felli rithöfund-
ur er búsettur
á Akureyri.
Hann sér um
þáttinn „MÉR
ERU FORNU
MINNIN
KÆR" sem er
á dagskrá
annan hvern
föstud. kl.
10.30-11.00.
Einar hefur
unniö nokkur
ár að dag-
skrárgerð fyrir
Ríkisútvarpið.
Hann hefur
m.a. skrifað
töluvert af
gamanefni og
gefið út nokkr-
ar bækur.
Sigrún Sig-
urðardóttir er
annar tveggja
föstu starfs-
manna RÚ-
VAK. Hún er
skrifstofustjóri
og sérm.a. um
að upptöku sé
raðað á stúdí-
óið og menn
fái greitt fyrir
vinnu sína.
Árni Jó-
hannsson er
tæknimaður í
afleysingum,
en annars er
hann útvarps-
virki og starfar
að iðn sinni.
Helgi Már
Barðason
stjórnar
fimmtudags-
stúdíóinu,
sem er útvarp
unga fólksins
og er á dag-
skrá á fimmtu-
dögum kl.
20.00-20.30.
Helgi Már er
kennari við
Gagnfræða-
skólann á
Akureyri og
veitir auk þess
forstöðu „Dyn-
heimum", fé-
lagsmiðstöð
unglinga.
Pálmi Matthí-
asson er frétt-
aritari Ríkis-
útvarpsins á
Akureyri.
Hann er prest-
ur í Glerár-
prestakalli
sem stofnað
var fyrir stuttu
hérá Akureyri.
Sl. 5 ár var
Pálmi prestur í
Melstaðar-
prestakalli á
Hvamms-
tanga. Pálmi
er fæddur og
uppalinn á Ak-
ureyri.
ÍÍVAK
Hjónin Jónas Jónasson og Sigrún Sigurðardóttir, en hún er skrifstofustjóri
RÚVAK.
„Við erum tilbúin
að gera galdra”
Nú hafa sendingar ríkisútvarpsins á Akureyri hljómaö á öldum
Ijósvakans í rúman mánuö. Þaö er ekki langur tími af 50 ára sögu
útvarps á íslandi. Þó finnst manni þaö orðið eins sjálfsagt og hvaö
annaö, aö útvarpssendingar komi að norðan á hverjum degi og
skyndilega hafi skotið upp mörgum nýjum útvarpsröddum.
Þessir dagskrárgerðarmenn RÚVAK höfðu fæstir unnið við útvarp
áður, og vinna raunar við það í hjáverkum. Aðeins Jónas, Sigrún
Sigurðardóttir skrifstofustjóri og Björn Sigmundsson tæknimaðureru í
fullu starfi. Að ekki er meiri viðvaningsbragur á vinnu nýliðanna en
sendingarnar bera með sér á sér sjálfsagt ýmsar skýringar. Ein er
kannski sú að Norðlendingar hafi einhverja sérstaka náttúru fyrir
útvarpsvinnu. Önnur skýring er efalaust Jónas Jónasson.
Með 34 ára reynslu af útvarpsvinnu að baki var hann sendur norður
til að vera þar útvarpsstjóri, deildarstjóri eða hvað það er kallað, og
koma RÚVAK í gang.
Snorri Ólafur Torfa- Dómhildur Gestur E. Alice Jó-
Guðvarðs- son sér um Sigurðardótt- Jónasson hanns og
son erstunda- SJÓN ir er kennari stjórnar þætt- Snorri
kennari og DEILDAR- og sér um Litla inum VIÐ Guðvarðs-
húsamálari. HRINGINN barnatímann á POLLINN sem son sjá um
Hann sér um sem útvarpað móti . þeim RÚVAK sendir KVÖLD-
þáttinn er á þriðjudög- Heiðdísi og út kl. 11.00 á STRENGI á
Kvöldstrengi á um kl. 17.20. Grétu. fimmtudögum. móti Hildu
móti Alice Jó- Ólafur starfar Gestur er Torfadöttur.
hanns annan hér á Akureyri fæddur og Þau eru bæði
hvern sunnu- við tímaritiö uppalinn á Ak- innfæddir Ak-
dag. Heima er best. ureyri og hefur ureyringar og
S.l. 7 ár var veriö fast- kenna við
Ólafur kennari ráðinn leikari Glerárskóla;
í Stykkishólmi, hjá Leikfélagi svo spila þau
Ijósmyndari og Akureyrar síð- bæði í hljóm-
fréttaritari og an sú skipan sveitinni
myndlistar- komst - á og „Jamaica"
maður er hann hefurleikið þar sem leikur í
líka. Ólafur er milli 70 og 80 Sjallanum og
fæddur og hlutverk. víðar.
uppalinn í (Guðinn
Reykjavík. Brilliantín er
frábær hjá
honum í Atóm-
stöðinni)
„Petta er alveg ný hlið á starfinu og býsna
forvitnileg. Samt finnst mér ég vera réttu
megin við borðið og tek þátt í öllu starfi.
Stundum finnst mér auðvitað að auðveldara
væri að gera hlutina sjálfur - en það gengur
að sjálfsögðu ekki“, segir Jónas við Helgar-
póstinn.
„Útvarpsmenn spretta ekki upp úr mold-
inni, og þeir verða heldur ekki keyptir í
kaupfélaginu. Hinsvegar hefur þetta fólk
sem ég fékk til starfa verið óskaplega fljótt að
taka tilsögn - og það er allt af vilja gert að
læra“, bætir Jónas við.
„Þú ert þá ánægður með hvernig til hefur
tekist á þessum fyrsta mánuði?"
„Já, ég er ákaflega ánægður með þennan
árangur sern nú blasir við að hefur náðst.
En við höfum fullan hug á að gera betur.
Meðal annars höfum við lítið getað sinnt tón-
listarefni og leiklist þar sem við búum bæði
við lélegan tækjabúnað og þröngan húsakost.
Það stendur þó varla til bóta fyrr en við kom-
um í nýja útvarpshúsið. En framkvæmdir við
það hefjast á næstunni, þannig að við sjáum
fyrir endann á því verki um áramótin 1983-
’84.
Að vísu höfum við enn of lítið rúm í dag-
skránni, erum aðeins með 1-2 prógrömm
á dag. Við þyrftum að geta tekið meiri þátt í
dagskránni, en til að svo megi verða þarf að
koma prógramm tvö - ríkisútvarpið hlýtur að
byrja á því þegar á næsta ári“, segir Jónas.
„En hverjar hafa viðtökurnar verið
nyrðra?“
„Það heíur verið ósköp hljóðlátt um allar
viðtökur, utan dálítið skítkast í íslendingi til
að byrja með. Og ég var ekki farinn að láta
niður í töskurnar fyrir sunnan þegar farið var
að láta mig gjalda þess að vera aðkomu-
ntaður.
Síðan er eins og fólk hafi verið að bíða
átekta. Ég hef heyrt ákaflega lítið sjálfur; þó
er eins og fólk sé farið að skilja að við ætlum
okkur að gera eitthvað hérna við útvarpið
fyrir norðan, ekki láta nægja að tala bara um
það og séum komnir til að vera.“
—segir
útvarpsstjórinn
nyrðra
Jónas Jónasson
„Það hefúr heyrst dálítið óvægin. gagnrýni
á útvarp Akureyri. Meðal annars eru þeir til
sem segja að efnið að norðan sé viðvanings-
legt og leiðinlegt. Hvað segir þú unt það?“
„Við tökum alla gagnrýni fyrir. ræðurn
hana og reynum að laga ef ástæða er til. En ef
hlustað er á það sem borið er fram í útvarpinu
er dagskráin frá okkur ekki á nokkurn hátt
öðruvísi en dagskráin annars. Við erum held-
ur alls ekki að búa til neina skemmtiþætti, og
ég hef aldrei orðið var við að þessi þjóðværi
neitt afskaplega skemmtileg!
En sú gagnrýni sem hefur slegið mig mest
er forkastanleg bókun útvarpsráðsmanns um
útburðarvæl á undan og eftir þáttum frá okk-
ur. Við höfum reyndar ákveðið að skipta um
lag - en það verður áreiðanlega haldið áfram
að kalla það útburðarvæl!”
„Hlutdeild Norðurlands í dagskránni hefur
óneitanlega aukist. En maður bjóst við að
fleiri fréttir kæmu úr fjórðungnum í frétta-
tímum en raunin virðist vera“.
„Sá er munurinn á okkur og ykkur fyrir
sunnan, að þið getið ekki gefið út blað með
auðum síðum og það verður að fylla frétta
tímann.Héðan sendum við hinsvegar ekki
fréttir nema eitthvað sé að frétta. Við búum
ekki til fréttir.
En Pálmi Matthíasson fréttaritari er mjög
áhugasamur og hefur sent margfalt meiri
fréttir suður en voru fyrir tíð Akureyrar-
deildarinnar að jafnaði. Auk þess erum við
að vinna upp mikil og traust samskipti við
fréttaritara í fjórðungnum. Svo er það náttúr-
lega þeirra fyrir sunnan að meta fréttagildi
þess sem við senduni - og það kemur ekki allt
á segulbandsspólum", segir, Jónas Jónasson.
Þótt allur útbúnaður sé til beinna útsend-
inga í gamla reykhúsinu á Akureyri eru út-
sendingar RÚVAK samt sem áður fæstar
beinar. Það er raunar aðeins óskalagaþáttur
sjómanna sem er í beinni, „lifandi" útsend-
ingu. Auk þess eru þættir á mánudags- og
fimmtudagsmorgnum sendir frá stúdíói á Ak-
ureyri og teknir á band fyrir sunnan. Annað
efni er sent á segulbandi flugleiðis eða þá um
símalínur.
„Þetta er í fyrsta lagi spurning um sparnað.
Væru t.d. kvöldþættirnir sendir beint héðan
þyrfti tæknimann á vakt bæði hér og í
Reykjavík. Einnig er erfitt að koma við út-
sendingum héðan úr reykhúsinu vegna þess
einfaldlega að við höfum ekki nema eitt stú-
díó, sem er oft notað til hljóðritunar á efni",
segir Jónas.
Fjárlægðin frá Reykjavík veldur fleiri erf-
iðleikum en þeim, að senda þarf segulbands-
spólur í flugi. Enn er lítið til af hljómplötum
fyrir norðan, en það stendur þó til bóta. Nú
er farið að senda allar nýjar íslenskar plötur
norður um leið og þær eru gefnar út, og óska-
lagaþættir eru sendir í heilu lagi og fást vinsæl-
ustu lögin þannig mjög fljótt inn í vaxandi
tónlistardeild fyrir norðan, auk þess sem út-
varpið hefur nýtt sér einkasöfn manna fyrir
norðan.
Dagskrárstjórnin fer líka að hluta fram
milli landshluta. Það er ákveðið fyrir sunnan
hve mikið rúm norðanmenn fá í dagskránni
og í grófum dráttum hvers konar efni kemur
þaðan.
„Það er til dæmis ákveðið hvort tónlistar-
þættir eru með léttri tónlist eða hvort þeir eru
með klassískri tónlist og rabbi. Með það í
huga veljum við fólkið og spyrjunt hvort
menn séu til í að vera með. I byrjun varð
alltaf að leita eftir þessu fólki, en nú er farið
að bera dálítið á því, að efni sé boðið fram",
segir Jónas.
Um samskipti sín við fjármálavaldið syðra
segir hann: „Þau eru alveg frábær, enda hef
ég fyrirmottó að reyna að gera góðan þátt en
hafa hann ódýran. Og við erum tilbúin að
gera galdra hér fyrir norðan þegar nýja út-
varpshúsið okkar er komið í gagnið og við
höfum lokið við að þjálfa fólkið til starfa.
En ég vil bæta því við, að þetta hefur ekki
verið nein bylting. Hér á Akureyri hafa verið
gerðar upptökur fyrir útvarpið í áratugi.
Grímur Sigurðsson upptökumaður vann fyrir
útvarpið frá því skömmu eftir 1930 og sjáifur
man ég eftir að hafa útvarpað beint úr kjallar-
anum hjá honum. Á eftir kom Björg-
vin Keitinn Júníusson, sem ætlunin var að
ynni með mér aðþessari uppbyggingu, en
honum entist ekki aldur til þess, hann lést
nýlega fyrir aldur fram", segir Jónas Jónas-
son útvarpsstjóri á Akureyri.
eftir Þorgrfm Gestsson
myndir: Kristján Arngrimsson