Helgarpósturinn - 18.03.1983, Síða 14
14
Þægileg heilsurækt
í Slendertone
I Slendertone eiga spenntir
vöðvar að mýkjast og slappir
að herðast, allt á átakalausan
og þægilegan hátt — svo
þægilegan að hætt er við að
fólk sofni í tækinu (mynd.
Jim Smart).
Þeir sem eru ekki míkið gefnir
fyrir erfióa líkamsþjálfun en vilja
samt stunda heilsurækt geta reynt
„Slendertone“.
Slendertone er elektrónískt
nuddtæki sem sendir 18 volta stra-
um gegnum 16 gúmmíblöðkur til
þeirra vefja líkamans sem ætlunin
er að hressa við.
„Þetta er gott við vöðvabólgu,
losar um hana, og eykur blóðrás-
ina“,segir Pétur Jónsson, annar
eigandi Ljósa- og nuddstofunnar
að íjoltagerði 3 i Kópavogi, en þar
hefur Slendertone verið í notkun í
mánuð.
„Það eru aðallega konur sem
hafa komið til okkar, og þær hafa
allar verið ánægðar með árangur-
inn. Sjálfur vinn ég erfiðisvinnu
og fer stundum í tækið á kvöldin.
Það er ótrúlegt hvað það er þægi-
legt.og eftir þrjú til fjögur skipti
eru þrír til fjórir sentimetrar af
óþarfa fitu horfnir", segir Pétur,
en það er eiginkona hans, Theó-
dóra Óladóttir, sem rekur nudd-
stofuna.
Með Slendertone segja þau, að
hajgt sé að endurheimta uppruna-
legan teygjanleika og styrk vöðv-
anna, slappir vöðvar verði stæitir
og lifandi en spenntir vöðvar
mýkri.
„Allt gerist þetta meðan fólk
slappar af og hefur það gott —
þetta er svo þægilegt að maður
sofnar“, segir Pétur Jónsson og
segir að tækið hafi þegar verið
kynnt iæknum, sem leist vel á
það.
Einstakir timar í tækið eru seld-
ar á 150 krönur, en talið er nauð-
synlegt að taka minnst tíu í einu,
og fyrir það eru greiddar 1300
krónur, nema á tímabilinu kl. 9-4
Sjónvarp á pálmasunnudag:
Endurminningar
höfuðsmanns
— eftir Evelyn Waugh, sem sjálfur var
breskur höfuðsmaður
„Viðfangsefni mitt er minning-
ar, þessi vængjaði skari sem sveif að
mér einn þungbúinn morgun á
stríðsárunum”, sagði Evelyn Waugh
eitt sinn um skáldsöguna Brides-
head Revisited, sem hann skrifaði
einmitt á stríðsárunum, í leyfi frá
stríðinu.
Nu hefur breska sjónvarpsstöðin
Granada, i samvinnu við banda-
rísku sjónvarpsstöðina WNET og
þýsku sjónvarpsstöðina NDR, gert
sjónvarpsseríu í ellefu þáttum eftir
sögunni, og hefur hún göngu sína í
íslenska sjónvarpinu sunnudaginn
27. mars, á pálmasunnudag.
Waugh fæddist í úthverfi Lun-
dúna árið 1903 og lést af hjartaslagi
á páskadag árið 1966. Þá hafði
tvisvar verið ráðgert að kvikmynda
þessa skáldsögu hans. Fyrst leitaði
breska kvikmyndafélagið MGM
eftir kvikmyndaréttinum fljótlega
eftir útkomu bókarinnar, árið 1945.
En Waugh hafnaði því þar sem
hann sá fram á, að útkoman yrði út-
þynnt ástarvella. Árið 1950 var í
ráði að Graham Greene, sem var
vinur Waughs, skrifaði kvikmynda-
handrit eftir bókinni, en frekari
framkvæmdir fórust fyrir vegna
fjárskorts kvikmyndafélagsins.
Þegar þessir sjónvarpsþættir
voru fyrst sýndir, árið 1981 í Bret-
landi, luku allir upp einum munni
um að þeir hefðu heppnast einstak-
lega vel, enda hafa þeir hlotið
fjölda viðurkenninga. En kostnað-
ur var gífurlegur, enda mikið vand-
að til verksins, og kvikmyndataka
fór fram á ýmsum stöðum í Bret-
landi og auk þess í Feneyjum og á
Miðjarðarhafseyjunum Möltu og
Gozo. í Englandi voru helstu töku-
staðirnir Oxford og Howardkastali
í Yorkshire, en hann á að tákna
Bridesheadkastala þar sem hluti
sögunnar gerist.
„Ég er ekki viss, þú ert ekki hann,
þau eru ekki þau“, er viðvörun höf-
undarins til lesenda bókarinnar.
Samt sem áður telja bókmennta-
fræðingar, að margt sé líkt með
Waugh sjálfum og aðal söguhetju
bókarinnar, Charles Ryder, sem
Jeremy Irons leikur.
Sagan hefst vorið 1944, þegar
Ryder, velmetinn málari, höfuðs-
maður í breska hernum, kemur á-
samt herdeild sinni til nýrra bæki-
stöðva. Þær eru reyndar íBrides-
headkastala, en þaðan á hann bæðii
ljúfar og sárar minningar. Hann
lætur hugann reika tvo áratugi aft-
ur í tímann, þegar hann kynntist
fjölskyldunni í þessum kastala.
Sjálfur var Waugh höfuðsmaður
í breska hernum í seinni heimsstyrj-
öldinni, en rithöfundur ekki
málari. Og sem fyrr segir fékk hann
frí frá herþjónustu i nokkra mánuði
veturinn 1944, til að skrifa bókina.
„Ég er að skrifa yndisfagra bók
um afskaplega rikt og fallegt, aðal-
borið fólk, sem býr í höllum og hef-
ur engar áhyggjur nema þær sem
eru sjálfskaparvíti; það eru púkar
kynhvatar og drykkjuskapar. Þetta
á daginn, þá er verðið 1200 krónur
fyrir tíu tímana.
ÞG
GLUGGA
PÓSTUR
Höfundurinn, Evelyn Waugh,
við skriftir. Þættirnir eru tald-
ir að verulegu leyti hans eigin
endurminningar.
er þó hvort tveggja léttbært saman-
borið við vandamálin nú á dögum“,
skrifaði hann til vinkonu sinnar á
þessum tíma.
Brideshead Revisited er talin
besta bók höfundar, en aðrar
þekktar skáldsögur hans eru Dec-
line and Fall, Vile Bodies, Handful
of Dust og síðasta bók hans er A
Little Learning, en engin bóka hans
hefur verið þýdd á íslensku.
Það viröast engin takmörk fyrir
því hvaða vanda er hægt að leysa
með tækninni. Nýjasta nýtt er það,
að í framtíðinni á enginn að geta
ekið undir áhrifum áfengis.
í Svíþjóð er verið að gera tilraun-
Föstudagur 18.mars 1983 irinrt'
Snæbjörn Jónsson, the English
Bookshop:
Nú líka
fræðsluefni
á mynd-
böndum
Aðal stolt Bókaverslunar Snæ-
bjarnar í Hafnarstræti hefur löng-
um verið erlendar kennslu- og
fræðslubækur. Bækur frá Oxford
University Press, McGraw Hill,
Max Hueber Verlag, Longmans og
Hudson bókhlöðunum hafa verið
þar á boöstólum síðan verslunin var
stofnuð, 3. desember 1927.
Nú hefur bókaverslun Snæbjarn-
ar aðlagað sig breyttum tímum og
um skeið haft útleigu á myndbönd-
um, viðurkenndar barna- og fjöL
skyldumyndir frá Walt Disney’s
Production, og fyrir skömmu bætt-
ist við ýmisskonar kennslu- og
fræðsluefni á myndböndum, sem
bæði er til útleigu og sölu.
Þar á meðal er Enskunám frá
Nelson Filmscan, kennslumyndir
Áratugum saman hefur Snæ-
björn verið með úrval af er-
lendum kennslu- og fræðibók-
um. Nú hafa myndbönd bæst
við.
um golf, sjálfsvörn, hundaþjálfun,
gítarleik, yoga, stjörnufræði og list-
málun, svo eitthvað sé nefnt.
Ásamt myndböndunum hefur
verslunin á boðstólum hljóðbönd
og bækur um sama efni fyrir þá
sem hafa áhuga á að kynna sér efni
myndanna nánar.
Telex-
samband á
vegum úti
Meöan Póstur og sími á íslandi er
að undirbúa að taka í notkun svo-
nefndan bílasíma (mobiltelefon á
skandinavísku) eru frændur okkur
Svíar að undirbúa næsta skref í
slíkum fjarskiptum.
Þar hafa bílasímar verið í notkun
árum saman, en þessi næsti áfangi
í tækninni er „ritbílasími” — eig-
inlega sími og telex eða fjarritari í
einu og sama tækinu. Áætlað er, að
þegar næsta ár verði komið upp
nauðsynlegt fjarskiptanet, og það
er aðallega ætlað flutningafyrir-
tækjum, áætlunarbílum, leigubíl-
um, vaktfyrirtækjum og opinber-
um stofnunum.
Þessi nýja þjónusta nefnist Mo-
biltex og byggist á því, að notandinn
velur einfaldlega númer og kemst
þannig í samband við móðurstöð
viðkomandi fyrirtækis, tæki í öðr-
um bílum, hvaða símtæki sem er,
telextæki og tölvumiðstöðvar —
það síðastnefnda ekki bara innan-
lands, heldur hvar í heiminum sem
er.
Fyrir þessa þjónustu verður að-
eins innheimt fast afnotagjald, ekki
gjald fyrir hvert samtal, nema þegar
notuð er telex- eða tölvuþjónusta.
Það er greitt samkvæmt venjuleg-
um taxta, sem miðast við notkun.
Þessi nýja þjónusta hefur þá ó-
metanlegu kosti, að sé sá sem kall-
aður er upp ekki við bíða hans ein-
faldlega skilaboð. Þau skilaboð
gætu verið skilaboð til flutningabíl-
stjóra hvert hann á að fara næst;
skilaboðin geta líka verið á hinn
veginn, þ.e. neyðarkall frá bílstjóra
í nauðum. Hafi eitthvað komið fyr-
ir gefur tölvubúnaður upp ná-
kvæma staðarákvörðun þess sem
kallaði.geti hann það ekki sjálfur.
Taugaóstyrkur danskur gleraugnasmiður:
Stal demöntum fyrir
1,3 millj. en fór á
taugum og skilaði þeim
Danski gleraugnasmiðurinn sem
hafði tekist að stela á stórsnjallan
og einfaldan hátt demöntum að
virði um hálfa aðra milljón danskra
króna naut ránsfengsins ekki lengi.
Hann fór á taugum og gaf sig fram
við lögregluna.
Gleraugnaverslunin gekk ekki
beint vel, enda er maðurinn vægast
sagt lélegur gleraugnasmiður — eða
optiker eins og það heitir á fagmáli.
Hann hefur áður verið dæmdur
fyrir að búa til gleraugu sem gerðu
það að verkum, að sjón kaupand-
ans versnaði. Og fyrir skömmu var
honum neitað um bankalán upp á
100 þúsund danskar krónur.
Þess vegna ákvað hann að verða
sér úti um peningana á annan hátt,
og það afskaplega auðveldan.
Hann sendi einfaldlega 42 krónur á
innborgunarkorti til Demantshúss-
ins í Kaupmannahöfn, greiddi
þessa upphæð og fékk kvittun fyrir.
Síðan breytti hann upphæðinni á
kvittuninni í 1.367.642 krónur,fimm
mínútum eftir að hann fékk hana í
hendurnar.
Þá fór hann með kvittunina í
Demantshúsið þar sem honum voru
afhentir athugasemdalaust dem-
antar fyrir nærri hálfa aðra milljón
króna (um þrjár millj. ísl.) í innsigl-
uðum pokum.
En þegar heim kom varð gler-
augnasmiðurinn taugaóstyrkur, og
eftir að hann hafði sagt eiginkon-
unni frá öllu saman brustu hennar
taugar líka. Þau tóku að eigra ráð-
villt um götur Kaupmannahafnar,
þar til þau hertu loks upp hugann
og fóru með demantapokana óopn-
aða til lögreglunnar.
Gleraugnasmiðurinn hefur nú
verið ákærður fyrir skjalafals.
ir með tæki, sem sett er í bíla og
„finnur” áfengislykt. Hafi öku-
maöur fengið sér neðan í því en sest
samt úndir stýri gerist það í fyrsta
lagi, að Ijós kviknar á skilti á þaki
bílsins. A því stendur: „Ökumaður-
inn er fullur.”
Jafnframt þarf ökumaðurinn að
slá inn á sérstakt tæki þann há-
markshraða sem hann ætlar að
halda sig við á heimleiðinni. Stand-
ist hann ekki það próf læsast dyrn-
ar og hann verður að dúsa í bílnum
þangað til lögreglan kemur á stað-
inn.
Þetta er síður en svo framtíðar-
músikk segja þeir sem til þekkja.
Tæknin byggist fyrst og fremst á
skynjara sem er næmur fyrir á-
fengislykt, og er komið fyrir undir
hurðarhúni bílsins. Fyrrgreint próf
er væntanlega haft með til þess að
bíllinn neiti ekki að flytja farþega
sem hafa fengið sér í staupinu, þótt
ökumaðurinn sé alls ódrukkinn.
Væntanlega verður hægt að fá
þennan útbúnað á bílana innan
fárra ára — en líklega ráða menn
því hvort þeir leggja í slíkan kostn-
að. Nema hann verði gerður að
skyldu svipað og bílbeltin. Eigi
mun af veita.