Helgarpósturinn - 18.03.1983, Side 18

Helgarpósturinn - 18.03.1983, Side 18
18 Föstudagur 18 mars 1983 .p8sturinn Spítalalíf Að þessu sinni verður þetta ekki Eyjapóstur í venjulegri mynd, nær væri að kalla það Spítalapóst þar sem skrifari hefur dvalist á slíkum stofnunum frá ára- mótum. Það er afskaplega merki- leg lífsreynsla að liggja á spít- ala og hverjum manni lík- lega nokkuð holl reynsla, þótt skrifari vilji nú ekki fara að mæla með því að fólk svona almennt fari að prófa það að tilefnislausu. nærfataskiptum, raunar er einn aldraður sómamaður og góðkunningi skrifara bál- vondur hvern morgun yfir þessu helvítis þvottastandi eins og hann orðar það. „Hvað ætli maður skítni út“, sagði hann, „gerir ekki handtak allan daginn". Þá liggur það í hlutarins eðli að ýmislegt kemur mönnum spánskt fyrir sjónir á spítala, svona til að byrja með. Stéttaskipting er tals- ^festmannaeyjajjóstur^ frá Sigurgeir Jónssyni ►pítalasaga skrifara hófst sem sagt stuttu upp úr ára- mótum á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Þegar þrjár vikur voru liðnar, höfðu læknar og annað starfsfólk líklega fengið nóg af nærveru hans og var hann fluttur hálfgerðum hreppa- flutningi á Landspítalann þar sem hann hefur dvalist fram til þessa. Nu eru það töluverð um- skipti eins og nærri má geta að hverfa frá sínu venjulega lífi og amstri og taka upp spítalalíf sem er veriílega frá- brugðið venjulegum lífshátt- um. Ekki vantar þó, að.flest er gert til að gera manni lífið sem bærilegast og jaðrar við að mönnum sé spillt með eft- irlæti. Þó eru það ýmsir hlutir sem svona hálfvegis fara stundum i taugarnar á manni, til dæmis að vera vakinn á hverjum morgni kl. 6 til að mæla hitastig og blóðþrýsting. Þá hefur skrifari orðið var við að gamla fólkinu þykir nóg um alla þá líkamsþvotta sem fyrirskipaðir eru hvern morgun með tilheyrandi verð meðal starfsfólks. Efst- ir í stiganum eru læknar og efstir þeirra yfirlæknar, þá venjulegir læknar, síðan kandidatar og svo lækna- nemar. Hjúkrunarfræðingar eru næstir og einnig af ýms- um gráðum, þá koma sjúkraliðar og síðan starfs- fólk í eldhúsi og við ræst- ingu. Það hétu gangastúlkur í gamla daga. Heilmikill þáttur í starfi hjúkrunarfræðinganna er skýrslugerð eða rapport eins og það heitir á spítalamáli. Þetta höfðum við tveir stofufélagar. ekki hugmynd um á sínum tíma og hringd- um einhverju sinni bjöllu til að fá verkjatöflur. Innan stundar birtist gangastúlka í gættinni og spurði hvað okkur vantaði. Við sögðumst þurfa að tala við hjúkrunarkonu. Gangastúlkan sagði hjúkkuna ekkert mega vera að því núna, hún væri á kafi í rapporti. Nú verður að geta þess að við félagarnir köhn- uðumst aðeins við eina teg- und af rapporti og er það danskt vikublað, nokkuð klámfengið. Enda létum við ganga- stúlkuna heyra það, að nær væri nú hjúkrunarkonum að sinna sjúklingum sínum en að liggja i dönskum klámrit- um. Gangastúlkan svaraði okk- ur með nokkrum þjósti að hjúkrunarkonan væri ekki í neinum klámritum, hún væri að skrifa i rapport. Það þótti okkur hálfu verri iðja, því eins og margir vita, eru í því danska riti rapport svonefndar gráar siður, þar sem danskir les- endur geta skrifað og sagt frá ástarlífi sínu og eru það jafnan nokkuð berorðar lýs- ingar. Qkkur þótti það því lítt við hæfi að ungar og mynd- arlegar hjúkrunarkonur eyddu vinnutíma sínum við að lýsa ástarleikjum sínum í dönskum sorpritum. Ekki hafði gangastúlkan fyrir því að upplýsa okkur nánar um málsatvik og feng- um við ekki að vita sannleik- ann fyrr en nokkrum dögum seinna. wtór þáttur í spítalalifi er lyfjameðferð og eru það mörg og margvísleg meðul sem fólk fær til lækningar meina sinna. Ein var sú teg- und sem við félagar fengum á hverju kvöldi og heitir á spítalamáli stíll eða stikk- pilla. Þessi lyf eru ekki tekin inn um munninn heldur er þeim stungið inn um annað líkamsop með ágætum verk- unum. Við félagar kölluðum þessar pillur ævinlega draumaprinsa vegna lögunar þeirra (skýring þess orðs er uppgefin í slangurorðabók- inni sem reðurlaga sjálfsfró- unartæki). Nu er komið með prins- ana inn á borð til okkar eitt kvöldið og liggja þeir þar'og bíða innsetningar. Skömmu seinna lítur inn til okkar einn af læknum spítalans og dvel- ur hjá okkur góða stund á spjalli. Við höfðum uppi við heilmikinn lager af brjóst- sykri og bruddi doktorinn ó- mælt af honum yfir rabbinu, kvaddi siðan og fór. Litlu seinna förum við að huga að lyfjainnsetningunni og bregður þá svo við að félaginn finnur hvergi sinn draumaprins. Sama er hvernig leitað er á stofunni. Eftir nokkra umhugsun komumst viðaðþeirri niður- stöðu að læknirinn kunningi okkar hefði brutt hann í mis- gripum fyrir brjóstsykur og þótti okkur það að sjálf- sögðu bráðfyndið. En hitt var líka að nú þurfti að fá nýja pillu og hringdi félaginn bjöllunni og tjáði hjúkrun- arkonunni, ungri og bráð- huggulegri stúlku, að hann þyrfti að fá nýjan drauma- prins, sá fyrri væri týndur. Hv lún bregður við skjótt og kemur að vörmu spori til baka með svefntöflu. Hann félagi minn tilkynnir henni að bragði að þetta sé ekki draumaprins. „Nú, segir blessuð stúlkan undrandi". Ég hélt þið köll- uðuð svefnpillurnar draumaprinsa“. Henni var fljótlega komið i skilning um hvers kyns pillu vantaði og kom hún fljótlega með rétta sort og spurði með undrun í svipnum hvers vegna við kölluðum stikk- pillurnar þessu nafni. Þar sem félaginn grúfði sig máttvana af hlátri undir sæng, kom það í minn hlut að segja stúlkunni með nær- færnum orðum að þessar pillur líktust í útliti ákveðn- um tækjum sem stundum væri keypt í útlöndum handa einmana konum. Ekki er að orðlengja það að blessuð hjúkrunarkonan var fljót að yfirgefa stofuna og ansi hreint rjóð í andliti. Nú kynni einhver að ætla, eftir þennan lestur að sjúkrahúsvist sé einkum í því fólgin að spauga með starfs- liðið og er rétt að kveða þann misskilning strax niður. En mikið ósköp getur það létt leguna að finna léttan anda svífa yfir vötnunum þótt maður auðvitað viti að öll verk eru þarna unnin í fullri alvöru og það senni- lega meiri alvöru en gengur og gerist víðast hvar. Þá er og ótalin sú alúð og umhyggja sem starfslið á spítala sýnir okkur þessum sem í rúmunum liggja. Mað- ur gæti ætlað að þetta lið væri allt í hörku bónusvinnu og fengi greitt sérstaklega fyrir öll hlaup og aðra snún- inga kringum sjúklingana. Svo er þó ekki, heldur fær þetta fólk bara sitt mánaðar- kaup og það kaup er svo sem ekkert til að hrópa húrra fyr- ir. Og það getur skrifari Eyjapósts hiklaust viður- kennt að hvergi hefur hann séð fólk vinna jafnvel fyrir kaupinu sínu og á spítala og aðaukier það jafnanunnið með bros á vör, það hlýtur til að mynda að útheimta tals- verða þolinmæði að eiga við vandræðafólk á borð við skrifara Eyjapósts sem er með þeim ósköpum gerður, að bíti hann eitthvað i sig þá er það útilokað að fá hann ofan af því. Til dæmis fékkst hann alls ekki til að læra að nota hlut sem kallast bekken og er notað ef rúmfastir þurfa að gera stórt. Þann verknað harðneitaði skrifari að framkvæma í rúminu og bar því raunar einnig við að hann væri hræddur um að þessi siður gæti orðið að á- vana sem gæti orðið heldur hvimleiður þegar heim kæmi og ekkert bekken væri í rúm- inu. Þetta sjónarmið féllst starfslið Landspítalans á og var óþreytandi að styðja skrifara fram úr rúminu til að gera stórt með gömlu að- ferðinni. Og nú þegar þetta er skrif- að, hillir undir að skrifari fari að útskrifast. Að sjálf- sögðu er hann afskaplega kátur og ánægður yfir því en það merkilega er að það er ekki frítt við að hann kveðji Landspítalann og mann- skapinn þar með hálfgerðum söknuði. Lausn á síðustu krossgátu • •fí J 'o E s ■ S R J '0 5 Z £ 2> r /< fí P P i S « 'fí R fí S P fí ■ 'fí L fí /? • L u R k fí R S 1 D 5 £ Ð L n /2 T / R <B U V fí R K fí R - /< fí T 1 F fí R ó /? 1 /V s U N /V U fí K K - fí N 5 fí U /? 6 fí R P fí T n T R fí R T B R f) u 4- F U R • fí 5 fí m T •■ o r F /? fí R // R p L /9 f< fí r P u T fí R /V j R •« R £ F / R H 3 N r 7 R fí R • R '0 fí s k L ) 3 R r-} 5 /< R P n V / R . fí /V 5 s /< i L Jfí S 3 5 i V fí R 6 fí L. T / s fí G ö R S If) 'fí fí S fí /? / /V /V 'fí fí R N 1 R 'fí L r fí K 'fí L. /? fí N / F fí S / ±> • n 5 B. T fL 5 fí u m S Cr A' T A SLQNGf) Aifír- UR S'oPfíK' ■ V °rr , LOtfllriN T* R/STfí JÐ/V L/RYkK rnflÐUR Ö'^L/ ■ w) át, 1 KBm5T JU/R 5Æ- DYfí SK- ST. FRl Tj FtiGliHH Fj/ER EKK! mfífíG /V£/Vr/ 7Y1LA CLB//VÍ) STEKK/R FÆDÞ/ C?L~ 'fí f/ý VV. ’0Lb6TD ST£66/ TÓNN —^ HtNVfí. fíT)UR oLitelR. Ufírr UPPJ 'fím/íuR BE/TfíH Tv'/hl ■ ) Tóhúull BílTlfí KLÖKU6 : Sfíut) upphr. f thhH Sr/ím S'fílkU Eflpjn RJEF/L ’ ' kfíup ÚRY/tibfi vL/k/ BBLJfí físflp SK.ST. ÚTT Sfímre. SuTJjj PENIl/Gfí EL$kfí /nftHr/ SP)L Tv)s>Tf> fíST r) ÖRLÍEti steyp/ BfíÐ F/?/Z> SPU-UR k/íRIR UPP shrpj m'fíim PífíTR) 'iLBTiT) SÆLG TETlHÚ utSfíÐ !R kflUPTÐ FfíÐm/ V Eurrk. v'/HBER. öarj HRÚ6U 5KEL/F VoTuR BfíUhJ NPlGLfíR Hlj'op ftDEi/VS Sm'flfúáL FoRók VPiÐR -r fí OfíNRG F£l? 'fí -SJÓ <) koR FeÐÚR Sfí'rfl HL/. FéifíftPi ZB/HS '/L'fíT 2.PEKS. GftHftf/ lE/kuR. KlF/K! f’ ■3 5Æ- 6RóÐ2i Gtfífí MÝs kfíSTfí ákjöTI '/ BjfíRTfl > SoRCj SVERfl GRfíBft

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.