Helgarpósturinn - 15.04.1983, Síða 7
7
iunnn
í myndinni, né heldur hverjir væru
helstu tæknimennirnir. „Það er ver-
ið að ganga endanlega frá þeim
málum einmitt núna, og ég er ekki
tilbúinn til að segja frá því að
sinni“.
Kvikmyndafélagið Óðinn hefur
þegar leitað fyrir sér um fyrirfram-
Þorsteinn Jónsson — „sé ekki að
það sé grundvallarmunur á að gera
kvikmynd eftir sögu eða frum-
sömdu handriti“
ATOM-
STÖÐIN LOKS BYGGÐ
— Kvikmynd Þorsteins Jónssonar tekin í júní
Meðal þeirra fyrirtækja sem ný-
lega fengu styrk úr kvikmyndasjóði
var Kvikmyndafélagið Óðinn sem
hyggst gera mynd eftir Atómstöð
Halldórs Laxness. Þessi mynd hef-
ur átt sér nokkurn aðdraganda,
enda sagði Þorsteinn Jónsson, til-
vonandi leikstjóri myndarinnar, að
upphaflega hefði verið ætlunin að
taka hana í fyrrasumar.
„Af ýmsum ástæðum var því
frestað“, sagði Þorsteinn, „við vild-
um hafa fjármálin alveg á hreinu,
og sömuleiðis handritið. Það hafa
verið gerðar nokkuð margar gerðir
handrita að þessari mynd, en nú er-
um við tilbúnir til að fara af stað og
myndin verður að líkindum tekin í
júní í sumar“.
Þorsteinn vildi ekki upplýsa
hverjir færu með stærstu hlutverkin
sölu myndarinnar til útlanda, og
sagði Þorsteinn það hafa gengið
nokkuð vel; félagið teldi sig hafa
tryggingu fyrir dreifingu myndar-
innar í kvikmyndahús í útlöndum.
Að lokum var Þorsteinn spurður
hvort æskílegt væri að gera kvik-
myndir eftir þekktum skáldsögum
hér á landi, en það hefur verið
nokkuð umdeilt að undanförnu.
„Ég held að það sé ekki síðri á-
stæða til að gera myndir eftir skáld-
sögum, og þá bæði þekktum og ó-
þekktum, heldur en frumsömdum
handritum. Ef myndin er almenni-
lega gerð get ég ekki séð að grund-
vallarmunur sé á þessu tvennu, og
raunar getur verið mun meiri vinna
við að gera handrit eftir sögu en að
frumsemja", sagði Þorsteinn að
lokum.
Vilhjálmur Bergsson við eitt verka sinna.
LÍFRÆNAR VÍDDIR
í LISTASÖGUNNI
— Vilhjálmur Bergsson og Guömundur Björg-
vinsson sýna á Kjarvalsstööum
Vilhjálmur Bergsson og Guð-
mundur Björgvinsson; þeir opna
báðir sýningar á Kjarvalsstöðum á
morgun, laugardag. Sýning Vil-
hjálms ber heitið Lífrænar víddir.
— Hvað felst í því, Vilhjálmur,
að mála lífrænar víddir?
,„ ég get ekki sagt það, og vil það
ekki. Þú verður að koma og sjá sýn-
inguna; sjón er sögu rikari, ekki
satt? Ekki má ég taka of mikið fram
fyrir hendurnar á gagnrýnendum".
Vilhjálmur sýnir að þessu sinni
65 málverk, en þetta mun vera 14.
einkasýning hans hér á landi. Auk
þess hefur hann sýnt fimm sinnum
í Kaupmannahöfn og tekið þátt í
fjölda samsýninga hingað og
þangað. Síðustu tvær sýningar hans
á íslandi voru einnig á Kjárvals-
stöðum.
Listamaðurinn vildi sem fyrr
sagði lítiö láta hafa eftir sér um
málverkin, en hann kvað sig þó vera
að fást við svipaða hluti og að
undanförnu; engar stórbyltingar i
hans málverki.
Guðmundur Björgvinsson sýn-
ir um það bil 60 myndir; akríl á
striga. Sýningu hans er skipt í
þrennt og stærsti hlutinn ber heitið
Rennt í gegnum listasöguna.
„Þar tek ég fyrir frægustu verk
listasögunnar, Mónu Lisu og ajlt
það, ög nota sem viðfangsefni. Eg
tjái mig um þessi verk; það má deila
um hvort hér séu á ferðinni endur-
bætur“.
Annar hluti sýningar Guðmund-
ar byggist upp á raunsæismyndum,
en slíkar hefur hann víst sýnt áður,
og í þriðja lagi eru expressjónískar
myndir það sem maðurinn, manns-
líkaminn er lagður til grundvallar.
Sýningar beggja verða opnaðar á
morgun klukkan fjögur eftir há-
degi og standa til 1. maí.
NÝFEGURÐ
— Nýlistasafniö hýsir Kristin Haröarson
Kristinn Guðbrandur Harðarson
opnar annað kvöld klukkan tutt-
ugu að íslenskum tima sýningu í
Nýlistasafninu að Vatnsstíg 3b.
Kristinn er einn hinna ungu og
knáu myndlistarmanna þessarar
þjóðar.
— Hvað sýnir þú?
„Það eru málverk og teikningar".
— Mörg verk?
„Sem allra flest“.
— Og eru þau ný?
„Elstu verkin eru eins árs. Hin
yngstu eru ennþá blaut“.
— Hvað ertu að fást við?
„Nú vandast málið“.
— Segðu nokkrar klisjur
„Nei, mér er illa við það. Hm.
Myndefnið er margvíslegt, það get
ég þó sagt. Ég vinn mikið upp úr
blöðum, bókum, tímaritum, hasar-
blöðum og þess háttar. Aðferðirnar
eru mismunandi, og yfirbragðið.
Spurðu betur“.
— Tja. Eru þetta fallegar mynd-
ir?
„Sumar held ég að séu það, já.
Aðrar eru kannski ekki eins falleg-
ar. Og þó. Fallegt er afstætt orð.
Mer finnst ég alla vega vera að fást
við fegurð".
— Hvers lags fegurð?
„Ja, ég reyni að skapa nýja feg-
urð. Ég held að listamenn hljóti allt-
af að leitast við slíkt. Og einhver
fegurð er ætíð til staðar þó verkin
líti ef til vill hráslagalega út“.
— Er það ekki rétt, Kristinn, að
verka Kristins
Harðar-
sýning þín verði opin til 24. apríl og
opnunartími sé frá 16 til 20 virka
daga en frá 14 til 20 um helgar?
„Jú, það er hárrétt".
BARÁTTA GÓÐS OG ILLS
— Austan Eden eftir
Steinbeck komin út
hjá Bókaklúbbi Arnar
og Örlygs
„Þessi þýðing mín á Austan Eden
eftir John Steinbeck er ekki beinlín-
is ný af nálinni. Ég þýddi bókina
fyrst tiltölulega skömmu eftir að
hún kom út í Bandaríkjunum, sem
var árið 1952, og sú þýðing birtist
sem framhaldssaga í Morgunblað-
inu á sínum tíma. Þegar svo þessi
útgáfa nú kom til tals, þá fékk ég
send Ijósrit af gömlu þýðingunni og
fór mjög rækilega yfir hana, svo ef
til vill má segja að hér sé um að
ræða nýja þýðingu“.
Séra Sverrir Haraldsson, prestur í
Bakkagerði í Borgarfirði eystra,
hefur ekki ráðist á garðinn þar sem
hann er lægstur. Austan Eden er
stór bók og þykk og Steinbeck
hefur yfirleitt þótt vera torþýddur
höfundur. Séra Sverrir tók undir
það. „Hann skrifar þungt mál, og
það eru miklar ástríður að verki í
þessari bók“, sagði hann.
íslendingar kannast líklega flestir
við Austan Eden, enda er hún
frægasta bók Nóbelsverðlauna-
hafans Steinbecks ef Þrúgur reið-
innar eru undanskildar. Nýlega
voru sýndir í sjónvarpinu þættir
sem gerðir voru eftir bókinni, og
þóttu vera góðir. Auk þess muna
flestir eftir bíómynd þeirri sem
James Dean lék í og gerð var eftir
seinni hluta bókarinnar. Þetta er
ættarsaga og gerist á löngu tímabili
en þungamiðjan eru samskipti
bræðra, fyrst þeirra Adams og
Charles, og síðan Calebs óg Arons.
Eins og séra Sverrir vék að hér að
ofan gengur mikið á í bókinni, og
hefur margt verið rætt og ritað um
Úr sjónvarpsþáttunum eftir sög-
unni Austan Eden. Jane Seymour
sem hin illskeytta Cathy Ames, og
Bruce Boxleitner í hlutverki
Charles
þau átök góðs og ill sem í henni
kristallast.
„Ég veit ekki hvort sagan á eitt-
hvert sérstakt erindi við íslendinga
nú“, sagði séra Sverrir, „en barátta
góðs og ills má kallast nokkuð sígilt
efni. Þótt Steinbeck hafi skrifað
margar góðar bækur finnst mér
þetta vera mesta verk hans; þetta er
mikilfengleg og táknræn bók. Hún
er ekki spennandi í venjulegum
skilningi, og ég efast um að það
dugi að lesa hana einu sinni, en hún
gleymist seint“.
Það er Bókaklúbbur Arnar og
Örlygs sem gefur bókina út, raunar
í tvennu lagi. Fyrra bindið er þegar
komið út og hefur verið sent út til
félaga Bókaklúbbsins en síðara
bindið er væntanlegt í maí-mánuði
ef svo fer fram sem horfir. Austan
Eden er, skal tekið fram, ekki send
á almennan markað, heldur aðeins
dreift meðal félaga í fyrrnefndum
Bókaklúbbi.
Að lokum var séra Sverrir
Haraldsson spurður að því hvort
hann hefði þýtt fleiri bókmennta-
verk á borð við Austan Eden.
„Ég er nú ekki að fást við neitt
núna í augnablikinu", svaraði
hann. „Hins vegar er ég með ýmis-
legt í huga, og einhverjar þýðingar á
ég í handriti. Hverjar? Það vil ég
ekki upplýsa á þessari stundu“.
Guðmundur Björgvinsson og hans útgáfa af Mónu Lísu
Sukkaö á sjarmerandi hátt
Nýjabíó: Diner. Bandarísk. Argerð
1982. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg
Daniel Stern, Mickey Rourde, Kevin
Bacon. Handnt og leikstjórn: Barry
Levinson.
„það sakar ekki að eiga sér stóra
drauma. Maður fær þá ekki
martraðir á meðan“, segir draum-
óramaðurinn Boog, einn vinanna
sex í Diner þegar ein skýjaborgin
kannast þeir við sitthvað úr eigin
æsku í þessum myndum - skólann
kaggana, stefnumótin og hinar
grátbroslegu tilraunir við að gera
hitt. Þetta er sett fram í þessari
mynd, eins og í American
Graffiti, í léttum dúr blöndnum
dálítilli eftirsjá. Flestum líður því
vel við að horfa á þær, jafnvel þó
þær hafi ekki mikið að segja. Þeir
eftir Guðjón Arngrímsson
enn hrynur á kollinn á honum. Ég
hef grun um að Diner sé enn ein
graffitimyndin, hún segi frá jóla-
fríi nokkurra félaga í Baltimore
um 1960, sem einkum snýst um
stelpur og kynlíf, og dvelur sér-
staklega við hið viðkvæma
augnablik þegar ungt fólk breytist
úr börnum í fullorðna, með gift-
ingu og þ.h.
Bandaríkjamenn eru sérlega
veikir fyrir graffitimyndunum
enda kannski skiljanlegt. Flestir
fjölmörgu íslendingar sem lesið
hafa bækur Péturs Gunnarssonar
og hafa fundið eitthvað af sjálf-
um sér í þeim, eiga auðvelt með að
skilja þetta.
Það verður hinsvegar að segjast
að bernskubrek Amerikananna
eru svo mjög ólík þeim sem
stunduð voru hérlendis, að þenn-
an endurminningaþráð vantar
þegar íslendingar horfa á myndir
eins og Diner. Islenskur áhorfandi
finnur ekki til þeirrar samkennd-
ar með söguhetjunum, sem lík-
lega er nauðsynleg til að myndin
gangi alveg upp.
Styrkur Diner liggur fyrst og
fremst í vandaðri persónusköpun,
studdri af fantagóðum leik lítt
kunnra ungra leikara. í myndinni
gerist nánast ekkert markvert,
drengirnir fimm eru á fylleríi og
kvennafari obbann af tímanum,
fluksast svona fram og aftur í takt
við rokkið. Þegar upp er staðið er
maður sammála því sem Boog
sagði hér í upphafi. Spurningin er
bara sú um hvað draumarnir eiga
að snúast. Hjá honum um pen-
inga, hjá félögum hans um
menntun, ferðalög um Evrópu,
fótbolta. Engann þeirra dreymdi
um að verða eins og pabbi og
mamma.
Mér virðist höfundurinn láta
liggja milli hluta hvort þar er á
ferðinni það rótleysi sem fór að
gera vart við sig í Bandaríkjunum
á þessum tíma eða hefðbundið
æskufjör. Enda skiptir það ekki
öllu máli. Myndin er vel þess virði
að sjá hana.
G.A