Helgarpósturinn - 15.04.1983, Qupperneq 10
10
hlelgai---------
Föstudagur 15. apríl 1983 QÚSturinn.
Næstum óiarðbundin
iörð Hiörleifs
Um þessar mundir stendur yfir
sýning á verkum Hjörleifs
Sigurðssonar í Listasafni Alþýðu.
Þarna eru málverk af hughrifum
en landslagið haft til hliðsjónar,
einhverjir ákveðnir staðir sem
heita eitthvað og eru bæði hér og
erlendis. Það má því finna þá á
landakortinu.
Hughrifastefnan hefur ævin-
lega verið rík í verkum Hjörleifs
Sigurðssonar, og það er ekki ýkja-
mikill munur á verkum hans núna
og sýningu hans fyrst í Ásmund-
arsal, líklega árið 1952, litirnir
hafa aðeins hjúpast örlítið meira
og orðið óvissari og draumkennd-
ari, en benda um leið að meiri list-
rænni vissu eða þroska, ef svo
mætti segja. Engu að síður hafa
þeir ekki skilið algerlega við
landslagið eða aðra fyrirmynd og
þeir bærast ekki í hughrifum ein-
um saman: þeir eru í eðli litanna.
Lögun litanna er ætíð sú að losná
algerlega við formið, en það getur
liturinn auðvitað ekki, vegna þess
að án forms er enginn litur.
Draumur litanna er engu að síður
fyrir hendi, þótt þeir viti að engin
leið er að draumurinn rætist.
En það er nú einu sinni ósk
listamannsins og verka hans að
íslenskir málarar og ljóðskáld í
umgengni sinni við liti í landslagi:
þeir eru notaðir til að milda lands-
lagið, líkt og ljóðskáldin og
málararnir verji sig gegn hörku
hins íslenska landslags og hverfi
inn á svið draumóra. Draum-
órarnir eru þó síður en svo haldnir
kvöl, þjáningu eða taumlausum
órum. Allt er tamið, áþekkt
minningu sem listamaðurinn
heldur þó örlítið frá sér. Loftslag-
ið hér kyndir undir varnaráráttu
okkar íslendinga.
En landslag Hjörleifs iðar þó
móti auga áhorfandans, það velt-
ur fram undan formum sem eru í
bakgrunni, gjarnan undan fjalli
sem er í lögun sem þríhyrningur.
Þarna veltist það í forgrunninum,
lífrænt: bylgjur, sveiflur, rendur.
Það rís upp úr sjálfu sér, sveiflast
til og hnígur að lokum aftur til
sjálfs sín. Þetta er Iandslag fórnað
landslagi, í galdri sem er magnað-
ur í því augnamiði að landslagið
kynnist visku sinni, visku litanna
og formanna.
Öll fjalla málverkin um vanda-
mál málverksins, á sama hátt og
skáldsaga sem tekur til meðferðar
vandamál skáldsögunnar.
hafa hið óskiljanlega og hið óger-
lega að einhverju leyti á valdi sínu.
Án slíkrar óskar væri engin æðri
list til, heldur aðeins heimilislist
og notagildisvörur.
Oft er myndlistin ljóðlistinni
fremri í ljóðlist, að minnsta kosti
er hægt að færa rök fyrir slíkri
skoðun ef borin er saman íslensk
ljóðlist og íslensk málverk. Og á
þetta einkum við um íslenska
ljóðlist sem fjallar um náttúruna.
íslensk Ijóðlist hefur það
kannski sér til afsökunar að litur
eða notkun lita kemur seint fram
í hérlendum Ijóðum, og reyndar í
sagnagerð líka: og þá helst sem
snöggir deplar: „og var hann í
blárri kápu“ Hughrif eða baksvið
eða litaskynjun eru þó hægt að
merkja í Sólarljóðum. En það er
ekki fyrr en með Jónasi Hall-
grímssyni sem liturinn berst inn í
ljóðlistina. En ég ætla ekki að
fjalla hér um það hvernig liturinn
er notaður í íslenskri ljóðlist, það
hef ég gert á öðrum stað.
Hjörleifur fer svipaða leið og
Þannig verklag getur Ieitt til
tvenns: listrænnar sjálfsfróunar
eða algerrar leitar frá sjálfu sér
inn á svið ósjálfráðrar skriftar.
Kristján Davíðsson er nú sá mál-
ari hérlendis sem mest hefur feng-
ist við að skrifa landslag með ó-
sjálfráðum hætti, einkum í
síðustu verkum sínum.
Hjörleifur leyfir sér ekki taum-
leysi — er taumleysið taumlaust?
hann er of agaður, menntaður í
skóla Gézanne og Munch. Á ein-
um stað í sýningunni stillir hann
saman hlið við hlið norsku og
íslensku Iandslagi, en hann notar
sömu litina í málverkunum þótt
litir íslensks landslags hljóti að
vera ólíkir litunum í norsku Iands-
lagi. En sá sem fjallar um liti
landslaganna beggja er sami
maðurinn og hann beitir listvilja
sínum, stefnu sinni, hvað sem
fyrirmyndin segir. Myndin sjálf,
málverkið, skiptir höfuðmáli.
En hvað varðar áhorfandann
um íhugun eða heilabrot um liti
og form? Áhorfandinn hugsar
mest um það að listamaðurinn
geti smitað hann með hughrifum
sínum, að málverkið sé einslags
spegill sem speglar anda lista-
mannsins og sendir auganu
spegilmynd hans.
Og víst er á sýningu Hjörleifs
nóg af speglum og bliki, þámað
loft og litir; spegillinn bylgjaður...
Sýning Hjörleifs Sigurðssonar í Listasafni alþýðu — landslagið velt-
ur fram undan formum sem eru í bakgrunni
SKYGGNST UNDIR SKELINA
— Ágúst Peter-
sen sýnir í
Listmuna-
húsinu
„Allt byrjaði þetta með því að
þegar ég var ekki nema fjórtán ára
gamall, og bjó þá í Vestmannaeyj-
um, þá pantaði stjúpi minn handa
mér olíuliti frá Frakklandi — eftir
príslista. Með litunum fylgdu nátt-
úrlega nokkrir penslar, túpur,
strigi, og þess háttar tilheyrandi, og
alla tíð síöan hef ég verið að mála“.
Það er Ágúst Petersen sem hefur
orðið. Ágúst mun á morgun, sem er
laugardagur, opna sýningu á mál-
verkum sínum í Listmunahúsinu í
Lækjargötunni, og gengur sýningin
undir nafninu Skyggnst undir skel-
ina. Hvers konar myndir skyldi
hann sýna?
„Þetta eru, skulum við segja,
portrett og mannamyndir", mælti
Ágúst Petersen aðspurður. „Þetta
er alls konar fólk, allt frá borg-
firskri bóndakonu og til þekktra
manna í þjóðfélaginu — bæði fyrr
og nú“.
Nýjar myndir eða þá gamlar?
„Allur gangur á því. Sumar
myndanna eru splúnkunýjar, mál-
aðar í fyrra eða jafnvel á þessu ári,
en aðrar eru allt frá árinu — sjáum
til; 1954“.
Sýning Ágústs mun opnast al-
ménningi klukkan tvö á morgun, en
hún verður síðan opin til og með 1.
maí. Hún er til sýnis á vanalegum
tímum Listmunahússins; á virkum
dögum frá 10 til 18, en um helgar
frá 14 til 18. Heimildarmenn Helg-
arpóstsins telja að sýning þessi
muni án nokkurs efa vekja tölu-
verða athygli. Geta má þess að
Skyggnst undir skelina er nítjánda
einkasýning Ágústs Petersen.
Þú lætur ekki deigan síga?
„Nei, ekki aldeilis; þvert á móti!
Ég vona einmitt að það sjáist af
þessari sýningu að ég læt engan bil-
bug á mér finna — ennþá — og ekki
útlit fyrir það á næstunni“.
KJOKVAKI*
Föstudagur
15. apríl
20.40 Á döfinni. Birna Hrólfsdóttir þreyt-
ist aldrei á aö benda okkur á mark-
veröustu atburöi listahelgarinnar.
Mér finnst þaö svo skemmtilegt.
20.50 Skonrokk. Ekki þreytist Þorgeir
okkar Ástvaldsson heldur á því aö
kynna okkur nýjustu menningar-
strauma að utan. Honum finnst þaö
svo skemmtilegt. Mér finnst þaö
stundum skemmtilegt líka.
21.20 Kastljós. Ólafur Sigurösson og
Ögmundur Jónasson sverja sig I
sömu ætt. Óþreytandi. Fréttalindir
óg fréttalund. Skemmtilegir þættir
og oft mjög góöir.
22.20 Játningin (L’aveu). Frönsk bíó-
mynd, árgerö 1970. Leikendur: Yves
Montand, Simóne Signoret,
Gabrielle Ferzetti. Leikstjóri: Costa
Gavras. Costa Gavres bregður sér
austur fyrir tjald og segir mönnum
þar til syndanna. Háttsettur maöur,
sem hefur þjónaö flokknum dyggi-
lega er skyndilega hneþþtur i varö-
hald og sakaður um hina verstu
glæpi, sem hann játar aö sjálf-
sögöu á sig. Sannsöguleg mynd og
frábærir leikarar. Góö skemmtun
fyrir menn hvar í flokki, sem þeir
standa
Laugardagur
16. apríl
15.00 Noröurlandskjördæmi vestra. -
Bein útsending frá umræöum allra
lista fulltrúa. Gáfulegt eöa hitt þó
heldur.
16.00 Noröurlandskjördæmi eystra. Hiö
sama og áöur. Nema hvaö nú hafa
menn fært sig um set. Alltaf jafn
gáfulegt.
17.00 Iþróttir. Má ég þá frekar biöja um
Bjarna Fel og knattspyrnuna.
18.25 Steini og Olli. Eöa þá þetta, þótt
ekki sé það par skemmtilegt.
18.45 Enska knattspyrnan. Alltaf batnar
þaö.
20.35 Þríggjamannavist. Nú lyftist brún-
in á Svenna.
21.00 Lík I óskilum (The Wrong Box). -
Bresk gamanmynd, árgerö 1979.
Leikendur: John Mills, Ralph
Richardson, Michael Caine, Peter
Sellers, Dudley Moore. Nanette
Newman. Leikstjóri: Bryan Forbes.
Algjör della en frábærlega skemm-
tileg samt. Rifrildi um árf á síðustu
öld og lik á ferðalagi. Frábærir
leikarar.
22.40. Suörænir samkvæmisdansar. -
Evrópukeppni áhugamanna. Rosa-
legt fjör, en samt dansar engin
tangóinn jafn vel og ég.
Sunnudagur
17. apríl
16.00 Vestfjaröakjördæmi. Kosninga-
skjálfti í beinni útsendingu.
17.00 Austurlandskjördæmi. Ennþá
meiri skjálfti.
18.00 Hugvekja. Ekki veitir nú af þessu
svona strax á eftir gáfutalinu.
18.10 Stundin okkar. Nú getum viö róaö
okkur niöur meö Ásu og Þorsteini
og börnunum okkar.
20.30 Sjónvarp næstu viku. Listir og
menningarmál. Úr aldingöröum
suöurlanda. SIB.
21.35 Ættaróðalið. Áfram meö oxford-
smjörið. Sumir segja aö þetta sé
skemmtilegt. Ég hef ekki horft á
þaö. Dallas er minn maöur.
22.30 Rostropovitsj-landflótta lista-
maöur. Hver bað hann um að flyja?
Nei annars, án alls gamans, þá er
hann frábær listamaður frá Sovét
og starfar vestanhafs. Leikur á selló
og stjórnar hljómsveit. Góöur maö-
ur og ég á eina plötu meö honum.
lÍTVAKI1
Föstudagur
15. apríl
9.05 Branda litla og villikettlrnir. Hún
losnar aldrei úr klóm þeirra. Kettir
eru köttum verstir.
11.05 Ég man þá tfö. Lög frá liðnum árum.
Ég man þá tiö er ég var ungur og
ferskur.
11.35 Frá Noröurlöndum. Borgþór segir
okkur frá frændgarðinum ( austur-
vegi.
14.30 Vegurlnn aö brúnni. Stefán Jóns-
son vissi hvað hann söng þegar
hann samdi þessa sögu. Allt er um-
flotið vatni, allt er á kafi.
16.40 Litli barnatiminn. Heiödís Norð-
fjörö frá Rúvak stjórnar fjöldasöng á
heimilunum.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg
Thoroddsen er alveg ódrepandi.
Hún stendur eins og klettur í vörn-
inni fyrir sjónarmið unga fólksins.
21.20 Svipast um á Suöurlandi. Jón R.
Hjálmarsson heldur áfram göngu
sinni meö malinn og stutta stafinn.
Eins og sumir.
23.00 Kvöldgestir. Jónas Jónasson er
óþrjótandi uppspretta mannlegs
fögnuðar.
01.10 Á næturvaktinni. Sigmar B. og Ása
J. er alltaf jafn hress, þegar viö hin
erum aöframkomin af svefnleysi.
Hvernig fer fólk að þessu?
Laugardagur
16. apríl
7.25 Leikfimi. Þaö er oröiö langt síðan
ég hef heyrt i henni Jónínu. Sjálfur
er ég farinn að safna istru.
9.30 Óskalög sjúklinga. Lóa Guðjóns
flýtir batanum. Hún gerir meira
gagn en miönætursólarolían marg-
fræga.
12.20 Fréttir og fleira. Þar á meðal
Hemmi og Beta og margir fleiri.
Margt fleira skemmtilegt.
15.10 í dægurlandi. Svavar Gests segir
okkur frá unglingsárum sinum og
foreldra okkar. Jafnvel okkar sjálfra.
Fer eftir þvi hversu gömul við erum.
16.40 íslenskt mál. Mörður Árnason
græjar perunni fyrir gamla settiö.
19.00 Kvöldfréttir. Þátturinn sem allir
hlusta á en enginn talar um.
Toppurinn.
19.35 Átali. Þátturinn sem allirtalaumog
allir hlusta á. Toppurinn á tekökunni
bomfaddira. Helga og Edda fara á
kostum. En hvar er hringborðsum-
ræðan?
20.30 Kvöldvaka. Dagbók, skór og ýmis-
legt gott.
23.00 Laugardagssyrpa. Þorgeir og Páll.
Fóstbræöurnir góðu.
Sunnudagur
17. arpíl
8.00 Morgunandakt. Robert Jack frá
Tjörn andar i takt aö morgni heilags
dagsins.
8.35 Morguntónleikar. Eldri tónlist i
flutningi góöra listamanna. Andleg-
ur morgunn í aösigi.
10.25 Út og suður. Friörik Páll er heitur
frá Paris. Skyldi hann segja okkur
eigin ævintýri?
11.00 Messa. Mööruvellir eru þaö heillin.
13.30 Frá liðinni viku. Páll Heiðar veiðir
menn og konur í fréttanetiö. Gott
net.
14.15 Spánskir dagar. Anna S. Þórisdótt-
ir og Margrét B. Andrésdóttir fara
meö okkur á vit spánskrar menn-
ingar og mannlifs. Hafi þær guðs-
blessun fyrir stúlkurnar. Andlegur
ylur í nepjunni.
16.20 Þankar um Erasmus frá Rotter-
dam og áhrif hans. Spámaðurinn
mikli i frásögn séra Heimis Steins-
sonar. Fyrri hluti. Spennandi.
18.00 Þegar ég barðist við bjarndýrið. -
íslensk raupsaga eftir Braga Mag-
nússon.
23.00 Kvöldstrengir. Helga Alice dösunt
livv her eni mor Jóhanns segir
okkur lagasögur.