Helgarpósturinn - 15.04.1983, Side 12

Helgarpósturinn - 15.04.1983, Side 12
Föstudagur 15. apríl 1983 JpSsturinn 12 Helgarpóstsviðtalið: Fyrir rétt rúmlegaþrjátíu árum síðan var ungur drengur að hefja nám við Menntaskólann í Reykjavík. Hann lagði meðal annars stund á stærðfræði, sem honum þótti gaman; námsefnið þarna fyrst í stað var rúmfræði, sem honum þótti alveg sérstaklega gaman. Hann hafði meira að segja hugsað sér að fara síðar meir út íframhaldsnám tengt einhvers konar stærðfræði ellegar verkfræði. Það var bara einn galli á gjöf Njarðar; drengurinn gat ekki með nokkru móti útvegað sérsirkil. Sirkl- ar voru þá illfáanlegir í henni Reykjavík, og drengnum okkar tókst ekki að verða sér úti um slíkt tól fyrr en langt var liðið á þennan fyrsta vetur hans við Menntaskólann. En rúmfræði án sirkils er rétt eins og stjörnu- fræði án sjónauka, og það fór ekki hjá því að áhugi piltsins á stœrð- fræðinni dofnaði allmjög meðan hann gat ekki fylgst með af alvöru. A nnað kom ístaðinn eins og gengur, og sirkill undir vorið megnaði ekki að vekja áhugann á ný. Öll áform um stærðfrœði- eða verkfræðinám voru lögð á hilluna, ogþegar fram liðu stundir útskrifaðist margnefnd- ur drengur úr lögfræðideild Háskóla Islands. Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur, hefur á síðustu árum m.a. orðið kunnur fyrir að verja Gervasoni, en hann hefur svo sem komið víðar við. Hann situr áskrif- stofu sinni í Austurstræti innan um lagasöfn, hæstaréttardóma, upp- sláttarbœkur og skáldsögur á stangli. Hæglátur maður en ákveðinn; snyrtilegur og skýr. — Mig langar að hefja þetta samtal á fjarska hefðbundinn hátt. Mér er sagt að þú sért af töluvert merkum ættum. „Ég er nú kannski ekki eins vel að mér og skyldi í ættfræði", ansar hann. „En ég er af bændaættum, eins og allir íslendingar. Föð- urætt mín í beinan karllegg kemur úr Eyja- firði og staðnæmist, að því er mér er sagt, við enskan skipbrotsmann, Engarius að nafni sem þar lenti á 16. öld. Bak við það er einhver saga sem ég kann ekki nógu góð skil á. Móð- urætt mín kemur úr Þingeyjarsýslu — það er Gautlandsfólkið. Móðir mín fæddist á ísa- firði, og raunar er ég einnig af sjómönnum úr Djúpinu; föðuramma mín var þaðan. Afi minn fluttist hins vegar til Reykjavíkur fyrir nærri hundrað árum — Friðfinnur Guðjóns- son, prentari og leikari — svo ég á mér ali- langa sögu hér í höfuðstaðnum“. Hernámið og eignir hersins varst að alast hér upp? „Ja, það sem ég man hvað best úr minni barnæsku er hernámið 10. maí 1940, en þá var ég fimm ára. Ég man afar vel eftir þeim degi, enda hafði það að sjálfsögðu aldrei gerst áður að hermenn með alvæpni þrömmuðu um hverfið heima, en ég bjó þá á Stýrimannastíg. Ég minnist þess að ég stóð á horninu á Ránar- götu og Ægisgötu og fylgdist með hermönn- unum marséra í átt að þýska sendiráðinu". — Varstu hræddur? „Hræddur? Nei, það held ég ekki. Mér þótti þetta allt saman bara mjög spennandi og merkilegt. Seinna hafði ég auðvitað ýmis sam- skipti við herinn, eins og aðrir strákar í Vest- urbænum, ekki síst eftir að við fluttum á Hringbrautina, þar sem voru herskálar í ná- grenninu. Við strákarnir kynntumst mörgum hermönnum, vorum að þvælast á bannsvæð- um og þar fram eftir götunum. Við bárum satt að segja fremur takmarkaða virðingu fyr- ir eignum hersins; það var eins og þær nytu lít- illar lagaverndar. Sjálfsagt þótti að taka til handargagns hvaðeina sem herinn átti, og ég byggði mér til dæmis mikinn kofa úr timbri frá hernámsliðinu. Hermennirnir komu svo og rifu hann undir eins og þeir uppgötvuðu hvers kyns var“. — Þú hefur sem sé ekki verið mjög lagalega sinnaður á þessum árum? „Nei“, og brosir. „Áhuginn á lögfræðinni vaknaði mjög seint, og ef ég hefði fengið sirkil á réttum tíma er alveg eins líklegt að ég væri nú verkfræðingur eða eitthvað í þá áttina. Að minnsta kosti hætti ég við að fara í stærð- fræðideild í Menntaskólanum, eins og ég hafði ætlað en tók máladeildina í staðinn". — Á hverju hafðirðu þá fengið áhuga? „Það var nú sitt af hverju; má líklega flokka það flest allt undir húmanísk fræði. Ég lít svo á að ár mín í Menntaskólanum í Reykjavík hafi verið ákaflega góðúr tími. Þetta eru þau ár þegar venjulegur ungur maður nýtur sín hvað best, og ég var svo heppinn að hafa góða sumarvinnu svo ég gat sinnt áhugamálum mínum af talsverðum krafti á veturna. Það var nefnilega ekki aðeins skólanámið sem ég hafði gagn af, heldur viðaði maður að sér alls konar fróðleik, velti fyrir sér tilverunni og í- hugaði stórar spurningar um tilgang og mark- mið lífsins. Svo var mikið lesið; ég var á kafi í bókmenntum". — Hverjum helst? „Ja, ætli Steinn Steinarr hafi ekki verið sá sem unga fólkið leit mest til á þessum árum; hann var afar dularfullt og heillandi skáld í augum unglinganna“. Ætlaði að ganga í Heimdall — Hvað tókstu þér svo fyrir hendur eftir stúdentspróf? Var það lögfræðin? „Nei, ekki strax. Ég vissi eiginlega ekki hvað ég vildi fara út í að læra; hafði helst hug á mannfræði eða sögu eða félagsfræði, en þar sem mér tókst ekki að komast að niðurstöðu ákvað ég að fara til Spánar. Ég sótti um hríð tíma í háskólanum í Madrid, en flæktist ann- ars víða um landið og til Norður-Afríku; lengst af bjó ég í litlu fiskiþorpi á suðurströnd Spánar“. — Þetta hefur verið á tíma Francos. „Já. Franco hafði reyndar neyðst til að slaka aðeins á tökum sínum á spönsku þjóð- lífi um þetta leyti; þennan vetur var til að mynda hægt að kaupa verk Federico Garcia Lorca í suður-amerískum útgáfum, og einnig fleiri bækur sem áður höfðu verið bannaðar. Tímarit á borð við Time voru yfirleitt fáanleg; bönnuð þó í þau skipti þegar þau fluttu efni um Spán. Þetta aukna frelsi var afleiðing þess að bandaríski herinn hafði fengið aðstöðu á Spáni, en það opnaði landið töluvert“. — Var mikið talað um pólitík? „Nei, alls ekki. Pólitík var bannorð; aftur á móti var mikið rætt um fótbolta, og mest selda tímaritið, Markið svokallað, fjallaði eingöngu um þessa þjóðaríþrótt Spánverja. Þó voru ýmsar hræringar í landinu, sér í lagi meðal laganema í Madrid, en þeir voru hand- teknir í stórum hópum fyrir andstöðu gegn stjórninni, og sakaðir um að vera kommúnist- ar og fjarstýrðir frá París og Moskvu. Það var reyndar fjarri öllum sanni. íslendingur sem var meðal þeirra handteknu — Guðjón Jó- hannesson læknir frá Kleifum — hefur sagt frá því að stúdentarnir hafi allir verið borgara- legrar ættar og engin tengsl haft við kommún- ista; þeir voru bara farnir að hugsa upp á nýtt. Guðjón átti reyndar yfir höfði sér níu ára fangelsi fyrir að tala illa um Franco á veitinga- húsi, minnir mig, en hann var sýknaður". — Varst þú í einhverjum pólitískum kreðs- um á Spáni? „Nei. Kom ekki nálægt slíku“. — Þó ertu talinn maður róttækur í skoðun- um. „Jú, jú ég hallaðist að vísu snemma í þá átt. Ég var mjög ungur þegar ég fékk áhuga á stjórnmálum og beið í ofvæni eftir að verða nógu gamall til að geta gengið í Heimdall! Aldursmarkið var 14 ár. Með aldrinum náði ég slíkum þroska að þegar þeim aldri var náð vár ég farinn að líta í aðrar áttir“. Brosir dálít- ið. — Og áfram með smjörið. Varstu lengi á Spáni? „Ekki nema þennan eina vetur; ég hafði ekki efni á að vera lengur úti. Ég hafði ákveð- ið að læra eitthvað sem væri tengt manninum og samfélagi hans, og næsta haust settist ég í háskólann hér og fór að lesa lög. Ég hafði fræðst nokkuð um laganám af Jóni Arnalds, sem hafði heimsótt mig til Madrid veturinn áður, og ég vissi því nokkurn veginn að hverju ég gekk. Það leið heldur ekki á löngu þar til ég fékk mikinn áhuga á námsefninu; strax fyrsta árið var mér farið að þykja mjög gam- an. Ég gat að vísu ekki sótt tíma nema óreglu- lega, því ég þurfti að vinna fyrir mér, en ég pældi mikið í lögfræðibókum og notaði tím- ann býsna vel. Þá var enn við lýði í háskólan- um svonefnt akademískt frelsi.." „Ver aldrei glœpinn heldur manninncc nám heldur þurrlegt stagl? „Þvert á móti. Það sem mér fannst forvitni- legast, og finnst raunar enn, var gagnverkunin milli þjóðfélagsins annars vegar og réttar- reglnanna hins vegar. Sem sé, hvernig þjóð- félagið hefur áhrif á lögin, og ekki síður hvernig hafa má áhrif á hegðun manna með löggjöf. Það er hægt — það fer ekki milli mála. Ég get nefnt dæmi að löggjöf um skóla- mál og um atvinnumál hlýtur að hafa áhrif á hegðun manna, en aftur á móti er óljóst hvernig refsilöggjöfin verkar. Ef hún gengur í bága við það sem almenningi finnst vera rétt er að minnsta kosti hætt við að það taki lang- an tíma að sveigja hann undir lögin, og það tekst ekki alltaf". — En er ástæða til þess? „Já, það er augljóst að stundum verður að hafa áhrif á breytni manna með löggjöf. Ég nefni bara lög sem hamla gegn notkun eitur- lyfja“. — Átt þú þér eitthvert sérsvið í lögfræð- inni? „Ja, sem starfandi lögmaður í litlu þjóð- félagi eins og þessu á ég þess ekki kost að sér- hæfa mig verulega; eins og aðrir þarf ég að vera tilbúinn til að taka að mér hin ólíklegustu mál. Hins vegar kann ég auðvitað meira á sumum sviðum en öðrum; höfundarréttur, vátryggingaréttur og sjóréttur eru meðal á- hugasviða minna“. — Er það kostur eða ókostur hversu sér- hæfing lögmanna er lítil hér á landi? „Bæði og, held ég. Það liggur í augum uppi að það er slæmt að hafa ekki aðstöðu til að kynna sér tiltekið svið löggjafarinnar ofan í kjölinn. Á hinn bóginn hef ég orðið var við að íslenskir lögmenn eiga betra með að tengja ráðgjöf sína um allt umhverfið heldur en starfsbræður okkar í öðrum löndum, Ef ég tek til dæmis að mér að semja um útflutning einhverrar vöru, þá er ekkert mál fyrir mig að annast allt í senn; samninga um sölu, flutn- inga, vátryggingar og fleira, en lögmaður kaupenda er kannski sérfræðingur í verslun- arrétti og verður að leita til annarra lögmanna um öll önnur svið málsins". — Eitt er það sem ég hef stundum velt fyrir mér. Þegar þú ert verjandi í opinberu máli, verðurðu þá að trúa statt og stöðugt á málstað skjólstæðingsins, á sakleysi hans? Eða nægir þér að finna lagakróka honum til stuðnings? „Ég hef engan áhuga á sekt eða sakleysi. Ég ver aldrei glæpinn; ég ver manninn. Hlutverk verjanda er að sjá um að skjólstæðingurinn njóti allra þeirra réttinda sem lög gera ráð fyrir, og hann hefur í raun enga skoðun á mál- inu sjálfu. Verjandinn á í höggi við ofurvald ákæruvaldsins, hann vinnur út frá skýrslum lögreglunnar, og númer eitt hjá honum er að passa upp á að enginn verði dæmdur nema sekt hans sé sönnuð. Sé viðkomandi sekur, þá að refsing hans verði hæfileg. í augum verj- anda merkir það auðvitað að hún verði sem lægst, og því er allt það dregið fram sem verða má hinum ákærða til refsilækkunar. Appa- ratið, það er að segja ákæruvaldið, sér nokk um sína hlið málsins“. Gervasoni-málið — Hvernig er ástandið í þessum málum hér? Búa íslendingar við réttaröryggi? „Ég vil nú fyrst taka það fram að ég er enginn sérfræðingur í opinberum málum; tek einungis að mér eitt og eitt sakamál. Hins veg- ar held ég að ástandið hafi batnað töluvert, síðan til dæmis ég var að byrja, og það sé nú í allgóðu horfi“. — Þú hefur haft allmikil afskipti af málum flóttamanna sem til íslands hafa komið, er það ekki rétt? „Jú, það má líklega segja það. Þar eru nokkur mál varðandi svokallaða pólitíska tlóttamenn, einkum frá Austur-Evrópu og Asíu, en þar eð þau hafa fæst orðið opinber tel ég ekki rétt að fjölyrða um þau hér“. — Gervason-málið varð þó rækilega opin- bert. Hvað gerðist þar, að þínu mati? „Það sem gerðist var að embættismenn mátu mikilvægi þessa máls ekki rétt, að mín- um dómi. Þeir gerðu ráðherra því ekki nægjanlega skýra grein fyrir þýðingu þess, og þess vegna fór sem fór“. — En hver var þýðing þess? „Engin önnur en sú að íslenska ríkið er aðili að ýmsum mannréttindasáttmálum, þar sem meðal annars er kveðið á um réttindi flótta- manna. Við eigum ekki að koma nálægt þess- um sáttmálum ef við getum ekki sýnt í verki að við viljum leggja eitthvað á okkur, og jafn- vel fórna einhverju, til að standa við grund- vallarreglur þeirra“. — Kom niðurstaða málsins þér á óvart; að Patrick Gervasoni skyldi á endanum rekinn úr landi? „Nei. Upphaflegt mat var rangt, þetta var talið rútínumál sem enga verulega þýðingu hefði, og stjórnvöld áttu erfitt með að snúa við blaðinu. Kerfið hefur alltaf tilhneigingu til að verja gerðir sínar fram í rauðan dauðann. Það sem aftur á móti kom mér dálítið á óvart var að ákvörðun stjórnvalda reyndist hafa hljómgrunn meðal almennings í landinu, sem aftur auðveldaði kerfinu að standa fast á sínu. Þarna kom enn í Ijós að íslendingar eru hræddir við allt það sem getur kallast óvenju- legt eða óvænt. Til mótvægis get ég nefnt mál Asíubúa sem lögregluyfirvöld ákváðu að vísa úr landi með sólarhrings fyrirvara. Ég hafði afskipti af þessu máli en gat engu breytt. Þá kom Ólafur Jóhannesson, þáverandi dóms- málaráðherra, til skjalanna og með djarf- mannlegri ákvörðun hnekkti hann úrskurði embættismannakerfisins. Maðurinn er hér enn og honum vegnar ágætlega“. — Þegar þú stússar í svona málum, er lög- mennskan þá orðin eins konar hugsjónastarf? Ég þykist hafa sannfrétt að þú takir ekki greiðslur fyrir. „Hugsjónastarf er ekki rétt orð. Við lög- menn höfum réttindi, en við höfum lika skyldur; bæði að lögum og siðferðislegar skyldur. Okkar „fullkomna“ félagskerfi býð- ur ekki upp á að menn fái lagalega ráðgjöf nema þeir geti borgað fyrir hana fullu verði, og geti menn það alls ekki teljum við lögmenn okkur skylt að aðstoða þá án verulegs endur- gjalds. Hins vegar eru það ótrúlega margir sem vel geta borgað fyrir sérfræðiþjónustu okkar, sem finnst næstum sjálfsagt að fá ó- keypis ráðgjöf. Engum dettur í hug að leita til tannlæknis eða arkitekts og vilja síðan ekki borga þeim, en með okkur gegnir öðru máli. Þetta á sér að vísu sögulegar skýringar". Auðugt ímyndunarafl — Má ég spyrja hvar er á vegi statt annað mál sem vakti mikla athygli á sínum tíma og þú ert viðriðinn; nefnilega ákærur á hendur með- limum hljómsveitarinnar Bruna BB fyrir hænsnadráp? „Já, ég var skipaður verjandi þeirra og hafði ekkert á móti því; ég ver mennina, eins og ég sagði áðan, ekki það sem þeir gera. Málið er enn í rannsókn, en ég lít svo á það snúist um spurninguna um tjáningarfrelsi, um rétt manna til að koma hugsunum sínum og til- finningum á framfæri“. — Þú sem lögmaður hlýtur að hafa séð betur en margir aðrir ýmsar skuggahliðar á okkar þjóðfélagi. Er mikið að? „Jú, vissulega er mikið að og skuggahlið- arnar eru of margar, en þó held ég að björtu hliðarnar séu sem betur fer langtum fleiri“. — Þér hefur aldrei dottið í hug að fara út í pólitík til að breyta því sem þér finnst að mætti breyta? „Nei, mig hefur aldrei langað til að fara þá leiðina og ég yrði sennilega ekki góður flokks- maður. Það má ekki gleyma þvi að það hafa margir fleiri en stjórnmálamenn áhrif á þjóð- félagið; til dæmis sú stétt sem þú tilheyrir. Lögmenn geta haft margvísleg áhrif; til að mynda með því að koma auga á mál sem rétt

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.