Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 21
ORIGINAL KÚPLINGSDISKAR, KÚPLINGSPRESSUR, KÚPLINGS LEGUR, KÚPLINGSBARKAR OG HJÖRULIÐSKROSSAR. BORGXWARNER BORG&BEGK ,rr, , -4, ( r , .* . Fo'studagúf 15. aprtl .1983 „Þetta er alveg sérstaklega gott fyrir barnafólk“, sagði Guðmundur Jóna- son, sem ásamt konu sinni Sigrúnu Sigvaldadóttur og tveimur börnum, Margréti Rún og Antoni Þorvari, voru í sumarhúsi í Hollandi núna um páskana. ,,Það er haegt að sleppa börnunum algjörlega lausum án þess- að hafa af þeim nokkrar áhyggjur, það er meira en nóg fyrir þau að gera“, sagði hann. Guðmundur sagði húsin mjög góð, og vel staðsett. „Vegalengdir eru það stuttar þarna að það tekur enga stund að skjótast til Amsterdam og fleiri borga, og vegir eru svo vel merktir að ég átti auðveldara með að rata í miðborg Amsterdam en í Kópavoginum, og hef ég þó nánast aldrei ekið erlendis áður“. En Guðmundur sagði að það þyrfti svo sem ekki mikið að sækja útfyrir sumarhúsahverfið. „Þarna er nánast öll þjónusta við hendina, verslanir, veit- ingastaðir, sundlaugar, leikvellir, golf- brautir, leiktækjasalir og fleira og fleira þannig að engum ætti að þurfa að leið- ast“, sagði Guðmundur. skrifstofunni Olympo sagði þessar ferðir hafa verið mjög vinsælar í vetur og vor. „Það er gjarnan farið á fimmtudögum og komið aftur á mánudögum eða þriðjudögum, þannig að fólk missir fáa daga úr vinnu“, sagði hann. Steinn Lárusson sagði hliðstæðar ferðir hafa verið farnar um nokkurt skeið t.d. til London, „En þá þekktist ekki að fara í minna en viku“, bætti hann við. Og Helgi Jóhannes- son hjá Samvinnuferðum — Landsýn benti líka á að nú notaði fólk þessar ferðir allt öðru- vísi en áður fyrr. „Þessar ferðir voru nær ein- göngu verslunarferðir. Fólk fór út með tómar töskur og kom með þær troðnar eftir viku göngu upp og niður verslunargöturnar. En nú þekkist það varla orðið. Þar kemur náttúru- lega verðlag við sögu, en einnig hugsunarhátt- ur fólksins, sem nú virðist leggja mest uppúr skemmtunum og afþreyingu allskonar. Fólk fer í þessar ferðir til að hressa sig við og skemmta sér“, sagði Helgi. Vetrarferðir Þessar pakkaferðir hafa einkum verið aug- lýstar á vetrum á „dauðu“ tímunum svoköll- uðu, og þær hafa valdið því að nú ferðast orð- ið hlutfallslega fleiri íslendingar til útlanda á vetrum en áður. „Fólk virðist í auknum mæli geyma sér viku af sumarfríinu, og fer þá jafn- vel í tvær stuttar ferðir í stað einnar langrar áður“, sagði Steinn Lárusson. Þá hafa bæst við vetrartraffíkina skíðaferð- ir í Alpabrekkur í leiguflugi. Á undanförnum árum hefur reyndar alltaf verið boðið uppá ferðir til Sviss, Austurríkis og Þýskalands en þær verið látnar falla inní áætlunarflug. í vet- ur var farið að bjóða leiguflug og það gafst vel, þannig að ásóknin jókst eitthvað. Sólarlandaferðir á vetrum hafa alveg haldið sér. Örlítil aukning hefur verið til Kanaríeyja, einkum kannski vegna nýs ferðamöguleika í gegnum Evrópu. Florida hefur hinsvegar að- eins misst umferð enda hefur dollarinn hækk- að mjög, eins og menn vita, og verðlag því orðið nokkuð óhagstæðara en það var. Verðlag að öðru leyti hefur haldist í horf- inu. Að sögn Steins Lárussonar er verðlag al- mennt um 65 til 70 prósent hærra en í fyrra, og það er í nokkru samræmi við verðbólguna. Gisting á Spáni hefur hækkað í pesetum, en hann er sem kunnugt er fremur veikur gjald- miðill, og því er hækkunin fyrir íslendinga ekki svo ýkjamikil þegar allt kemur til alls. Sama gildir um Ítalíu og hina veikgeðja líru þeirra. Allan kostnað við flug greiða ferða- skrifstofurnar aftur á móti í dollurum og það er dýrt. Að senda eina flugvél til Spánar og til baka kostar t.d. um 700 þúsund dollara. Norðlægari slóðir Vinsældir pakkaferða og sumarhúsahóp- ferða hafa leitt til þessa að nú er að verða nokkur breyting á ferðaheiminum. Ekki eru allir sammála um hversu mikil sú breyting er. Steinn Lárusson, sem jafnframt því að vera formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa, er forstjóri Úrvals sagði: „Það hefur orðið veru- leg tilfærsla frá sólarlandaferðum yfir í hóp- ferðir í sumarhús og pakkaferðir þar sem fólk ferðast frjálst um Evrópu". Böðvar Valgeirs- son í Atlantic sagði sólarlandaferðirnar alltaf standa fyrir sínu. „En núna ber þessi starf- semi þess greinileg merki að nýir valkostir hafa bæst við“, sagði hann, og átti einkum við bílferjuna Eddu og sumarhúsin sem grimmt eru auglýst á meginlandinu. Helgi Jóhannes- son í Samvinnuferðum taldi augljóst að veru- leg breyting væri að eiga sér stað í ferðamálum þjóðarinnar. „Við seldum tvö þúsund manns ferðir í sumarbústaði í Hollandi á 10 dögum og það gefur vísbendingu um að fólk vill fara talsverðar aðrar leiðir en áður“. Ingólfur Guð- brandsson í Útsýn taidi hinsvegar skýringuna á þessari hreyfingu vera öðru fremur þá að á- sókn erlendra ferðaskrifstofa í sólarlönd — á meðan stór hluti þeirra sem fara í sólar- landaferðir skilja börnin eftir heima. Aukinn ,,ferðaþroski“ An..að sem ferðaskrifstofufólk bendir á er að íslenskir ferðamenn séu að „þroskast" verulega frá því sem verið hefur. Ekki aðeins að fólk sé orðið vanara ferðalögum og kunni betur að bjarga sér í útlöndum en áður, heldur einnig að drykkjuskapurinn margfrægi heyrir nú nánast sögunni til. „Hér áður var ekki óal- gengt að farþegar yltu margir hverjir ofurölvi útúr flugvélunum en nú heyrir það til algjörra undantekninga", sagði Helgi Jóhannesson hjá Samvinnuferðum — Landsýn. Af öllu þessu er Ijóst að talsverðar breyting- ar eru að verða í íslenskum ferðaheimi. Mögu- leikar íslendinga í ferðahugleiðingum verða sífellt fleiri og fleiri. „Okkur líkar svo vel þarna, það er ein- falt, sagði hann, þegar Helgarpósturinn spurði hversvegna þau færu alltaf á sama staðinn. „ Ströndin er góð, öll þjónusta frábær og læknisþjónusta og annað slíkt sem eldra fólk þarf að hugsa um er mjög gott“, sagði Kristján. Þau hjónin hafa áður ferðast víða, og geta því dæmt af eigin reynslu. En hvað gera þau svo þarna á sama staðnum ár eftir ár? Spán, Ítalíu, Grikkland og Portúgal hafa auk- ist svo mjög að mjög erfitt væri fyrir íslensk fyrirtæki að komast að. „Aðrar ferðaskrif- stofur en Útsýn hafa ekki komist í góða að- stöðu á þessurn stöðum, þær hafa gefist upp og grípa því til þess ráðs að auglýsa upp sum- arhús í Norður—Evrópu. Það er enginn vandi að fá aðstöðu þar, vegna þess að fólkið sem á þessi hús — fólkið sem býr í þessum löndum, það sækir annað. Það kemur ekkert í staðinn fyrir sólarlandaferðirnar, og ég hef ekki trú á öðru en að þetta sé bóla sem hjaðni þegar fólk hefur kynnst því hvað þetta er“, sagði Ingólf- ur. Hin aukna ásókn í sumarhús og í pakka- ferðirnar svokölluðu, sem að nokkru leyti byggjast á því að fólk hefur bíl til umráða, hefur leitt til þess að dómi flestra að fjölskyld- ur eru t.d. undantekningalítið fjölskyldufólk, Kristján Einarsson og kona hans Ragnheiður Þórólfsdóttir hafa farið sjö sinnum til Lígnanó á síðustu átta árum og eru á leiðinni í áttundu ferð- ina í sumar. „Við höfum verið í Lígnanó í þrjár til sex vikur í hvert sinn og aldrei hefur okkur leiðst. Ströndin er mjög falleg þarna, og ég geng mikið með henni. Konan.er meira fyrir sólböð en ég og þarna vantar ekki sólina. Svo stundum við sjóinn mikið“, sagði Kristján. hafi farið utan fyrst. Mestur var fjöldinn í júlí 11.860, en minnstur í febrúar og nóvember, um tvö þúsund í hvorum mánuði. Þessi tala var áður.hæst árið 1978, því þá fóru rúmlega 80 þúsund manns til útlanda, en 1981 ekki nema 77.827. Þessi fjölgun farþega í fyrra kemur ekki al- veg heim og saman við það sem ferðaskrif- stofumennirnir sögðu um minnkandi pen- ingaeign ferðamannanna. Og þó. Skýringin á þessum aukna fjölda felst nefnilega í styttri ferðum. Pakkar í lok ársins 1981 fara að verða áberandi svo- kallaðir ferðapakkar, þar sem boðið er uppá flug og bíl í nokkra daga. Þessar ferðir öðluð- ust verulegar vinsældir og eru öðru fremur taldar ástæðan fyrir þeirri fjölgun í utan- landsferðum sem tölurnar segja til um. Þessar ferðir hafa einkum verið til borga sem Flugfél- ögin tvö fljúga á, eins og Amsterdam, Luxem- borg, London, Kaupmannahöfn og einnig hefur verið eitthvað um pakkaferðir til New York og reyndar flestra borga á vetraráætlun félaganna. Kristján Guðlaugsson hjá Ferða- Þangað föru landsmenn 1982 Eftirfarandi listi er settur saman úr þeim tölum sem Flugleiðir og Arnar- flug gáfu Helgarpóstinum upp, þegar spurt var um fjölda farþega árið 1982 til ýmissa landa. Eina leiðin til að komast nærri einhverj- um raunveruleika í þessu sambandi er að birta fjölda þeirra farseðla sem seldir eru á fslandi. Það eru þær tölur sem hér birt- ast. Auðvitað eru þær því ekki nákvæmar, því alltaf kaupir eitthvað af útlendingum sér farseðla hér. Það er þó hverfandi. Einn- ig kaupa augljóslega margir íslendingar farseðla erlendis. Einnig er rétt að benda á að í sumum tilfellum segja þær ekki alla söguna. Til dæmis er ólíklegt að allur þessi fjöldi sem flýgur til Luxemborgar haldi kyrru fyrir þar. Tölurnar ættu þó að gefa nokkra mynd af því hvert íslendingar fara þegar þeir fljúga til útlanda. Tölurnar eru lagðar saman, og eiga bæði við leiguflug og áætlunarflug. Danmörk 16.300 Noregur 4.000 Svíþjóð 1.500 Finnland 150 Luxemburg 5.500 Sviss ' 800 Holland 3.000 Þýskaland 850 Austurríki 130 Frakkland 380 Spánn 9.900 ítalia 4.500 Grikkland 400 London 8.500 Glasgow 1.600 íraland 450 New York 5.600 Chicago 1.100 Kanada 1.000

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.