Helgarpósturinn - 29.04.1983, Page 15
15
Föstudagur 29, apríl 1983
það hvort Kjartan Ólafsson kæmist
inn eða ekki — en eins og menn
muna vantaði hann aðeins tíu at-
kvæði til að ná kjöri í kosningunum
1978....
5. maí næstkomandi verður
/"J síðar minnst í sögunni sem
S merkilegs dags. Þá ætlar
Guðlaugur Ottarsson gítarleikari
úr Þeysurum að opna hljómplötu-
stúdíó ásamt fleiri mönnum, og
verður húsnæðið jafnframt notað
sem rannsóknarstöð í Reichískum
fræðum. Sama dag ætlar Gunnar
Vilhelmsson ljósmyndari að opna
ljósmyndastúdíóið Kím, en fyrir
nokkrum árum gaf Gunnar út sam-
nefnt tímarit....
borg. Strax á eftir leika svo Grýl-
urnar í Höfn. Þá hefur danskt
hljómplötufyrirtæki sýnt áhuga á
að gefa út plötu með tónlistinni úr
Rokk í Reykjavík og vinsælasti
rokkþáttur danska útvarpsins
Rocknyt hefur leikið íslenskt rokk
undanfarið. Þar var m.a. viðtal um
daginn við rokkkónginn Bubba....
Díslenskar kvikmyndir gera
það líka gott erlendis einsog
margoft hefur komið fram
hér í blaðinu. Þó hefur hróður
þeirra trúlega aldrei borist jafn
langt og nú. Tveimur íslenskum
kvikmyndaleikstjórum, Ágúst
Guðmundssyni og Hrafni Gunn-
laugssyni hefur nefnilega verið
boðið alla leið til Kína á alþjóðlega
kvikmyndahátíð sem þar verður
haldin í október. Hátíð þessi sem
haldin verður í þremur stærstu
borgum Kína hefur falast eftir sýn-
ingum á Útlaganum og Okkar á
milli....
Stundarfriður Guðmundar
f J Steinssonar verður frum
S sýndur í Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi um næstu helgi. í
Kaupmannahöfn verður verkið
sýnt í Konunglega Ieikhúsinu á ný-
legu sviði, sem kennt er við Grá-
bræðurna. Danir tefla fram góðum
leikurum í uppfærslu sinni og má
þar nefna Karin Nellemose sem
leikur ömmuna,og piltinn sem lék
á móti Lilju Þórisdóttur í Hildi.
Hann leikur soninn. Frumsýningin
verður 6. mai. Daginn eftir verður
leikritið síðan frumsýnt á litla sviði
Dramaten leikhússins í Stokkhólmi
undir stjórn Staffan Roos, sem hef-
ur starfað þar lengi. Þar eru einnig
stórleikarar á ferðinni. Hin þekkta
kvikmyndaleikkona Harriet And-
erson fer með hlutverk móðurinnar,
Svend Lindberg leikur föðurinn og
ömmuna leikur Sif Ruud. Hún er
kosningaskrifstofunnar á Egils-
stöðum dauðaleit að kjósanda sem
vitað var að ekki kæmist á kjörstað
fyrir austan. Eftir margar símhring-
ingar tókst að hafa upp á honum og
svo vildi til, að flugvél hafði verið
pöntuð frá Reykjavík til að flytja
tvö utankjörfundaratkvæði austur,
og komst kjósandinn með henni á
kjörstað í tæka tíð. Ekki tókst eins
vel til hjá Vestfirðingum. Þar vestra
hafði verið pöntuð flugvél frá
Reykjavík með þrjú utankjörfund-
aratkvæði, og hún lenti á ísafirði
þegar klukkuna vantaði fimm mín-
útur í ellefu. Tvær mínútur yfir ell-
efu bönkuðu þeir uppá á kjörstað,
en þegar ekki var opnað með það
sama hurfu þeir frá og skiluðu at-
kvæðunum á kosningaskrifstofu
G-listans. Þaðan var farið með at-
kvæðin í skyndi á kjörstað, en þá
var klukkan orðin of margt og yfir-
kjörstjórn taldi ekki fært að taka
við þeim. En Vestfirðingar gátu
huggað sig við það eftir að úrslit í
kosningunum voru kunn, að þessi
þrjú atkvæði réðu ekki úrslitum um
Áhrifa mýndbandanna gætir
víða. Við heyrum, að norður
’ á Ólafsfirði hafi menn óskað
eftir því við Alþýðusamband ís-
lands, að þeir fengju Óskar Vig-
fússon, forseta Sjómannasam-
bandsins,til að flytja ræðu á mynd-
band. Myndbandið átti síðan að
spila í myndbandakerfi þeirra
Ólafsfirðinga fyrsta maí, og var
reiknað með því, að um þúsund
manns myndu hlýða á ræðu for-
setans, samkvæmt reynslunni af
myndbandavenjum Ólafsfirðinga.
Það eru margfalt fleiri en bjartsýn-
ustu verkalýðsleiðtogar geta 'eikn-
að með að sæktu fund á hátíðisdegi
verkalýðsins þar í bæ hefði Óskar
komið norður í eigin persónu....
gömul prímadonna þeirra sænskra
og hefur m.a. leikið nokkuð í sjón-
varpi, m.a. lék hún í sjónvarpsleik-
riti, sem nýlega var sýnt hér og sagði
frá gamalli konu, sem fór til
Ameríku. Guðmundur Steinsson
hefur dvalið í Danmörku að undan-
förnu og hefur hann fylgst með
gangi mála á báðum stöðum og er
að sögn ánægður...
r'l Úr blaðaheiminum á Akur-
/1 eyri heyrum við, að Gísli
S < Sigurgeirsson blaðamaður
DV fyrir norðan muni innan
skamms koma sér fyrir á ritstjórn-
arskrifstofum Dags, þar sem hann á
að taka að sér starf fréttastjóra.
Nokkrar breytingar eru einnig í
uppsiglingu hjá Islendingi, en þar
hefur starfsmönnum blaðsins,
tveim að tölu, verið sagt upp störf-
um og ganga þeir út um næstu
mánaðamót. Nokkur óánægja hef-
ur verið með blaðið að undanförnu
og ekki víst, að það komi út aftur
alveg á næstunni....
v , f ótt samdráttur sé yfirvof-
/ J andiígerðíslenskssjónvarps-
efnis á næstunni er hún þó
ekki alveg úr sögunni. Þannig mun
sjónvarpið ætla að fylgja þeirri
hefð nú sem oftast fyrr að hafa
vænan íslenskan skemmtiþátt á
sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17.
júní. Hann er núna í undirbúningi,
og heyrum við að umsjónarmaður
verði Valgeir Guðjónsson, Stuð-
maður með meiru, en dagskrár-
gerðin verði í höndum Elínar Þóru
Friðfinnsdóttur....
r<l Veglega sagði Morgunblaðið
f'\ frá skiptunum á Karnabæ
Si í vikunni, þar sem svo
rnikil áhersla var lögð á skiptin milli
Guðlaugs Bergmann og bræðranna
Hauks og Péturs Björnssona. Lík-
lega var heldur fljótt sagt frá skipt-
unum því enn hefur ekki verið
skrifað undir skiptasamninginn,
sem felur í sér að bræðurnir fá hús-
eignina að Fosshálsi en Guðlaugur
fær fyrirtækið. Samningurinn var
tilbúinn til undirritunar um síðustu
helgi en þá hljóp einhver snurða á
þráðinn enda samstarf löngum erf-
itt...
Fyrirtækið Frjálst framtak
f J hefur verið nokkuð í um-
■S' ræðunni vegna umdeildrar
SÁÁ-söfnunar. Einhver upplausn
er sögð ríkja meðal starfsfólks á
skrifstofum fyrirtækisins og nú
heyrum við að tiltölulega nýráðinn
sölustjóri þess sem kynntur var í
blöðum, Sveinn Sveinsson, sé að
hætta...
Það eru fleiri íslenskar
/" J hljómsveitir sem eiga þess
S kost að „meika það“ erlendis
en Mezzoforte. Þannig fer mikið
fyrir íslensku rokki í Danntörku um
þessar mundir. Um hvítasunnuna
verður væntanlega frumsýnd í
kvikmyndahúsinu Vester Vov Vov í
Kaupmannahöfn myndin Rokk í
Reykjavík og um svipað leyti mun
hljómsveitin Ego með Bubba Mort-
hens í fararbroddi troða upp þar í
Kvikmyndaklúbbur til sölu
Fjalakötturinn, kvikmyndaklúbbur fram-
haldsskólanenia,er til sölu. Um er aö ræöa
allar eignir klúbbsins. Þar á meöal: Kvik-
myndablaöiö ásamt Iager, ný sýningarvél
ERNEMANN-12S-35/16 mm. Tvær 16 mm
kvikmyndatökuvélar,nýtt sýningartjald,kvik-
myndasafn (30-40 myndir).
Bóka-og blaöasafn,vélrúlla og splæsari,seg-
ulband og magnari auk ýmissa fylgihluta.
Heildartilboö eöa tilboö í einstaka hluti ósk-
ast sent til Félagsstofnunar stúdenta PO.
BOX 21 Reykjavík, fyrir föstudaginn 6. maí.
Nánari upplýsingar fást hjá Barða Váldi-
marssyni í síma 46781 eöa Önnu Kristínu
Traustad. í síma 15918.
Garðabær
Blaðburðarbörn vantar víðsvegar um Garöabæ fyrir
Alþýðubl, Þjóðviljann og Tímann.
Upplýsingar í síma 42747 eftir kl. 5.
Umboðsmaður.
RENNILOKAR
Rennilokar 10 kg og 25 kg 2"-12"
Kúlulokar ryðfríir og messing 1/2"-3"
Messinglokar 1/2"-3"
Spjaldlokar og einstreymislokar í mörgum stærðum.
(§) INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7. REYKJAVlK
SlMI 22000
Straxí
f/ista flol<ld
Þann 4. maí verða dregn-
ir út vinningar að verð-
mæti 2.921.000 krónur.
1 vinningur til íbúðarkaupa á 400
þús. kr.
10 bifreiðavinningar á 75 þús. kr. hver.
25 ferðavinningar á 25 þús. kr. hver.
50 húsbúnaðarvinningar á 7.500 kr.
hver og 514 húsbúnaðarvinningar
á 1.500 kr. hver.
MIÐI ER MÖGULEIKI
Sala og endurnýjun
stendur yfir
HAPPDRÆTTI 83-84