Helgarpósturinn - 29.04.1983, Síða 20
10%
Hallvarður Þórsson:
ikk ef tón-
leikar heppnast
vel“
Fðsludagur 29. apn'M983 ,rjnri
9
og ég var stoltur af því að vinna fyrir þá“.
— Erfitt?
„Mjög erfitt“.
Á sveitaböllunum þurfti Pétur að standa i
dyravörslunni og afhenda 5-600 manns miða
inn og út úr húsinu, og hann segir, að hann
hafi þótt harður við dyrnar. Enginn liafi kom-
ist framhjá honum án þess að borga.
„En það er athyglisvert, að eftir tíu ára starf
hafði ég aldrei verið laminn, sem þýðir, að ég
hef beitt töluverðri sálfræði".
Einu sinni munaði þó kannski ekki miklu.
Pétur hélt ball í nýju samkomuhúsi austur í
sveitum, nánar tiltekið niður við sjó. Að venju
stóð Pétur i dyrunum og krafði menn um
miða. Þar var þó einn fýr, sem vildi bara labba
út og inn eins og honum þóknaðist. Pétur
benti manninum hins vegar á, að hann væri
með húsið á leigu og allir þyrftu að borga sig
inn. Heimamaðurinn gaf sig samt ekki. Þá
komu nokkrir sveitungar hans aðvífandi og
tókst þeim að lempa kauða. Síðar sögðu þeir
Pétri,.að maður þessi væri hættulegur slags-
málahundur.
— Verða menn ríkir af þessu?
„Nei, en ef maður á stóra fjölskyldu og
konan vinnur ekki úti, og maður er að koma
sér upp húsi, veitir ekki af tvöfaldri vinnu“.
— Þú hefur verið í þessu í rúmlega þrjátíu
ár, ætlarðu að vera önnur þrjátíu?
„Ég er að verða sextugur og hlýt að fara að
hætta þessu“.
En Pétur er ekki hættur enn og þeir sem
vilja fá upplýsingar um hljómsveitir á einum
stað, ættu bara að slá á þráðinn til hans.
er hver að baki nema sér umboðsmann eigi.
getur fyrsta boðorð skemmtanaiðnaðarmanna hljómað. En fremur
á það ntí við úífi hinum stóra heimi, þar sem framavonir listamanna geta oltið á því
að vera undir styrkri stjórn. Enda umboðsmaðurinn þar sveipaður dýrðarljóma, jafn-
vel dáður og dýrkaður. Og svo er hann líka rikur, stundum kallaður mister ten pörsent.
Kslensl
umboðsmenn eru lika til, þótt enginn þeirra sé gildur á við gild-
ustu erienda kolíega. Aðstæður eru líka aðrar, allt miklu smærra í sniðum.
Þeir eru fáir í íslenskri umboðsmannastétt, sem eru gamlir í hettunni. Nú munu að-
eins tveir einstaklingar annast slík störf, sem hafa verulega reynslu í þeim efnum; Pétur
Guðjónsson rakari og Ámundi Ámundason. Aðrir skjóta upp kollinum og staldra við
í stuttan tíma, taka að sér eitt og eitt verkefni.
hefur Félag íslenskra Hljóðfæraleikara lengi rekið ráðningarskrifstofu og nú
eru SÁTT að hrinda einni slíkri af stað.
_„ „ á eftir verður spjallað stuttlega við nokkra einstaklinga, sem standa í um-
’bofomennsku.og þeir spurðir um starfið. Þessir menn eru Pétur Guðjónsson, sem hef-
ur manna lengst stundað þetta, eða í rúm þrjátíu ár, Einar Örn Benediktsson og Hall-
varður Þórsson. Hinir tveir síðarnefndu eru ungir i faginu og óvíst að þeir endist eins
lengi og Pétur. En tíminn mun skera úr um það.
„rietta er eins
og útgerð“
— segir Pétur Guðjónsson rakari og
umboðsmaður
.,Ég lýg engu ef ég segi, aö ég hafi byrjað í
kringum 1950“.
Pétur Guðjónsson rakari hefur því stundað
umboðsmennsku fyrir hljómsveitir í rúmlega
30 ár, og geri aðrir betur.
„Ég datt þannig inn í þetta, að ég var fyrr-
Pétur með hljómsveit Björns R.
Einarssonar og var myndin tekin í
kringum 1950.
verandi trommari í tríói og ég var líka dansari
og þekkti því inn á þetta“, heldur Pétur áfram.
Fyrsta hljómsveitin, sem Pétur tók að sér,
var átta manna band Björns R. Einarssonar;
„athyglisverð hljómsveit, sem spilaði mikið af
nótum“, og á böllum hjá henni mátti heyra
dúndrandi Straussvalsa.
„Við fórum um landið og héldum hljóm-
leika og dansleiki og sennilega er þetta eins í
dag, að þénustan var ekki mikil. Ég sá um all-
an tilkostnað við hljómsveitina og afgangur-
inn var ekki voðalegur“.
Árið 1952 tók Pétur við umboðsmennsku
fyrir KK-sextettinn og var með þeim í tíu ár,
exklúsíft, eins og það heitir; þ.e. hann var ekki
með aðra hljómsveit á sínum snærum.
— Hvað gerir umboðsmaðurinn?
„Umboðsmannastarfið er töluvert ábyrgð-
arstarf. Hann skipuleggur kannski tuttugu og
fimm daga ferðalag um landið og það þarf að
taka stóru staðina á réttum dögum. Það hvílir
á honum sú ábyrgð að sjá um ballið. Hann sér
um miðasöluna og gerir síðan upp. Þetta er
eins og útgerð".
Þetta var á þeim tíma er Pétur var með að-
eins eina hljómsveit á sinni könnu og fylgdi
henni eftir hvert sem hún fór. Nú er hann hins
vegar með umboð fyrir margar hljómsveitir
og hann er sá aðili, sem getur sagt til um geeði
hverrar hljómsveitar fyrir sig. Þá setur Pétur
upp sama verð fyrir allar hljómsveitir, sem
hann er með, og því getur ekki verið um nein
undirboð að ræða.
„Umboðsmaðurinn er það afl, sem gefur
þeim styrk til þess að láta ekki draga sig niður
í verði“, segir Pétur.
Hann ber hljómsveitarmönnum líka vel
söguna:
„Ég hef mjög góða reynslu af starfinu. Ég
á ekki eyri hjá einum einasta hljóðfæraleik-
ara“, segir hann. En hér er hann að tala um
það þegar tónlistarmennirnir innheimta
vinnulaunin sjálfir og greiða síðan umboðs-
manninum eftir á.
— Er þetta skemmtilegt?
„Ég hafði gaman af þessu vegna þess, að
þetta voru góðir hljóðfæraleikarar og félagar
Grýlurnar á Melarokki, sem Hallvarður
stóð fyrir síðasta sumar.
Hallvarður Þórsson hefur stundað um-
boðsstörf í tvö ár. Hann datt inn í starfið fyrir
tilviljun.
„Eg var atvinnulaus um vorið og fylgdist
með smáauglýsingum dagblaðanna og þar var
eitt sinn óskað eftir manni í þetta starf“, segir
hann.
Hljómsveitin sem leitaði sér að umboðs-
manni var Spilafíflin. Hallvarður var boðað-
ur á æfingu og leist honum vel á. Fyrsta verk
.hans var svo að koma Spilafíflunum á tón-
leika í Laugardalshöll. Hann hefur svo síðar
starfað með Utangarðsmönnum, Bodies og
Egó.
— Hvað gerir umboðsmaðurinn?
„Ef hann starfar með hljómsveit er aðal-
málið að gera veg hennar sem allra mestan og
koma tónlist hennar á framfæri hvar sem er.
Hann verður að byggja upp stérkt nafn og það
hefst með stanslausu veseni. Það verður að sjá
um að blöðin standi sig í sínu og geri þetta á-
berandi“.
Ég hef einbeitt mér að tónleikum og svo
verður áfram. í sumar mun ég flytja inn er-
lendar hljómsveitir", segir Hallvarður. Þegar
hafa náðst samningar um komu Siouxie and
the Banchees og samningaviðræður standa
yfir við Dance Society og fleiri.
— Er þetta skemmtilegt starf?
„Það er alltaf ákveðið kikk ef tónleikar
heppnast vel og allir eru ánægðir. Og því
stærri, sem tónleikarnir eru.þeim mun meira
verður kikkið“.
— En er þetta erfitt?
„Þetta getur verið leiðindastress. Það er oft